Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 57
Paul McCartney segir að samstarfið með upptökustjóranum Nigel Godrich á fyrstu plötu Pauls í fimm ár hafi minnt hann á árin sín í Bítl- unum. Godrich, sem er þekktastur fyrir að taka upp plötuna OK Computer með Radiohead, fær góða dóma hjá McCartney. „Þetta var eins og að starfa með hljómsveit en ekki upp- tökustjóra. Það er erfitt að feta í fót- spor John og George. Í Bítlunum höfðum við fjögur atkvæði. Ef Ringo líkaði ekki eitthvað frá John og mér gat hann kosið það í burtu. Nigel hafði þetta sama at- kvæði hjá mér,“ sagði McCartney. FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 45 Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) R. Kelly - TP.3 Realoaded Missy Elliot - The Cookbook 1.999 kr. 1.999 kr. Kaiser Chiefs - Employment Lights On The Highway Alice Cooper - Dirty Diamonds Svona er sumarið 2005 Pétur Kristjánsson - Gamlar myndir Pottþétt 38 Gargandi snilld SUMAR TILBOÐ! Allar nýjar og vinsælar geislaplötur á sumartilboði í verslunum Skífunnar 1.999 kr.1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 k r. 1.999 kr. 1.999 kr. Íslandsvinirnir í Prodigy ætla að gefa út tvær plötur á næstunni. Hinn 26. september kemur út safnplatan Their Law: The Singles, sem hefur að geyma öll smáskífulög sveitarinnar. Á næsta ári kemur síðan út ný hljóðversplata. Sjö ár liðu á milli platnanna The Fat of the Land og Always Outnumbered, Never Out- gunned sem kom út í fyrra og virðist sem sú bið hafi gert Liam Howlett og félögum gott. „Núna erum við þrír farnir að vinna aftur eins og mannsekjur með því að vera á tónleikaferð og semja ný lög. Ég sem á ferðatölvuna mína þannig að við höfum verið að spila nýtt efni,“ sagði Howlett. „Við ætluðum að setja fullt af nýj- um lögum á safnplötuna en síðan fannst okkur þau það góð að þau ættu skilið að vera á nýju plöt- unni. Það tekur nokkra mánuði í viðbót að klára hana en við von- umst eftir að hún komi út í lok næsta árs.“ ■ Tvær plötur frá Prodigy PRODIGY Íslandsvinirnir miklu gefa út safnplötu 26. september. BLOOM OG BOSWORTH Þau eru sögð vera enn saman og ekkert til í þeim gróu- sögum að Bloom sé tekinn saman við Siennu Miller. Orlando enn skotinn í Kate Systir Orlando Bloom segir ekk- ert til í þeim sögusögnum að hann og Sienna Miller séu eitthvað að stinga saman nefjum. Hún segir leikarann enn vera skotinn í Kate Bosworth og þau enn saman. Eins og greint var frá nýverið sást til Orlando og Siennu þar sem þau létu vel hvort að öðru. Systir- in segir þetta vera mjög eðlilegt því svona láti Orlando við alla vini sína. Samband Orlando og Kate hefur þó ekki verið neinn dans á rósum því í janúar síðastliðnum sleit Kate sambandinu svo að þau gætu bæði einbeitt sér að ferlin- um. Vefsíðan imdb.com greindi frá því í mars að til þeirra hefði sést á nýjan leik. Í síðasta mánuði flaug svo Orlando til Sydney þar sem fregnir bárust af því að Kate væri að slá sér upp með aðstoðar- leikstjóra Superman Returns. Ánæg›ur me› Godrich Ráðamenn í bænum Boonton í New Jersey íhuga um þessar mundir hvort leyfa eigi framleið- endum sjónvarpsþáttanna The Sopranos að taka þar upp fyrir næstu þáttaröð. Í einum þætti af Sopranos sem hefur þegar verið sýndur var morð framið í bænum þrátt fyrir að atriðið hafi ekki einu sinni ver- ið tekið þar upp. Kvörtuðu margir íbúar bæjarins yfir innihaldi þátt- arins. Ráðamenn í Boonton óttast áhrifin sem þátttaka í þættinum gæti haft á bæjarlífið. Óttast þeir umferðaröngþveiti, slæm áhrif á efnahaginn og að ímynd bæjarins skaðist. Næsta þáttaröð af Sopranos, sem verður sýnd í Bandaríkjunum á næsta ári, verður sú síðasta í röðinni. Þætt- irnir, sem fjalla um mafíuforingjann Tony Soprano, hafa verið gríðarlega vinsælir síðan þeir fóru í loftið árið 1999. Framlei›endur Sopranos bí›a eftir svari TONY SOPRANO Þættirnir um Sopranos-fjölskylduna hafa notið gífurlegra vin- sælda undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.