Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 42
29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
> Við mælum með ...
... að félög fari að gefa ungum íslenskum
leikmönnum fleiri tækifæri í Landsbanka-
deildinni í stað þess að sækja hvern
varamanninn á fætur öðrum
til útlanda. Skagamenn hafa
enn og aftur sýnt það í
sumar hvernig þeir þora að
gefa sínum strákum
tækifærið og eru líka að
uppskera í góðri
spilamennsku
liðsins.
Garðar á leið í Lyn
KR fékk í gær tilboð frá norska liðinu
Lyn í sóknarmanninn Garðar Jó-
hannsson. Fyrr í þessari viku fór
Garðar út til Lyn til æfinga og hefur
staðið sig það vel að félagið vill fá
hann í sínar raðir. Í samtali við Frétta-
blaðið í gær sagðist Garðar vera
spenntur fyrir því að ganga til liðs við
Lyn og að honum litist vel á félagið.
sport@frettabladid.is
30
> Við hrósum ...
.... stuðningsmannasveit Keflavíkur sem
skemmti sér og öðrum á
Evrópuleik Keflavíkur í gær.
Hápunkturinn var þegar
þeir sendu kveðjur til
Eyjamanna í Færeyjum
og sungu Eyjalagið
ógleymanlega „Komum
fagnandi“.
Keflavík komst áfram í 2. umfer› Evrópukeppni félagsli›a me› 2-0 sigri á Etzella frá Lúxemborg en Eyja-
menn eru úr leik eftir 2-1 tap fyrir B36 í fiórshöfn flar sem ÍBV enda›i leikinn me› níu menn.
Keflavík jafnaði Evrópumet Skagans
KEFLAVÍK–ETZELLA 2–0
1–0 Hörður Sveinsson 75.
2–0 Gunnar Hilmar Kristinsson 82.
FÓTBOLTI Keflvíkingar fóru inn í
síðari leikinn gegn Etzella í gær
með fjögurra marka forskot og
því ljóst að eitthvað mikið þurfti
að gerast í Laugardalnum ef þeir
áttu að falla úr keppni.
Fyrri hálfleikurinn var fremur
tíðindalítill en Keflvíkingar sáu
um að eiga færin og voru óheppn-
ir að ná ekki að skora þegar Guð-
mundur Steinarsson og Hörður
Sveinsson áttu tvö þrumuskot í
tréverkið úr sömu sókninni.
Auk þess fengu þeir nokkur góð
skallafæri, það besta fékk Guð-
mundur eftir frábæran undirbún-
ing Hólmars Arnar Rúnarssonar.
Etzella byrjaði síðari hálfleikinn
af nokkrum krafti en gekk illa að
halda boltanum innan liðsins og
sóknir Keflvíkinga voru hættu-
legri.
Þegar stundarfjórðungur var eft-
ir af leiktímanum kom fyrra
markið en það skoraði Hörður
Sveinsson. Guðjón Antoníusson
fékk að líta rauða spjaldið tíu mín-
útum fyrir leikslok en þrátt fyrir
að vera einum færri bættu Kefl-
víkingar við. Gunnar Hilmar
Kristinsson gerði síðan síðara
markið eftir sendingu frá Herði.
Þetta var fyrsta mark Gunnars
fyrir Keflavík en hann kom inn á
sem varamaður í leiknum.
„Það var mögnuð tilfinning að
ná að skora mitt fyrsta mark. Það
er mjög góð reynsla að fá að taka
þátt í Evrópukeppninni og sér-
staklega þegar okkur gengur
svona vel. Etzella er með alveg
þokkalegt lið en vörnin er mjög lé-
leg og þá voru þeir fullgrófir.
Áherslan var lögð á að halda
hreinu í þessum leik og það tókst,“
sagði Gunnar Hilmar.
Hörður Sveinsson var ánægður
með sigurinn.
„Þetta gefur okkur aukið
sjálfstraust sem kemur sér vel
fyrir komandi leiki í deildinni og
einnig fyrir næsta Evrópuleik,“
sagði Hörður, sem bætti við sitt
eigið met með því að skora fimm
mörk í umferðinni. Keflavíkurlið-
ið jafnaði einnig Evrópumet Skag-
ans frá 1995 með því að vinna
samanlagt með sex marka mun.
Mótlæti hjá ÍBV í Færeyjum
B36–ÍBV 2–1
1–0 Alan Mörköre 2.
1–1 Ian Jeffs 42.
2–1 Sjálfsmark 68.
Eyjamenn eru úr leik eftir 2-1
tap fyrir færeyska liðinu B36 í
Þórshöfn í gær en liðin gerðu 1-1
jafntefli í fyrri leiknum. Fyrrum
leikmaður Eyjaliðsins, Alan
Mörköre, nýtti sér varnarmistök
ÍBV og kom færeyska liðinu yfir
strax á fyrstu mínútu og eftir það
var á brattann að sækja.
