Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 45
Hér til vinstri má sjá úrvalsliðið fyrir 7. til 12. umferðar Landsbankadeildar karla valið af íþróttafrétta- riturum Fréttablaðsins. FH á flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra en þrír leikmenn koma frá Val. FH-ingurinn Auðun Helgason og Valsmennirnir Guðmundur Benediktsson, Grétar Sigfinnur Sigurðsson og Baldur Aðalsteinsson voru einnig í úrvalsliði fyrsta hluta mótsins sem var valið eftir sjöttu umferðina. FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 Auglýsing um álagningu opinberra gjalda á menn árið 2005 Í samræmi við 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, er hér með auglýst að álagningu opinberra gjalda, þ.m.t. tryggingagjalds og ákvörðun vaxtabóta og barnabóta, á árinu 2005 er lokið á alla menn, sem skatt- skyldir eru samkvæmt framangreindum lögum, sbr. I. kafla laga nr. 90/2003. Álagning gjalda á lögaðila mun liggja fyrir síðar og verður auglýst sérstaklega. Álagningarskrár með gjöldum manna verða lagðar fram í öllum skattumdæmum föstudaginn 29. júlí 2005. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmanni skattstjóra eða öðrum þeim stöðum í hverju sveitarfélagi sem sérstaklega hafa verið auglýstir dagana 29. júlí til 12. ágúst 2005 að báðum dögum meðtöldum. Álagningarseðlar er sýna álögð opinber gjöld 2005, þ.m.t. tryggingagjald, vaxtabætur og barnabætur hafa verið póstlagðir og/eða birtir á þjónustusíðu viðkomandi á vef ríkisskattstjóra. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda á menn, sem tilkynnt hefur verið um með álagningarseðli 2005, þurfa að hafa borist skattstjóra eigi síðar en mánudaginn 29. ágúst 2005. 29. júlí 2005 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi T. Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Allan Borgvardt hæstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins: Vil vinna tvöfalt me› FH í sumar FÓTBOLTI Allan Borgvardt var ásamt Guðmundi Sævarssyni hæstur í einkunnagjöf Frétta- blaðsins í umferðum 7-12 en báðir leika þeir með FH. Sóknarmaður- inn danski var hins vegar oftar valinn maður leiksins og því val- inn bestur af blaðamönnum Fréttablaðsins, rétt eins og í sam- eiginlegu vali fjölmiðla sem KSÍ kynnti í gær. Fréttblaðið tók Allan Borgvardt tali af því tillefni. „Jú, ég hef mjög gaman af því að fá viðurkenningar sem þessar. Það er alltaf gaman að fá viður- kenningu á því sem þú ert að gera,“ sagði Allan. „Sumarið hefur líka verið gott. Við höfum unnið alla okkar leiki í deildinni og liðið er betra en áður. Innkoma leikmanna eins og Tryggva hefur til að mynda haft jákvæð áhrif á sóknarleik liðsins og vera hans þar þýðir að ég fæ stærra svæði til að athafna mig á. Þá eru Jónsi og Óli Palli einnig duglegir að leggja upp mörk og mér hefur fundist að Atli Viðar hafi sýnt mjög góðan leik þegar hann hefur fengið tækifæri með liðinu.“ Líkar vistin vel á Íslandi Þetta er þriðja ár Allans hjá FH-ingum en að eigin sögn bjóst hann aldrei við að vera hér lengur en eitt tímabil. „En sú reynsla sem ég hef öðlast hér er frábær og ég sé alls ekki eftir mínum tíma hér. Mér líkar vistin enn vel,“ sagði Allan. Hugur hans stefnir þó enn í atvinnumennsku í öðrum löndum. „Það eru forréttindi að fá að vera knattspyrnumaður og sérstaklega ef maður fær tækifæri til að leika í mismunandi löndum. Ég bíð enn eftir að fá tækifæri annars staðar og vonandi fæ ég það einhvern tímann. Ég mun svo snúa aftur til Danmerkur þegar það fer að síga á síðari hluta ferilsins þar sem ég mun spila í nokkur ár áður en ég hætti.“ Í keppni við Tryggva Allan segist eiga sín markmið í íslenska boltanum og eitt af því er að vinna bikarkeppnina, sem FH hefur aldrei tekist. Liðið hefur þrívegis komist í úrslit, árin 1972, 1991 og 2003, en aldrei fagnað sigri. „Okkar möguleiki í ár er mjög góður enda erum við með frábært lið. Það er takmarkið að vinna bikarkeppnina og deildina reyndar líka.“ Þá hefur hann aldrei orðið markahæsti maður mótsins en undanfarin tvö ár hefur hann skorað átta mörk hvort tímabilið – rétt eins og hann hefur gert nú en þó eru enn sjö leikir eftir af tíma- bili FH. Hann á í harðri sam- keppni við félaga sinn Tryggva Guðmundsson, sem hefur skorað níu mörk, og segir Allan að ákveð- in samkeppni ríki milli þeirra - en vitanlega sé allt á góðu nótunum. En ef Allan væri í ákjósanlegu færi en Tryggvi „dauðafrír“ skammt undan - myndi hann skjóta sjálfur eða gefa boltann? „Ég held að ef við værum nokkrum mörkum yfir og sigur- inn tryggður myndum við hvorug- ir gefa á hinn í þeirri stöðu,“ segir Allan og hlær. „En við berum báð- ir hag liðsins fyrir brjósti og myndum eflaust gefa boltann í þeirri stöðu ef leikurinn væri jafn og tvísýnn.“ eirikurst@frettabladid.is 4-4-2 Daði Grétar Hafþór Ægir Guðmundur Guðmundur Ben. Auðun Baldur Sig. Borgvardt Jónas Björgólfur Baldur A. LÍKAR VISTIN VEL Allan Borgvardt er nú að leika sitt þriðja tímabil með FH þó svo að hann hafi aldrei ætlað sér að stoppa lengur en í hálft ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Li› 7. til 12. umfer›ar hjá Fréttabla›inu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.