Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 60
HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka duttu svo sannarlega í lukkupottinn er dregið var í for- keppni meistaradeildar Evrópu. Liðið á greiða leið í riðlakeppnina en Haukar drógust gegn Berchem frá Lúxemborg en hvorki liðið né landið hafa verið hátt skrifuð í evrópskum handbolta. En þó svo að andstæðingurinn sé ekki sterkur er óhætt að segja að liðið sé ekki síst heppið hvað varðar ferðalagið en mörg lið frá austur- hluta Evrópu voru í pottinum. Eitt slíkt dróst gegn Val í Evr- ópukeppni félagsliða. Þar er um að ræða lið frá höfuðborginni Tblisi í Georgíu, heimalands Rol- ands Eradze, landsliðsmarkvarð- ar og fyrrum markvarðar Vals. „Án þess að maður þekki mikið til í handboltanum í Lúxemborg má engu síður gera ráð fyrir því að það væri varla hægt að fá auð- veldari andstæðing,“ sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka í gær. „Þetta ætti að veita okkur greiða leið í riðlakeppni meistara- deildarinnar, sem er okkar mark- mið. Við viljum helst ekki þurfa að taka þátt í forkeppninni en það var gott að við þurfum ekki að ferðast lengra fyrir þessa leiki nú.“ Dregið verður í riðla- keppnina í dag og kemur þá í ljós hvaða andstæðinga Haukar fá þar vinni þeir Berchem. Hjá konunum lentu Íslands- meistarar Hauka gegn Pelplast Salerno frá Ítalíu í 1. umferð Evr- ópukeppni félagsliða og Stjörnu- stúlkur mæta tyrkneska liðinu Anadolou í 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa. Allir leikirnir verða leiknir heima og að heiman og eru fyrri leikirnir á dagskrá þriðja eða fjórða september og þeir síðari viku seinna. Það á við í öllum keppnum nema hjá kvennaliði Stjörnunnar í 2. umferð Evrópu- keppni bikarhafa. Þeir leikir fara fram í byrjun október. Íslands- mótið hefst 21. september næst- komandi. -esá 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Enska úrvalsdeildarliðið Boltonhefur fengið til sín Jared Borgetti frá mexíkóska liðinu Pachuca og Abdoulaye Diagne- Faye frá Lens í Frakklandi á láns- samningi til eins árs. Borgetti, sem sló í gegn í Álfu- keppninni í sumar, er 31 árs og er markahæsti leik- maður mexíkóska landsliðsins frá upphafi ásamt Hugo Sanchez með 35 mörk. Sókndjarfi miðjumaðurinn KimNörholt sem leikið hefur með Fram í sumar er á leið heim til Dan- merkur. Nörholt sleit hásin í bikar- leiknum gegn ÍBV síðasta fimmtu- dag og fór í aðgerð. Mótshaldarar alþjóðlega U18-mótsins í fótbolta sem fram fór í Falkenberg í Svíþjóð í síðustu viku völdu Bjarna Þór Viðarsson fyrirliða Íslenska liðsins besta leikmann mótsins og hlaut hann að launum veglegan bikar. Bjarni Þór Viðars- son var valinn best- ur í íslenska liðinu í einum af þessum leikjum en í hinum voru það Hall- dór Kristinn Halldórsson úr Leikni og Rúrik Gíslason úr HK. Varnarmaðurinn Ásgrímur Alberts-son fékk í gær félagaskipti aftur í 1. deildarlið HK. Ásgrímur hefur ver- ið í herbúðum Keflavíkur síðan í janúar en þá fékk Guðjón Þórðarson hann til félagsins frá HK. Eftir að hafa leikið mikið með Keflvíkingum á undirbúningstímabilinu hefur hann fengið fá tækifæri með liðinu í Landsbankadeildinni og aðeins komið við sögu í þremur leikjum liðsins. Filippo Inzaghi, sóknarmaður ACMilan, kveðst vera í skýjunum yfir komu Alberto Gilardino til félagsins. Gilardino er 23 ára gamall og af mörgum talinn efnilegasti leik- maður Ítala um þessar mundir og segist Inzaghi ætla að veita honum alla þá hjálp sem hann þarfnast, bæði inn- an vallar sem utan. „Það er gaman að fá hann í hópinn, hann er mjög snjall og gerir klárlega góða hluti,“ sagði Inzaghi, sem sjálfur náði sér ekki á strik á síðustu leiktíð, þar sem hann glímdi við þrálát meiðsli lengst af. Nú er hann hins vegar orðinn góður og ætlar að sýna sitt besta andlit í vetur. „Engar áhyggjur, ég mun skora slatta af mörkum.