Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 57

Fréttablaðið - 29.07.2005, Síða 57
Paul McCartney segir að samstarfið með upptökustjóranum Nigel Godrich á fyrstu plötu Pauls í fimm ár hafi minnt hann á árin sín í Bítl- unum. Godrich, sem er þekktastur fyrir að taka upp plötuna OK Computer með Radiohead, fær góða dóma hjá McCartney. „Þetta var eins og að starfa með hljómsveit en ekki upp- tökustjóra. Það er erfitt að feta í fót- spor John og George. Í Bítlunum höfðum við fjögur atkvæði. Ef Ringo líkaði ekki eitthvað frá John og mér gat hann kosið það í burtu. Nigel hafði þetta sama at- kvæði hjá mér,“ sagði McCartney. FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 45 Skífan Laugavegi 26 opið alla daga til 22 • Skífan Smáralind • Skífan Kringlunni • www.skifan.is ...skemmtir þér ; ) R. Kelly - TP.3 Realoaded Missy Elliot - The Cookbook 1.999 kr. 1.999 kr. Kaiser Chiefs - Employment Lights On The Highway Alice Cooper - Dirty Diamonds Svona er sumarið 2005 Pétur Kristjánsson - Gamlar myndir Pottþétt 38 Gargandi snilld SUMAR TILBOÐ! Allar nýjar og vinsælar geislaplötur á sumartilboði í verslunum Skífunnar 1.999 kr.1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 kr. 1.999 k r. 1.999 kr. 1.999 kr. Íslandsvinirnir í Prodigy ætla að gefa út tvær plötur á næstunni. Hinn 26. september kemur út safnplatan Their Law: The Singles, sem hefur að geyma öll smáskífulög sveitarinnar. Á næsta ári kemur síðan út ný hljóðversplata. Sjö ár liðu á milli platnanna The Fat of the Land og Always Outnumbered, Never Out- gunned sem kom út í fyrra og virðist sem sú bið hafi gert Liam Howlett og félögum gott. „Núna erum við þrír farnir að vinna aftur eins og mannsekjur með því að vera á tónleikaferð og semja ný lög. Ég sem á ferðatölvuna mína þannig að við höfum verið að spila nýtt efni,“ sagði Howlett. „Við ætluðum að setja fullt af nýj- um lögum á safnplötuna en síðan fannst okkur þau það góð að þau ættu skilið að vera á nýju plöt- unni. Það tekur nokkra mánuði í viðbót að klára hana en við von- umst eftir að hún komi út í lok næsta árs.“ ■ Tvær plötur frá Prodigy PRODIGY Íslandsvinirnir miklu gefa út safnplötu 26. september. BLOOM OG BOSWORTH Þau eru sögð vera enn saman og ekkert til í þeim gróu- sögum að Bloom sé tekinn saman við Siennu Miller. Orlando enn skotinn í Kate Systir Orlando Bloom segir ekk- ert til í þeim sögusögnum að hann og Sienna Miller séu eitthvað að stinga saman nefjum. Hún segir leikarann enn vera skotinn í Kate Bosworth og þau enn saman. Eins og greint var frá nýverið sást til Orlando og Siennu þar sem þau létu vel hvort að öðru. Systir- in segir þetta vera mjög eðlilegt því svona láti Orlando við alla vini sína. Samband Orlando og Kate hefur þó ekki verið neinn dans á rósum því í janúar síðastliðnum sleit Kate sambandinu svo að þau gætu bæði einbeitt sér að ferlin- um. Vefsíðan imdb.com greindi frá því í mars að til þeirra hefði sést á nýjan leik. Í síðasta mánuði flaug svo Orlando til Sydney þar sem fregnir bárust af því að Kate væri að slá sér upp með aðstoðar- leikstjóra Superman Returns. Ánæg›ur me› Godrich Ráðamenn í bænum Boonton í New Jersey íhuga um þessar mundir hvort leyfa eigi framleið- endum sjónvarpsþáttanna The Sopranos að taka þar upp fyrir næstu þáttaröð. Í einum þætti af Sopranos sem hefur þegar verið sýndur var morð framið í bænum þrátt fyrir að atriðið hafi ekki einu sinni ver- ið tekið þar upp. Kvörtuðu margir íbúar bæjarins yfir innihaldi þátt- arins. Ráðamenn í Boonton óttast áhrifin sem þátttaka í þættinum gæti haft á bæjarlífið. Óttast þeir umferðaröngþveiti, slæm áhrif á efnahaginn og að ímynd bæjarins skaðist. Næsta þáttaröð af Sopranos, sem verður sýnd í Bandaríkjunum á næsta ári, verður sú síðasta í röðinni. Þætt- irnir, sem fjalla um mafíuforingjann Tony Soprano, hafa verið gríðarlega vinsælir síðan þeir fóru í loftið árið 1999. Framlei›endur Sopranos bí›a eftir svari TONY SOPRANO Þættirnir um Sopranos-fjölskylduna hafa notið gífurlegra vin- sælda undanfarin ár.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.