Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 37
Erlendir aðilar eiga um 13 prósent af hlutafé í Kauphöllinni eða fyrir um 190 millj- arða króna, að Mosaic meðtalið. Flestir þess- ara erlendu aðila eru þó eignarhaldsfélög Ís- lendinga. Fjármunir þessara Íslendinga koma að einhverju leyti erlendis frá. Öðru máli gegnir um skattlagningu á fjár- magn og því kjósa Íslendingar að eiga erlend félög utan um eignir sínar hér á landi til að komast hjá því að greiða 10 prósenta fjár- magnsskatt. Skattprósentan ein hefur því mikil áhrif á hvar félög eru skráð og hvert peningarnir leita. Síminn er gott dæmi um mikla fjárfest- ingu sem hefði getað lent að hluta til eða öllu leyti í höndum erlendra fjárfesta. Nokkrir hópar erlendra aðila sýndu Símanum áhuga en þeir virðast nú hafa misst þann áhuga því einungis hópar þar sem eingöngu eru inn- lendir aðilar eru nú eftir. Gera má ráð fyrir að hátt verð á Símanum hafi verið helsta hindrun erlendu að- ilanna. VANDAMÁL? Að undanförnu hefur nægt peningamagn verið í um- ferð og því engin þörf ver- ið á erlendri fjárfestingu en það ástand varir ekki að eilífu. Ef litið er svo á að lítill áhugi erlendra aðila á fjár- festingum í íslensku við- skiptalífi sé vandamál hlýtur eitthvað að verða að gera. Þá kemur að fyrirtækjunum sjálfum að vinna sína vinnu. Umfjöllun þarf að vera að vera á ensku og mjög aðgengileg. Íslensk fyrirtæki fá mikið umtal í erlend- um fjölmiðlum og einnig hafa þau verið dug- leg við að kynna erlendum fjárfestum fyrir- tækin. Bæði með kynningum erlendis sem og boðsferðum hingað til lands. Erlendir fjárfestar hafa hingað til þó haft vaðið fyrir neðan sig og fjárfest í ríkis- tryggðum skuldabréfum, ekki áhættumeiri hlutabréfum. Hækkanir hlutabréfamarkað- arins undanfarin ár hafa ekki beint aukið trú- verðugleika hans. Svo miklar hækkanir verða til þess að ýta undir neikvæðisraddir þess eðlis að hér sé vanþróað viðskiptalíf sem enn sé í mikilli mótun. Hlutabréfamark- aðurinn sé einungis rúmlega 10 ára gamall og enn sé margt eftir ólært. Svo ekki sé minnst á umfjöllun um peningaþvætti og tengsl íslenskra fjárfesta við rússnesku mafíuna. Einnig verður að hafa í huga að erfitt er að skilgreina hvað er íslenskt og hvað er erlent. KOMA EINHVERN DAGINN Krónan verður íslensku viðskiptalífi ávallt fjötur um fót þegar kemur að fjárfestingum erlendra aðila. Með því að kaupa eign sem bundin er við íslensku krónuna eykst áhætt- an sem fjárfestingunni fylgir. Erlendir aðil- ar þurfa því bæði að treysta á að fjárfestingin standi undir væntingum sem og þróun íslensku krónunnar. Margir telja líklegt að krón- an sé ekki eilíf en fyrirtæki hafa smátt og smátt verið að aðlaga sig erlendu rekstrar- umhverfi. Bæði með því að gera fyrirtækin upp í er- lendum myntum en þá hafa gengissveiflur íslensku krónunnar takmörkuð áhrif á rekstrarniðurstöður. En þar sem takmörkuð tækifæri til vaxtar eru hér á landi má allt eins gera ráð fyrir að erlendir aðila sækist ekkert mikið eftir fjárfest- ingum hér, bæði nú og síðar á meðan gengi íslensku krónunnar er talið hátt. Fyrirtæki hér á landi eru verðlögð hátt um þessar mundir þar sem miklir peningar hafa verið í umferð og efna- hagsástand