Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 27.07.2005, Qupperneq 70
Humar 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. r 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. Hu ar 34 27. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Það hefur ekki farið fram hjá nein-um að Björk Guðmundsdóttir er í bænum. Hún er ýmist hjólandi niður Laugaveginn í skrautlegum kjól- um í félagskap eiginmanns, Matthew Barney og dótturinni Isa- dóru, sem situr kát aftan á hjóli föður síns eða að sporta sig í vesturbænum en það er einmitt hverfi söngkonunn- ar. Fjölskyldan lifir þó engu stjörnulífi á Ís- landi heldur verslar í Mela- búðinni eins og hinn venjulegi vesturbæing- ur. Þær sögur hafa heyrst að manna-breytingar verði á síðdegisþætti Hallgríms Thorsteinssonar og Helgu Völu Helgadóttur, Allt sumt. Helga Vala ætlar nefnilega að söðla um og fara í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík. Margir hafa velt því fyrir sér hver taki við en nafn Lóu Aldís- ardóttur hefur oftar en ekki verið nefnt. Þykir það ekki svo fjær lagi enda Lóa ákveðin og málefnaleg og hefur allt sem þarf til að stjórna dægurmálaút- varpi. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Bandaríski leikstjórinn Eli Roth hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á Íslandi en hann fékk hug- myndina að hryllingsmynd sinni Cabin Fever þegar hann dvaldi í sveit í nágrenni Selfoss þegar hann var unglingur. Hann er nú að ljúka við aðra hryllingsmynd, Hostel, þar sem Eyþór Guðjónsson fer með eitt aðalhlutverkið. Eli skrifaði hlutverk Eyþórs sér- staklega með Íslending í huga og til að undirstrika enn frekar dálæti hans á öllu því sem íslenskt er hefur hann spókað sig í fötum frá 66 gráð- ur Norður á tökustað í Prag. Eli hefur sent forstjóra fata- framleiðandans vinalegan tölvupóst þar sem hann hælir fatnaðinum. „Þið eruð með frábæran fatnað,“ segir hann í skeytinu og bætir við að hann vonist til að komast til Ís- lands í haust. Elmar Vernharðsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs hjá 66 gráðum Norður, segir að fyrir- tækið hafi heyrt af öðrum þekkt- um persónum sem gangi í fötum frá þeim. „Það er svo oft sem við fáum þessa svörun frá útlendingum. Það eru allir ánægðir með gæðin í föt- unum og hönnunina,“ segir hann. Fyrirtækið vinnur með öflugum endursöluaðilum í Bandaríkjunum og hefur ekki síst gengið vel að koma vörum sínum á framfæri í Los Angeles þar sem kvikmynda- stjörnurnar spóka sig hvað mest . Eli kom til landsins í tilefni af frumsýningu Cabin Fever og eignaðist þá marga vini á klakanum. Þá eyddi hann áramótunum í Reykjavík og stefnir að því að vera viðstaddur frumsýninguna Hostel á Íslandi í haust. ■ Eli notar íslensk kuldaföt ELI ROTH Leikstjórinn var í fötum frá 66 gráður Norður við tökur á kvikmyndinni Hostel. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Discovery Breiðdalsá Hans-eyja Þetta er eiginlega langbesta Fantastic Four sagan, mjög gamalt fyrirbrigði,“ segir Pétur Yamagata um söguna Fantastic Four 1234 en hún var endur- prentuð á dögunum meðal annars fyrir tilstilli hans og félaga hans í Nexus. Á sínum tíma þótti þetta aðeins of drungaleg útgáfa af Fantastic Four en nálgunin sem höfundur- inn og teiknarinn höfðu var að gera mannlegan harmleik í ofur- hetjubúningi. Útkoman er ofsa- lega dökk og drungaleg saga en jafnframt langskemmtilegasta nútímaútfærslan.