“ sagði Inzaghi. Nú bendir allt til þess að Portú-galski leikmaðurinn Luis Figo gangi til liðs við Inter Milan á Ítalíu. Inter hefur það fram yfir Liverpool að vera reiðubúið að bjóða Figo tveggja ára samn- ing á meðan for- ráðamenn Liverpool hafa aðeins áhuga á að semja við Figo til eins árs. Þá er Inter einnig á hött- unum á eftir varnarmanninum Walt- er Samuel og gæti farið svo að liðið geri sameiginlegt tilboð í þá báða. ÚR SPORTINU > Við höfum áhyggjur af ... ... styrk og gæðum Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. FH hefur unnið alla 11 leiki sína í sumar en tapaði báðum leikjum sínum fyrir Neftchi frá Aserbaídsjan í Evrópukeppni meistaraliða. Búist var við að Neftchi væri sterkt lið en liðið steinlá síðan 5–0 fyrir belgísku meisturunum í Anderlecht í gær. Heyrst hefur ... ... að feðgarnir Sigurður Lárusson og Lárus Orri Sigurðsson ætli að taka við liði Þórs frá Akueyri á næstunni. Lárus Orri hefur spilað með Þór í sumar síðan að hann kom heim úr atvinnumennskunni en Sigurður faðir hans þjálfaði liðið á árunum 1991 til 94. Eitt af lykilatriðunum er þó að Þórsliðið haldi sér í 1. deildinni en liðið er nú í 8. sæti, stigi frá fallsæti. sport@frettabladid.is 24 > Við hrósum ... .... Skagamönnum spila mjög vel þessa daganna. ÍA hefur náð í tíu af síðustu tólf stigum í boði og ljóst að ungu strákarnir í liðinu eru farnir að standa sig. Enn á ný er það því ótrúleg endurnýjun á knattspyrnumönnum á Akranesi sem heldur Skagamönnum í hópi besta liða landsins. Skagamenn unnu ver›skulda›an útisigur á Grindavík í gær 3-1. Strax eftir fyrsta marki› ná›u fleir völdum á leiknum og héldu fleim allt til loka. Góð ferð ÍA til Grindavíkur FÓTBOLTI „Ég er mjög sáttur við spilamennsku okkar í þessum leik. Við vorum vel skipulagðir og taktíkin gekk algjörlega upp,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, fyrir- liði ÍA, eftir sigurinn á Grindavík í gær. Þettta eru orð að sönnu. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu margar efni- legar sóknir. Ekki tókst þeim þó að skora í fyrri hálfleiknum. Skagamenn tóku síðan for- ystuna þegar fyrri hálfleikurinn var rétt liðlega hálfnaður en þá skoraði Hjörtur Hjartarson gott skallamark eftir frábæra fyrirgjöf og undirbúning Hafþórs Ægis Vil- hjálmssonar. Við þetta mark komst meira öryggi yfir leik Skaga- manna og þeir náðu nokkurn veginn undirtökunum. Seinni hálfleikurinn var eign Skagamanna, þeir byrjuðu strax af miklum krafti og uppskáru mark snemma. Þar var á ferðinni Andri Júlíusson sem fékk stungusend- ingu frá Igor Pesic, rangstöðu- gildra heimamanna brást og Andri gerði allt rétt og skoraði. Eftir þetta mark var leikurinn í öruggum höndum gestaliðsins þrátt fyrir ágætis spretti á köflum hjá heimamönnum. Á 68. mínútu fékk Robert Niestroj að líta rauða spjaldið frá Garðari Erni dómara fyrir ljóta tæklingu aftan frá á Igor Pesic. Eftir aukaspyrnuna bættu Skagamenn við öðru marki og innsigluðu sigurinn, boltinn barst fyrir fætur Helga Péturs Magnússonar sem skoraði af stuttu færi. Grindvíkingar náðu að minnka muninn á 84. mínútu eftir góða sókn. Þegar þetta gerðist voru Grindvíkingar tveimur mönnum færri eftir meiðsli Andra Hjörvars Albertssonar en þá voru þeir búnir með skiptingar sínar. Lengra komust heimamenn ekki enda í erfiðri stöðu og góður úti- sigur Skagamanna staðreynd. „Það var rosalega svekkjandi að fá þetta mark á okkur. Við höfum haldið markinu hreinu í síðustu þremur leikjum og allt stefndi í þann fjórða þegar við fengum á okkur mark sem við hefðum átt að koma í veg fyrir. En burt séð frá því var þessi leikur mjög jákvæð- ur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson. -egm HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Sunnudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  20.00 Valur tekur á móti Fylki að Hlíðarenda í Landsbankadeild karla.  20.00 Víkingur Ólafsvík fær Víking Reykjavík í heimsókn á Ólafsvík í 1. deild karla.  