Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 54
> Plata vikunnar ...
ROISYN MURPHY:
Ruby Blue
„Moloko skapar
sína eigin veröld
á milli djass og
raftónlistar,
draums og vöku. Svo syngur hún
auðvitað eins og engill líka.
Mögnuð frumraun.“ -BÖS
42 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Hljómsveitin Stingandi
strá er risin upp við dogg
eftir tíu ára Þyrnirósar-
svefn og flytur sinfónískt
pönk í Galtalæk í kvöld.
Stingandi strá var stofnuð árið 1992
af þeim Sigvarði Ara og Sævari Ara
sem höfðu unnið saman á útvarpi
Rót, útvarpsstöð sem eins og nafnið
bendir til flutti róttækt efni. „Við
hittumst svo einu sinni á kaffihúsi
og ákváðum að prófa að spila
saman,“ segir Sigvarður Ari. „Þetta
var á Hressó áður en því var breytt
í McDonalds. Núna er Hressó aftur
orðið Hressó og Stingandi strá aftur
orðið að Stingandi strái“.
Hrólfur Sæmundsson, stór-
söngvari og sumaróperustjóri, gekk
svo til liðs við sveitina skömmu
síðar. „Það var áhugi við fyrstu
sýn,“ segir Sævar. Hljómsveitin
skartar nú nýjum trommuleikara
Kjartani Guðnasyni sem spilar líka
með hljómsveitunum Ske og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands.“ „Ákaflega
skemmtilegur fýr,“ segir Hrólfur.
Kjartan gat því miður hvorki
verið með í viðtalinu né myndatök-
unni því hann er með gríðarlega
mikið ofnæmi fyrir... grasi og strá-
um. Það kemur ekki að sök í sam-
starfinu innan hljómsveitarinnar
sem hefur þegar tekið upp nýtt lag
„hið afar sumarlega lag Kalt hör-
und“ eins og Sævar orðar það, sem
komið er í spilun á útvarpsstöðvum.
Á undan sinni samtíð
Hljómsveitin komst fljótt að því að
tónlist hennar hentar betur á stóra
leikvanga en litla sali.
„Þetta er stórt í sniðum allt
saman, stórar tónsmíðar og meira
kjöt á beinunum en gerist almennt í
rokksveitum,“ segir Sigvarður.
„En samt reynum við alltaf að
halda okkur hráum,“ bætir Hrólfur
við.
Sævar telur þá helst vera að
blanda saman hráu pönkrokki og
stórum hljómsveitarútsetningum.
„Þetta er eiginlega eins og sin-
fónískt pönk.“ Hljómsveitin fór í
tónleikaferðir um víðan völl, meðal
annars um Evrópu og sendi frá sér
plötu sem hét Umhverfisóður árið
1995. „Nafnið gefur til kynna hvað
við erum langt á undan okkar sam-
tíð því þegar platan kom út árið
1995 var lítið farið að tala um um-
hverfisvernd og umhverfismat,“
segir Sævar íbygginn.
Starfsemi hljómsveitarinnar
hefur nú legið niðri um nokkurt
skeið.
„Við spiluðum okkar hinsta gigg
á tíu þúsund manna leikvangi í
Portúgal í 42 stiga hita og lögðum
svo upp laupana tímabundið vegna
þess að lífið þeytti okkur í nám og
barneignir,“ segir Hrólfur.
„Við ætluðum samt aldrei að
hætta alveg en einhvern veginn liðu
tíu ár,“ segir Sævar. „Við höfum
alltaf verið að tala um að gera eitt-
hvað en aldrei fundið okkur fyrr
en núna.“
Sinfónískt fjölskyldupönk
Sinfóníska pönksveitin Stingandi
strá kýs að koma saman á ný í
Galtalæk, á fjölskylduskemmtun.
„Já, við erum allir meira eða
minna fjölskyldumenn,“ segir
Hrólfur að bragði. „Svo eru þarna
líka kjöraðstæður fyrir okkur,“
segir Sævar. „Þetta eru útitónleikar
og stórt svið og kominn tími til að
fjölskyldufólk fái að heyra Sinfón-
ískt pönk eins og það gerist best.“ Á
sviðinu verður bara hljómsveitin til
að byrja með en þeir lofa óvæntum
uppákomum þegar líður á tónleik-
ana. „Þetta verður rokksjó og fólk
má eiga alltaf von á uppákomum í
kringum tónleikana hjá okkur.“
Endurkoma Stingandi strás verður
opnunaratriði hátíðarinnar í Galta-
læk en hvergi nærri svanasöngur
hennar. „Nei, þetta gengur allt svo
vel hjá okkur að við ætlum að halda
ótrauðir áfram,“ segir Hrólfur. „Við
sem vorum einu sinni reiðir ungir
menn erum hins vegar orðnir reiðir,
gamlir menn og ætlum þess vegna
bara að spila þar sem okkur langar,
tala bara við skemmtilega blaða-
menn og gera bara það sem okkur
sýnist.“ Hljómsveitin á fullt af nýju
efni sem verið er að taka upp og má
því búast við heilmiklum hama-
gangi og sinfónísku pönki á hverju
strái í vetur. ■
Reiðir gamlir menn
tonlist@frettabladid.is
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Björk: Tónlist úr myndinni Drawing Restraint 9, Dr.
Spock: Dr. Phil, Pétur W. Kristjánsson: Gamlar
myndir, Tónlist úr myndinni Screaming Masterpiece
og Nine Inch Nails: With Teeth.
>
B
jö
rk
>
N
IN
Brimbrettahljómsveitin Brim kemur
saman aftur á tónlistarhátíðinni
Innipúkanum um verslunarmanna-
helgina. Tilefnið er tíu ára afmæli
sveitarinnar en einnig er bassaleik-
arinn kafteinn Skeggi að flytja til
San Francisco í að minnsta kosti
þrjú ár, nokkrum dögum eftir há-
tíðina. Því var ákveðið að grípa
tækifærið og halda þessa einu tón-
leika á Nasa sem verða þeir síð-
ustu á laugardagskvöldinu.
„Það er mjög skemmtilegt að
koma aftur saman,“ segir Bibbi barti. „Það var æf-
ing hjá okkur um daginn og allt gekk frábærlega
upp. Við erum búnir að setja búningana í
hreinsun og vonandi passa þeir.“
Eina plata Brim, Hafmeyjar og hanastél, kom út
fyrir níu árum en sveitin var stofnuð í kennara-
verkfallinu árið 1995 af þeim Bibba barta, kafteini
Skeggja, Danna bít og Óla raka.
Brim kom síðast saman fyrir
fimm árum sem upphitunar-
hljómsveit fyrir Man Or Astro-
Man á Gauknum og því löngu
kominn tími fyrir endurkomu.
„Við erum ánægðir með að
halda upp á tíu ára afmælið á
svona stórum stuðstað. Þetta er
partíhljómsveit og það þýðir
ekkert að halda upp á afmæli á
litlum stað á þriðjudagskvöldi.
Við fáum útrás með því að vera
stuðsveit því við vorum allir í nýbylgjuhljóm-
sveitum þegar Brim var stofnuð,“ segir Bibbi.
Önnur plata með Brim er ekki fyrirhuguð á næst-
unni en þeir Bibbi barti og Danni bít eru að undir-
búa konsept-plötu sem nefnist Let’s Go Surfing
Neu! með lögum þýsku hljómsveitarinnar Neu! í
brimbrettaútgáfum.
10 ára afmælistónleikar Brims
> Popptextinn ...
„The words I slowly put together
do not flow easily, they only fill
my heart“
Konungur framúrstefnu
kántrísins Will Oldham
syngur á angurværan
hátt lagið Gratitude á
nýjustu plötu Bjarkar,
Drawing Restraint.
