Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ÍSKALDUR EINN LÉTTUR Málum bæinn RAUÐAN! ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK ÚTSÖLULOK Útsölunni lýkur á morgun! Sjá vörulýsingu á bakhli Allt til heimilisins undir einu þaki! IK E 28 22 6 0 6. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Klú›ur Árans klúður. Ég steingleymdiað sæka um útvarpsstjóra- starfið á fimmtudaginn. Ég var bú- inn að skrifa þetta hjá mér og allt. Ætlaði virkilega að drita inn um- sókn. Með starfsferilsskrá, próf- skírteinum, myndum og allt. Ég var meira að segja búinn að taka upp sérstakt ávarp á vídeó sem ég ætlaði senda með á VHS fyrir menntamálaráðherra þar sem ég rek í nokkrum liðum hvers vegna ég er heppilegur í starfið. En svona er þetta. Ég steingleymdi þessu. Lá bara uppi í sófa í leti og lét um- sóknarfrestinn renna út hægt og rólega eins og loft úr lélegum hjól- barða á úrsérgenginni Lödu sport uppí sveit að sumarlagi. ÞETTA er draumadjobb. Maður fær tvo komma fimm milljarða til að kaupa inn Aðþrengdar eiginkon- ur og eitthvað fleira amerískt og maður þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að búa til mikið af íslensku efni sem er tómt bögg auðvitað, nema kannski einn frétta- skýringaþátt á mánuði með Páli Benediktssyni, sem er lítið mál, og svo auðvitað eitthvert landsbyggð- ardót. Má redda því í hvelli. Bara setja míkrafóninn upp að einhverj- um furðufuglum sem fólk hefur gaman að og ýta á Rec. OG svo eru það fréttastofur og eitthvert menningarefni fyrir gamla fólkið, plús innslög frá Veð- urstofunni með ferskum tíðindum af veðri. Fólkið þreytist aldrei á hinum æsispennandi framhalds- þáttum um níuhundruðogsjötíu millabara lægðirnar sem nálgast landið úr suðri, rigningu á stöku stað og ísjaka á Húnaflóa. Það er formúla sem virkar endalaust MAÐUR hefði ekki þurft að gera baun í bala í þessu djobbi. Og það besta er að ef maður hefði nú sent inn umsókn, og hefði hreppt hnoss- ið, þá hefði ekki skipt neinu máli þótt maður hefði klúðrað þessu hundraðfalt – hvernig sem maður hefði farið að því – vegna þess að öllu klúðri getur maður alltaf skellt á pólitíkusa, ef maður er klókur, því þeir eru með fingurinn í þessu alla daga hvort sem er. Ábyrgðin í útvarpsstjórastólnum er í rauninni samasem engin, ef maður heldur rétt á spöðunum. Þetta er bara spurning um að bíða rólegur og verða sendiherra. AÐ vísu þarf að fytja eitt ávarp um áramótin, en það horfir enginn á það hvort sem er. Ég hefði redd- að því með því að lesa upp einn góðan kafla úr Halldóri Laxness og allir hefðu orðið sáttir. Eða Þór- bergi. Aðalatriðið er að vera nokkurn veginn edrú. EF ég væri menntamálaráðherra myndi ég einfaldlega fara gömlu, góðu rómversku leiðina og skipa hestinn minn í stöðuna. Það er langhreinlegast. Ef ég ætti hest. BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.