Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 13
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI
Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
2
89
38
07
/2
00
5
Er einhver í þínu fyrirtæki
sem heldur að skást sé best?
Fornleifafræðingar fundu á dög-
unum silfurborðbúnað í heilu lagi
við uppgröft í ítölsku borginni
Pompei. Um var að ræða tvö vín-
glös, matardiska, skeiðar og mat-
arbakka.
Pompei varð undir hrauni við
eldgos fyrir um tvö þúsund árum
og hefur reynst mikil gullkista
fyrir fornleifafræðinga. Segja
kunnugir að silfurborðbúnaður-
inn sé mesti fjársjóður sem fund-
ist hefur í Pompei sjötíu ár.
Við hlið borðbúnaðarins
fannst beinagrind af manni sem
líklega hefur verið eigandi fjár-
sjóðsins. Er talið að maðurinn
hafi verið á flótta undan eldglær-
ingunum og í flýti tekið með sér
helstu verðmæti úr búi sínu.
Hann komst þó ekki lengra en að
baðhúsi bæjarins, þar sem leið
yfir hann vegna eiturgufa frá
eldgosinu.
Borðbúnaðurinn var falinn í
brauðkörfu sem full var af vikri
og eldfjallaösku en með hjálp
nýjustu tækni tókst að skilja fjár-
sjóðinn frá. Var hann í kjölfarið
pússaður upp og fluttur til varð-
veislu í höfuðborginni Róm. - jsk
Ólöglegt niðurhal minnkar
Löglegt niðurhal tónlistar á internetinu þrefaldaðist á fyrri helmingi
ársins 2005, samkvæmt tölum frá Alþjóðasamtökum
tónlistarmanna (IFPI). Á sama tíma hefur ólög-
legt niðurhal dregist saman um þrjú prósent í
heiminum. Flestir netnotendur í Bandaríkj-
unum og Bretlandi segjast hafa hætt að hala
niður tónlist ólöglega af ótta við lögsóknir, en
rúmlega fjórtán þúsund manns í tólf lönd-
um hafa verið ákærð fyrir ólöglegt niður-
hal frá því í september árið 2003: „Það er
greinilegt að fólk hefur tekið þeim vefsíð-
um sem bjóða upp á niðurhal tónlistar
gegn gjaldi opnum örmum,“ sagði John
Kennedy formaður IFPI. - jsk
Í LEIT AÐ
TÓNLIST?
Ólöglegt niðurhal tón-
listar á internetinu hefur dregist
saman um þrjú prósent það
sem af er ári.
Japanski raftækjaframleiðand-
inn Sony hefur blásið til sóknar
er kemur að mp3-spilurum og
hyggst nú ráðast gegn yfirburð-
um Apple á markaðnum.
Sony setti í mars nýjan spilara
á markað sambærilegan við iPod
Shuffle-spilarann, sem tekur eitt
gígabæt af tónlist. Þykir útlit
Sony-spilarans með eindæmum
vel heppnað, auk þess sem raf-
hlöðurnar endast í allt að fimm-
tíu klukkustundir. Er spilarinn nú
þegar orðinn vinsælli en iPod
Shuffle í Japan: „Útlit verður
æ mikilvægara er neytend-
ur velja sér mp3-spilara.
Þess vegna er alger nauðsyn
að huga vel að útlistshönnun
afurða okkar,“ sagði Shinichi
Inawata, markaðsstjóri Sony.
Apple hefur hins vegar enn yf-
irburði er kemur að spilurum
með enn meira minni og er mark-
aðshlutdeild fyrirtækisins rúm-
lega sextíu prósent í Bandaríkj-
unum og Evr-
ópu. - jsk
Sony sækir að Apple
Ipod Shuffle spilarinn hefur fengið keppinaut.
Ekki gengur hins vegar jafn vel að berjast gegn
yfirburðum Apple í sölu stærri spilara.
SONY
WALKMAN
MP3-SPILARI
Spilararnir þykja
flottir og ekki spillir fyrir
að rafhlöðurnar endast í
allt að fimmtíu klukkustundir.
Tvö þúsund ára vínglös
Silfurborðbúnaður sem fannst í Pompei er sagður
merkilegasti fornleifafundur sinnar tegundar í sjötíu ár.
ÍBÚAR POMPEI Pompei er sannkölluð
gullkista fyrir fornleifafræðinga. Á dögunum
fannst þar silfurborðbúnaður í nánast full-
komnu ástandi.
Árið 2009 verður seldur einn milljarður farsíma í
heiminum kemur fram í nýrri skýrslu frá breska
ráðgjafafyrirtækinu Gartner. Segir í skýrslunni
að gemsar séu nú þegar orðnir útbreiddari en
bjartsýnustu menn þorðu að vona.
„Farsímar verða líklega útbreiddasta neytenda-
vara í heimi áður en langt um líður. Við áætlum að
árið 2009 verði alls 2,6 milljarðar síma í heimin-
um,“ sagði Ben Wood starfsmaður Gartner.
Mesti vöxturinn er í sölu svokallaðra þriðju-
kynslóðar farsíma og verða líklega 280 milljón
slíkir seldir árið 2009. Ben Wood varar þó við því
að margir farsímaframleiðendur geti átt erfiða
tíma í vændum: „Símar verða sífellt tæknilegri og
dýrari en verð stendur í stað. Þeir framleiðendur
sem ekki selja að minnsta kosti tíu milljón síma á
ári eru í vondum málum.“ -jsk
Gemsar útbreiddir
Árið 2009 verða líklega 2,6 milljarðar gemsa í heiminum.
Símarnir verða sífellt dýrari í framleiðslu.
FARSÍMAÆÐI Farsímar verða líklega útbreiddasta neytendavara í
heimi áður en langt um líður. Sly Stallone og kona hans, Jennifer
Flavin, hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun.