Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN12
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
Garðar Eyland situr á skrifstofu sinni í nýju
og glæsilegu klúbbhúsi Golfklúbbs Oddfell-
owa og Odds. Hann er greinilega upptekinn
þegar blaðamann ber að garði.
Garðar þarf að klára að greiða „nokkra
reikninga“ áður en sest verður að borðum:
„Það er nú ekki endilega draumastarf
kylfingsins að stýra stórum golfklúbbi, það er
náttúrulega svo mikið að gera á sumrin. Ég
hef spilað miklu minna eftir að ég byrjaði
hérna, kannski svona einu sinni í viku. Það er
nú einu sinni svo að vinnan gengur fyrir“.
Þrátt fyrir að Garðar hafi greinilega mikið
að gera, og spili að eigin sögn minna en áður,
er hann engu síður frambærilegur kylfingur
– raunar í meistaraflokksklassa með 4,3 í for-
gjöf: „Þú verður að athuga að forgjöfin mín
er miðuð við gulu teigana en ekki þá hvítu
sem meistaraflokksmenn spila af,“ segir
Garðar hógvær.
Við setjumst að borðum og í gegnum
gluggana má sjá fagurgrænan Urriðavöllinn
allt í kring. Vel snyrtar flatir og snöggklippt-
ar brautir blasa við. Greinilegt að völlurinn
er í frábæru standi.
KLÚBBHÚS Á FJÓRUM MÁNUÐUM
Golfvöllur Oddfellowa er í Urriðavatnsdölum
í landi Garðabæjar. Níu holu völlur var vígð-
ur á landinu árið 1992 og var hann stækkaður
í átján holur fimm árum seinna.
Í dag er á svæðinu einn allra glæsilegasti
golfvöllur landsins og alltaf verið að breyta
og bæta: „Við erum sífellt að vinna
að því að bæta aðstöðuna fyr-
ir félagsmenn í klúbbnum.
Í júní í fyrra opnuðum við
nýja klúbbhúsið, aðeins
fjórum mánuðum eftir að
fyrsta skóflustungan var
tekin um hávetur í miklum
skafrenningi. Það tók auðvitað á en hafðist
fyrir rest,“ segir Garðar.
Í ár hafa verið gerðar miklar endurbætur
á svæðinu, afleggjari upp að vellinum hefur
verið lagður bundnu slitlagi, auk þess sem
bílastæði hafa verið malbikuð og þeim fjölg-
að, þá var aðgengi að æfingaaðstöðu stór-
bætt: „Það eru margir sem vilja koma hérna í
hádeginu og slá eins og eina fötu af æfinga-
svæðinu. Þá er mikilvægt að sem minnstur
tími fari til spillis. Hver mínúta skiptir máli.“
TEKUR MENN HELJARTÖKUM
Í rauninni hafa tveir golfklúbbar aðgang að
Urriðavelli; Oddfellowar og golfklúbburinn
Oddur. Golfklúbbur Oddfellowa var stofnað-
ur árið 1990 en Oddur þremur árum seinna.
Félagar í klúbbunum tveimur eru 1250 og
hefur félagafjöldi vaxið hratt undanfarin ár:
„Það er eftirsótt að komast í klúbbinn. Í dag
eru tvö hundruð manns á biðlista hjá okkur
og það verða ekki fleiri teknir inn í bili, það er
allt uppbókað.“
Ekkert lát virðist vera á þeirri golf-
sprengju sem orðið hefur á undanförnum
árum, þrjátíu þúsund Íslendingar spila golf
fimm sinnum eða oftar á ári.
Garðar segir að á sex daga tímabili í júlí
hafi 1775 manns spilað völlinn í Urriðavatns-
dölum: „Þetta sýnir kannski best aðsóknina,
að hér spili tæplega þrjú hundruð kylfingar á
dag.“ Hann bætir því við að klúbburinn hafi á
undanförnum árum gert ýmislegt til að koma
til móts við félaga þegar völlurinn er ásetinn,
meðal annars gert samninga við golfklúbba á
landsbyggðinni um að félagar fái að leika þar
endurgjaldslaust.
„Það eru engin teikn á lofti um að aðsókn
fari að minnka. Málið með golfíþróttina er að
hún tekur menn heljartökum, þegar þú byrj-
ar þá geturðu ekki hætt. Maður er að keppa
við sjálfan sig og völlinn, verða betri.“
SJÁLFSTÆÐUR REKSTUR
Það sem er þó kannski sérstakt við Golfklúbb
Oddfellowa og Odds er að hann nýtur hvorki
styrkja frá ríki né bæjarfélagi. Hagnaður eft-
ir afskriftir var á síðasta ári tíu
milljónir króna: „Þetta er rek-
ið á þeim félögum sem hér
eru. Við fáum inn talsvert
af auglýsingatekjum,
höfum nokkra góða
styrktaraðila á bak við okk-
ur auk þess sem mótahald gefur
talsvert í aðra hönd.“
Garðar segir ekkert basl á rekstrinum.
