Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 6
6 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR Færri holugeitungar en í venjulegu árferði: Trjágeitungur heldur sínu striki SKORDÝR „Við höfum ekki ennþá orðið mikið vör við samdrátt í út- köllum vegna geitungabúa,“ seg- ir Ólafur Sigurðsson geitunga- bani. Ólafur segir álíka mikið af trjágeitungum og síðasta sumar. Hins vegar sé ljóst að stofn holu- geitunga sé mun minni en síð- ustu ár. „Útköll vegna holugeitunga koma fyrst og fremst með haustinu,“ segir Ólafur. „Hins vegar er meira að gera við að fjarlægja holugeitungabú fyrri part sumars, þannig að við finn- um ekki ennþá fyrir því að minna sé að gera.“ Holugeitungar byggja sér bú í jörðu og fóru illa síðasta sumar. Ólafur hefur þó fjarlægt nokkur holugeitungabú á háaloftum og inni í húsum sem virðast hafa sloppið meðan óhagstæðar að- stæður grönduðu búum í jörð- inni. „Það er samt greinilegt að minna er um holugeitunga en í venjulegu árferði,“ segir Ólafur. - ht Ökumaður mældur á 228 km hraða á Reykjanesbrautinni: Bifhjólama›ur stakk lögregluna af Segir a›för verkal‡›s- félagsins hlægilega Einn eigenda Spútnikbáta sem sætir kæru vegna pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu segir a›för verkal‡›sfélagsins vera hlægilega. Heilbrig›isyfirvöld hafa vi›urkennt athugasemdarlaust húsakynni pólsku verkamannanna fimm. VERKALÝÐSMÁL Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbát- um og samþykkti það án athuga- semda að sögn Gunnars Leifs Stef- ánssonar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. „Enda er þetta fyrirtaks húsakostur,“ segir hann. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur verkalýðsfélagsins, sagði í morgunþætti Talstöðvarinnar í fyrradag að hann hefði ekki séð húsakynnin nema að utan og hafi þá ekki litist á. Verkalýðsfélagið á staðnum hefur kært Sputnikbáta til sýslu- manns fyrir að standa ólöglega að málum gangvart Pólverjunum fimm og hefjast yfirheyrslur hjá sýslumanni á mánudaginn og verða Pólverjarnir kallaðir til en einungis sem vitni. Ingólfur Árnason, einn af eig- endum fyrirtækisins, segir að að- för Verkalýðsfélagsins að fyrir- tækinu sé í raun hlægileg. „Við hefðum aldrei getað fund- ið þessa góðu verkamenn nema í gegnum starfsmannaleigu af þessu tagi,“ segir Ingólfur. Hann segir að fyrirtækið muni ráða mennina enda hafi þeir sýnt fram á ágæti sitt og að þeir uni hag sín- um vel og því sé framganga Verkalýðsfélagsins ekki þessum verkamönnum í hag. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki látið á það reyna hvort hægt væri að finna slíka verka- menn hér á landi, allavega hefðu þeir ekki leitað til Verkalýðsfé- lagsins í þeim tilgangi. Gunnar Leifur segir það ekki rétt sem Vilhjálmur hafi haldið fram að fyrirtækið greiði 2,1 milljón króna fyrir verkamennina fimm heldur sé rétt upphæð 3,5 milljónir. Í gær var sjósettur fimmtán tonna fiskibátur sem fyrirtækið hefur framleitt og fögnuðu starfs- menn og yfirmenn við það tæki- færi. Báturinn er útbúinn til línu- veiða og hefur verið seldur til fyr- irtækisins Eyrarberg í Grindavík. jse@frettabladid.is Flórída í Bandaríkjunum: Sextug hjón grafin lifandi JACKSONVILLE, AP Eldri hjón sem fundust látin í grunnri gröf á laugardaginn virðast hafa verið grafin lifandi. Lögregla í Flór- ída staðfesti þetta í gær. „Dánarorsök Carol og James Sumner var köfnun. Það þýðir með öðrum orðum að þau voru grafin lifandi,“ sagði Ken Jefferson, talsmaður lögregl- unnar í Jacksonville. Tekið var að óttast um hjónin 10. júlí. Fyrir nokkrum dögum var svo nágranni þeirra hand- tekinn, 23 ára gömul stúlka, og tveir vinir hennar. Þau voru með greiðslukort Sumner-hjónanna í sínum fórum. ■ Suðausturland: fiúsund fuglar merktir FUGLALÍF Starfsmenn Fuglaathug- unarstöðvar Suðausturlands á Hornafirði hafa merkt eitt þúsund fugla frá því stöðin hóf starfsemi 14. mars síðastliðinn. Langmest hefur verið merkt af skógarþröst- um eða á áttunda hundrað en einnig hafa verið merktir nokkrir tugir kría og