Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 27.07.2005, Blaðsíða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 27. JÚLÍ 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 89 38 07 /2 00 5 Er einhver í þínu fyrirtæki sem heldur að skást sé best? Fornleifafræðingar fundu á dög- unum silfurborðbúnað í heilu lagi við uppgröft í ítölsku borginni Pompei. Um var að ræða tvö vín- glös, matardiska, skeiðar og mat- arbakka. Pompei varð undir hrauni við eldgos fyrir um tvö þúsund árum og hefur reynst mikil gullkista fyrir fornleifafræðinga. Segja kunnugir að silfurborðbúnaður- inn sé mesti fjársjóður sem fund- ist hefur í Pompei sjötíu ár. Við hlið borðbúnaðarins fannst beinagrind af manni sem líklega hefur verið eigandi fjár- sjóðsins. Er talið að maðurinn hafi verið á flótta undan eldglær- ingunum og í flýti tekið með sér helstu verðmæti úr búi sínu. Hann komst þó ekki lengra en að baðhúsi bæjarins, þar sem leið yfir hann vegna eiturgufa frá eldgosinu. Borðbúnaðurinn var falinn í brauðkörfu sem full var af vikri og eldfjallaösku en með hjálp nýjustu tækni tókst að skilja fjár- sjóðinn frá. Var hann í kjölfarið pússaður upp og fluttur til varð- veislu í höfuðborginni Róm. - jsk Ólöglegt niðurhal minnkar Löglegt niðurhal tónlistar á internetinu þrefaldaðist á fyrri helmingi ársins 2005, samkvæmt tölum frá Alþjóðasamtökum tónlistarmanna (IFPI). Á sama tíma hefur ólög- legt niðurhal dregist saman um þrjú prósent í heiminum. Flestir netnotendur í Bandaríkj- unum og Bretlandi segjast hafa hætt að hala niður tónlist ólöglega af ótta við lögsóknir, en rúmlega fjórtán þúsund manns í tólf lönd- um hafa verið ákærð fyrir ólöglegt niður- hal frá því í september árið 2003: „Það er greinilegt að fólk hefur tekið þeim vefsíð- um sem bjóða upp á niðurhal tónlistar gegn gjaldi opnum örmum,“ sagði John Kennedy formaður IFPI. - jsk Í LEIT AÐ TÓNLIST? Ólöglegt niðurhal tón- listar á internetinu hefur dregist saman um þrjú prósent það sem af er ári. Japanski raftækjaframleiðand- inn Sony hefur blásið til sóknar er kemur að mp3-spilurum og hyggst nú ráðast gegn yfirburð- um Apple á markaðnum. Sony setti í mars nýjan spilara á markað sambærilegan við iPod Shuffle-spilarann, sem tekur eitt gígabæt af tónlist. Þykir útlit Sony-spilarans með eindæmum vel heppnað, auk þess sem raf- hlöðurnar endast í allt að fimm- tíu klukkustundir. Er spilarinn nú þegar orðinn vinsælli en iPod Shuffle í Japan: „Útlit verður æ mikilvægara er neytend- ur velja sér mp3-spilara. Þess vegna er alger nauðsyn að huga vel að útlistshönnun afurða okkar,“ sagði Shinichi Inawata, markaðsstjóri Sony. Apple hefur hins vegar enn yf- irburði er kemur að spilurum með enn meira minni og er mark- aðshlutdeild fyrirtækisins rúm- lega sextíu prósent í Bandaríkj- unum og Evr- ópu. - jsk Sony sækir að Apple Ipod Shuffle spilarinn hefur fengið keppinaut. Ekki gengur hins vegar jafn vel að berjast gegn yfirburðum Apple í sölu stærri spilara. SONY WALKMAN MP3-SPILARI Spilararnir þykja flottir og ekki spillir fyrir að rafhlöðurnar endast í allt að fimmtíu klukkustundir. Tvö þúsund ára vínglös Silfurborðbúnaður sem fannst í Pompei er sagður merkilegasti fornleifafundur sinnar tegundar í sjötíu ár. ÍBÚAR POMPEI Pompei er sannkölluð gullkista fyrir fornleifafræðinga. Á dögunum fannst þar silfurborðbúnaður í nánast full- komnu ástandi. Árið 2009 verður seldur einn milljarður farsíma í heiminum kemur fram í nýrri skýrslu frá breska ráðgjafafyrirtækinu Gartner. Segir í skýrslunni að gemsar séu nú þegar orðnir útbreiddari en bjartsýnustu menn þorðu að vona. „Farsímar verða líklega útbreiddasta neytenda- vara í heimi áður en langt um líður. Við áætlum að árið 2009 verði alls 2,6 milljarðar síma í heimin- um,“ sagði Ben Wood starfsmaður Gartner. Mesti vöxturinn er í sölu svokallaðra þriðju- kynslóðar farsíma og verða líklega 280 milljón slíkir seldir árið 2009. Ben Wood varar þó við því að margir farsímaframleiðendur geti átt erfiða tíma í vændum: „Símar verða sífellt tæknilegri og dýrari en verð stendur í stað. Þeir framleiðendur sem ekki selja að minnsta kosti tíu milljón síma á ári eru í vondum málum.“ -jsk Gemsar útbreiddir Árið 2009 verða líklega 2,6 milljarðar gemsa í heiminum. Símarnir verða sífellt dýrari í framleiðslu. FARSÍMAÆÐI Farsímar verða líklega útbreiddasta neytendavara í heimi áður en langt um líður. Sly Stallone og kona hans, Jennifer Flavin, hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.