Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 6

Fréttablaðið - 23.07.2005, Side 6
6 23. júlí 2005 LAUGARDAGUR Færri holugeitungar en í venjulegu árferði: Trjágeitungur heldur sínu striki SKORDÝR „Við höfum ekki ennþá orðið mikið vör við samdrátt í út- köllum vegna geitungabúa,“ seg- ir Ólafur Sigurðsson geitunga- bani. Ólafur segir álíka mikið af trjágeitungum og síðasta sumar. Hins vegar sé ljóst að stofn holu- geitunga sé mun minni en síð- ustu ár. „Útköll vegna holugeitunga koma fyrst og fremst með haustinu,“ segir Ólafur. „Hins vegar er meira að gera við að fjarlægja holugeitungabú fyrri part sumars, þannig að við finn- um ekki ennþá fyrir því að minna sé að gera.“ Holugeitungar byggja sér bú í jörðu og fóru illa síðasta sumar. Ólafur hefur þó fjarlægt nokkur holugeitungabú á háaloftum og inni í húsum sem virðast hafa sloppið meðan óhagstæðar að- stæður grönduðu búum í jörð- inni. „Það er samt greinilegt að minna er um holugeitunga en í venjulegu árferði,“ segir Ólafur. - ht Ökumaður mældur á 228 km hraða á Reykjanesbrautinni: Bifhjólama›ur stakk lögregluna af Segir a›för verkal‡›s- félagsins hlægilega Einn eigenda Spútnikbáta sem sætir kæru vegna pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu segir a›för verkal‡›sfélagsins vera hlægilega. Heilbrig›isyfirvöld hafa vi›urkennt athugasemdarlaust húsakynni pólsku verkamannanna fimm. VERKALÝÐSMÁL Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbát- um og samþykkti það án athuga- semda að sögn Gunnars Leifs Stef- ánssonar framkvæmdastjóra fyrir- tækisins. „Enda er þetta fyrirtaks húsakostur,“ segir hann. Vilhjálmur Birgisson, formað- ur verkalýðsfélagsins, sagði í morgunþætti Talstöðvarinnar í fyrradag að hann hefði ekki séð húsakynnin nema að utan og hafi þá ekki litist á. Verkalýðsfélagið á staðnum hefur kært Sputnikbáta til sýslu- manns fyrir að standa ólöglega að málum gangvart Pólverjunum fimm og hefjast yfirheyrslur hjá sýslumanni á mánudaginn og verða Pólverjarnir kallaðir til en einungis sem vitni. Ingólfur Árnason, einn af eig- endum fyrirtækisins, segir að að- för Verkalýðsfélagsins að fyrir- tækinu sé í raun hlægileg. „Við hefðum aldrei getað fund- ið þessa góðu verkamenn nema í gegnum starfsmannaleigu af þessu tagi,“ segir Ingólfur. Hann segir að fyrirtækið muni ráða mennina enda hafi þeir sýnt fram á ágæti sitt og að þeir uni hag sín- um vel og því sé framganga Verkalýðsfélagsins ekki þessum verkamönnum í hag. Vilhjálmur segir að fyrirtækið hafi ekki látið á það reyna hvort hægt væri að finna slíka verka- menn hér á landi, allavega hefðu þeir ekki leitað til Verkalýðsfé- lagsins í þeim tilgangi. Gunnar Leifur segir það ekki rétt sem Vilhjálmur hafi haldið fram að fyrirtækið greiði 2,1 milljón króna fyrir verkamennina fimm heldur sé rétt upphæð 3,5 milljónir. Í gær var sjósettur fimmtán tonna fiskibátur sem fyrirtækið hefur framleitt og fögnuðu starfs- menn og yfirmenn við það tæki- færi. Báturinn er útbúinn til línu- veiða og hefur verið seldur til fyr- irtækisins Eyrarberg í Grindavík. jse@frettabladid.is Flórída í Bandaríkjunum: Sextug hjón grafin lifandi JACKSONVILLE, AP Eldri hjón sem fundust látin í grunnri gröf á laugardaginn virðast hafa verið grafin lifandi. Lögregla í Flór- ída staðfesti þetta í gær. „Dánarorsök Carol og James Sumner var köfnun. Það þýðir með öðrum orðum að þau voru grafin lifandi,“ sagði Ken Jefferson, talsmaður lögregl- unnar í Jacksonville. Tekið var að óttast um hjónin 10. júlí. Fyrir nokkrum dögum var svo nágranni þeirra hand- tekinn, 23 ára gömul stúlka, og tveir vinir hennar. Þau voru með greiðslukort Sumner-hjónanna í sínum fórum. ■ Suðausturland: fiúsund fuglar merktir FUGLALÍF Starfsmenn Fuglaathug- unarstöðvar Suðausturlands á Hornafirði hafa merkt eitt þúsund fugla frá því stöðin hóf starfsemi 14. mars síðastliðinn. Langmest hefur verið merkt af skógarþröst- um eða á áttunda hundrað en einnig hafa verið merktir nokkrir tugir kría og hrossagauka. Hlutverk Fuglaathugunar- stöðvar Suðausturlands er að ann- ast almennar rannsóknir á fugla- lífi á Suðausturlandi með aðal áherslu á merkingar og vöktun ákveðinna svæða. - kk Norsk-íslenska síldin: Metvei›i í júní SÍLDVEIÐAR Alls veiddu íslensk skip ríflega 36 þúsund tonn af norsk-ís- lenskri síld í júní síðastliðnum en þar af veiddust tæplega 25 þús- und tonn, um 70 prósent, innan ís- lensku efnahagslögsögunnar. Er það mesta magn sem Íslendingar hafa veitt af norsk-íslenskri síld innan lögsögunnar í júnímánuði frá því 1998 en þá veiddu íslensk skip rúm 25 þúsund tonn. Í farvatninu eru viðræður um skiptingu veiðiheimilda á stofnin- um á milli Íslendinga, Norð- manna, Færeyinga, Rússa og Evr- ópusambandsins en ekki hefur verið boðað til samningafundar. - kk Ertu sátt(ur) við veðrið í sum- ar? SPURNING DAGSINS Í DAG: Hefurðu farið á tónleika í sumar? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 48% 52% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN TRJÁGEITUNGABÚ Geitungabanar hafa í nógu að snúast við að granda trjágeit- ungabúum. Holugeitungar eiga hins vegar erfitt uppdráttar en fólk verður yfirleitt ekki vart við bú þeirra fyrr en síðla sumars. SILFUR HAFSINS Jón Gunnar Sigurjónsson, verkstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað með norsk-íslenska síld sem veidd var innan íslensku lögsögunnar í júni síð- astliðnum. Háskólinn á Bifröst: Jón Ólafsson rá›inn prófessor HÁSKÓLAR Dr. Jón Ólafsson heim- spekingur hefur verið ráðinn pró- fessor í heimspeki við nýja félags- vísinda- og hagfræðideild Við- skiptaháskólans á Bifröst. Jón hefur áður kennt við Háskóla Ís- lands, Háskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands auk þess að sinna stundakennslu á Bifröst. Jón leiðir heimspekilegan hluta náms í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði sem hefst í haust og hefur umsjón með nám- skeiðum meðal annars í stjórn- málaheimspeki. - ht Ríkið semur við símafyrirtæki: Sparar 150 til 200 milljónir VIÐSKIPTI Ríkiskaup hafa gert samning við Og Vodafone og Sím- ann um almenna talsíma- og inter- netþjónustu sem getur tryggt rík- isstofnunum allt að 15 til 30 pró- senta verðlækkun á þessari þjón- ustu. Sparnaður á að geta numið um 150 til 200 milljónum króna á ári að mati Ríkiskaupa. Samningurinn felur í sér að um 230 fyrirtækjum og stofnunum hins opinbera eru tryggð ákveðin kjör á fjarskiptaþjónustu næstu tvö árin frá 1. september næst- komandi að telja. -hb LÖGREGLUMAÐUR Ökumaður mótor- hjóls var mældur á 228 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni stuttu fyrir miðnætti í fyrradag og tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári mannsins. Fátítt er að ökutæki mælist á svo miklum hraða og er málið litið alvarlegum augum. „Flest okkar eru ekki hrifin af þessu,“ segir Eva Dögg Þórsdótt- ir, fjölmiðlafulltrúi Sniglanna um hraðaksturinn. „Það eru um þrjú þúsund bifhjólamenn á Íslandi og flestir þeirra eru til fyrirmyndar. En það eru svartir sauðir alls staðar.“ Eva segir akstur af þess- um toga undantekningu, þrátt fyrir að fjölmörg bifhjól á land- inu komist yfir 300 kílómetra hraða. Eva segir að verið sé að leita að styrktaraðilum til að fjármagna braut fyrir akstursíþróttir, en hún telur líklegt að áhugi á kappakstri spili inn í hraðakstur af þessu tagi. „Ef við fengjum akstursbraut á Ís- landi myndu menn miklu frekar leita þangað til að stunda sitt áhugamál,“ segir Eva. - grs LÖGREGLAN VIÐ EFTIRLIT Lögreglan hefur stóreflt eftirlit á vegum landsins. PÓLSKU VERKAMENNIRNIR ÁSAMT FRAMKVÆMDASTJÓRA Pólsku verkamennirnir eru sagðir una hag sínum vel hjá fyrirtækinu og heil- brigðisyfirvöld höfðu ekkert út á húsakost þeirra að setja. Það kemur svo í ljós hvort sýslumaður hefur eitthvað út á samninga þeirra við Sputnikbáta að setja. ÞÚSUNDASTI FUGLINN Tveir starfsmenn eru í hlutastarfi hjá Fuglaathugunarstöð Suðausturlands en stöðin er rekin með fjárstyrkjum frá umhverfisráðuneytinu og Sveitarfélaginu Hornafirði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.