Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 67
FRÉTTIR AF FÓLKI DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! ...einfaldlega betri! Miðasölusími 568 8000 • midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 5/7, 11/7, 12/7, 13/7 kl. 14-18 6/7, 7/7, 8/7, 14/7, 15/7, 17/7, 22/7, 28/7 kl. 14-20 10/7, 17/7 kl. 12-18 LOKAÐ 18/7 - 21/7, 23/7-27/7, 29/7-11/8 KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren • Í samstarfi við Á þakinu Lau 13/8 kl 14, Su 14/8 kl 14, Lau 20/8 kl 14, Su 21/8 kl 14 ÖRLAGAEGGIN-SÖNGLEIKUR Allra síðasta sýning 28/7 „Við sýndum klukkutíma útgáfu af leikritinu á hátíð Norður-Evr- ópska leiklistarsambandsins í Eistlandi í fyrra. Þar var því tekið afskaplega vel og í framhaldi vorum við hvött til að sækja um að komast á leiklistarhátíðina í Mónakó,“ segir leikstjórinn Ágústa Skúladóttir en leikfélagið Hugleikur hefur verið valið til að sýna verk sitt Undir Hamrinum á alþjóðlegri leiklistarhátíð áhuga- manna í Mónakó. Mikill heiður þykir að fá boð um að sýna á alþjóðlegri leiklist- arhátíð áhugamanna. Einu sinni áður hefur íslenskt leikfélag átt sæti á hátíðinni en tuttugu og fjórar sýningar úr öllum heims- álfum fá að taka þátt í ár. „Það flytja allir verkin á sínu eigin tungumáli en uppsetning Hug- leiks á Undir hamrinum er í mjög alþjóðlegum leikstíl. Það er mikið lagt upp úr sambandi leikara við áhorfendur og þótt sagan sé forn eru búningar og leikstíllinn í nú- tímalegum anda.“ Verkið Undir Hamrinum er eftir Hildi Þórðardóttur og verður flutt tvisvar sinnum í Princess Grace-leikhúsinu í Mónakó. Chris Martin söngvari Coldplayhefur verið útnefndur kyn- þokkafyllsta græn- metisætan en hann og kona hans, Gwy- neth Paltrow, eru bæði grænmetisæt- ur. Það voru dýra- verndunar- samtökin PETA sem stóðu fyrir könnun meðal fylgismanna sinna og tóku yfir þrettán þúsund manns þátt. Söngkon- an Joss Stone lenti í öðru sæti en á listanum mátti finna nöfn eins og Prince og Tobey Maguire. Nicky Hilton, sem er ró-legri útgáfan af systur sinni Paris Hilton, segist vera sannfærð um að Paris og Nicole Ritchie komi til með að verða vinir á ný. Þær stöllur voru óaðskiljanlegar um tíma en svo kom eitt- hvað upp á sem olli því að þær hafa varla ræðst við. Nicky segir að þeim þyki vænt um hvor aðra og leiðir þeirra liggi aftur sam- an á ný. Leikkonan Mia Farrow segistvera tilbúin fyrir ástina á ný. Far- row, sem var gift Woody Allen áður en hann tók saman við fósturdóttur þeirra, fer varla út úr húsi án þess að vera að fara að leika. Hún viður- kennir að það geti reynst svo- lítið erfitt að finna draumaprinsinn en hefur þó ekki gefið upp alla von. „Ég verð að vísu þá að fara af landareigninni en mér ætti að takast það,“ hefur contact- music.com eftir henni. Nýlega gerðist það að sextug dönsk kona að nafni Kirsten Laursen, sem var á ferðalagi í Ventimiglia á norðvesturhluta Ítalíu, var sektuð fyrir að kaupa fölsuð sólgleraugu af götusala á 10 evrur. Þetta kemur fram á vefsvæði ECC, Evrópsku Neyt- endamiðstöðvarinnar. Laursen var nýbúin að kaupa gleraugun þegar lögreglan kom til hennar og bað hana um að fá að sjá gleraugun. Konunni var síðan tilkynnt að hún hefði framið glæp því gleraugun væru fölsuð útgáfa af rándýrri merkjavöru. Laursen var síðan tilkynnt að hún þyrfti að greiða sekt upp á 10.000 evrur, eða nærri 800.000 krónur en að sekt- in lækkaði niður í 3333 evrur eða um 260.000 krónur ef hún greiddi sektina innan tveggja mánaða sem Laursen gerði. Konan er fyrsta þekkta fórn- arlamb nýrrar herferðar sem yf- irvöld á Ítalíu hafa hafið gegn falsaðri merkjavöru þar í landi og er ætlað að vernda neytendur gegn eftirlíkingum. Framleið- endur, dreifingaraðilar og kaup- endur falsaðrar merkjavöru geta allir átt yfir höfði sér fjársektir verði þeir staðnir að verki. Íslendingar sem eru staddir á Ítalíu ættu því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir kaupa sér merkjavöru á lágu verði því kaupin gætu hæglega komið þeim í mikið klandur. Hugleikur til Mónakó UNDIR HAMRINUM Sigurður H. Pálsson og Ármann Guðmundsson í hlutverkum sínum í verki Hildar Þórðardóttur. Tískulög á Ítalíu MERKJAVARA? VARÚÐ! Þeir sem kaupa falsaða merkjavöru á Ítalíu geta nú átt yfir höfði sér háar fjársektir. Hér er glæsilegt karlmódel íklætt skrúða frá Dolce og Gabbana sem er örugglega ekta en er kannski líka til falsaður í búðum og á götuhornum Ítalíu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.