almennt gott. Þegar verðmat á fyrirtækjum hér á landi verður líkara því sem gerist annarsstaðar auk þess sem þau hafi verið kynnt markvisst erlendum fjár- festum ætti ekkert að standa í vegi fyrir að þeir verði virkari þátttakendur í íslensku viðskiptalífi. Íslenskt efnahagslíf þarf sífellt aukna peninga til að standa undir vexti og því þurfa peningarnir að koma einhvers staðar frá. En svo lengi sem nægir peningar eru til staðar, skiptir það þá einhverju máli hvaðan þeir koma? MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 11 Ú T T E K T JAPANSKUR FJÁRFESTIR Hingað til hafa erlendir aðilar ekki verið umsvifamiklir á íslenskum hlutabréfamarkaði. Skuldabréfamarkaður og fyrirtækjalán hafa hins vegar aukist mikið og með þeim hætti taka erlendir aðilar þátt í íslensku viðskiptalífi. Kenneth Peterson birtist hér á landi árið 1995 með þann möguleika í farteskinu að byggja álver. Raunin varð sú að honum leist vel á aðstæður og var 60 þúsund tonna álverið, Norðurál, byggt og síðar stækkað í 90 þúsund tonn árið 2001. Reisti fyrirtæki hans, Colombia Ventures Norðurál. Kenneth Peterson hefur þá stefnu að kaupa þegar verð hefur lækkað. Þannig steig hann sín fyrstu skref í áliðnaði. Ofurvæntingar fjárfesta til fjarskipta- geirans biðu skipbrot fyrir nokkrum árum og hlutabréf fjarskiptafyrirtækja lækkuðu mikið. Kenneth Peterson hef- ur við þær kringumstæður fjárfest í fjarskiptageiranum. Hann var stærsti eigandi Og Vodafone hér á landi og á einnig bandarísk og evrópsk fjarskipta- fyrirtæki. Kenneth seldi svo Norðurál fyrir um 10 milljarða króna. Kenneth Peterson sagði á þeim tíma sölu Norðuráls ekki hafa áhrif á aðrar fjárfestingar sínar hér á landi. Colombia Ventures var þá kjölfestueig- andi í Og Vodafone. „Við munum jafn- vel auka þær með einum eða öðrum hætti. Mér fellur afar vel við Ísland og ég kann virkilega orðið að meta hag- kerfið og hina frábæru íbúa landsins,“ sagði Kenneth Peterson eigandi Colombia Ventures. Hann sagðist hafa lagt sig fram um að velja góðan kaup- anda að Norðuráli og segist hafa trú á því að Century og Norðurál muni eiga vel saman. Kenneth Peterson seldi svo rúmlega 35 prósenta hlut sinn í Og Vodafone til Norðurljósa fyrir um fimm milljarða króna. Síðan hafa ekki mörg fjárfest- ingarverkefni verið til staðar í fjar- skiptafyrirtækjum því tveir stórir aðil- ar eru fyrir á markaðinum. Jafnvel var búist við því að Kenneth myndi hafa áhuga á að kaupa í Símanum en sú hef- ur ekki orðið raunin. EINN UMSVIFAMESTI ERLENDI FJÁRFESTIRINN Kenneth Peterson, eigandi Columbia Ventures. Erlendi fjárfestirinn Fjárfesti í álveri og fjarskiptafyrirtækjum. Eftir að hann seldi hlut sinn í Og Vodafone hefur ekki mikið sést til hans hér á landi enda telur hann fjarskiptafyrirtæki hátt verðlögð. fjárfesta? Félag Hlutur Verðmæti Actavis 42% 57,54 Bakkavör 44% 27,28 Burðarás 26% 23,66 Flaga 42% 1,26 Icelandic 10% 2,30 KB banki 5% 18,15 Landsbanki 10% 13,70 Mosaic 70% 27,30 Nýherji 2% 0,06 Og Vodafone 7% 1,26 SÍF 3% 0,84 Straumur 7% 5,25 Össur 52% 13,00 191,60 S K R Á Ð A R E I G N I R E R L E N D R A A Ð I L A í m i l l j ö r ð u m k r ó n a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.