Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 44
Færeyingar eru fangar sög-unnar,“ segir SigurpállHelgi sem hefur áralöng
kynni af frændum okkar í suð-
austri. Ingibjörg, eiginkona hans,
er færeysk en þau bjuggu saman í
Danmörku þar til fyrir ári er þau
fluttu til Færeyja að ósk Ingi-
bjargar sem lengi hafði langað
heim. Um leið réði Sigurpáll sig til
Dimmalætting en hann hafði áður
unnið á dagblaði á Jótlandi.
„Ég hef á tilfinningunni að
Færeyingar hræðist bæði nútíð-
ina og framtíðina og fyrir vikið
vita þeir ekki hvað þeir eiga að
gera.“ Sigurpáll líkir ástandinu í
eyjunum við það sem ríkti á Ís-
landi fyrir tuttugu árum og ber
færeyskum stjórnmálamönnum
ekki vel söguna. „Þeir hugsa fyrst
og fremst um sjálfa sig og að
tryggja endurkjör á næsta kjör-
tímabili. Þeir hugsa ekki um heill
þjóðarinnar til framtíðar og taka
fáar langtímaákvarðanir.“
Sigurpáll segir mikilvægt að
tekið verði af skarið og gerist það
ekki á næstu misserum einangrist
Færeyingar endanlega frá um-
heiminum. Hann bindur vonir við
að aukið frjálsræði í fjármálalíf-
inu leysi einhver öfl úr læðingi í
samfélaginu, líkt og gerðist á Ís-
landi þegar hlutabréfamarkaður-
inn varð virkur. Hins vegar kjósi
valdaöflin í landinu óbreytt
ástand og sterk staða þeirra kunni
að aftra þeirri þróun.
Frjálst og óháð blað
Tvö víðlesin dagblöð eru gefin út í
Færeyjum; Dimmalætting og Sos-
ialurin. Báðum er dreift í um níu
þúsund eintökum og koma þau út
síðdegis. Sá munur er þó á að í
haus Sosialurins er dagsetning
morgundagsins en Dimmalætting
breytti út af þeirri áralöngu venju
á haustdögum og ber nú dagsetn-
ingu útgáfudagsins.
Blöðin voru bæði nátengd
stjórnmálaflokkum og fluttu
fréttir sem voru flokkunum í hag.
Sú tíð er liðin hjá Dimmalætting
og Sigurpáll og samstarfsmenn
hafa frjálsar hendur í skrifum
sínum.“Fyrir tíu árum kom nýr
ritstjóri að blaðinu og ákvað að
tími væri kominn til að slíta á
tengslin við Sambandsflokkinn og
setja fréttirnar í öndvegi. Áður
gat formaður flokksins pantað
forsíðuna án þess að fá gagnrýnar
spurningar og svona er þetta enn
þá á Sosialurin þar sem Jafnaðar-
mannaflokkurinn ræður ríkjum.“
Slíkt fyrirkomulag er Íslend-
ingum í fersku minni en blöðin
hér voru jú flest hver í eigu
stjórnmálaflokka og drógu taum
þeirra í fréttum sínum.
Auk dagblaðanna tveggja
koma Eyjatíðindi út tvisvar í viku
í Færeyjum en þau flokkast til
gulrar pressu. Í þeim eru fréttir
af einkalífi fólks og segir Sigur-
páll að ritstjóri þeirra sé oftar en
ekki kærður fyrir brot á friðhelgi
einkalífsins. Dagblöðin tvö haldi
hins vegar sínu striki og láti Eyja-
tíðindum nærgöngula umfjöllun
um persónuleg málefni eftir.
Fordómar í Færeyjum
Innlendar fréttir er helsta efni
Dimmalætting og segir Sigurpáll
það ráðast af áhugasviði Færey-
inga sem láti sig málefni um-
heimsins litlu varða. Hann hefur
nokkrar áhyggjur af ástandinu
enda geti fordómar grasserað við
slíkar aðstæður. „Manneskjan er
eins og hæna í búri að þessu leyti.
Hugsanir okkar eru bundnar við
það sem við sjáum og upplifum og
því minna sem við vitum um um-
heiminn því meiri hætta er á for-
dómum. Hænan er hæst ánægð í
búrinu sínu því hún þekkir ekkert
annað.“
Saman við þetta ástand bland-
ist svo sterkar rætur kristinnar
trúar í Færeyjum þar sem yfir 30
kristnir söfnuðir eru starfræktir.
„Færeyskir bókstafstrúarmenn
hafa sannfært mjög marga um að
múslimar séu vondir og gera til
dæmis engar athugasemdir við
gjörðir Bush Bandaríkjaforseti í
Írak. Í Færeyjum er líka lítið
pláss fyrir fólk sem fellur ekki
inn í fjöldann og umburðarlyndið
er lítið. Samkynhneigðir eiga
erfitt uppdráttar í landinu og
flestir þeirra flytja til Dan-
merkur. Þar er líka erfitt að vera
útlendingur og heilu vikurnar líða
á milli þess sem blökkumaður sést
í Færeyjum.“
Sigurpáll er gagnrýninn á fær-
eyskt samfélag og harðorður í
garð þjóðarinnar. „Það er skylda
mín sem fjölmiðlamaður að líta
samfélagið gagnrýnum augum,“
segir hann en tekur um leið fram
að Færeyingar séu ljúfir og þægi-
legir í umgengni.
