Fréttablaðið - 27.07.2005, Side 20

Fréttablaðið - 27.07.2005, Side 20
Vasaljós Það er farið að dimma á nóttunni og því er vasaljósið þarfaþing í allar útilegur það sem eftir er sumars. Það er leiðinlegt að vakna um miðja nótt í dimmu tjaldi og þurfa að leita að einhverju í farangrinum. Eins getur ferð á kamarinn í niðamyrkri orðið ansi draugaleg ef vasaljósið er ekki með í för. [ ] AQUIS handklæði í ferðalagið Í bakpokann, ferðatöskuna, sundið, líkamsræktina ofl. Taka lítið pláss, létt, þurrka vel, þorna fljótt, alltaf mjúk. Dreifing: Daggir s: 462-6640 www.daggir.is Gistiheimili Studio íbúðir Bolholt 6 105 Reykjavík Sími: 517-4050 Básar í Goðalandi Útivistarparadís í skjóli jökla og stórkostlegu landslagi. Fjölskyldustemning um verslunar- mannahelgina og varðeldur á laugardagskvöld. Frábær tjaldstæði og góð aðstaða. Stóðust prófið í „prufu“- brúðkaupsferðinni Helga er myndlistarkona, búsett í Danmörku. Hún er með sýningu á verkum sínum í Galleríi Ófeigs. Eftirminnilegasta ferðalag Helgu Benediktsdóttur mynd- listarkonu var fyrir 18 árum þegar hún fór akandi með kærastanum á Citroenbragga frá Danmörku til Spánar. Ferðin var farin til að láta reyna á sambandið. „Ég var í námi í Damörku á þess- um tíma, einstæð móðir með tvö börn,“ segir Helga. „Það var ekki um neinn helgarpabba að ræða þannig að börnin voru hjá mér allan sólarhringinn, alltaf. Kærastinn minn, Henning, er einkabarn og sjö árum yngri en ég svo mér fannst þetta mikið ójafnvægi. Þegar börnin fóru til Íslands í mánuð ákváðum við að fara í ferðalag og láta reyna al- mennilega á sambandið. Planið var jafnvel að fara alla leið til Marokkó.“ Helga og Henning lögðu af stað á gamla Citroenbragganum og óku til Spánar með viðkomu á mörgum spennandi stöðum. „Bíll- inn var ekki upp á marga fiska en það eina sem klikkaði var púströrið. Þá vorum við stödd í Kastel í Þýskalandi en kærastinn minn sem er „alt mulig mand“ notaði bjórdósir, teygjuband og kítti til að laga pústið. Það sló ekki feilpúst eftir það,“ segir Helga hlæjandi. „Við stoppuðum í fimm daga á frönsku Riverunni, fórum svo til Andorra en flúðum því það var eins og eitt allsherjar „Hagkaup“, allir að versla, sem var ekki alveg okkar deild. Svo vorum við nokkra daga í yndis- legu þorpi á Norður-Spáni og fór- um sem leið lá yfir fjallgarðinn í áttina til Bilbao. Þar gerðum við skelfileg mistök því við fórum alltaf alltof seint að sofa og seint á fætur og vorum svo að keyra á heitasta tímanum á daginn. Ég hélt við myndum deyja úr hita.“ Það sem skipti þó meginmáli fyrir Helgu og Henning var að ferðalagið sannaði fyrir þeim ágæti sambandsins. „Það kom í ljós að við bættum hvort annað upp, hann var sterkur þar sem ég var veikari fyrir og öfugt. Við giftum okkur þó ekki fyrr en í fyrra, sautján árum seinna.