20.00 Fjölnir tekur á móti Breiðabliki á Grafarvogsvelli í 1.deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  13.30 HM í sundi á RÚV.  15.45 Sterkasti maður heims á Sýn.  16.15 Meistaradeildin-gullleikur á Sýn.  19.40 Landsbankadeildin. Valur- Fylkir á Sýn.  22.00 Íslandsmótið í golfi á Sýn.  22.20 Formúlukvöld á RÚV.  23.00 Bandaríska mótaröðin í golfi á Sýn.  23.50 Bestu bikarmörkin á Sýn.  00.40 HM í sundi á RÚV.  00.55 Chicago Fire-AC Milan á Sýn. Með tilkomu nýs þjálfara hjá Stoke City, Johan Boskamp, hefur Þórður Guðjóns- son fengið fleiri tækifæri með liðinu, en hann var ekki í náðinni hjá forvera Boskamp,Tony Pulis. Þórður er ánægður með nýja þjálfar- ann, en hann var við stjórnvölinn hjá Genk í Belgíu þegar Þórður lék þar við góðan orðstír. „Ég er ánægður með að hingað sé kominn nýr þjálfari. Síðasta tímabil var mikil vonbrigði fyrir mig, þar sem ég fékk ekkert að spila hjá félaginu. Núna held ég að sé annað uppi á teningnum. Ég hef verið að spila í æfingaleikj- unum að undanförnu og það hefur gengið vel. Það er allt annað andrúmsloft hjá félaginu núna heldur en var þegar ég kom til félags- ins. Mér fannst ég þurfa að líða fyrir það að vera Íslend- ingur í fyrra, vegna þess að það eru Íslendingar sem eru í stjórn félagsins. Ég finn ekki fyrir þessu núna og er ánægður hérna.“ Sem leikmaður ís- lenska landsliðsins hefur Þórður yfirleitt staðið fyrir sínu. „Ég er nokkuð ánægður með það hvernig ég hef leikið með lands- liðinu. Ég er stoltur af því að leika fyrir Íslands hönd og hef aldrei átt í neinum vandræðum með að einbeita mér í leikjum landsliðsins, því það er ekkert skemmtilegra og betra en að spila fyrir það. Ég ætla mér að vinna mér sæti í liðinu aftur og vonandi dugar frammistaða mín í vetur með Stoke City til þess að komast í hópinn á nýjan leik.“ Fjölskylda Þórðar hefur komið sér ágæt- lega fyrir í nágrenni við æfingasvæði Stoke og segir ekki yfir neinu að kvarta. „Það hefur farið ágætlega um okkur hérna alveg síðan við komum hingað, en það er alltaf leiðinlegt þegar manni líður illa í vinnunni, eins og mér leið í fyrra. Núna er allt í góðu í fótboltanum og ekkert því til fyrirstöðu að það sé ánægjulegur tími fram undan.“ ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON: BJARTSÝNN Á FRAMHALDIÐ MEÐ TILKOMU NÝS ÞJÁLFARA HJÁ STOKE CITY Ætlar sér í íslenska landsli›i› á n‡ *MAÐUR LEIKSINS GRINDAVÍK 4–3–3 Savic 5 McShane 5 Óðinn 4 Jack 6 Eyþór Atli 5 Eysteinn 6 (75. Guðmundur –) Niestroj 4 Zeyer 4 (56. Óskar Örn 5) Kekic 5 Ahandour 6 Magnús Þ. 4 (69. Andri 5) ÍA 4–3–3 Bjarki 7 Guðjón Heiðar 6 Reynir 7 Gunnlaugur 6 Helgi Pétur 6 Pesic 7 Pálmi 6 Ellert Jón 6 Hafþór Ægir 7 (74. Jón Vilhelm –) Hjörtur 6 (89. Sigurður R. –) Andri 7* (74. Martin –) 1-3 Garðar Örn Hinriksson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–9 (4–8) Varin skot Savic 6 – Bjarki 3 Horn 2–5 Aukaspyrnur fengnar 16–8 Rangstöður 1–8 0–1 Hjörtur Hjartarson (24.) 0–2 Andri Júlíusson (49.) 0–3 Helgi Pétur Magnússon (68.) 1–3 Mounir Ahandour (84.) Grindavík ÍA Jakob Jóhann ekki í úrslit SUND Jakob Jóhann Sveinsson, sundkappi úr Ægi, komst ekki í undanúrslit í 50 metra bringu- sundi á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Montreal. Jakob Jóhann stefndi á þátt- töku í undanrásum og taldi að til þess þyrfti hann að bæta Íslands- met sitt, 28,86 sekúndur um minnst hálfa sekúndu en allt kom fyrir ekki og Jakob bætti ekki metið þrátt fyrir að hafa náð ágætis tíma, 28,92 sekúndum. En eins og Örn Arnarson í gær kom Jakob síðastur í mark í sínum riðli. Sextán keppendur komust í undanúrslit og þurfti tíma upp á 28,10 sekúndur til að komast í þann hóp. - esá Dregið í Evrópukeppnum í handbolta í gær: Lukkudráttur hjá Haukum HM í sundi í Montreal: GÓÐIR Í GRINDAVÍK Skagamaðurinn Helgi Pétur Magnússon sést hér í baráttu við Paul McShane hjá Grindavík í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR HAUKAR FAGNA Haukar urðu Íslands- meistarar í fyrra eftir sigur á ÍBV í úrslitum. Liðið er þó breytt að einhverju leyti, til að mynda hafa Þórir Ólafsson (til vinstri) og Vignir Svavarsson (fyrir miðju) haldið utan í atvinnumennskuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.