hrossagauka. Hlutverk Fuglaathugunar- stöðvar Suðausturlands er að ann- ast almennar rannsóknir á fugla- lífi á Suðausturlandi með aðal áherslu á merkingar og vöktun ákveðinna svæða. - kk Norsk-íslenska síldin: Metvei›i í júní SÍLDVEIÐAR Alls veiddu íslensk skip ríflega 36 þúsund tonn af norsk-ís- lenskri síld í júní síðastliðnum en þar af veiddust tæplega 25 þús- und tonn, um 70 prósent, innan ís- lensku efnahagslögsögunnar. Er það mesta magn sem Íslendingar hafa veitt af norsk-íslenskri síld innan lögsögunnar í júnímánuði frá því 1998 en þá veiddu íslensk skip rúm 25 þúsund tonn. Í farvatninu eru viðræður um skiptingu veiðiheimilda á stofnin- um á milli Íslendinga, Norð- manna, Færeyinga, Rússa og Evr- ópusambandsins en ekki hefur verið boðað til samningafundar. - kk Ertu sátt(ur) við veðrið í sum- ar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu farið á tónleika í sumar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN TRJÁGEITUNGABÚ Geitungabanar hafa í nógu að snúast við að granda trjágeit- ungabúum. Holugeitungar eiga hins vegar erfitt uppdráttar en fólk verður yfirleitt ekki vart við bú þeirra fyrr en síðla sumars. SILFUR HAFSINS Jón Gunnar Sigurjónsson, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað með norsk-íslenska síld sem veidd var innan íslensku lögsögunnar í júni síð- astliðnum. Háskólinn á Bifröst: Jón Ólafsson rá›inn prófessor HÁSKÓLAR Dr. Jón Ólafsson heim- spekingur hefur verið ráðinn pró- fessor í heimspeki við nýja félags- vísinda- og hagfræðideild Við- skiptaháskólans á Bifröst. Jón hefur áður kennt við Háskóla Ís- lands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands auk þess að sinna stundakennslu á Bifröst. Jón leiðir heimspekilegan hluta náms í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði sem hefst í haust og hefur umsjón með nám- skeiðum meðal annars í stjórn- málaheimspeki. - ht Ríkið semur við símafyrirtæki: Sparar 150 til 200 milljónir VIÐSKIPTI Ríkiskaup hafa gert samning við Og Vodafone og Sím- ann um almenna talsíma- og inter- netþjónustu sem getur tryggt rík- isstofnunum allt að 15 til 30 pró- senta verðlækkun á þessari þjón- ustu. Sparnaður á að geta numið um 150 til 200 milljónum króna á ári að mati Ríkiskaupa. Samningurinn felur í sér að um 230 fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera eru tryggð ákveðin kjör á fjarskiptaþjónustu næstu tvö árin frá 1. september næst- komandi að telja. -hb LÖGREGLUMAÐUR Ökumaður mótor- hjóls var mældur á 228 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni stuttu fyrir miðnætti í fyrradag og tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári mannsins. Fátítt er að ökutæki mælist á svo miklum hraða og er málið litið alvarlegum augum. „Flest okkar eru ekki hrifin af þessu,“ segir Eva Dögg Þórsdótt- ir, fjölmiðlafulltrúi Sniglanna um hraðaksturinn. „Það eru um þrjú þúsund bifhjólamenn á Íslandi og flestir þeirra eru til fyrirmyndar. En það eru svartir sauðir alls staðar.“ Eva segir akstur af þess- um toga undantekningu, þrátt fyrir að fjölmörg bifhjól á land- inu komist yfir 300 kílómetra hraða. Eva segir að verið sé að leita að styrktaraðilum til að fjármagna braut fyrir akstursíþróttir, en hún telur líklegt að áhugi á kappakstri spili inn í hraðakstur af þessu tagi. „Ef við fengjum akstursbraut á Ís- landi myndu menn miklu frekar leita þangað til að stunda sitt áhugamál,“ segir Eva. - grs LÖGREGLAN VIÐ EFTIRLIT Lögreglan hefur stóreflt eftirlit á vegum landsins. PÓLSKU VERKAMENNIRNIR ÁSAMT FRAMKVÆMDASTJÓRA Pólsku verkamennirnir eru sagðir una hag sínum vel hjá fyrirtækinu og heil- brigðisyfirvöld höfðu ekkert út á húsakost þeirra að setja. Það kemur svo í ljós hvort sýslumaður hefur eitthvað út á samninga þeirra við Sputnikbáta að setja. ÞÚSUNDASTI FUGLINN Tveir starfsmenn eru í hlutastarfi hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands en stöðin er rekin með fjárstyrkjum frá umhverfisráðuneytinu og Sveitarfélaginu Hornafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.