Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 26
Ísland hefur stofnað til stjórn-
málasambands við fjórða minnsta
land í heimi, Túvalú. Það er smá-
mennt eyríki í Kyrrahafi um 650
sjómílur norðan Fíjí-eyja. Auk
þess að vera eitt hið fámennasta í
heiminum er ríkið einnig mjög fá-
tækt. Margir spyrja sig eflaust
hver sé tilgangurinn með að hefja
stjórnmálasamband við slíkt land.
Grétar Már Sigurðsson skrif-
stofustjóri í utanríksiráðuneytinu
segir það stefnu stjórnvalda að
koma á stjórnmálasambandi við
öll ríki Sameinuðu þjóðanna. „Það
eru margir sem halda að þetta sé
annað og meira en það er. Þetta
þýðir almennt að stjórnvöld geti
talað saman með formlegum
hætti. Það er enginn kostnaður
sem þessu fylgir,“ segir Grétar
Már sem telur að alltaf sé gott að
eiga sem best sambönd við allar
þjóðir innan Sameinuðu þjóðanna
sérstaklega þegar upp komi mál
sem snerti hagsmuni Íslands.
Þóra Arnórsdóttir fréttamaður
hefur sérstakan áhuga á smá-
ríkinu Túvalú eftir að hún fjallaði
um inngöngu þess í Sameinuðu
þjóðirnar. „Ég er hissa á því að við
höfum ekki stofnað til stjórnmála-
sambands við Túvalú fyrr,“ segir
Þóra, sem hefur lengi langað að
heimsækja eyjarnar. „Þetta er of-
boðslega afskekkt og erfitt að
komast þangað. Maður verður að
eiga mikið af peningum og hafa
mikinn tíma,“ segir hún. Henni
finnst margt heillandi við eyj-
arnar enda samfélagið virkt þrátt
fyrir mikla smæð, en á eyjunum
búa eingöngu ellefu þúsund íbúar
á níu eyjum sem samtals eru um
27 ferkílómetrar. Í höfuðstaðnum
er einn fangaklefi sem sjaldan er
notaður og dómari kemur til
eyjanna tvisvar á ári til að rétta í
öllum málum.
Túvalú er sjálfstætt konungs-
ríki. Það var áður bresk nýlenda
og hét þá Ellice Islands. Landið
hlaut sjálfstæði frá Bretum árið
1978. Nafnið Túvalú þýðir í raun
„átta sem standa saman“ og vísar
til átta eyja en sú níunda og
minnsta var ekki byggð fyrr en
eftir 1950.
Fúnafatí er höfuðstaður Tú-
valú en öll helsta stjórnsýsla fer
fram í þorpinu Vaíakú. Íbúar eyj-
anna tala túvalúísku, I-Kiribati og
ensku. 93 prósent íbúanna eru læs
enda er skólaskylda frá sex til
fimmtán ára aldurs.
Eyjarnar eru flatar og rísa
sjaldan hærra en fimm metra yfir
sjólínu en sjósókn er aðalatvinnu-
vegurinn á Túvalú. Þar sem eyj-
arnar eru afskekktar koma færri
en þúsund ferðamenn þangað á
hverju ári. Ríkið er því fremur fá-
tækt. Það vakti þó athygli fyrir
nokkrum árum þegar stjórnvöld
Túvalú buðu upp internetteng-
ingu landsins og seldu hæstbjóð-
anda. Telja margir að það hafi
bjargað fjárhag ríkisins.
Ein útvarpsstöð er starfandi
á eyjunum og sendir hún út 40
tíma á viku á ensku og
túvalúísku. Um þúsund símar
eru í notkun en enginn farsími.
Vegir á eyjunum eru samtals
átta kílómetrar að lengd og eng-
inn þeirra malbikaður. Hljómar
svolítið eins og Ísland fyrir all
nokkrum árum. ■
26 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
GERTRUDE STEIN (1874-1946)
lést þennan dag.
ÍSLAND STOFNAR TIL STJÓRNMÁLASAMBANDS VIÐ TÚVALÚ:
Einn fangaklefi í öllu ríkinu
„Mér líkar gott útsýni en ég vil
fá að sitja og snúa baki í það.“
Gertrude Stein var bandarískur rithöfundur,
skáld og feministi sem lengst af bjó í Frakklandi.
timamot@frettabladid.is
ANDLÁT
Sigríður Skúladóttir, Hraunbæ 103,
Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu
Eir miðvikudaginn 13. júlí. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Sigurður Gunnarsson húsasmíðameist-
ari, Dalbraut 14, Reykjavík, lést föstudaginn
15. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Guðmunda Sigurey Sigurðardóttir,
Hringbraut 128h, Keflavík, lést þriðju-
daginn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Sigríður Elísabet Tryggvadóttir, Skúla-
götu 72, Reykjavík, andaðist þriðjudag-
inn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Berta Bergsdóttir, dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi, andaðist mánudaginn
25. júlí.
Iðunn Björnsdóttir, Einimel 7, Reykjavík,
lést á heimili sínu mánudaginn 25. júlí.
Júlíus Eiðsson, Kirkjuvegi 11, áður
Höfn, Dalvík, lést á Dalbæ, heimili aldr-
aðra á Dalvík, mánudaginn 25. júlí.
JAR‹ARFARIR
11.00 Sigurborg Sigurðardóttir frá
Núpsseli, Miðfirði, V-Húnavatns-
sýslu, Gullsmára 11, Kópavogi,
verður jarðsungin frá Digranes-
kirkju.
13.00 Guðrún Konráðsdóttir, Hrafnistu
í Reykjavík, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju.
15.00 Örn Jákup Dam Washington,
verður jarðsunginn frá Neskirkju.
15.00 Þorgerður Sveinsdóttir kennari,
frá Kolsstöðum í Miðdölum, síð-
ast til heimilis að Droplaugarstöð-
um, Snorrabraut 58, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju.
Ísraelskur dómstóll sýknaði
þennan dag árið 1993 John
Demjanjuk af öllum sökum.
Hann hafði áður verið fundinn
sekur um að vera einn hataðasti
fangavörður í útrýmingarbúðum
Nasista í Treblinka í Póllandi
sem gekk undir nafninu Ivan
hræðilegi.
Demjanjuk var 73 ára þegar
þetta gerðist og starfaði sem
bifvélavirki í Ohio. Fimm árum
áður var hann dæmdur til
dauða fyrir að stjórna gasklefa í
útrýmingarbúðunum í Treblinka
þar sem yfir 870 þúsund gyð-
ingar voru myrtir. Hann hélt því
ætíð fram að hann hefði verið
tekinn í misgrip-
um fyrir hinn rétta
Ivan.
Nýjar sannanir
fundust árið 1992
í KGB-skýrslum
þar sem talið var
að Ivan hræðilegi
hefði heitið Ivan
Marchenko en
ekki Ivan Demj-
anjuk. Ekki voru
þó allir sannfærðir um sakleysi
hans og var hann því færður í
fangelsi eftir úrskurðinn til að
verndar þar til hann gat yfirgefið
Ísrael.
Demjanjuk missti bandarískan
ríkisborgararétt sinn
árið 1981 og var af-
hentur Ísraelum árið
1986. Hann fékk að
snúa aftur til Bandaríkj-
anna eftir dóminn og
endurheimti ríkisborg-
araréttinn árið 1998.
Hins vegar var hann
tekinn af honum á ný
árið 2002. Í dómsúr-
skurði sagði að þótt
Demjanjuk væri ekki Ivan
hræðilegi væri ljóst að hann
hefði starfað sem vörður í út-
rýmingarbúðum. Mál Demj-
anjuks velkist enn í bandaríska
réttarkerfinu.
29. JÚLÍ 1993
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1890 Vincent van Gogh fremur
sjálfmorð í Frakklandi.
1934 Ríkisstjórn Hermanns Jón-
assonar tekur við völdum.
1954 Föruneyti hringsins, fyrsta
bók Hringadróttinssögu
eftir JRR Tolkien, er gefin út
í Bretlandi.
1968 Páll páfi sjötti ákveður að
getnaðarvarnir verði áfram
bannaðar af kaþólsku kirkj-
unni.
1977 Þýskur bankaræningi er
handtekinn í Reykjavík
með 277 þúsund mörk. Fé
hafði verið lagt til höfuðs
honum erlendis.
1981 Karl Bretaprins gengur að
eiga Díönu Spencer í dóm-
kirkju St. Pauls. Talið er að
um 750 milljónir manna
hafi fylgst með athöfninni
með einum eða öðrum
hætti.
Demjanjuk er ekki Ivan hræ›ilegi
Tilkynningar um merkisatbur›i,
stórafmæli, andlát og jar›arfarir
í smáletursdálkinn hér a› ofan
má senda á netfangi›
timamot@frettabladid.is.
Augl‡singar á a› senda á
auglysingar@frettabladid.is e›a
hringja í síma
550 5000.
Þráinn Þórisson
fyrrverandi skólastjóri, Skútustöðum,
Mývatnssveit,
verður jarðsunginn frá Skútustaðakirkju þriðjudaginn 2. ágúst
kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag
Suður-Þingeyinga (reikningur í Íslandsbanka, Húsavík, s. 440
4000) eða Krabbameinslækningadeild Landspítala -
háskólasjúkrahúss (s. 543 1151).
Margrét Lárusdóttir
Höskuldur Þráinsson Sigríður Magnúsdóttir
Brynhildur Þráinsdóttir Baldvin Kristinn Baldvinsson
Sólveig Þráinsdóttir
Steinþór Þráinsson Oddný Snorradóttir
Hjörtur Þráinsson
og fjölskyldur
www.steinsmidjan.is
AFMÆLI
Sigurjón Sigurbjörnsson, blikksmiður og
hlaupari, Álftamýri 58 Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Sigurður P. Haukson,
framkvæmdarstjóri, Espi-
gerði 6 Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
Erla Sveinsdóttir, Fögruhlíð 3 Hafnarfirði,
verður fimmtug 2. ágúst næstkomandi.
Af því tilefni munu hún og eiginmaður
hennar, Einar Skagfjörð, taka á móti vin-
um og vandamönnum laugardaginn 30.
júlí á tjaldstæðinu á Siglufirði.
FÆDDUST fiENNAN DAG
1214 Sturla Þórðarson, sagnaritari og
lögmaður.
1805 Alexis de Tocqueville
stjórnmálaheimspekingur.
1871 Gregorí Efímóvítsj
Raspútín, ráðgjafi Roma-
nov-keisarafjölskyldunnar
rússnesku.
1883 Benito Mussolini,
fasistaleiðtogi á Ítalíu.
1905 Dag Hammarskjold,
framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna 1953 til
1961.
Túvalú eyjar eru 650 sjómílur norðan Fíjí eyja.
DROTTNING Í HEIMSÓKN Túvalú var bresk nýlenda til ársins 1978 þegar það hlaut sjálfstæði. Elísabet Bretadrottning kom í heimsókn
til eyjanna árið 1982.
STOFNAÐ TIL STJÓRNMÁLASAM-
BANDS Fastafulltrúar Íslands og Túvalú
hjá Sameinuðu þjóðunun skrifa undir yfir-
lýsingu um stofnun stjórnmálasambands
ríkjanna í New York.