Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 28
Vegabréf Taktu með þér ljósrit af vegabréfinu þínu þegar þú ferð til útlanda, sérstaklega ef þú ert að ferðast til framandi slóða. Ef vegabréfið týnist eða því er stolið getur verið auðveldara að losna úr vandræðum með ljósrit við höndina. [ ] Kringlunni • Sími 533-2290 Nú styttist í útsölulok. Nær allur fatnaður og skór á 50% afslætti. Saga Englands í einni borg Dómkirkjan í York hefur staðið í rúm þúsund ár og er einstaklega falleg og mikilfengleg bygging, troðfull af sögu og leyndardómum. Þeir sem eiga leið um Bret- landseyjar ættu ekki að láta gömlu Jórvík framhjá sér fara. Jórvík eða York er ein þeirra borga sem hafa hvað lengsta sögu á Bret- landseyjum og nær skrásett saga borgarinnar allt aftur að þeirri tíð er Rómverjar hertóku Bretland. Georg VI Englandskóngur sagði eitt sinn að saga Jórvíkur væri saga Englands og það eru orð að sönnu. Í dag er York einstaklega falleg borg þar sem sögulegar minjar blasa við hvert sem litið er. Um leið og kom- ið er út af lestarstöðinni má sjá múrinn sem umlykur gömlu borg- ina en eftir honum er hægt að ganga og fá þannig greinargóða mynd af borginni. Innan borgar- múranna eru göturnar steinlagðar, litlar og þröngar og fullt af spenn- andi litlum verslunum sem bjóða upp á óvenjulegan varning og kaffi- og veitingahúsum sem flest eru í mjög háum gæðaflokki. Dómkirkj- an í York er einstaklega mikilfeng- legt mannvirki og er hiklaust hægt að mæla með heilum degi í að skoða hana. Árnar Ouse og Fosse renna gegnum borgina og hægt er að fara í skemmtisiglingu eftir þeim þar sem leiðsögumaður lætur fróð- leiksmola fljóta með. Gott að versla Í York má finna allar helstu versl- anakeðjur Bretlandseyja og gera má góð kaup á útsölum. Frá York er stutt að fara með lest til helstu borga Norður-Englands og einnig má sérstaklega mæla með dagsferð til strandbæjarins Scarborough. Íbúar York eru einstaklega greiðviknir og alúðlegir og stoltir af borginni sinni. York er háskóla- bær en á sumrin gætir nokkurs ferðamannastraums og Bretar sækja borgina heim í töluverðum mæli til að kynnast sinni eigin sögu og menningu. Hvernig kemst ég þangað? Hægt er að fljúga með Flugleiðum og Iceland Express til Lundúna. Frá Stansted-flugvelli er hægt að taka lest beint norður í land og lítið mál er að komast frá Heathrow- flugvelli til Paddington-lestar- stöðvarinnar og þaðan til Jórvíkur en ferðin tekur tvo og hálfan til þrjá tíma. Einnig er hægt að fljúga til Glasgow og taka lest frá aðal- lestarstöðinni þar í borg. Þá er auð- vitað lítið mál að taka bílaleigubíl og vera á eigin vegum. Ef ætlunin er að dvelja í York en ekki skoða nærsveitir er yfirleitt hægt að komast flestra sinna ferða gang- andi. Fjölmörg skemmtileg og tiltölu- lega ódýr gistiheimili eru í nágrenni miðbæjarins en verðið er reyndar breytilegt eftir árstíma. Hægt er að líta á heimasíður eins og www.york-tourism.co.uk eða www.thisisyork.co.uk. Börnum þarf ekki að leiðast í York. Mörg safnanna, til dæmis víkingasafnið, sinna þeim sérstak- lega. Þá eru gæsir og endur sem búa við árnar ákafir brauðþiggj- endur og á torgunum í York má finna leiktæki eins og hringekjur og hoppikastala. Gamla Jórvík er falleg borg, þrungin sögu og afþreyingu, og býður upp á eitthvað fyrir alla. brynhildurb@frettabladid.is Jórvík - eitthvað fyrir alla Í Jórvík þarf að einbeita sér að því að láta sér leiðast, slíkt er framboðið af söfnum, gönguferðum og veitingastöðum. Veitingastaðir: Little Betty’s Café við Stonegate er svissnesk-jórvískt kaffihús þar sem má fá alls kyns kökur og mat sem bráðnar í munni. Það er alltaf biðröð eftir sætum á kaffi- húsinu en hún gengur hratt fyrir sig. Þeir sem geta ekki beðið kaupa hins vegar eitthvað ótrú- lega ljúffengt í bakaríinu og fara niður að ánni og borða það þar. The Blue Bicycle við Fossgate er veitingahús sem sérhæfir sig í fiskréttum og jafnvel kröfuharð- ir Íslendingar undrast bragð- gæðin og fallega framreiðsluna. Staðurinn dregur nafn sitt af gleðihúsi sem var í kjallaranum en veggir þar eru enn þá prýddir myndum af starfsstúlkum auk þess sem líta má bása þar sem þær stunduðu iðju sína. Söfn: Íslendingum finnst þeir kannski lítið þurfa að læra um víkinga en ýmislegt gæti samt komið þeim á óvart í glæsilegu Víkingasafninu í Jórvík, þar sem farið er í tíma- flakk á vögnum gegnum víkinga- byggðina eins og talið er að hún hafi verið og fornleifauppgröft- urinn svo skoðaður í kjölfarið. Dómkirkjan í York er ein glæsi- legasta bygging veraldar og þar er hægt að eyða heilum degi í að skoða. Einkum er spennandi að skoða grafhýsin, þar sem til sýn- is eru fornminjar allt frá tímum Rómverja og Saxa. Meðal fjölda annarra safna má nefna safn tileinkað Ríkharði þriðja, sem átti einmitt sögu sína á þessum slóðum, stærsta safn um sögu lesta og ferðalaga á Bretlandseyjum og Skyggni- gáfusafnið þar sem leitast er við að sanna og afsanna það yfirskil- vitlega. Ýmislegt: York er afar draugarík borg og boðið er upp á fjölda gönguferða um draugaslóðir þar sem drauga- sögur eru raktar. Þá er hægt að bregða sér á veðreiðarnar á laugardögum og kynna sér eina helstu þjóðaríþrótt Breta. Konunglega Ascot-hlaupið, sem frægt er fyrir hattaprýði, var til dæmis haldið í York fyrr í sumar. Svo er líka skemmtilegt að sigla eftir ánni og ganga eftir borgarmúrnum en hægt er að ganga eftir nánast öllum múrn- um á þremur klukkutímum og alls staðar eru skemmtileg lítil kaffihús þar sem hægt er að æja ögn áður en göngunni er haldið áfram. Clifford’s Tower stóð forðum vörð um borgina og hýsti jafnframt sakamenn en er nú eitt margra kennileita borgarinnar. Götulífið í York er blómlegt enda flottar búðir og skemmtileg kaffihús á hverju horni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.