Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 18
Hjarðmennska fjölmiðla er vel
þekkt. Það eru sömu hlutirnir
sem fjallað er um á vel flestum
miðlum. Ef einn byrjar að tala
um eitthvað, þá er viðbúið að aðr-
ir komi á eftir með sinn vinkil á
málinu. Stundum er þetta full-
komlega eðlilegt og sjálfsagt,
sérstaklega í fréttum þar sem
nokkur samhljómur er í skil-
greiningu á því hvað telst frétt.
Hins vegar gengur þetta stund-
um mun lengra. Öll þekkjum við
klisjur sem fjölmiðlar fjalla ár-
visst um í löngu máli og enginn
skilur í rauninni hvers vegna.
Iðulega tengist slík umfjöllun til-
teknum dögum og verður viða-
mest í dagskrárgerð útvarps-
stöðvanna þar sem dagskrár-
gerðarmenn spjalla daginn út og
inn um málið eins og þeir hafi
himin höndum tekið að hafa loks-
ins fengið eitthvað að tala um.
Þorláksmessuskatan er dæmi um
þetta, konudagurinn, bóndadag-
urinn og mæðradagurinn. Því
miður er þessi umfjöllun iðulega
auglýsingatengd í þokkabót.
Verslunarmannahelgin er á góðri
leið með að verða að svona fyrir-
bæri enda miklir fjárhagshags-
munir í húfi - þrátt fyrir að ýmiss
konar raunverulegt fréttaefni
tengist raunar þeirri helgi líka.
Látlaus síbylja á nær öllum
rásum gegn hraðakstri, nauðgun-
um, unglingadrykkju í bland við
misvel dulbúinn áróður og auglýs-
ingar fyrir útihátíðum og bjór-
drykkju er að komast á það stig
verða að suði í eyrum fólks. Suði
sem fer inn um annað eyrað og út
um hitt. Óvíst er hversu miklum
árangri réttmætar forvarnir og
viðvörunarorð eru að ná í þessu
mótsagnakennda áróðursstríði -
en miðað við frétt í Fréttablaðinu
í gær virðist áfengisáróðurinn ná
tilætluðum árangri. Nú stefnir í
nýtt sölumet hjá ÁTVR, 700 þús-
und lítrar á einni viku eða meira
en tveir lítrar áfengis á hvert ein-
asta mannsbarn í landinu. Græn-
lendingar hvað?!
Þegar síðan fréttir berast af
því að hraðakstur tíðkist enn í
stórum stíl og að tugir séu teknir
á hverjum sólarhring nálægt
þéttbýlissöðum vaknar grunur
um að forvarnar- og viðvörunar-
skilaboðin séu mun síður að ná í
gegn en glansmyndir töffara-
skaparins.
Ein frétt úr hinu hannaða
verslunarmannarhelgar-frétta-
flóði vakti öðrum fréttum frekar
athygli vegna þess að hún hafði
ekki verið sögð mjög oft áður. Sú
frétt kom frá tryggingafélaginu
Sjóva, sem hafði tekið saman
áætlaðan heildarkostnað vegna
umferðarslysa síðustu fimm
verslunarmannahelgar. Tölurnar
eru byggðar á málum sem komu
til félagsins og eru því í raun
áætlaður kostnaður tryggingafé-
laganna. Niðurstaðan er að um-
ferðarslysin þessar fimm versl-
unarmannahelga kosta ekki
undir 1,5 milljörðum króna eða
um 300 milljónir hverja helgi.
Þetta eru háar tölur og erfitt fyr-
ir okkur, þetta venjulega fólk, að
átta sig á þeim. Hins vegar er ég
sannfærður um, að ef það bank-
aði upp hjá mér maður frá trygg-
ingafélaginu mínu eftir helgina
og rukkaði mig um 1.000 kr. um-
ferðartoll fyrir hvern fjölskyldu-
meðlim vegna umferðarslysa
helgarinnar - samtals 4.000 kr. í
mínu tilfelli - yrði mér brugðið.
Reikni nú hver fyrir sig. Hér er
þó einungis um að ræða þann
peningalega kostnað sem versl-
unarmannahelgarflóðið kostar.
Inni í þessum tölum leynast vita-
skuld ómældir harmleikir fólks
sem hefur örkumlast, dáið, eða
misst í slysum.
Síbylja forvarnarskilaboðanna
virðist ekki vera að ná þeim ár-
angri sem vonast er eftir og ugg-
laust eru margir hættir að heyra
þau eða hreinlega slökka á tækj-
unum þegar síendurtekin varnað-
arorð félagslega meðvitaðra emb-
ættismanna, lögreglu og útvarps
Umferðarráðs koma enn einu
sinni og segja sömu hlutina og
þeir sögðu í fyrra og árið þar áður.
Hjá Umferðarráði er þetta vanda-
mál raunar ekki bundið við versl-
unarmannahelgina þótt umferðar-
þunginn sé augljóslega mestur þá.
Þeir starfa á heilsársgrundvelli og
þurfa því að slást um athyglina
alla daga. Nýleg og umdeild aug-
lýsingaherferð þeirra var einmitt
dæmi um tilraun til að yfirtrompa
á því sviði, þótt þau hafi raunar
náð athyglinni á annan hátt en þau
bjuggust við, þ.e. með því að kraf-
ist var banns á auglýsingar þeirra.
Hins vegar er því ekki að neita
að það eru miklir kraftar sem
vinna gegn forvarnar- og viðvör-
unarskilaboðunum. Kraftar tísku
og augýsinga og efnahagslegir
hagsmunir sem tengjast sölu á
vörum og þjónustu. Því er nauð-
synlegt að velta fyrir sér hvar við
stæðum ef ekki hefðu komið til
þessar hvimleiðu síendurteknu
forvarnir og viðvaranir? Slíkt
verður vitaskuld aldrei mælt af
neinu viti. Rómverjar til forna
sögðu „Gutta cavat lapidem“, að
dropinn holaði steininn. Út á það
gengur þessi forvarnarhug-
myndafræði, að skilaboðin komist
til skila séu þau endurtekin nægj-
anlega oft. Vonandi er það rétt, og
í því ljósi hljóta menn að sætta sig
við þau. En er ekki kominn tími til
að auglýsa eftir nýrri hugmynda-
fræði í þessum efnum - einhverju
sem kynni að virka betur og gerði
um leið pirruðum fjölmiðlafíklum
aðeins bærilegra að hlusta á út-
varp? Góða verslunarmanna-
helgi! ■
Þeir stjórnendur Akureyrarbæjar sem bera ábyrgð á því aðsveitarfélagið var látið greiða fyrir skoðanakönnun umfylgi stjórnmálaflokkanna í bænum eru vonandi búnir að
átta sig á því að þarna var misfarið með almannafé. Þeir hljóta
að endurgreiða bæjarsjóði kostnaðinn og biðja bæjarbúa afsök-
unar. Það er ekki hlutverk sveitarfélaga að standa fyrir skoðana-
könnunum eða rannsóknum af þessu tagi.
Fréttir sem Ríkisútvarpið hefur flutt um mál þetta benda til
þess að þeir stjórnendur Akureyrarbæjar sem að könnuninni
stóðu hafi gert sér grein fyrir því frá upphafi að athafnir þeirra
orkuðu tvímælis. Þeir leyndu minnihlutann í bæjarstjórninni
því að samhliða lífskjarakönnun, sem bærinn kostaði, hefði
verið spurt um flokkafylgi. Eftir að þeir voru búnir að fá minni-
hlutaflokkana til að samþykkja að trúnaður gilti um upplýsing-
arnar skýrðu þeir fulltrúum þeirra frá því að meðfram lífs-
kjarakönnuninni hefði þeir látið kanna fylgi við flokkana í bæn-
um og frambjóðendur þeirra. Þessar upplýsingar mættu flokk-
arnir nota en aðeins kynna niðurstöðurnar í innsta hring. Svo ná-
kvæm eru gögnin sem aflað var, segir Ríkisútvarpið, að flokk-
arnir geta séð í hvaða hverfi kjósendur þeirra búa, hve miklar
tekjur þeir hafa, hver aldur þeirra er og svo framvegis. Útvarp-
ið segir að þetta þýði að þeir sem hafa óheftan aðgang að gögn-
unum geti séð hvar veikleikar og styrkleikar liggi pólitískt.
Hvar sóknarfæri séu og hvar skóinn kreppi.
Ekki er annað hægt en hrista höfuðið yfir einu viðbrögðum
bæjarstjórans á Akureyri, Kristjáns Þórs Júlíussonar, að ekki
hafi staðið til að halda niðurstöðum könnunarinnar leyndum „til
frambúðar“. Ekki eru viðbrögð annarra í bæjarstjórninni ris-
meiri.
Stjórnmálaflokkarnir afla sér fjár með félagsgjöldum og
styrktarframlögum einstaklinga og fyrirtækja. Þeir njóta einnig
framlaga úr ríkissjóði. Um það skipulag hefur í höfuðatriðum
ríkt sátt. Af þessu fé eiga þeir að greiða fyrir skoðanakannanir
hafi þeir áhuga á því að afla upplýsinga um viðhorf kjósenda til
starfsemi sinnar og stefnumála með þeim hætti. Þeir eiga ekki
að láta almenning borga brúsann með því að seilast í opinbera
sjóði.
Fáir höfðu líklega hugmyndaflug til að ímynda sér að forystu-
mönnum stjórnmálaflokkanna mundi detta í huga að láta sveit-
arfélög borga verkefni eins og þetta sem tengist á engan hátt
lögboðnu hlutverki þeirra. Ástæða er til að staldra við og spyrja
hvað sé að gerast, þegar upp kemst að flokkarnir eru í algjöru
óleyfi farnir að skammta sér fé úr sjóði sveitarfélags. Sú spurn-
ing vaknar hvort verið geti að þetta sé ekki eina dæmið um
vinnubrögð af þessu tagi. ■
29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Sveitarfélög eiga ekki að borga
skoðanakannanir fyrir stjórnmálaflokka.
Endurgrei›a ber
kostna› leynikönnunar
FRÁ DEGI TIL DAGS
fiessar uppl‡singar mættu flokkarnir nota en a›eins
kynna ni›urstö›urnar í innsta hring. Svo nákvæm eru
gögnin sem afla› var, segir Ríkisútvarpi›.
Gutta cavat lapidem?
Vægar reglur?
Ýmsum finnst að reglur Kauphallarinn-
ar um vinnubrögð fyrirtækja á markaði
séu ekki nógu strangar. Hafa orðið um-
ræður um þetta í framhaldi af hlut-
hafafundi FL-Group á dögunum, þar
sem fráfarandi stjórnarmaður, Inga
Jóna Þórðardóttir, gagnrýndi stjórnar-
formanninn, Hannes Smárason, harð-
lega fyrir að láta ekki ræða meiriháttar
fjárfestingar í stjórn félagsins áður en
ákvarðanir um þær væru teknar. Hann-
es svaraði
engu efnis-
lega og
kvaðst ekki
vilja standa í
orðaskaki
við Ingu
Jónu.
Strangari
Í Viðskiptablaðinu á miðvikudaginn segir
að FL-Group hafi hins vegar á dögunum
fengið að kynnast því hvernig það er að
þurfa að lúta ströngum leikreglum. Það
hafi ekki verið í Kauphöllinni í Reykjavík
heldur London. Rekur blaðið söguna og
segir að dagblaðið Scotsman hafi fyrir
stuttu haft eftir Jóni Karli Helgasyni, for-
stjóra Icelandair, dótturfyrirtækis FL-
Group, að fyrirtækið hygðist ekki sam-
einast lággjaldafélaginu easyJet og ekk-
ert væri að gerast á því sviði. Þessi yfir-
lýsing vakti athygli því margir voru gagn-
stæðrar skoðunar.
Sex mánaða bann
Reglur bresku Kauphallarinnar kveða á
um að eitt fyrirtæki megi ekki gera yfir-
tökutilboð í annað félag fyrr en sex mán-
uðum eftir að það neitar því opinberlega
að hafa uppi slík áform. Sama gildir ef
fyrirtækið vill eignast meira en en 30%
hlutafjár í viðkomandi félagi. Ummæli
Jóns Karls voru því til þess fallin að tak-
marka möguleika FL-Group. Af þeim sök-
um sendi félagið frá sér tilkynningu til
fréttaveitu bresku Kauphallarinnar 20. júlí
þar sem sagði að fjárfestingarákvarðanir
fyrir Icelandair væru teknar af stjórn
móðurfélagsins. Ummæli Jóns Karls
endurspegluðu ekki viðhorf hennar til
fjárfestinga í easyJet. „Með tilkynningunni
neyðist F-Group til að upplýsa meira en
nauðsynlegt er um hernaðaráætlanir fé-
lagsins, sem sérfræðingar túlka sem svo
að félagið hafi áhuga á því að auka hlut
sinn í easyJet, eða jafnvel taka félagið
yfir,“ segir Viðskiptablaðið.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 –
prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Í DAG
FORVARNIR UM VERSL-
UNARMANNAHELGI
BIRGIR
GUÐMUNDSSON