Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 56
DÁSAMLEGIR Top Shop Smáralind Það kveður við nýjan tón í hausttískunni í ár. Þjóðernistískan sem hefur verið svo áberandi að undanförnu er farin að teygja anga sína aftur í tímann. Ekki er laust við áhrif frá sjóræningjatím- anum en um leið er þeim áhrifum blandað við gömul stríðshetjuföt. Hér erum við að tala um vesti og jakka með þungum gylltum tölum, spælum á herðum og veglegum vösum. Þessar flíkur eru vel sniðn- ar og í þrengra lagi. Við þetta þykir afar flott að klæðast skyrtum. Annað hvort þröngum með síðum ermum og blúndulegum sjóræn- ingakraga. Á hinn bóginn koma þjóðernislegu hippaskyrturnar sterkar inn og er flott að nota þær undir jakkana og vestin. Við þessa múnderíngu koma hnébuxur afar sterkar inn. Annað hvort þröngar niður að hnésbótum eða hólkvíðar með rykkingum um hné eins og sjóræningjarnir voru svo hrifnir af. Buxur með föllum að framan flokkast undir nýjungar. Madonna klæddist einmitt slíkum buxum á Live 8- tónleikunum um daginn. Svo má nota síð pils við vestin og jakkana eða hnésíð í dökk- um tónum. Litasinfónía þessa tískustraums er náskyld haustinu þar sem allir brúnir tónar eru gjaldgengir ásamt hvítu, beige-lituðu og gylltu. Þetta er því hinn sanni hausttónn sem kemur ferskur inn eftir alla litagleði sumarsins. Þegar þú ert komin í hnébuxur, skyrtu og vesti er sjúklega dömulegt að vera í fallegum sokkum, helst með gatamynstri, og penum háhæluðum skóm. En þegar kuldaboli mætir á svæðið koma gróf leðurstígvél að góðum notum. Þessi sjóræn- ingja-her-þjóðernistíska kallast ýmist „Soho Boho“ eða „Admirality“ á útlensku en enn hefur rétta heitið ekki fundist á íslensku. Við þessa tísku er skvísulegt að vera með nógu mikið af skarti, síðum perlufestum, armböndum og eyrnalokkum. Þegar skart er valið er málið að hafa það í gylltum tón. Stórar töskur toppa heildarútlitið. Munið svo bara að hægt er að blanda einfaldari flíkum með ef þið þorið ekki að fara alla leið. martamaria@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > MARTA SMARTA FER YFIR MÁLIN Teri Hatcher & ég Ég man ekki hver heilaþvoði mig en síðastliðin ár hef ég verið hald- in voðalegu snobbi varðandi val á sjampói. Þetta flokkast kannski ekki undir einhvern voðalegan lúxus en „alvöru“ sjampó kosta þó sitt þegar saman safnast. Ég hélt því lengi vel fram að ég yrði að eiga fín sjampó því ég væri með svo voðalega „sérstakt“ hár. Með þetta að leiðarljósi eyddi ég mörgum gullpeningum í sjampóbrúsa, hárnæringar og annað hárfínerí. Ég skipti reyndar nokkrum sinn- um um týpur á þessum snobbferli en alltaf var hárið á mér í svipuð- um skorðum. Sjampósnobbið tók þó á sig breytta mynd þegar ég byrjaði að búa með tilvonandi eiginmanni mínum. Nenni níski hreiðraði um sig í sál minni og skyndilega hætti ég að tíma að eyða mínum peningum í annarra þágu. Sér í lagi af því viðkomandi fann engan mun á sjampótegundum. Í hans augum var sjampó bara sjampó. Skiljanlega. Auðvitað hefði ég getað dottið í þann pakka að fela sjampóið mitt og kaupa eitthvað ódýrt handa honum. Samviska mín sagði mér að svoleiðis gerði maður ekki og maður ætti alltaf að hugsa sem best um þá sem manni þykir vænst um. Þegar maður hættir að hafa áhyggjur af hlutunum leysast þeir yfir- leitt án þess að maður taki eftir því. Á dögunum fór ég að dást að hári vinkonu minnar. Það var glansandi fallegt og ilmaði eins og nýkreistur appelsínusafi. Ég fékk nánast vatn í munninn. Hún sagði mér stolt í bragði að hún notaði nú bara Fructis frá Garnier sem fengist í hvaða matvöru- verslun sem er. Hún bætti því við í leiðinni að hárið á henni hefði hætt að flækjast eftir að hún byrjaði að nota það. Ég rauk að sjálfsögðu til og sé ekki eftir því. Hárið er mýkra en áður og nánast eins og á Barbídúkku. Ég er alsæl og ekki skyggði á gleði mína þegar ég komst að því að uppáhaldsleikkonan mín notar sama sjampó. Ótrúlegt en satt. Skál fyrir Teri Hatcher! 40 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR HLÝTT Loðvesti úr Zöru Smáralind. JUST CAVALLI veit um hvað tíska snýst. BJÚTÍFÚL Belti úr Top Shop ÆÐISLEGAR TÖLUR Top Shop DÖMULEG Þessi er frá Karen Millen. ÆÐISLEGUR JAKKI sem hannaður er af Cavalli. Í ANDA FORFEÐRANNA Top Shop Smáralind. ÓMÓTSTÆÐILEGIR Karen Millen veit hvað konur vilja. SNILLDARLEGAR hnébuxur úr Karen Millen Kringlunni. MAGNAÐAR stuttbuxur frá Burberry. FALLEGUR BOÐUNGUR frá Top Shop. GLYS þessi passar vel við nánast allt. Fæst í Top Shop. HNÉBUXUR úr Karen Millen, hægt er að fá vesti í stíl. fijó›ernissinnar, allir til orrustu! SJÓRÆNINGJA- LEG Karen Millen Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.