“ Þau hjón eru búsett í Dan- mörku þar sem Helga starfar sem myndlistarmaður. „Ég er líka að kenna myndlist, aðallega fólki sem hefur átt um sárt að binda. Þetta fólk kemur kengbogið til mín í upphafi námskeiðs en geng- ur svo hnarreist út að námskeiði loknu. Það er ég ákaflega ánægð með,“ segir Helga, sem er á Ís- landi í tilefni giftingar dóttur sinnar og notar tækifærið til að sýna listaverkin sín í Galleríi Ófeigs á Skólavörðustíg. Sýning Helgu stendur til 11. ágúst. edda@frettabladid.is Hlaupið yfir ár og fjöll BARÐSNESHLAUP VERÐUR HLAUPIÐ NÆSTA LAUGARDAG. UM ER AÐ RÆÐA 27 KÍLÓMETRA VÍÐAVANGSHLAUP UM ÓBYGGÐIR OG EYÐIJARÐIR VIÐ NORÐ- FJARÐARFLÓA. Undanfarin ár hafa nokkrir vaskir menn á Austurlandi staðið fyrir 27 kílómetra víðavangshlaupi um eyðibyggðir við Norðfjarðarflóa. Hlaupið er frá Barðsnesi, sunnan Norðfjarðarflóa, til Neskaupstað- ar. Keppendur verða ferjaðir frá Nes- kaupstað til Barðsness og ræstir þar. Frá Barðsnesi er hlaupið meðfram ströndinni yfir móa, mýrar, fjörur, ár og tún um firðina þrjá sem ganga inn úr flóanum: Viðfjörð. Hellisfjörð og Norðfjörð. Fyrstu kílómetrana er gamall traktorsruðningur, þá taka við kinda- og hestagötur en síðustu kílómetrana er hlaupið eftir þjóðveginum. Hlaupinu lýkur á torginu við sundlaugina í Neskaup- stað. Rúnar Gunnarsson er einn skipuleggjandanna og hann segir að hlaupið sé mik- ið ævintýri. „Þetta er erfið leið og hæðarmunurinn er ansi mikill. Við höfum ver- ið með mikið af alvöru hlaupurum en núna erum við að reyna að fá fleiri skokkara í hópinn. Þess vegna störtum við hópnum í tvennu lagi. Þeir sem ætla sér að fara hægar yfir leggja af stað klukkan 10 um morguninn en hinir klukkan 11,“ segir Rúnar sem á von á góðu hlaupi. „Þetta hafa verið svona í kringum 30 hlauparar undanfarin ár og við vonumst til að toppa það.“ Nánari upplýsingar um hlaupið má nálgast á heimasíðu hlaupsins: www.is- landia.is/bardsneshlaup. Þar er einnig hægt að skrá sig til leiks. Keppendur hlaupa eftir kindagötum og troðning- um um eyðistrandir við Norðfjarðarflóa. Um- hverfið er stórbrotið. Farfuglaheimilið fær gæðavottun FYRST FARFUGLAHEIMILA Á NORÐ- URLÖNDUM. Farfuglaheimilið í Reykjavík fékk í síð- ustu viku afhenta vottun á gæðum í aðbúnaði og þjónustu. Gæðavottun- ina veitir alþjóðasamband farfugla- heimila og er farfuglaheimilið eitt af fyrstu tólf heimilunum sem fá slíka vottun og það fyrsta á Norðurlönd- um, eftir því sem fram kemur á heimasíðu Ferðamálaráðs. Viðurkenningin sem heimilið í Laug- ardalnum fékk er hluti af sérstöku til- raunaverkefni en öll farfuglaheimili í alþjóðasamtökunum þurfa að upp- fylla lágmarksstaðla í aðbúnaði. Far- fuglaheimilinu var boðin þátttaka í hópi tólf ólíkra farfuglaheimila til að vinna að auknum gæðum. Rúmlega fimm þúsund farfuglaheim- ili starfa á vegum alþjóðasambands farfuglaheimila og eru í sextíu lönd- um. Farfuglaheimilið í Reykjavík er í Laug- ardalnum. FOSTERS: Styður Formúluna áfram Tilvalinn bjór í ferðalagið. Formúla 1 kappaksturinn geisar nú í Evrópu og um helgina var keppt í Þýskalandi. Allt er að ganga upp hjá Renault – Alonso bar sigur úr býtum eft- ir að bíll Raikkonen bilaði í annað sinn á þessu keppnis- tímabili. En eiginlegur sigur- vegari helgarinnar hlýtur að teljast Montoya, sem hóf keppni í tuttugasta sæti en lauk keppni í öðru sæti eft- ir glæsilega frammistöðu. Ekki eru úrslitin enn ráðin, en þó er allt útlit fyrir hörkusamkeppni á milli Renault og Maccl- aren. Að sjálfsögðu held- ur Fosters áfram að styðja Formúluna með stórlækkuðu verði en bjórinn er einn ódýr- asti 5% bjórinn í Vín- búðunum. Verð í Vínbúðum 169 kr.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.