Átján manns eru á launaskrá á sumrin en þrír
á veturna: „Það þarf að vakna hér fyrir allar
aldir til að koma vellinum í stand fyrir átök
dagsins. Það er mikil vinna sem því fylgir að
halda utan um golfvöll og við kappkostum að
hafa aðstöðuna þannig að fólk vilji borga fyr-
ir að nýta hana og hafi
ánægju af. Öðruvísi gengur
þetta ekki.“
Garðar segir þó að vissu-
lega verði að halda vel á
spöðunum eigi ekki illa að
fara: „Reksturinn hefur þó
orðið auðveldari með hverju
árinu sem líður, enda mynd-
ast smám saman ákveðinn
grunnur til að byggja ofan.
Það ber hins vegar fyrst að
þakka frumkvöðlunum sem
fóru út í þetta og byrjuðu
með tvær hendur tómar. Það
er alltaf auðveldara að taka
við.“
Það hefur þó komið til
tals að Garðabær leggi fé til
styrktar starfinu. Annar
golfklúbbur er í bæjarfélag-
inu; Golfklúbbur Kópavogs
og Garðabæjar og nýtur sá
styrkja frá bæjarfélögunum
tveimur: „Mér sýnist skiln-
ingurinn vera gagnkvæmur. Ef svo færi að
við fengjum framlög frá Garðabæ færi
stærstur hluti í uppbyggingu á unglingastarfi
okkar.“
Til þess að eignast afrekskylfinga verður
að byrja snemma að rækta hæfileikafólk. Hjá
golfklúbbi Oddfellowa og Odds starfar PGA-
kennarinn Magnús Birgisson, sem er einn af
fáum starfandi PGA-kennurum á landinu:
„Við höfum verið að efla unglingastarfið hjá
okkur markvisst undanfarið. Í dag eigum við
tuttugu meistaraflokks kylfinga og stefnum
að því að fjölga þeim enn frekar í náinni
framtíð,“ segir Garðar.
MÁ LESA FÓLK Á EINUM GOLFHRING
Þrátt fyrir að samkeppni sé milli klúbba um
bestu kylfingana segist Garðar ekki vita til
þess að klúbbarnir greiði kylfingum fyrir að
leika íþróttina: „Ég held að þetta snúist fyrst
og fremst um aðstöðu. Kylfingar sem vilja
bæta sig sækja þangað sem aðstaðan er best.“
Þegar kylfingar hafa náð ákveðnum stalli
gera þó klúbbarnir ýmislegt fyrir sína bestu
spilara; til að mynda eru haldin styrktarmót
fyrir þá og veitir ekki af, enda dýrt að byrja í
atvinnumennsku í golfi.
Garðar er á því að golfíþróttin á Íslandi sé
á réttri leið og ef til vill sé ekki langt í það að
Íslendingur komist í fremstu
röð á heimsvísu. Aðstæður
hafi stórbatnað til iðkunar
með tilkomu betri búnaðar
og vertíðin í leiðinni lengst:
„Birgir Leifur Hafþórsson
hefur verið að sækja í sig
veðrið og hefur náð hreint
ágætum árangri. Það hlýtur
að vera gott fyrir hreyfing-
una í heild. Þetta þokast allt
saman í rétta átt.“
Íslandsmótið í höggleik
verður haldið á Urriðavelli
árið 2006 og er Garðar afar
ánægður með það: „Það er
mikill heiður fyrir okkur að
fá að halda mótið. Þetta
verður umfangsmikil fram-
kvæmd, við þurfum til að
mynda að lengja brautirnar
hjá okkur, en við kappkost-
um að gera allt vel.“
Hann segir einn helsta
kostinn við golfíþróttina vera
félagsskapinn. Það megi sjá hvernig fólk er
úr garði gert með því einu að spila með því
átján holur: „Á þessu eru fyrirtæki að átta sig
á, hvað fólk kynnist vel í gegnum golfið.
Hingað koma mörg fyrirtæki með kúnna sína
og bera því flest öll vel söguna enda getur það
nýst vel í viðskiptum að bjóða félaganum í
golf. Það má lesa persónuleika fólks á einum
golfhring.“
Hádegisverður fyrir tvo
í golfskálanum
Hamborgarar með eggi
og frönskum kartöflum
Drykkir:
Rauðvín J.P. Chenet
Cabernet frá Frakklandi
Í boði Oddaveitinga
▲
H Á D E G I S V E R Ð U R I N N
Með Garðari
Eyland
framkvæmdastjóra Golfklúbbs
Oddfellowa og Odds
Þjóðnýtum
Burðarás
Hagnaður Burðaráss það sem af er
ári er auðvitað ekkert annað en
móðgun við almenning í landinu.
