Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 10
10 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR Ellefu n‡ hringtorg eru í Vallahverfi Fjöldi n‡rra hringtorga eru í hinu n‡ja Vallahverfi í Hafnarfir›i. Einn íbúanna segist ver›a hálfringla›ur flegar hann ekur um hverfi›. SKIPULAGSMÁL Sennilega geta fá hverfi á landinu státað af jafn mörgum hringtorgum og Valla- hverfið í Hafnarfirði en í og við hverfið eru ein ellefu hringtorg. Dýrleif Ólafsdóttir, sem býr á Blómvöllum, segist þurfa að fara um sex hringtorg þegar hún aki börnum sínum á æfinga- völlinn, sem þó er stutt frá. „Maðurinn minn hafði orð á því að hann hefði orðið ringlaður um daginn þegar hann þurfti að fara þessa leið sex sinnum sama dag en það eru 36 hringtorgs- ferðir,“ segir Dýrleif. Helga Stefánsdóttir, verk- fræðingur á umhverfis- og tæknisviði Hafnarfjarðarbæjar, segir hringtorgin góða lausn út frá umferðaröryggi og eins þyki flestum þau betri en bið við um- ferðarljós. Hún segir að nú þeg- ar hverfið sé í uppbyggingu geti þetta litið skringilega út en verði það varla þegar hverfið verði fullbyggt. Hún segir að á næsta ári verði Krísuvíkurbraut framlengd að Reykjanesbraut, ef allt gangi eftir, og þá geti íbúar Vallahverfis sparað sér ófáar hringtorgsbunur á leið sinni út úr hverfinu. – jse Skipulagsstofnun gefur grænt ljós á verksmiðju við Mývatn: Ekki skylt a› meta umhverfisáhrif ATVINNUMÁL Skipulagsstofnun telur að framleiðsla á vörubrettum úr úrgangspappír hafi ekki umtals- verð áhrif á umhverfið. Hvorki er gert ráð fyrir frárennsli né loft- mengun og hefur stofnunin því úr- skurðað að slík framleiðsla í Mý- vatnssveit skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Fyrirtækið Grænar lausnir hyggst nýta húsakynni og búnað Kísiliðjunnar við Mývatn til fram- leiðslunnar. Í gögnum sem það lagði fram hjá Skipulagsstofnun kemur fram að ætlunin sé að gróf- hreinsa pappírsmassa og framleiða úr honum vörubretti með þekktum en orkufrekum aðferðum. Ráðgert er að framleiða allt að fimm milljónir bretta úr tólf þús- und tonnum af úrgangspappír á ári sem fenginn verður að verulegu leyti af höfuðborgarsvæðinu. Að- standendur verkefnisins ráðgera að flytja daglega tvo gáma af hrá- efni að verksmiðjunni en átta gáma af vörubrettum frá henni, en áætl- að er að framleiðslan fari að mest- um hluta á erlenda markaði. Áætlaður stofnkostnaður er um 1,8 milljarðar króna og hefur iðn- aðarráðuneytið gefið Nýsköpunar- sjóði heimild til fjárfestinga í fyrirhugaðri verksmiðju. - jh MJÓLKURVÖRUR Sala á mjólkurvörum jókst um tvö prósent síðastliðið ár, en neysla á smjöri hefur meðal annars verið að sækja í sig veðrið eftir margra ára sam- drátt í neyslu. Sala mjólkurafurða eykst: Meira smjör eftir mögur ár LANDBÚNAÐUR Neysla á smjöri hefur aukist jafnt og þétt á síð- ustu mánuðum eftir að hafa verið á undanhaldi árin á undan. Neysla á drykkjarskyri, rjóma og feitum ostum hefur einnig aukist, en alls hefur selst tveimur prósentum meira af mjólkurvörum en árið þar á undan. „Aukning smjörneyslu hefur verið nokkuð stöðug eftir sam- drátt sem verið hafði til langs tíma,“ segir Snorri Sigurðarson, framkvæmdastjóri Landssam- bands kúabænda. Hann telur skýringuna meðal annars þá að gæði smjörs hafi aukist og veit- ingahús noti það meira í matseld en áður. - ht OFSAAKSTUR Í LITLU SKYGGNI Lögreglan á Akureyri stöðvaði í fyrrinótt tvö bíla á of miklum hraða í Öxnadal. Þoka var í daln- um og skyggni ekki nema um fimmtíu metrar. Voru bílarnir á 118 og 134 kílómetra hraða. AFTANÁKEYRSLA Á REYKJANES- BRAUT Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl eftir aftanákeyrslu á Reykjanesbraut í gærmorgun. Fólksbíll sem ekið var aftan á fór út af veginum og á skilti. Báðir bílarnir voru dregnir burtu. LÖGREGLUFRÉTTIR HRINGTORG Í VALLAHVERFI Eins og sjá má er hringtorg við nær hver gatnamót í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þeir sem búa vestast í hverfinu geta þurft að þræða níu til ellefu slík til að komast úr hverfinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N KÍSILIÐJAN Í MÝVATNSSVEIT Kísiliðjan hætti starfsemi síðastliðinn vetur en verður hugsanlega nýtt til framleiðslu á vörubrettum úr pappír. Tískusýningin Iceland Fashion Week: Hönnu›ir hættu vi› flátt- töku vegna vanefnda ÍSLENSK HÖNNUN Þrír íslenskir hönnuðir hættu við með skömm- um fyrirvara að sýna verk sín á tískusýningunni Iceland Fashion Week sem haldin var um síðustu helgi. Hönnuðirnir drógu sig út úr sýningunni vegna skipulagsleysis og mikils kostnaðar. Í febrúar var haldin und- ankeppni fyrir tískuvikuna og báru hönnuðurnir Sunna Ásgeirs- dóttir, Harpa Einarsdóttir og Jón Sæmundur sigur úr býtum og stóðu þau í þeirri trú að styrkur frá Útflutningsráði fylgdi sigrin- um í febrúar. „Eins og ég og fleiri skildum Kolbrúnu þá áttu þeir sem voru valdir áfram á Iceland Fashion Week að fá 200 þúsund króna styrk hver frá Útflutningsráði,“ segir Sunna, en þrímenningarnir hafa ekkert heyrt í skipuleggj- anda beggja hátíða, Kolbrúnu Að- alsteinsdóttur, um efndir vegna styrksins. Hermann Ottósson, forstöðu- maður Útflutningsráðs og stað- gengill Jóns Ásbergssonar sem er í leyfi, segir að stofnunin veiti ein- staklingum ekki styrki. „Það er andstætt öllum okkar verklags- reglum. Það er það eina sem kem- ur til greina í málinu að viðburð- urinn hafi fengið einhverja að- stoð, en ég kannast ekki við það,“ segir Hermann. Ekki náðist í Kol- brúnu Aðalsteinsdóttur. -rsg TÍSKUSÝNING Eini íslenski aðilinn á sýningunni var Spakmannsspjarir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.