Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 46

Fréttablaðið - 27.07.2005, Page 46
Seinir fyrir Fjárfestarnir Magnús Ármann og Sigurður Bollason eru stór- tækir í viðskiptalífinu. Fjárfest- ingar þeirra teygja anga sína inn í FL Group, Mosaic Fashions og Og Vodafone og nú síðast inn í SPH. Talið er að hvor um sig hafi greitt um 50 milljónir króna fyr- ir stofnfjárhlut í sparisjóðnum. Hins vegar vildi ekki betur til en svo að þeir misstu af stofnfjár- eigendafundinum á miðviku- dagskvöldið þar sem þeir voru aðeins of seinir til. Þegar þeir komu hlaupandi í átt að höfuð- stöðvum SPH var búið að loka fyrir innganginn og fengu hvorki þeir né blaðamenn að stíga fæti inn fyrir. Það skiptir því litlu hvað greitt er fyrir pundið ef maður mætir of seint. Háll sem Páll Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH og framkvæmdastjóri, hef- ur lítið tjáð sig við fjölmiðla vegna málefna sparisjóðsins og oft sloppið vel undan ágengum fjölmiðlamönnum. Besta dæmið var kannski eftir hinn sögu- fræga stofnfjáreigendafund á miðvikudaginn. Að fundi lokn- um gekk Páll út við hlið Árna M. Mathiesen ráðherra. Gátu sjón- varpsáhorfendur séð hvernig fjölmiðlamennirnir stukku allir á Árna á meðan Páll trítlaði í burtu óáreittur, enda líklegt að fáir viti hvernig Páll lítur út. Löngu seinna föttuðu frétta- mennirnir að bráðin var runnin úr greipum þeirra. Hreyfing í Íslandsbanka Nú bíða menn spenntir eftir hvernig hluthafahópur Íslands- banka muni líta út í nánustu framtíð. Eftir birtingu uppjörs bankans geta innherjar farið á fullt að kaupa í eigin nafni. Að vísu er talið full víst að Flugleið- ir geymi bréf fyrir Straum sem verða sennilega seld Straumi ef að líkum lætur. Baugur og tengdir aðilar, ásamt Hannesi Smárasyni munu væntanlega koma að bankanum í ríkari mæli á næstunni og hugsanlegt er einnig að Karl Wernersson auki hlut sinn ef þörf verður talin á. Hins vegar er áhugi Lands- bankamanna á að gera fleiri til- raunir í Íslandsbanka talinn vera að dofna og fullyrt að þeir muni eiga nóg með að takast á við spennandi verkefni í útlönd- um á næstunni. stöðugt á toppnum Ferðaboxin frá Mont Blanc eru hönnuð með það í huga að hafa sem minnsta vindmótstöðu en jafnframt mikið rými. Þrjú handtök og ferðaboxið er komið á toppinn Margar þægilegar aðferðir eru til að geyma ferðaboxin frá MONT BLANC Í ferðaboxunum frá Mont Blanc er tjakkur sem auðveldar lestun og losun 19 49 / T A K T ÍK / 1 6. 6’ 05 3.928 24,5 2.119milljónir. Bókfært verðmæti eignarBurðaráss í Novator, fjárfestingarfé-lagi Björgólfs Thors Björgólfssonar milljarðar. Hagnaður Burðaráss áfyrstu sex mánuðum þessa árs. metrar Hæð Hvannadalshnúks íhugum flestra Íslendinga, hvaðsem öllum mælingum líður. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is B2B | Banki til bókhalds Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna Fyrirtækjabanki B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.