Þjóðin sameinists
Íslendingar hafa lengi fylgst með
umræðum um hugsanlegt sjálf-
stæði Færeyinga frá Dönum enda
þekkja þeir slík mál á eigin skinni.
Sigurpáll fylgist vitaskuld grannt
með og finnst umræðan spenn-
andi. „Stríðið hefur staðið frá 1948
þegar naumur meirihluti Færey-
inga samþykkti sjálfstæði í þjóðar-
atkvæðagreiðslu en ekkert var
gert með niðurstöðurnar. Mín
skoðun er að það þurfi að fara var-
lega og áður en til sjálfstæðis
getur komið er mikilvægt að fær-
eyska þjóðin sameinist.“ Með þeim
orðum á hann við að of skörp skil
séu milli íbúa höfuðstaðarins Þórs-
hafnar og landsbyggðar og eins
milli íhaldsaflanna og þeirra sem
vilji sjálfstæði hið fyrsta. „Ég er
smeykur við þá leið að slíta á öll
tengsl í einum vetvangi því þjóðin
er ekki undir það búin. Hins vegar
get ég séð fyrir mér að þetta þróist
hægt og sígandi og það er mikil-
vægt að mikill meirihluti þjóðar-
innar sé samþykkur sjálfstæði.“
Sjálfur veit Sigurpáll ekki hvort
hann búi í Færeyjum ef og þegar
eyjarnar hljóti sjálfstæði því segja
má að hann búi þar til reynslu.
„Við bjuggum í Danmörku þar sem
konan mín þjáðist af heimþrá. Við
ákváðum að prófa að vera í Fær-
eyjum í tvö ár og sjáum svo til að
þeim árum liðnum.“
28 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Sigurpáll Helgi Arnflórsson er fréttastjóri
Færeyska dagbla›sins Dimmalætting. Hann er
gagnr‡ninn á færeyskt samfélag og segir Færeyinga
lítt umbur›arlynda gagnvart hinu óhef›bundna.
Björn fiór Sigbjörnsson hitti Sigurpál a› máli flegar
hann kom í frí til Íslands á dögunum.
ÁHRIFAVALDAR SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON ÞINGMAÐUR
Það gefur augaleið að foreldrar mínir hafa verið miklir
áhrifavaldar í lífi mínu. Þau ólu mig upp og gáfu mér allt
það besta sem þau gátu gefið mér. Uppeldi mitt hefur
mótað líf mitt allar götur síðan. Ég kem frá afar venjulegu
heimili þar sem maður þurfti að leggja mikið á sig til þess
að ná árangri og þannig hefur það verið allt mitt líf.
Vinir mínir, Gísli Marteinn Baldursson stjórnmálamaður,
Rúnar Freyr Gíslason leikari, Pétur Marteinsson knattspyrnu-
maður, Viðar Þór Guðmundsson listamaður og Ólafur Örn
Guðmundsson flugmaður hafa ekki síður verið miklir áhrifa-
valdar í lífi mínu. Við höfum verið vinir frá því í æsku, lékum
okkur í sama sandkassanum, gengum saman í grunnskóla
og síðan Verzlunarskólann og höfum í raun verið óaðskiljan-
legir alla tíð. Enginn okkar kemur frá pólitísku heimili en í
gegnum allar þær ræðukeppnir og rökræður, háskóla- og
ungliðapólitík hefur þróunin orðið sú að ég hef aðhyllst
hægrisinnaða hugmynda-
fræði.
Ekki má heldur gleyma
mönnum eins og Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni,
Jóni Steinari Gunnlaugs-
syni og fleirum sem hafa
alltaf reynst mér vel, hvatt
mig áfram í mínum
störfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og á öðrum vett-
vangi og verið traustir og
ráðagóðir. Ég gleymi því
heldur aldrei að hafa
fengið tækifæri til þess að
vinna með Davíð Odds-
syni og öðrum forystu-
mönnum Sjálfstæðis-
flokksins.
Að lokum hlýt ég að nefna það að strax eftir að ég lauk stúd-
entsprófi hóf ég nám í lögfræði við Háskóla Íslands. Það má
segja að lögfræðin sé mitt annað áhugamál ásamt stjórnmál-
unum. Ég held að ég geti þakkað þann áhuga að miklu leyti
mínum gamla kennara Sigurði Líndal og áðurnefndum Jóni
Steinari, sem ég starfaði hjá meðfram námi, og ekki síður
mínum gömlu félögum á lögmannsstofunni Lex, mönnum
eins og Jónasi A. Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni, Guð-
mundi Ingva Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni og öllu því
góða fólki sem ég starfaði með þar. JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON
Hæstarréttardómarinn.
Foreldrar, vinir og lærife›ur
SIGURPÁLL HELGI ARNÞÓRSSON „Það er skylda mín sem fjölmiðlamaður að líta samfélagið gagnrýnum augum,“ segir Sigurpáll
sem óttast að Færeyingar einangrist enn frekar frá umheiminum vegna lítils áhuga á því sem gerist utan eyjanna.
Samkynhneigðir
eiga erfitt uppdráttar í land-
inu og flestir þeirra flytja til
Danmerkur. Þar er líka erfitt
að vera útlendingur og heilu
vikurnar líða á milli þess
sem blökkumaður sést í
Færeyjum.
,,
Manneskjan er eins og hæna í búri
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
Ö
RÐ
U
R