Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 27
3LAUGARDAGUR 23. júlí 2005 Sýningarsvæðið við nýja húsið að Kletthálsi er stórt og vel upplýst. Þar eru 250 stæði. Nýtt og stærra bílaþing BÍLAÞING HEKLU OPNAR NÝJA STARFSSTÖÐ Í NÆSTU VIKU. Í næstu viku opnar Bílaþing Heklu nýja starfsstöð við Klettháls 11 í Reykjavík. Við nýtt hús Bílaþings eru 250 útistæði á góðu og upp- lýstu sýningarsvæði. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og fyrir þá sem leita að notuðum bíl er um að gera að skoða úrvalið. Þrátt fyrir flutn- ingana segir Bílaþingið ekki alveg skilið við Heklusvæðið á Laugavegi. Þar verða enn þá nokkrir valdir notaðir bílar til sölu. Í tilefni opnunarinnar verða góð til- boð á notuðum bílum og í boði er 100 prósent fjármögnun af völdum bílum. Almennar bílaviðgerðir Modelár 2004 – Skr.d. 09/2003 – Ekinn: 52 þús. km Ásett verð: 4,4 milj. – Tilboð óskast – S. 821-4626 BENZ C 220 CDI Elegance Integra oftast stolið ACURA INTEGRA COUPE 1999 VAR OFTAST STOLIÐ Í BANDARÍKJUNUM Í FYRRA. Acura Integra Coupe 1999 hlýtur þann vafasama heiður að vera sú tegund bíla sem stolið var oftast af öllum bílum í Bandaríkjunum á síðasta ári. Ástæðan er talin öflug vél bílsins. Einn af hverjum tvö hundruð skráðum Acura Integra 1999 var stolið í fyrra. Annar á list- anum var BMW M Roadster 2002 og í þriðja sæti Acura Integra 1998. Aðrar bifreiðar á topp tíu listanum eru GMC V2500 19991, Audi S4 2002 og Mercury Marauder 2004. Hagkvæmasti smábíllinn Könnun ADAC staðfestir að KIA Picanto1.1 LX er hagkvæmasti bíllinn í Þýskalandi. Samtökin ADAC stóðu nýlega fyrir reglu- bundinni könnun á kostnaði við rekstur bíla. Í könnuninni var reiknaður út samanlagður rekstrarkostnaður yfir fjögurra ára tímabil miðað við 15.000 kílómetra akstur á ári. Við útreikninga var tekið tillit til innkaupsverðs, afskrifta, endursöluverðs, fastrar þjónustu og við- halds, eldsneytis, dekkja, hemla, trygg- inga, skatta og virðisaukaskatts. Könnunin sýndi að fimm dyra KIA Picanto 1.1 LX er hagkvæmasti fjögurra sæta bíll Þýskalands í A-flokki smábíla. Heildarkostnaður við rekstur bílsins er 353.000 krónur eða aðeins 23 krónur á kílómetra. Auk hagkvæmninnar er Picanto skemmtilegur smábíll í alla staði. Hann er lipur í akstri, rúmgóður að innan og ekki skemmir fyrir að hann er ákaflega umhverfisvænn. Framleiðendur KIA Picanto stefna að því að selja um 330 þúsund bíla á árinu 2005 í Evrópu og ef- laust á könnun ADAC eftir að hafa ein- hver áhrif á söluna. Sumarið er tíminn þegar bif- reiðaeigendur vilja gjarnan fá sér filmur í bílrúðurnar til að vernda farþega og innrétt- ingar bílsins gegn sól. „Filmur eru úr plastefni og mikill munur á hágæðafilmum og lág- gæðafilmum. Við notum aðeins hágæða filmur og kostirnir við þær eru að þær upplitast ekki og halda litnum betur,“ segir Tryggvi Einarsson, verslunar- stjóri hjá 12 voltum á Malarhöfða 2 í Reykjavík. „Bíllinn hitnar ekki eins mikið í sól ef filmur eru í rúðunum og hitinn helst í bílnum ef kalt er úti. Filmurnar halda sem sagt varm- anum inni í bílnum. Filmurnar sem við seljum eru með 98 pró- sent eða meiri vörn fyrir útfjólu- bláum geislum. Sólarvörnin verndar innréttingar bílsins og þær halda sér betur. Rétt eins og þegar maður færir stofuhúsgögn til verður parkettið upplitað með tímanum. Það sama gildir um bif- reiðar,“ segir Tryggvi, sem mælir með filmum og lítur á þær sem mikilvægt öryggisatriði. „Í öllum bílrúðunum nema framrúðunni er perlugler sem molnar í smáa bita þegar það brotnar, til dæmis í um- ferðaróhappi. Ef filma er í rúðun- um helst rúðan saman þegar hún brotnar og verður eins og þunnt pappaspjald. Löggjöfin um filmur segir til um að ekki megi líma filmur í framrúðuna eða fram- hliðarrúðuna. Það eru til margir skyggingartónar í filmum og það má ekki einu sinni líma glærar filmur í rúðurnar að framan. Ef glærar filmur væru settar í fram- hliðarrúðurnar gæfi það öku- manni vissulega öryggistilfinn- ingu því ef eitthvað hendir hann perlast glerið ekki yfir hann,“ segir Tryggvi en starfsmenn 12 volta fylgja að sjálfsögðu lögum og reglum og setja ekki filmur þar sem ekki má. „Það er mikið af fjölskyldu- fólki sem fær sér mjög dökkar filmur í afturrúðurnar, barnanna vegna. Hlífar í rúðum hylja stundum ekki alla rúðuna og getur skinið á milli inn í bílinn og á börnin. Smábörn eiga erfitt með að vera með sólgleraugu en þegar öll rúðan er þakin filmu veitir það meiri sólarvörn, meira öryggi og foreldrar finna fyrir meira ör- yggi með þá staðreynd að ef eitt- hvað kemur fyrir perlast glerið úr rúðunni ekki á börnin,“ segir Tryggvi en filmur geta líka virkað sem þjófavörn. „Jeppafólk er oft með mikinn og dýran búnað í bílnum en með filmunum sjá þjófar ekki inn og þá eru minni líkur að tækjunum sé stolið.“ lilja@frettabladid.is KÖNNUN ADAC Á REKSTRARKOSTNAÐI BÍLA 1. Kia Picanto 1.1 LX fimm dyra 2. Daihatsu Cuore 1.0 Plus þriggja dyra 3. Daihatsu Cuore 1.0 Plus fimm dyra 4. Suzuki Alto 1.1 Club fimm dyra 5. Hyundai Atos 1.1 fimm dyra 6. Fiat Seicento 1.1 þriggja dyra 7. Citroen C2 1.1 þriggja dyra Advance 8. Daihatsu Cuore 1.0 Top þriggja dyra 9. Citroen C2 1.1 þriggja dyra Style 10. Suzuki Alto 1.1 Comfort KIA Picanto 1.1. LX er léttur og góður smábíll. Nú hefur könnun ADAC leitt í ljós að hann er hagkvæmasti smábíllinn á markaðnum. H im in n o g h a f / SÍ A Erum sérhæfð í varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir eftirtaldar tegundir bifreiða Mercedes-Benz Chrysler Jeep Mazda Verkstæði Ræsis er opið frá kl. 7.30–18.00 og varahlutaverslun frá 8.00–18.00 alla virka daga. Sími 540 5400 Tímapantanir í síma 540 5432 eða á verkst@raesir.is Varahluta- og verkstæðisþjónusta Eykur öryggistilfinn- ingu á vegum úti Marga skyggingartóna af filmum er hægt að fá hjá 12 voltum en alla innan löglegra marka. Tryggvi er mjög hlynntur filmum í bíl- rúðum og telur þær vera mikið öryggisat- riði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.