Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 1
Fegur›in hefur alltaf veri› eftirsóknarver› SJÚKLEG ÚTLITSÁRÁTTA ▲ LÍFSSTÍLL MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 BONGÓBLÍÐA Bjartviðri víða um land en skýjað og sumstaðar þokuloft á annesjum fyrir norðan og austan. Hiti 12-22 stig, hlýjast til landsins sunnan og vestan til. VEÐUR 4 LAUGARDAGUR 23. júlí 2005 - 197. tölublað – 5. árgangur Upp úr flatneskjunni Á dögunum kynnti Skipulagsráð Reykjavíkur hugmyndir um nýtt skipu- lag á gamla Slippsvæðinu við Mýrar- götu. Hrafni Gunnlaugssyni leist ekki á þá framtíðarsýn sem þar birtist og hef- ur aðrar hugmyndir að skipulagi svæðisins. Hann vill þjappa þremur húsum saman í eitt svo útsýni myndist til hafs ofan úr hverfinu. SKIPULAGSMÁL 24 Stefnir í draumaúrslitaleik Tvö efstu liða Landsbankadeildarinnar drógust ekki saman í undanúrslitunum VISA-bikars karla og því stefnir í drauma- úrslitaleik á milli FH og Vals í september. ÍÞRÓTTIR 36 Alsæll me› pallbílinn JÓN PÉTURSSON: Í MIÐJU BLAÐSINS ● bílar ● ferðir ▲ V I R K S A M K E P P N I af nammibarnum á laugardögum 50 % afsláttur VEÐRIÐ Í DAG Næsti útvarpsstjóri? Samstarfsmenn Páls Magnússonar hafa yfirleitt látið vel af honum. Sagt hann þægilegan en kröfuharðan yfirmann, glöggan og vel tengdan. MAÐUR VIKUNNAR 44 ÞEIR SEM REYNA MEST UPPSKERA MINNST 34-35 15-90% Afsláttur ÚTSALA vi› Smáralind í fullum gangi BRETLAND, AP Lögregla í Lundúnum handtók í gærkvöld mann í Stockwell í suðurhluta borgarinnar í tengslum við rannsóknina á hinum misheppnuðu sprengjutilræðum í jarðlestum og strætisvagni á fimmtudag. Óljóst var af fyrstu fréttum af handtökunni hvort hún tengdist at- viki sem varð á Stockwell-jarðlest- arstöðinni í gærmorgun, en þá eltu óeinkennisklæddir lögreglumenn mann í gegnum stöðina, sneru hann niður inni í lestarvagni og skutu til bana fyrir augunum á agndofa veg- farendum. Lögreglan staðfesti hins vegar að aðgerðirnar væru í beinum tengslum við rannsóknina á sprengjutilræðunum í almennings- samgöngukerfi borgarinnar. Vitni sögðu manninn, sem hljóp upp í lest á Stockwell-stöðinni í suð- urhluta Lundúna rétt eftir klukkan níu í gærmorgun að staðartíma, hafa litið út fyrir að vera af suður- asískum uppruna. Eitt vitnið sagð- ist hafa séð víra standa út úr mitt- isbeltinu sem maðurinn bar. Lög- reglumennirnir sem króuðu hann af skutu hann tvisvar í höfuðið og þrisvar í brjóstið, að sögn vitna. Sir Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, sagði aðgerðina „í bein- um tengslum við hryðjuverka- varnaaðgerðina sem stendur yfir og fer vaxandi“. Hann sagðist verða að taka skýrt fram að öll dauðsföll bæri að harma, en maður- inn hefði neitað að hlýða fyrirmæl- um lögreglu. Blair lét fjölmiðlum enn frem- ur í té myndir úr eftirlitsmynda- vélum af fjórum mönnum sem taldir eru hafa staðið að hinum misheppnuðu sprengjutilræðum sem framin voru í þremur jarð- lestum og einum strætisvagni í fyrradag. Talsmenn lögregluyfirvalda greindu annars frá því í gær að sprengjurnar sem notaðar voru í tilræðum fimmtudagsins hefðu verið gerðar úr heimatilbúnu sprengiefni, en þær hefðu aðeins sprungið að hluta. Blair lögreglu- stjóri sagði tilræðunum „svipa til“ tilræðanna 7. júlí, sem kostuðu 52 menn lífið auk sjálfsmorðs- sprengjumannanna fjögurra. audunn@frettabladid.is