Hvernig er hægt að réttlæta það
að fyrirtæki græði 25 milljarða á
hálfu ári? Með sama áframhaldi
verður gróðinn fimmtíu milljarðar
króna í ár. Það er milljarður á
viku!
Það verður fróðlegt að fylgjast
með því hvernig neytendur, og al-
menningur – kjósendur í landinu,
bregðast við þessum tíðindum af
rekstri Burðaráss. Aurasálin telur
líklegt að stór hópur manna muni
mótmæla þessum gróða og refsa
Burðarási með því að sniðganga
allar vörur frá fyrirtækinu þar til
hagnaðinum verður komið aftur
inn fyrir eðlilegan ramma. Burða-
rás ætti því að íhuga alvarlega að
lækka vöruverðið.
En hvað framleiðir Burðarás?
Margir sem Aurasálin þekkir
halda að Burðarás sé iðnfyrirtæki
og að hagnaðinn megi rekja til
framkvæmdanna fyrir austan.
En þetta er ekki rétt. Burðarás er
ekki iðnfyrirtæki. Aðrir halda að
Burðarás sé fjármálafyrirtæki og
veit Aurasálin til þess að margir
hafi hugsað sér gott til glóðarinnar
og ætlað að stofna til viðskipta hjá
Burðarási í þeirri von að fyrirtæk-
ið muni lækka innlánsvexti og
hækka útlánsvexti til þess að láta
viðskiptavini sína njóta góðs af
frábærum rekstrararángri. Svo er
þó ekki. Burðarás er nefnilega
ekki banki heldur.
En hvaðan kemur þá gróðinn – sem
nemur næstum hundrað þúsund
krónum á hvern Íslending á fyrstu
sex mánuðum ársins? Einhvers
staðar frá kemur gróðinn og við
rannsókn á gögnum úr Kauphöll
Íslands kemur hið sanna í ljós. Það
sem Burðarás er að gera er að
kaupa hlutabréf af fólki á ákveðnu
verði en selja þau svo öðru fólki á
hærra verði. Þetta þýðir auðvitað
að fjárfestarnir sem selja Burðar-
ási bréf eru að tapa hagnaðinum
sem þeir hefðu getað fengið og
þeir sem kaupa bréfin af Burðar-
ási hefðu getað fengið þau miklu
ódýrar ef þeir hefði keypt þau af
einhverjum öðrum.
En hagnaður Burðaráss hlýtur að
vekja fólk til umhugsunar um það
hvað sé eðlilegur hagnaður í rek-
stri íslenskra fyrirtækja. Augljóst
er að milljarður á viku er óeðlileg-
ur hagnaður. Aurasálin telur mun
eðlilegra að vikulegur hagnaður
stórfyrirtækja nemi ekki mikið
meira en vikulaunum verkamanns.
Hagnaður upp á tvær til þrjár
milljónir á ári er því eðlilegur en
ef fyrirtæki eru að græða meira
en það þá er augljóst að þau geta
ráðið til sína fleiri starfsmenn.
Forsvarsmenn Burðaráss ættu því
að spyrja sig að því hvort þeir
sinni ekki samfélagslegum skyld-
um sínum betur með því að sjá
fleiri mönnum fyrir atvinnu,
lækka vöruverð, draga úr vaxta-
muninum, lækka viðskiptahallann,
stinga á fasteignabóluna og bæta
kjör almennings í landinu.
A U R A S Á L I N
Garðar Eyland
Fæðingardagur. 28. febrúar 1945
Maki: Guðbjörg Sveinsdóttir
Börn: Sveinn fæddur 1970, Bára fædd 1973
og Dóra fædd 1975
GARÐAR EYLAND FRAMKVÆMDASTJÓRI GOLFKLÚBBS ODDFELLOWA OG ODDS Garðar segir golfið ekki síst
skemmtilegt vegna félagsskaparins, til að mynda geti yfirmenn fyrirtækja kortlagt væntanlega viðskiptafélaga á golfvellin-
um: „Það má lesa persónuleika fólks á einum golfhring“.
Golfið tekur menn heljartökum
Garðar Eyland er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Oddfellowa og Odds. Hann segir ekkert basl vera á
rekstrinum þrátt fyrir að klúbburinn njóti hvorki styrkja frá ríki né sveitarfélagi. Jón Skaftason settist
að snæðingi með Garðari í klúbbhúsi Oddfellowa.
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/V
ilh
el
m