Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 62
26 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Bráðum flyt ég úr miðbænum. Þó svo að mér þyki það leiðinlegt og ég eigi eftir að sakna ýmissa hluta afar mikið þá er einn hlutur sem ég á sér- staklega lítið eftir að sakna. Það eru þessir tónleikar sem ég þarf nauðug viljug að hlusta á snemma dags um helgar og oftar. Á tónleikunum eru meðal annars spiluð fínustu lög eins og Ó, Guð vors lands og Ísland ögrum skorið. Lögin eru spiluð svona: Kling kloing kloing kling! Klang kling kling kloing! Hvað á það að þýða að spila heil lög? Er ekki nóg að þurfa að hlusta á níu kloing klukkan níu og svo framvegis? Þið þarna sem stjórnið kirkjuklukkutónleikunum: Haldið þið virkilega að einhver standi og njóti þessarar tónlistar? Haldið þið að einhver stoppi við Hallgríms- kirkju, lygni aftur augunum og hugsi: „Ohhhh...þetta er svo geð- veikt lag.“? Fæstum þykir það góð framsetning á annars ágætum lög- um þegar þau eru spiluð með pan flautum en kirkjuklukkur?! Ég ef- ast stórlega um að einhver myndi kaupa sér disk með kirkjuklukku- tónlist. „Fyrirgefðu en áttu nokkuð Bítlalög spiluð á kirkjuklukkur? Ekki? Hvað með Celine Dion?“ Ég er eitthvað svo hneyksluð á þessu. Ég ligg stundum hálfþreytt á sunnudegi eftir tjútt og við þetta ólukkans glamur vakna ég klukkan níu. Aftur vakna ég klukkan tíu og aftur klukkan ellefu. Heil lög! Er plötusnúður inni í kirkjunni? Klukkusnúður? Hver er að velja lögin? DJ ChurchClocks? Svo þegar messa byrjar þá kling kloingar þetta í svona tvær mínútur stans- laust og líka þegar messu líkur. Hvurslags vald hefur þetta fólk sem fer í messu? Vekur bara alla hina af því að það er messa. Ef ég ákveð að fara eldsnemma eitthvað eins og í ræktina kannski (ókei, nei, ég fer aldrei í ræktina en þetta er dæmi) þá þarf ég ekkert að vekja alla hina í leiðinni! „Kling klang kloing!! Ég er að fara í ræktina!!“ Pfff...ég flyt bara aftur í Grafarvog- inn. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA BORGHILDUR GUNNARSDÓTTIR MUN EKKI SAKNA KIRKJUKLUKKNANNA. Er plötusnúður í kirkjunni? M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Blómvöndur er góð gjöf, er það ekki? Nei, konfekt frekar. Hann þarfnast orkunnar. Fínt þá. Þessi kassi ætti að lokka fram brosið. Ekki vera nískur. Kaup- um eitthvað fínt, eins og þetta! 2500 kall?! Halló??! Ég ÞEKKI þennan gaur ekki einu sinni! Pondus! Þú braust á honum báða fót- leggina! Pínulítið seinn í einni tæklingunni og vúps.....tveir brotnir! Gætirðu pakkað þessu inn? Heldurðu ekki að það væri miklu minna stríð í heiminum ef fólk fengi laun eftir því hversu mikils virði það er samfélaginu í staðinn fyrir að fá laun eftir einhverri kapítalískri hug- mynd um framboð og eftirspurn? Ég reyndi að vitna í Karl Marx og faðir minn breyttist í Groucho Marx. Sparaði hann eina krónuna? Þetta er „ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað þú ert að tala“ -svipurinn minn. Hver hellti mjólkurhrist- ingnum mínum niður?! Trikkið er að halda hlátrinum í sér. Vogris? Báðir krakkarnir? Jebb, við vor- um að koma frá lækninum, þau fá bæði augndropa fjór- um sinnum á dag í viku. Jæja, það er nú ekkert mál. Nei, ég skal meira að segja sýna þér hvernig það er gert þegar þú kemur heim. Frábært!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.