“ Það er myndasögurisinn Mar- vel Comics sem á karakterana en þegar þessi saga af Fantastic Four kom út seldist hún fljótlega upp. Bókin var svo ekkert endur- prentuð en orðrómur var uppi að ástæðan fyrir því væri að yfir- mönnum hjá Marvel Comics hafi ekki líkað hversu óvægin og drungaleg sagan var. „Okkur fannst við verða að fá að selja þetta verk svo við höfðum samband við góðvini okkar í myndasöguverslunum víðs vegar um heiminn og með hjálp þeirra kröfðumst við þess að bókin yrði endurprentuð. Þetta er frábær saga og ef spandexið og vísinda- skáldskapurinn væri tekinn úr sögunni þá gæti hún vel staðið uppi sem flottur harmleikur.“ Pétur hefur nú þegar séð bíó- myndina Fantastic Four sem byggð er á allra fyrstu sögunni um fjórmenningana en myndin verður frumsýnd tíunda ágúst. „Við erum að selja bókina sem myndin er gerð eftir og ég mæli með því að fólk lesi hana áður en það sér myndina eða jafnvel eftir, gaman að fá hliðsjón af myndinni. Þetta er fín fjölskylduræma og þrettán ára strákar eiga eftir að fíla hana í botn. Ég er aðeins of gamall fyrir hana sjálfur en ég hefði dýrkað hana þegar ég var yngri.“ ■ PÉTUR Y. YAMAGATA: KRAFÐIST ENDURÚTGÁFU Á FANTASTIC FOUR SÖGU: Langskemmtilegasta nútímaútfærslan FRÉTTIR AF FÓLKI Verð í bænum Ég verð nú bara í bænum því ég spila á Dillon bæði laugardags- og sunnudagskvöld. Þetta er nú ekki besta helgin til að ferðast ef maður ætlar ekkert í úti- legu svo ég ætla að reyna að hafa það huggulegt í bænum. Það er líka skemmtilegt að um þessa helgi myndast allt önnur stemning á skemmtistöðum og fólk sem annars færi ekki út birtist á stöðunum. Ég var einu sinni mjög dugleg að fara í útilegur um versl- unarmannahelgina svo ég lít þannig á að ég sé búin að gera mínar skyldur í sambandi við það. Í útilegu með tjald og svefnpoka Ég ætla að sjálfsögðu að fara í útilegu með tjald og svefnpoka en hef ekki ákveðið hvert. Það er reyndar orðið svolítið sérstakt því annar hver maður er með tjaldvagn eða fellihýsi, þetta hefur breyst svo mikið. Ég er reyndar nýkomin úr annarri útilegu þar sem ég ferðaðist á Norður- landi og í Dölunum. Ég legg svo aftur af stað á fimmtudaginn. Mér finnst yndislegt að fara í úti- legur, vera í hreinu lofti á fallegum stað í góðra vina hópi. Elta sólina í góðum vinahópi Ég er að spá í að kíkja heim á Krókinn eða jafn- vel bara að elta sólina í góðum hópi vina. Senni- lega elta margir sólina en þá myndast bara ein- hver gleði á góðum stað, það er í fínu lagi. Ég veit ekki hvort ég fer í þessa klassísku útilegu með tjald og tilheyrandi en ég hef yfirleitt farið úr bænum um verslunar- mannahelgina. Við förum saman stór hópur og eyðum helginni saman, ég held þetta verði gott. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? ANDREA JÓNSDÓTTIR Rokkspekúlant. ANNA KRISTINSDÓTTIR Borgarfulltrúi SVERRIR BERGMANNTónlistarmaður. ... fær þingmaðurinn Össur Skarphéðinsson fyrir að taka sig ekki of alvarlega og bregða sér í hlutverk í grínþættinum Stelpurnar. HRÓSIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L PÉTUR YNGVI YAMAGATA Hann var einn þeirra sem krafðist endurútgáfu á Fantastic Four 1234 sögunni og fékk kröfunni framgengt. Lárétt: 2 sakfella, 6 keyri, 8 tíu, 9 skip, 11 tveir eins, 12 stó, 14 súrsað grænmeti, 16 tveir eins, 17 vatnsleka, 18 hræðist, 20 tveir eins, 21 flýtir sér. Lóðrétt: 1 láta af hendi, 3 bardagi, 4 þekkt, 5 beita, 7 frægur tónlistarmaður, 10 á húsi, 13 spil, 15 þekkja leiðina, 16 hesta, 19 sólguð. Lausn. Lárétt:2saka,6ek,8tug,9far, 11nn,12ar- inn14asíur, 16jj,17aga,18óar, 20tt,21 anar. Lóðrétt:1gefa,3at,4kunnugt, 5agn,7 karajan,10ris,13 nía, 15 rata, 16 jóa, 19 ra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.