Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 50
Hátíðin Innipúkinn verð-
ur haldin í fjórða sinn í
Reykjavík um verslunar-
mannahelgina. Á hátíð-
inni í ár koma fram
þekktir erlendir flytjend-
ur auk landskunnra ís-
lenskra listamanna.
Um helgina fer fram hátíðin Inni-
púkinn, sem nú er haldin í fjórða
sinn. Hátíðin verður með dálítið
öðru sniði í ár, að sögn Gríms Atla-
sonar, eins skipuleggjenda hátíðar-
innar. „Hátíðin er haldin á NASA í
ár en það er í fyrsta sinn sem það er
gert. Auk þess er hún nú haldin í
tvo daga en áður hefur hún einung-
is verið haldin í einn dag. Á hátíð-
um síðustu árin hafa ekki verið
neinir erlendir flytjendur heldur
rjóminn af íslenskum hljómsveit-
um. Nú verða hins vegar fimm er-
lendir flytjendur á hátíðinni.“
Grímur segir að þeir erlendu
flytjendur sem leiki á hátíðinni séu
margir vel þekktir og nefnir hann
til sögunnar gítarsnillinginn Jon-
athan Richman sem samdi tónlist-
ina í kvikmyndinni There’s Somet-
hing About Mary auk þess sem
hann lék í henni. Flytjendur eins og
David Bowie og Sex Pistols hafa
tekið lög eftir hann. Auk Richmans
verður á svæðinu Cat Power, sem
er vel þekktur flytjandi sem túraði
nýverið með Nick Cave.
Richman heldur upphitunartón-
leika fyrir Innipúkann á Grand
Rokk í kvöld klukkan 22 og segir
Grímur að enginn sem mæti á
svæðið verði svikinn af þeim tón-
leikum. En það verða fleiri upphit-
unartónleikar fyrir Innipúkann í
dag því klukkan 17 leikur Stórsveit
Nix Noltes ásamt Þóri í garðinum
við 12 Tóna.
„Ekki má svo gleyma hljóm-
sveitinni Blonde Redhead, sem ekki
þarf að kynna fyrir Íslendingum
því hún hefur leikið hér landi áður.
Svo verður þarna danska hljóm-
sveitin The Raveonettes sem ég
held að sé fyrsta danska hljóm-
sveitin til að meika það á alþjóða-
vettvangi síðan Aqua var og hét,“
segir Grímur.
Fjölmargir íslenskar hljómsveit-
ir og tónlistarmenn verða á hátíð-
inni í ár eins og síðastliðin ár. Sem
dæmi um íslenska flytjendur á Inni-
púkanum í ár má nefna að Mugison
leikur á laugardaginn klukkan
23.30, Hjálmar á sunnudaginn
klukkan 20.45, Trabant klukkan
01.30 á sunnudeginum auk fjölda-
margra annarra sveita, þekktra
sem óþekktari. Af stórfréttum ber
svo að geta þess að surf-rokksveitin
Brim, sem margir muna eftir frá
því fyrir einhverjum tíu árum, kem-
ur saman aftur á hátíðinni eftir
langt hlé og leikur á NASA klukkan
01.30 á laugardaginn.
„Við viljum gefa því fólki, sem
vill skemmta sér í Reykjavík um
verslunarmannahelgina, tækifæri
til að komast á gott gigg,“ segir
Grímur og ekki er sjá annað en að
fólk sem heldur sig í borginni um
helgina sé áfjáð í skemmta sér því
uppselt er orðið á Innipúkann og
komast því væntanlega færri að en
vilja. ■
38 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
...opnun ljósmyndasýningar
Sigurðar Mars Halldórssonar í
landi Horns í Hornafirði klukkan
17.00 í dag. Myndin hér að ofan
er eftir Sigurð.
...tónleikum kvartetts Dorthe
Höjland á Jómfrúnni klukkan
16.00 á morgun.
...tónleikum hljómsveitarinnar
Kimono í garðinum á skemmti-
staðnum Sirkus klukkan 17.00 á
morgun.
Um verslunarmannahelgina verður danski orgel-
leikarinn Anne Kirstine Mathiesen gestur tónleika-
raðarinnar Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju.
Hún leikur laugardaginn 30. júlí kl. 12.00 og
sunnudaginn 30. júlí kl. 20.00.
Á fyrri hluta efnisskrár sunnudagstónleikanna gefur
Anne Kirstine góða innsýn inn í þróun danskrar
orgeltónlistar allt frá lokum 17. aldar til dagsins í
dag. Hún leikur verk eftir Buxtehude, Leif Kayser,
Bo Grønbech, Johann Sebastian Bach, Emil Sjö-
gren og að lokum Salamanca eftir svissneska tón-
skáldið Guy Bovet.
Á síðari hluta tónleikanna flytur Anne Kirstine hina
vinsælu 5. orgelsinfóníu Charles-Marie Widors. Sin-
fónían er í fimm þáttum og er sá síðasti, Tokkata,
meðal vinsælustu orgelverka allra tíma.
Á laugardagstónleikunum fá tónleikagestir að
heyra sýnishorn af efnisskrá sunnudagsins, það er
að segja Tokkötu Buxtehudes, Kóraltilbrigði eftir
Kayser, Prelúdíu og fúgu eftir Sjögren og verk Guy
Bovet.
Um helgina verður fjölbreytt menningar-
dagskrá í Reykjavík og því þurfa þeir sem
heima sitja um helgina ekki að kvíða því
að þurfa að húka fyrir framan sjónvarpið.
Auk Innipúkans, sem stendur alla helgina
á NASA, verða meðal annars tónleikar í
Hallgrímskirkju og djasstónleikar á Jóm-
frúnni. Um helgina stendur líka yfir ljóða-
hátíð í Klink og Bank og Norræna húsinu á
vegum félagsskaparins Nýhils og því ættu
tón- og ljóðelskir að geta unað sáttir við
sitt.
menning@frettabladid.is
Danskur organisti í Hallgrímskirkju
Útgáfa nýjasta heftis Sögu, tíma-
rits Sögufélags, hefur dregist
nokkuð en upphaflega átti það að
koma út í apríl eða maí. Ritsins er
beðið með nokkurri eftirvæntingu,
því ein greina þess er svargrein
Hannesar Hólmsteins Gissurar-
sonar prófessors í stjórnmála-
fræði við ítardómi Helgu Kress
bókmenntafræðiprófessors sem
birtist í tveimur hlutum í Sögu í
fyrra þar sem hún gagnrýndi
vinnubrögð Hannesar í fyrstu bók
hans um ævi Halldórs Laxness.
Grein Hannesar ber yfirskrift-
ina Rannsóknarfrelsi, ritstuldur og
viðurkennd fræðileg vinnubrögð
og er rúmlega 30 blaðsíður að
lengd.
„Ég skilaði greininni á um-
sömdum tíma en svo dróst hún í
vinnslu því það tók langan tíma að
ritrýna hana. Þetta er mjög löng og
ítarleg grein. Í henni bendi ég með-
al annars á það að ef ég er sekur
um óvönduð fræðileg vinnubrögð
þá eru margir aðrir einnig sekir
um óvönduð fræðileg vinnubrögð
og styð ég þá skoðun mína með til-
vísunum í rit annarra fræðimanna
og ber vinnubrögð þeirra saman
við mín,“ segir Hannes Hólm-
steinn Gissurarson um svargrein-
ina sem mun birtast í nýjasta hefti
Sögu.
Að sögn Páls Björnssonar sagn-
fræðings, annars af ritstjórum
Sögu, tók ritvinnslan á grein Hann-
esar langan tíma auk þess sem
öðru efni var skilað seint inn og
skýrir það seinkun útgáfunnar.
Áætlaður útgáfudagur Sögu er
um miðjan ágúst að sögn ritstjór-
ans. ■
Innipúkinn er glæsilegur í ár
!
Á miðvikudaginn kom út fyrsta hefti
nýs myndasögublaðs sem heitir Very
nice comics.
Hugleikur Dagsson, ritstjóri
blaðsins, segir að í nýja blaðinu sé
meira lestrarefni en gengur og ger-
ist almennt í myndasögublöðum. „Ég
vildi að það tæki lengri tíma en
venjulega klósettferð að lesa blaðið.“
„Fyrir eru náttúrlega þessi tvö
blöð, Gisp og Blek, og ég taldi fínt að
fá eitt blað í viðbót. Ástæðan að ég
gaf þetta út er að ég átti myndasög-
ur sem ég vildi senda frá mér og
þekkti fólk sem var í sömu sporum
og því var heppilegt að við gæfum
blaðið út saman,“ segir Hugleikur.
Í blaðinu er efni eftir Hugleik
sjálfan, en hann er með myndasögu í
blaðinu um Bob Geldof. Ómar Örn
Hauksson skrifar á dónalegu nótun-
um um karakter sem hann kallar
Fuck Bunny, sem fjallar um kanínur
sem eru úti um allt á typpinu og svo
er aukakarakter sem heitir The
Homophobic Flea sem heldur að all-
ir séu samkynhneigðir og nýtir hvert
tækifæri til að skjóta á þá sem hug-
anlega geta verið það. Skáldkonan
Kristín Eiríksdóttir er einnig með
sögu í blaðinu sem fjallar um það
sem Hugleikur telur vera sukkhelgi
hennar með Bonnie Tyler í einhverju
hjólhýsi þar sem þær stöllurnar sitja
að krakkreykingum. Auk þess er í
blaðinu vegleg kvikmyndagagnrýni
eftir Friðrik Sólnes. „Friðrik gagn-
rýnir ekki nýjar kvikmyndir heldur
gamlar vídeóspólur og hann mynd-
skreytir svo gagnrýnina sjálfur,“
segir Hugleikur.
„Mig langaði að gefa út mynda-
sögublað á ensku því fólkið í búðun-
um sem hefur verið að selja mynda-
sögubækurnar mínar hefur sagt að
þær þyrftu helst líka að vera á ensku
þannig að efnið í þessu blaði er allt
skrifað á ensku. Í blaðinu er þessi
húmor sem ég hef verið að vinna
með auk alls kyns annars efnis. Blað-
ið er bæði artí og fartí,“ segir Hug-
leikur.
Blaðið er í hefðbundinni lengd
fyrir myndasögublað eða 32 síður og
segir Hugleikur að stefnt sé að því
að koma því eins oft út og mögulegt
sé en fínt væri að blaðið gæti komið
út á svona tveggja mánaða fresti.
Hugleikur segir að nú þegar sé kom-
ið efni fyrir næsta blað.
Very nice comics var prentað í
200 eintökum og fékk góðar viðtökur
þegar blaðið kom út því Hugleikur
og félagar seldu strax nokkur eintök
úti á götu. Blaðið er til sölu í Nexus,
12 Tónum, Dogma, Ranimosk og
Ósóma. ■
Sukkhelgi me› Bonnie Tyler
MUGISON Ísfirðingurinn skemmti-
legi er einn af fjölmörgum íslensk-
um flytjendum á Innipúkanum um
helgina.
CAT POWER Chan Marshall kallar
sig Cat Power og mun hún leika á
Innipúkanum klukkan 19.45. Hún
túraði nýlega með Nick Cave.
JONATHAN RICHMAN Heldur
upphitunartónleika fyrir Innipúkann
á Grand Rokk klukkan 22 í kvöld
auk þess sem hann leikur á hátíð-
inni sjálfri á laugardag klukkan 22.
Grein Hannesar í næstu Sögu
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Svargrein hans við ítardómi Helgu Kress um
fyrstu bók hans um Halldór Laxness birtist í næsta hefti tímaritsins Sögu.
FUCK BUNNY Ómar Örn Hauksson býður
lesendum Very nice comics upp á sögur af
samfarakanínu sem hann kallar Fuck
Bunny.
H.P. LOVECRAFT Nýjasta hefti mynda-
sögutímaritsins Very nice comics. Heftið
prýðir mynd af H.P. Lovecraft og segir Hug-
leikur Dagsson ritstjóri blaðsins enga sér-
staka ástæðu vera fyrir því aðra en þá að
myndin er falleg.
ANNE KIRSTINE MATHIESEN Danski orgel-
leikarinn er gestur tónleikaraðarinnar Sumar-
kvöld við orgelið um helgina.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
H
EL
G
AD
Ó
TT
IR