Ian Jeffs jafnaði þó þremur
mínútum fyrir hálfleik með glæsi-
legu marki beint úr aukaspyrnu.
ÍBV-liðinu tókst hins vegar ekki
að skora markið sem hefði komið
liðinu áfram og þess í stað skor-
uðu leikmenn B36 sigurmarkið á
68. mínútu sem var sjálfsmark
Einars Hlöðvers Sigurðssonar.
Í kjölfarið voru tveir leikmenn
ÍBV reknir út af, fyrst Ian Jeffs á
75. mínútu fyrir að slá til
mótherja og svo Pétur Óskar Sig-
urðsson á 84. mínútu eftir átök við
varnarmann færeyska liðsins.
ÍBV getur því farið að einbeita sér
að því að berjast fyrir sæti sínu í
deildinni eftir að hafa dottið út úr
bæði bikarnum og Evrópukeppn-
inni á einni viku.
-egm, -óój
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
26 27 28 29 30 31 1
Föstudagur
JÚLÍ
■ ■ SJÓNVARP
13.30 HM í sundi á RÚV.
16.50 DC United - Chelsea á Sýn.
Leikur hjá Eiði Smára og félögum í
æfingaferð til Bandaríkjanna.
18.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
19.00 Motorworld á Sýn.
19.30 Mótorsport 2005 á Sýn.
20.00 World Supercross á Sýn.
21.00 World Poker Tour á Sýn.
22.30 K-1 á Sýn.
23.10 Gullmót í frjálsum íþróttum
á RÚV. Sýnt frá Gullmóti kvöldsins í
frjálsum íþróttum sem fram fór á
Bislett-leikvanginum í Osló.
01.10 HM í sundi á RÚV.
Dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir manndráp í Búlgaríu:
FÓTBOLTI Jamie Carragher, varn-
armaður Liverpool og enska
landsliðsins, reynir nú hvað
hann getur til þess að hjálpa
átján ára gömlum dreng, Mich-
ael Shields að nafni, en hann var
dæmdur í 15 ára fangelsi í
Búlgaríu fyrir manndráp, þrátt
fyrir að annar maður hafi játað.
„Ég hef fylgst náið með þessu
máli frá því það kom upp. Það er
skelfilegt að saklaus piltur sé
dæmdur í fangelsi fyrir glæp
sem hann framdi ekki. Ég get
ekki ímyndað mér hvernig for-
eldrum hans líður. Ég á börn
sjálfur og ef eitthvað þessu líkt
kæmi fyrir mín börn gæti ég
ekki hugsað um neitt annað.
Þetta er hræðilegt og ég vona að
ríkisstjórnin, helst Tony Blair
sjálfur, sýni þessu máli áhuga og
reyni að hjálpa þessum dreng
sem er fórnarlamb óréttlátrar
meðferðar dómstóla.“
Maðurinn sem lést hét Martin
Georgiev, en hann var þjónn á
hótelinu þar sem Shields dvaldi,
eftir að hafa verið áhorfandi á
úrslitaleik Evrópukeppninnar í
knattspyrnu, sem fram fór í Ist-
anbul þann 23. maí.
Shields hefur haldið fram
sakleysi sínu frá því málið kom
upp, og hefur annar maður játað
á sig verknaðinn. Að auki hefur
Shields sterka fjarvistasönnun,
en Shields bókaði sig inn á hótel-
ið í Sófíu, höfuðborg Búlgaríu,
og var hann því í lest á leið til
Búlgaríu þegar þjónninn var
drepinn. „Það eru svona hlutir
sem beina athygli manns frá því
að hugsa um fótbolta allan dag-
inn. Það er verið að saka Shields
um glæp sem hann gat ekki
framið. Réttlætið verður að ná
fram að ganga í þessum málum
eins og öðrum,“ sagði Carragher
eftir leik Kaunas og Liverpool,
en hann tileinkaði Michael
Shields markið sem hann skor-
aði í leiknum. - mh
Jamie Carragher skorar á Tony Blair
Indriði Sigurðsson, leikmaður Genk í
Belgíu og íslenska landsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur að undanförnu verið
orðaður við Stoke City. Johan Bos-
kamp, sem er fyrrverandi knatt-
spyrnustjóri Genk, tók nýlega við
stjórnartaumunum hjá Stoke City og
reynir hann nú að styrkja leik-
mannahóp félagsins fyrir
komandi átök.
Indriði sjálfur segist ekki
hafa fengið það staðfest
að Stoke vilji fá hann.
„Ég veit ekki til þess að
ég sé að fara neitt, enda
er ég samningsbundinn
Genk. Þjálfari Stoke City
horfði á leik hjá mér um
daginn gegn Celta Vigo.
Ég trúi því varla núna að hann
kaupi mig miðað við frammi-
stöðu mína í þeim leik, en
þetta var nú bara æfingaleik-
ur. Celta vann leikinn með
tveimur mörkum gegn einu,
og við vorum allir svona frekar
þungir.“
Indriði segist vera
ánægður hjá Genk,
enda eitt stærsta fé-
lagið í Belgíu, en
neitar því þó ekki að
það væri virkilega
gaman að spila á
Englandi. „Það væri
skemmtilegt að
spila á Englandi, enda
er áhuginn á knatt-
spyrnu gríðarlega mikill þar, og meira
að segja í öllum deildum. Stoke City er
fínn kostur ef ég skipti um félag á ann-
að borð, en ég hef ekki fengið það
staðfest frá neinum að Stoke City hafi
áhuga á því að kaupa mig.“
Undanfarnar vikur hafa leikmenn Genk
æft af krafti fyrir komandi tímabil, sem
hefst í næsta mánuði. „Það er alltaf
svolítið erfitt á þessum tíma þegar leik-
menn eru að komast í gott líkamlegt
ástand. Maður reynir að komast í sitt
besta form og vonandi gengur það vel.
Leikmannahópurinn hefur líka verið að
styrkjast. Sunday Oliseh, fyrrverandi
leikmaður Dortmund, Juventus og Ajax,
er til dæmis kominn, og vonandi smell-
ur liðið vel saman fyrir átökin á næsta
tímabili.“
INDRIÐI SIGURÐSSON: HEFUR VERIÐ STERKLEGA ORÐAÐUR VIÐ STOKE CITY AÐ UNDANFÖRNU
Hef ekki hugmynd um hvort Stoke vilji mig
Unglingalandsmótið 2007:
UNGLINGALANDSMÓT Á setningarat-
höfn Unglingalandsmótsins í
kvöld, sem fram fer í Vík að þessu
sinni, mun Björn Bjarndal Jóns-
son, formaður UMFÍ, tilkynna
hvar Unglingalandsmótið árið
2007 verður haldið.
Mikil spenna ríkir um það hvar
mótið verður haldið en þrír aðilar
sækjast eftir því. Þeir eru Þor-
lákshöfn, framkvæmdaaðili HSK,
Hornafjörður, framkvæmdaaðili
USÓ, og Blönduós þar sem fram-
kvæmdaaðili er USAH.
Þegar hefur verið ákveðið að
Unglingalandsmótið 2006 fari
fram á Laugum í Þingeyjarsýslu
og hafa framkvæmdaaðilar nú
þegar hafið undirbúning. Búist er
við 7-10 þúsund keppendum og
gestum í Vík um helgina á hina
vímuefnalausu fjölskylduhátíð
sem Unglingalandsmótið er.
firír berjast
um hnossi›
FYRIR SHIELDS Carragher sést hér
fagna markinu sem hann skoraði.
Nýjasta æðið!
Engin trygging nauðsynleg
– flokkast sem reiðhjól.
Notist á gangstéttum.
Engin aldurstakmörk
Munið eftir
hjálmunum!
Salan er hafin!
Sími: 869 0898
Scooterhjól með mótor
í fyrsta sinn á Íslandi!
DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS
LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI
GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI!
...einfaldlega betri!
LEIKIR GÆRDAGSINS
1. deild karla í fótbolta:
ÞÓR AK.–KA 2–2
0–1 Jóhann Helgason, 0–2 Pálmi Rafn
Pálmason, 1–2 Dragan Stojanovic , 2–2
Ibra Jagne.
KS–HK 0–0
VÖLSUNGUR–HAUKAR 1–0
1–0 Hermann Aðalgeirsson, víti
STAÐA EFSTU LIÐA:
BREIÐABLIK 12 10 2 0 23–7 32
VÍKINGUR 12 7 4 1 29–6 25
KA 12 6 3 3 25–12 21
HK 12 3 6 3 12–11 15
VÍKINGUR Ó.12 4 3 5 10–24 15
HAUKAR 12 3 3 6 14–16 12
FJÖLNIR 12 4 0 8 18–26 12
ÞÓR AK. 12 3 3 6 16–28 12
KOM AÐ ÖLLUM MÖRKUM
KEFLAVÍKUR Liðsmenn Etzella frá
Lúxemborg dreymir örugglega
Keflvíkinginn Hörð Sveinsson
næstu vikurnar en hann kom að
öllum sex mörkum Keflavíkur í
leikjum liðanna í 1. umferð for-
keppni UEFA-bikarsins, skoraði 5
og lagði upp það sjötta.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM