Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 23.07.2005, Blaðsíða 50
Hinn lífshættulegi sjúkdóm-ur lystarstol, eða anorexía,er ekkert gamanmál. Hann hefur marga einstaklinga í heljar- greipum sínum og engin aðferð virðist veita fullkomna lækningu. Lystarstol er nátengt öðrum sjúk- dómi sem heitir body dysmorphic disorder (BDD) og mætti kalla líkamsfirringu á íslensku. Lík- amsfirring getur brotist út á margan hátt í öfgum tengdum út- liti. Aðaleinkenni sjúkdómsins er að manneskja sem þjáist af hon- um er gríðarlega ósátt við líkama sinn eða útlit vegna ímyndaðra galla. Manneskjan hefur óbilandi áhyggjur af ákveðnum útlitseigin- leikum sem annað fólk tekur jafn- vel ekki eftir. Stjörnur er sérstaklega við- kvæmar fyrir útlitsröskunum. Það er vissulega skiljanlegt þar sem þær lifa og hrærast í heimi sem byggir að stórum hluta á út- litinu. Þær eru sífellt í kastljósinu og hvert einasta smáatriði í útliti þeirra er gaumgæft og gagnrýnt. Ekki eru öll líkamsfirring jafn hættuleg og anorexía. Sum getur verið allt að því spaugileg en önnur er hreinlega sorgleg. Hér verður fjallað um fjórar raskanir sem sífellt meira hefur borið á undanfarin ár. Plastorexía Plastorexía er ekki eiginlegt nafn sjúkdómsins en blaðamaður hefur kosið að kalla röskunina því nafni. Hér er ekki verið að vísa til orðs- ins plast eins og það er oftast not- að í íslensku heldur er orðið plast dregið af gríska orðinu plastikos sem þýðir að móta eða breyta. Sjúkdómurinn lýsir sér í því að einstaklingurinn verður háður lýtaaðgerðum. Það sem byrjar sem smá lagfæring á óæskilegum útlitseiginleika, vindur upp á sig og verður að sjúklegri áráttu. Fólk með þennan sjúkdóm heldur að það verði ánægt eftir næstu að- gerð en verður svo sífellt fyrir vonbrigðum. Það hættir að sjá raunverulega spegilmynd sína og þótt tilgangur hverrar aðgerðar sé bætt útlit, er niðurstaðan allt önnur en sú. Dauðsföll tengd lýta- aðgerðum eru vissulega þekkt stærð því eins og allir vita fylgir svæfingunni einni ákveðin áhætta. Þess má einnig geta að dánartíðni einstaklinga sem fara í fitsog er með því hæsta sem ger- ist á spítölum. Dæmi um fræga einstaklinga sem þjást af þessari röskun: Michael Jackson, Pamela Anderson, Dolly Parton og Joan Rivers. Tanorexía Tanorexíu þekkja margir. Í henni felst óhófleg ljósabekkjanotkun og sólbaðsdýrkun en þessi sjúk- dómur er að verða að faraldri í hinum vestræna heimi. Sjúkling- um sem þjást af tanorexíu finnst þér glærir og guggnir ef þeir komast ekki í ljós eða sólbað mörgum sinnum í viku og eru hreinlega óstöðvandi í eftirsókn sinni eftir dekkri húðlit. Í Englandi deyja um eitt hundr- að manns á ári í beinum tengslum við þennan sjúkdóm og fjölmargir valda óafturkræfum skemmdum á húð sinni. Þetta hefur gengið svo langt að nú liggur fyrir frumvarp á enska þinginu sem bannar börn- um undir sextán ára að fara í ljós. Einstaklingar með tanorexíu hafa að einhverju leyti tekið upp notkun brúnkukrema en þau eru aðeins viðbót við þann dökka húð- lit sem þeir hafa þegar náð. Brúnkukrem þykja ekki jafn flott og raunveruleg brúnka, því litur þeirra dofnar á örfáum dögum og er ekki jafn djúpur og sá raun- verulegi. Dæmi um fræga einstaklinga sem þjást af þessari röskun: George Hamilton, Victoria Beckham, Julio Iglesias og Lindsay Lohan. Fashionorexía Áráttan sem kölluð er fashionor- exía er ekki jafn lífshættuleg og þær tvær sem nefndar eru að ofan en hún getur valdið þunglyndi vegna slæmrar fjárhagsstöðu. Einstaklingum með þessa röskun líður illa ef þeir eiga ekki öll nýj- ustu tískufyrirbærin og eru óstöðvandi þegar kemur að fata- og fylgihlutakaupum. Þessi fíkn er því nátengd viðurkenndu fyrir- bæri sem kallast kaupæði eða „shopaholism“. Einstaklingar með fashionorexíu er alltaf með putt- 34 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR FRIENDS VIRKA DAGA KL. 20:30 PAMELA ANDERSON Er alltaf óhóflega brún og nú eru farin að sjást augljós mer ki sólarskemmda í andlit i hennar. MICHAEL JACKSON Er einn frægasti s kemmtikrafur heims. Hann þjáist af alva rlegri plastorexíu en, eins og sumir fíklar, getu r hann ekki viðurkennt það fyrir umheim inum. JOCELYN WILDENSTEIN Hástéttarkona frá Banda- ríkjunum sem er með hrikalega plastorexíu. DOLLY PARTON Hefur látið hafa eftir sér að sé eitthvað farið að slappast og hanga þá láti hún strax „gera við það“. Hún ætti betur að sleppa því. BURT REYNOLDS Var afar myndarlegur maður og væri það enn ef hann hefði ekki ákveðið að strekkja andlitið á sér aft- ur á hnakka. CHARLIZE THERON Lítur út eins og kjáni við hliðina á Renee Zellweger sem þjáist ekki af tanorexíu. VICTORIA BECKHAM Er drottning fashionorexíunnar. Hún kaupir föt í öllum „trendum” og gengur helst í þeim öllum í einu. GEORGE HAMILTON Er einn frægastibrúnkukarl í heimi. JULIO IGLES IAS Er komin n með hrika- lega leðurhúð eftir margra ára tanorexíu . LINDSAY LOHAN Þótt undarlegt megi virðast, þolir hún ek ki freknur sínar og reynir að fela þær m eð brúnum húðlit. Fegur›in hefur alltaf veri› eftirsóknarver›. Fólk leggur mismiki› á sig til a› ö›l- ast hana en fla› vill breg›a vi› a› fleir sem reyna mest, uppskera minnst. Sóley Kaldal sko›ar fla› nánar. Sjúkleg útlitsárátta á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.