Sjónvarpsstöðin Sirkus er alltaf í ólæstri dagskrá. Stöðin er á rásinni þar sem Popp Tíví var áður. Popp Tíví er á annarri rás á Digital Ísland.
Í KVÖLD
Á SIRKUS
FYLGSTU MEÐ!
SEINFELD
KL. 20:00
TRAVIS
LIVE IN HAMBURG KL. 21:00
KVÖLDÞÁTTURINN
BEST OF KL. 22:35
LETTERMAN
KL. 23:20
FRIENDS
KL. 20:30
Corgan
mó›ga›ist
Billy Corgan, fyrrum forsprakki
Smashing Pumpkins,
strunsaði burt af svið-
inu á tónleikum sínum
í Melbourne á dögun-
um. Þegar áheyr-
endur vildu hvað
eftir annað fá að
heyra gamla slag-
ara með Smas-
hing Pumpkins
s á r m ó ð g a ð i s t
Corgan og lét sig
hverfa.
Corgan er um þessar mundir á
tónleikaferð um Ástralíu til að
fylgja eftir sinni fyrstu sólóplötu,
The Future Embrace. Nýverið
lýsti hann því yfir að hann vildi
endurvekja Smashing Pumpkins
og tók fyrrum trommari sveitar-
innar, Jimmy Chamberlain, vel í
þá hugmynd.
Moby grefur
strí›söxina
Tónlistarmaðurinn Moby segist
loksins geta borið virðingu fyrir
rapparanum Eminem eftir að
hann gagnrýndi George W. Bush,
Bandaríkjaforseta og Íraksstríðið
á síðustu plötu sinni.
Eminem gerði á sínum tíma
grín að Moby í laginu Without Me
af plötunni The Eminem Show og
í myndbandi sem fylgdi í kjölfar-
ið. Einnig kallaði Eminem Moby
stelpu við afhendingu
MTV-verðlaunanna
árið 2002. „Ef hann
hættir í rappinu
held ég að tónlist-
arheimurinn yrði
veikari fyrir vik-
ið,“ sagði Moby í ný-
legu viðtali og virð-
ist þar með
h a f a
g r a f i ð
stríðsöx-
ina.
STINGANDI STRÁ Rýfur tíu ára þögn. Þegar þeir tóku sér frí voru þeir reiðir, ungir menn
en nú eru þeir gamlir, reiðir menn.
RASS Hljóm-
sveitin Rass er í
efsta sæti X-list-
ans með lagið
Burt með
kvótann.
[ TOPP 10 ]
X-IÐ 977
RASS
Burt með kvótann
CYNIC GURU
Drugs
AUDIOSLAVE
Your Time Has Come
TEAM SLEEP
Ataraxia
GREEN DAY
Wake Me Up When September Ends
THE VIKING GIANT SHOW
Party At The White House
QUEENS OF THE STONE AGE
In My Head
KAISER CHIEFS
Every Day I Love You Less And Less
TRANSPLANTS
Gangsters And Thugs
DR. SPOCK
Condoleezza
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
Helgi Valur: Demise of Faith
„Demise of Faith er ágætis plata með nokkrum
fínum lögum. Helgi er greinilega mjög efnilegur
tónlistarmaður en hann á enn eftir að skapa sér
sinn eigin stíl.“
FB
Davíð Smári: You Do Somet-
hing To Me
„Davíð skilar sínu með sóma en vonandi kemur al-
vöru sólóplata frá honum sem fyrst þar sem hann
syngur ný íslensk dægurlög sem hreyfa betur við
manni.“
FB
Black Eyed Peas: Monkey
Business
„Fylgifiskur Elephunk er öfgafull tilraun til þess að
gera metsöluplötu. Hér er verið að reyna of mikið
til þess að heilla og fyrir vikið verður heildin hálf
aum. Lítið um góða spretti, hrein og klár von-
brigði.“
BÖS