Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 62
50 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR Forsvarsmenn Skjás eins leita núdauðaleit að íslenskum pipar- sveini fyrir þáttinn Bachelor sem hefst á sjónvarpsstöðinni í haust. Áætlað er að tökur hefjist 15. ágúst en enn hefur stöðin ekki fundið rétta manninn. Stúlkurnar sem vilja keppast um hylli piparsveinsins bíða aftur á móti í röðum til að fá að taka þátt, þannig að hann ætti að fá úr nógu að moða. Finnist rétti piparsveinninn fær hann afnot af glæsilegri pipar- sveinaíbúð og lúxusbif- reið á meðan á upptök- um stendur og á meðan þættirnir eru sýndir á Skjá einum. Ekki er vitað til þess að piparsveinninn fái greitt fyrir þátttökuna. Lárétt: 2 skák, 6 upphrópun, 8 lín, 9 sunna, 11 tveir eins, 12 mælikvarði, 14 tónverk, 16 drykkur, 17 bein, 18 þrep í stiga, 20 sólguð, 21 innyfli. Lóðrétt: 1 eiturlyf, 3 bardagi, 4 baðst um, 5 þrír eins, 7 mannabústaðurinn, 10 farfa, 13 nautgripir, 15 mjög, 16 skjóti, 19 dýra- mál. LAUSN 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Humar 1.290,-kr.kg Ótrúlegt verð á fínum humri. . , kr.kg Ó u ar Búið er að velja flesta staðgengla fyrir kvikmyndina Flags of our Fathers, sem Clint Eastwood leik- stýrir. Þá eru skriðdrekarnir klár- ir og það styttist í komu leikstjór- ans goðsagnakennda til landsins. Það er þó ekki eintóm gleði og hamingja sem fylgir því að taka þátt í kvikmynd af þessari stærð- argráðu og hafa allir þátttakendur skrifað undir samning þess efnis að þeir ræði ekki við fjölmiðla um það sem fer fram á tökustað. Þetta er ekki það eina sem leikararnir eru skyldaðir í því sætaferðir hafa verið gerðar frá Reykjavík til Keflavíkur í lítinn bragga þar sem þeir fá viðeigandi klippingu, það er að segja hermannaklippingu. Margir hafa tekið miklum breytingum og hefur skegg og hár fengið að fjúka án nokkurar misk- unnar. Einn þeirra var Jóel Sæmundsson, en hann er áhuga- leikari frá Þórshöfn sem býr í Reykjavík um þessar mundir. „Þetta tók snöggt af og var hálf- gerð færibandavinna,“ sagði hann en hægt var að velja um snoð- klippingu og hefðbundna drengja- klippingu frá tímum seinni heim- styrjaldarinnar. Jóel sagðist til- tölulega sáttur með sína klipp- ingu. „Þetta verður að duga á Þjóðhátíðina í Eyjum,“ sagði hann glaður í bragði. Hann hafði ekki hugmynd um hvort hann fengi að deyja fyrir Eastwood, það yrði bara að koma í ljós. Það er því augljóst að margir karlar eru til í að leggja mikið á sig til þess að komast í tæri við Clint Eastwood og sjá ekki mikið eftir hárlokkunum sem nú liggja í valnum. Klippingar hafnar fyrir Eastwood-myndina JÓEL SÆMUNDSSON Er nokkuð ánægður með nýju hermannaklippinguna og ætlar að láta hana duga yfir Þjóðhátíð. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Hálfum milljarði. Á Vaði í Skriðdal. Kanada. „Í skólanum var lögð áhersla á listrænt gildi kvikmyndaformsins og okkur sagt að allt kvikmynda- tungumálið hefði verið fundið upp fyrir 1930,“ segir Dögg Móses- dóttir, sem er nýútskrifuð úr Cecc-kvikmyndaskólanum í Barcelona og fór með sigur af hólmi í stuttmyndasamkeppni sem var haldin á vegum skólans í vor. „Verðlaunin eru að fá að taka upp stuttmynd á filmu og ég hef verið að undirbúa þá stuttmynd í fimm mánuði,“ segir Dögg en myndina byggir hún á sögu afa síns. „Þetta er saga manns sem er haldinn alzheimer-sjúkdómnum og er því aðallega byggð á minn- ingum.“ Dögg fer aftur til Barcelona í haust og hefst þá handa við tökur á myndinni. „Í staðinn fyrir að aðal- sögupersónan búi á Vestfjörðum eins og afi minn býr þessi gamli maður í Pýreneafjöllum. Ég kem utan af landi og þekki því lítið til kvikmyndabransans í Reykjavík. En eftir þriggja ára nám í Barcelona er ég með gott fólk á bak við mig og við hjálpumst að við að koma okkur áfram,“ segir Dögg en hún og vinur hennar hafa stofnað framleiðslufyrirtækið farfilms.com þar sem hugmyndin er að framleiðendur geti leitað eft- ir kvikmyndagerðarfólki til starfa. „Við tökum að okkur alls kyns verkefni, heimildarmyndagerð, auglýsingar og fleira,“ segir Dögg en hún á sjálf að baki heimildar- myndina Sodade. „Ég gerði mynd um frænku mína sem var ættleidd til Íslands tveggja ára gömul frá Grænhöfðaeyjum. Hún ólst upp á Grundarfirði og þegar við vorum litlar stelpur létum við okkur dreyma um að fara til Grænhöfða- eyja. Þegar hún komst svo í sam- band við blóðmóður sína styrkti Grundarfjörður okkur til fararinn- ar og ég keypti mér ódýra mynda- vél til að fylgjast með frænku minni.“ Dögg hefur líka komið að tón- listarmyndbandagerð og meðal annars leikstýrt myndböndum hljómsveitarinnar Úlpu en mynd- band við lagið Attempted Flight er nú í spilun á Popptíví. „Áður en við hófum að tjá okkur með tónlist og tali í skólanum fengum við það verkefni að búa til hljóðlausar myndir. Þetta var gert til að þjálfa okkur í notkun á myndmálinu og hentaði mér vel þar sem ég ætlaði upphaflega að gerast myndlistar- kona. Hljómsveitarmeðlimir Úlpu hrifust af þessum myndum og það varð svo úr að tvö þeirra breytt- ust í tónlistarmyndbönd.“ thora@frettabladid.is DÖGG MÓSESDÓTTIR Kvikmyndar nú stuttmynd á Barcelona sem byggist á sögu afa hennar á Vestfjörðum. DÖGG MÓSESDÓTTIR: UNG KVIKMYNDAGERÐARKONA Í BARCELONA Vann stuttmyndasamkeppni FRÉTTIR AF FÓLKI ... fá Gunnlaugur Egilsson og Tilman O’Donnell fyrir að auðga dansflóruna á Íslandi með sýn- ingu hér á landi. HRÓSIÐ REYKJAVÍKURNÆTUR > HÖRPU PÉTURSDÓTTUR FINNST ENGINN VERA VERRI ÞÓTT HANN PIPRI Var að spjalla við vinnufélaga um hegðunarmynstur fólks þegar kemur að samböndum og leitinni að mak- anum. Við töluðum meðal annars um hluti eins og fólk sem á of auðvelt með að festa sig í samböndum og er oftar en ekki óánægt með hlutina í lengri tíma áður en það aðhefst. Þó sagði hún mér frá einni vin- konu sinni sem er alveg á hinn veginn og sættir sig ekki við hina minnstu galla. Það fyndna er að þessi kona er farin að nálgast sextugsaldurinn og er enn í fullu fjöri við að njóta þess að komast í kynni við spennandi menn, upplifa hnútinn í maganum og byrja sambönd alveg upp á nýtt. Þau eru þó aldrei varanleg. Innan vinkvennahópsins er hún kölluð „The Runaway Bride“ og það verður að viðurkennast að hún ber nafn með rentu! Hennar skoðun er nefnilega sú að það sé engin ástæða til að vera í sambandi ef blossinn hefur örlít- ið dalað. Já, við erum að tala um tímabilið sem allir þekkja sem „fjórða árið“ eða „The Fearsome Fourth“, þegar við þurfum að ákveða hvort við ætlum að duga eða drepast. Þá sér hún enga ástæðu til að halda áfram að vera í sambandinu því þá er farið að þurfa að hafa fyrir hlutunum, hún stingur því af blákalt og skilur aumingja mennina eftir í sárum sín- um. Hún er búin að vera í tilhugalífinu frá 15 ára aldri og hjá henni er hver dagur hveitibrauðsdagur! Manni finnst nú pínu fyndið að heyra af konu á þess- um aldri sem hefur alls engar áhyggjur af því að vera einmana í ellinni og er greinilega sjálfri sér nóg. Það er einhvern veginn ekki alveg eins og gengur og ger- ist! Ég er ekki alveg viss um hvort ég á að dást að þessari konu eða ekki. Veit ekki hvort það er betra að vera bara ánægð með að vera maður sjálfur og skemmta sér eða hvort maður yrði aldrei sáttur með að hafa ekki tekist að búa til neitt alvöru og „konkret“. Það fer náttúrlega eftir því hvernig fólk er gert og hvaða kröfur það gerir til sjálfs sín og félaga sinna. Auðvitað er spennandi og nauðsynlegt að prófa reglu- lega eitthvað nýtt en það er líka mjög fullnægjandi þegar maður hefur byggt upp eitthvað gegnheilt, vext- irnir í gleðibankanum eru svimandi háir og erfiðið farið að borga sig. Eins og alltaf vil ég meina að hinn gullni meðalvegur sé málið. Ég held að okkar yngri ár séu tilvalin til að kanna og hin seinni til að kunna! Strokubrú›urinF RÉ TT AB LA Ð IÐ /H EI Ð A Lárétt: 2tafl,6ah,8tau,9sól,11ll,12 stika,14etýða,16öl,17rif, 18rim,20ra, 21iður. Lóðrétt: 1hass,3at,4falaðir, 5lll,7hót- elið,10lit,13kýr, 15afar, 16öri,19mu. Þ að virðist vera að létta til hjá stuð- hljómsveit allra lands- manna, Stuðmönn- um. Síðustu mánuðir hafa verið storma- samir hjá sveitinni. Fyrst hætti Ragga Gísla og eftir mikinn þankagang var ákveðið að Idol-stjarn- an Hildur Vala yrði næsta Ragga. Svo fóru Þórður og Egill að sparka í hvorn annan á sviðinu. Nú eru hinsvegar allir orðnir svo góðir vinir að það var ekki úr vegi að halda áfram. Nú berast þær fréttir að hinn eini sanni, Valgeir Guðjónsson, muni skemmta með Stuðmönnum á morgun en sveitin heldur risatónleika í Fjöl- skyldu-og húsdýra- garðinum. Ekki er þó vitað hvort Valgeir sé kominn til að vera eða hvort hann sé bara í svo miklu Versl- unarmannahelgarstuði að hann geti ekki verið án gömlu félag- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.