Lögregla í London sk‡tur mann til bana Lundúnalögreglan handtók í gær mann í tengslum vi› rannsókn tilræ›anna á fimmtudag og skaut annan sem s‡ndi grunsamlega heg›un. EFTIRLÝSTIR Lögregla birti í gær þessar myndir úr eftirlitsmyndavélum af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um tilræðin á fimmtudag. Lífslíkur karla og kvenna: Íslenskir karlar lifa lengst JAPAN, AP Íslenskir karlmenn lifa lengst karlmanna í heiminum, en lífslíkur þeirra eru 78,8 ár. Jap- anskir karlmenn eru í öðru sæti með 78,64 ár. Japanskar konur hafa slegið nýtt heimsmet í lífslíkum fólks því þær geta átt von á því að lifa í 85,59 ár. Japanskar konur hafa átt metið í tuttugu ár. Lengi vel voru lífslíkur íslenskra kvenna hæstar á veraldarvísu en eru nú í sjötta sæti. Talið er að mikil neysla fisks og fitusnautt mataræði séu lykill- inn að langlífi. ■ Hert gæsla í Danmörk: Handtekinn vegna brandara DANMÖRK, AP Danskur maður gæti átt fangelsisdóm yfir höfði sér eftir að hafa sagt í gríni við starfsmann á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn að hann væri með sprengju í fórum sínum. Hluti af flugstöðinni var rýmd í stuttan tíma þegar maður- inn, sem var að fara í gegnum ör- yggiseftirlit, sagði að það væri sprengja í handfarangri hans. „Þetta er slæmur tími til að grín- ast svona þegar viðbúnaðurinn [vegna árásanna í London] er svona mikill,“ sagði Carsten Holder yfir- lögreglustjóri. Maðurinn gæti hlotið kæru fyrir hótanir og sætt fangelsi í allt að tvö ár. ■ SAMEINAÐI LÍFEYRISSJÓÐURINN Fjár- málaeftirlitið gerir alvarlega at- hugasemd við að stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins hafi ekki verið kunnugt um starfslokakjör Jóhann- esar Siggeirssonar fyrrum fram- kvæmdastjóra og fellst ekki á þá skoðun stjórnarinnar að formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við samninginn. Segir fjármálaeftirlitið það vera skýrt í lögum um starfsemi lífeyris- sjóða að það sé stjórn sjóðsins sem ákveði kjör framkvæmdastjóra. Ekki verður þó gripið til aðgerða þar sem fyrningarfrestur er liðinn. „Við erum búin að gera það sem við þurfum að gera,“ segir Þorgeir Jósefsson stjórnarfor- maður Sameinaða Lífeyrissjóðs- ins. Hann segir að starfsloka- samningurinn við Jóhannes verði efndur, en samkvæmt honum fær hann full laun í þrjátíu mánuði eftir starfslok, en hann hætti störfum í febrúar á þessu ári. „Við höfum samþykkt nýjar og skýrar verklagsreglur um allt sem lýtur að ráðningu fram- kvæmdastjóra sem koma í veg fyrir að mál af þessu tagi endur- taki sig.“ - grs Starfslokasamningur Sameinaða lífeyrissjóðsins: Fjármálaeftirliti› gerir athugasemdir JÓHANNES SIGGEIRSSON Fékk ríflegan starfslokasamning án þess að stjórn lífeyr- issjóðsins hefði verið með í ráðum. Slys á vegleysu: Féll í hver SLYS Erlendur ferðamaður slasaðist illa á fótum þegar hann féll í hver um klukkan þrjú í gær í Reykjadal sem er fyrir ofan Hveragerði. Slysstaðurinn er á vegleysu og því tók það björgunarsveitamenn Árborgar tæpa klukkustund að komast á vettvang. Ekki var annað að gera en að kalla til þyrlu varnar- liðsins því þyrla Landhelgisgæsl- unnar var í annari björgunaraðgerð þegar þetta slys varð. Að sögn Jóns Gunnarssonar framkvæmdastjóra Landsbjargar tókst björgunin afar vel. -jse
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.