Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 25
25FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005
Samanlögð sala Össurar og
Royce var 13 milljarðar
króna á tólf mánaða tíma-
bili sem lauk 30. júní.
Össur hefur keypt allt hlutafé í
bandaríska stuðningstækjafyrir-
tækinu Royce Medical Holding
fyrir um 14 milljarða króna. Kaupin
eru gerð með fyrirvara um sam-
þykki bandarískra samkeppnisyfir-
valda.
Rekstur Royce Medical hefur
gengið vel undanfarin ár og nam
hagnaður félagsins fyrir vexti,
skatta og afskriftir tæplega 1,2
milljörðum Bandaríkjadala fyrir
það tólf mánaða tímabil sem lauk
30. júní. Samanlögð sala Össurar og
Royce Medical nam á sama tímabili
tæplega 13
m i l l j ö r ð u m
króna.
Jón Sig-
urðsson, for-
stjóri Össur-
ar, segir fyrir-
tækið um ára-
bil hafa verið
í fremstu röð í
hönnun og
framleiðslu
stoðtækja á
Bandaríkja-
markaði en
með kaupunum á Royce Medical sé
ætlunin að ná sama árangri með
stuðningstæki: „Í sameiningu verða
Össur og Royce öflugri og verða í
forystu á sviði stuðningstækja á
Bandaríkjamarkaði.“ -jsk
HÖFUÐSTÖÐVAR
ÖSSURAR Össur hefur
nú keypt Royce Medical
og hyggur á landvinn-
inga á bandarískum
stuðningstækjamarkaði.
Össur kaupir Royce Medical Landsbankinn hagnast um fimm milljar›a
Heildareignir bankans eru
yfir þúsund milljarðar króna
og hafa aukist um 40 pró-
sent frá áramótum.
Landsbankinn hagnaðst um 11
milljarða á fyrstu sex mánuðum
ársins samanborið við sex milljarða
króna á sama tíma í fyrra. Hagnað-
ur bankans á öðrum ársfjórðungi
var fimm milljarðar sem var
nokkuð yfir væntingum greiningar-
deilda bankanna. Sigurjón Þ. Árna-
son, bankastjóri Landsbankans, var
mjög ánægður með uppgjör bank-
ans og segir það vera það besta
hingað til. Arðsemi eigin fjár eftir
skatta á tímabilinu var 56 prósent
samanborið við 54 prósent á sama
tímabili í fyrra.
Þjónustutekjur bankans hafa
tvöfaldast frá sama tíma í fyrra og
námu 7,6 milljörðum á fyrstu sex
mánuðum ársins. Hreinar vaxta-
tekjur námu rúmum níu milljörðum
fyrstu sex mánuði ársins og hafa
þær aukist um 50 prósent frá sama
tíma í fyrra.
Heildareignir bankans voru
rúmir þúsund milljarðar í lok júní
og hafa þær aukist um 40 prósent
frá áramótum.
Um 35 prósent af útlánum
bankans eru til erlendra aðila, bæði
í gegnum útibú bankans í London,
Heritable bank í London og Lands-
bankann í Lúxemborg. -dh
AFKOMA LANDSBANKANS
- Í MILLJÓNUM KRÓNA
Spá Íslandsbanka 3.567
Spá KB banka 3.700
Hagnaður 5.058
SEGIR UPPGJÖRIÐ ÞAÐ BESTA HING-
AÐ TIL Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri
Landsbankans.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
FRÁ FÆREYJUM Eimskip hefur nú keypt
færeyska skipafélagið Heri Thomsen. Fyrir
tæpu ári keypti Eimskip stærsta skipafélag
Færeyja, Faroe Ship.
Eimskip kaup-
ir í Færeyjum
Eimskip hefur fest kaup á fær-
eyska flutningafyrirtækinu Heri
Thomsen. Kaupverð var ekki
gefið upp.
Heri Thomsen er markaðsleið-
andi í landflutningum í Fær-
eyjum, með þrjátíu flutningabíla í
sinni þjónustu og rekur að auki
þrjú flutningaskip.
Eimskip keypti Faroe Ship
fyrir tæpu ári, sem er stærsta
skipafélag Færeyja, og segir í til-
kynningu að talsverð samlegð
verði milli vikulegra Danmerkur
siglinga Heri Thomsen og þeim
sem Faroe Ship sinnir.
-jsk
EFTIRSPURN EFTIR TÍSKUVARNINGI
Puma skilaði methagnaði á fyrri helmingi
árs. Mikil eftirspurn er eftir tískuvarningi frá
fyrirtækinu.
Methagna›ur
hjá Puma
Hagnaður þýska sportvörufram-
leiðandans Puma jókst um 10,5
prósent á fyrri helmingi árs
miðað við sama tímabil í fyrra. Er
aukinni eftirspurn eftir tísku-
varningi frá fyrirtækinu þökkuð
söluaukningin.
Sala á skóm jókst um sautján
prósent og á fatnaði um 23 pró-
sent. Forsvarsmenn Puma vonast
til að hagnaður ársins í heild verði
umtalsvert meiri en í fyrra þegar
fyrirtækið hagnaðist um 120
milljarða króna.
,,Við erum í skýjunum yfir ár-
angrinum“, sagði Jochen Zeitz
stjórnarformaður Puma.
-jsk
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »