Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 58
Emilíana er komin heim. Eftir að
plata hennar, Fisherman’s Wom-
an, fór sigurför um Evrópu og
hlaut einróma lof gagnrýnenda
kom hún loks til landa sinna. Plat-
an er frábær, á því lék enginn
vafi, en hvort Emilíönu tækist að
skila henni „live“ var það sem all-
ir biðu eftir. Spennan var raf-
mögnuð enda engin upphitunar-
sveit. Emilíana ætlaði bara að
stíga á sviðið klukkan hálf tíu og
byrja að spila.
Herbragðið heppnaðist meist-
aralega. Enginn bið eftir því að
þurfa að stilla hljóðfærunum upp á
svið. Emilíana birtist á sviðinu.
Salurinn tók vel á móti henni enda
búinn að bíða spenntur í hálft ár
eftir að fá að berja hana augum. Í
fyrstu var eins og hún vissi ekki al-
veg hvort hún væri á heimavelli og
hún ákvað að byrja bara að syngja.
Viðtökurnar við upphafslaginu
sannfærðu hana greinilega um að
hún hefði engu að kvíða.
Í kjölfarið komu svo lögin af
Fisherman’s Woman, sem hefur
slegið í gegn hér á landi. Sunn-
yroad, Lifesaver og Honeymoon
Child yljuðu gestum um hjarta-
ræturnar og henni var innilega
fagnað eftir hvert lag. Flutning-
urinn á lögunum var umfram
allt einfaldur en jafnframt ein-
lægur.
Tónlist Emilíönu er ljúf og við-
kvæm sem lætur hlustandanum
líða vel. Inni á milli laga fengu
áheyrendur skemmtilegar sögur
um tilurð laganna, gamlar ástir í
Þingholtsskóla og flippað sumar í
London. Gestir NASA gátu ekki
annað en verið samferða Emilíönu
á þessu ferðalagi hennar um for-
tíðina.
Tónleikar Emilíönu voru frá-
bærlega heppnaðir. Hún steig
hvergi feilspor og plata hennar
virkar á sviði. Svo virðist hins
vegar sem sumt fólk geri sér ekki
grein fyrir því að það sé statt á
tónleikum þar sem tónlistin er svo
lágstemmd að allt skvaldur heyr-
ist. Þegar um klukkutími var lið-
inn var eins og einhverjum gest-
anna lægi svo mikið á hjarta að
það gæti hreinlega ekki beðið. Í
eitt skiptið neyddist Emilíana til
þess að sussa á fólkið og það er
óþolandi að einhverjir geti allt að
því eyðilagt annars frábæra tón-
leika. Freyr Gígja Gunnarsson
Fyndin og einlæg Emilíana
NIÐURSTAÐA: Tónlist Emilíönu er ljúf en
viðkvæm og fer með hlustandann í ferðalag
um hugarheim hennar.
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 2 og 10.20 B.i. 10 ára-Síðustu sýningar
Sýnd kl. 2 og 4
★★★ ÓÖH DV
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40
Sýnd í lúxus kl. 10.40 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 • Sýnd í lúxus kl. 3, 5.30 og 8
Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 5.45
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
Sýnd kl. 2 og 4 m/ísl. tali-Síðustu sýningar
Tilboð
400 kr.
SÍMI 551 9000
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11
Sýnd kl. 3 og 5.30 B.i. 10 ára-Síðustu sýningarSýnd kl. 10.10 B.i. 14 ára
Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Þorir þú í bíó?
„SVALASTA MYND ÁRSINS
OG BESTA MYND ÞESSA
SUMARS“
★★★★★ Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ
★★★★★ BLAÐIÐ
SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
Nú eru það fangarnir
gegn vörðunum!
Tilboð
400 kr.
AMERICAN DAD
FRÁ FRAMLEIÐENDUM „FAMILY GUY“
MÁNUDAGA KL. 21:00 FYLGSTU MEÐ!
Tónleikar Emilíönu Torrini á Nasa fimmtudagskvöldið 21. júlí
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN