Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 1
Lét klippa sig fyrir
Eastwood-myndina
JÓEL SÆMUNDSSON
▲
FÓLK 50
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
SKÝJAÐ MEÐ KÖFLUM norðan til,
annars þungbúnara. Dálítil súld af og til
með vestanverðu landinu. Hiti 10-20 stig,
hlýjast austan og norðaustan til.
VEÐUR 4
FÖSTUDAGUR
29. júlí 2005 - 203. tölublað – 5. árgangur
Keflavík jafnaði Evrópumetið
Keflavík er eina íslenska
liðið sem komst áfram í
Evrópukeppnunum þetta
árið og það gerðu Kefl-
víkingar með því að slá út
Etzella frá Lúxemborg með
sex marka mun. Keflavík
vann seinni leikinn 2–0 í
gær. ÍBV datt úr keppni í Fær-
eyjum í gær. Þrír íslenskir
leikmenn fengu að líta rauða
spjaldið í leikjunum í gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR 30
Einn fangaklefi í öllu ríkinu
Ísland hefur stofnað til stjórnmála-
sambands við Túvalú í Kyrrahafi. Það
er eitt minnsta ríki heims.
TÍMAMÓT 26
Villikettirnir í stuði
Davíð Þór Jónsson fetar nýjar brautir.
Hann er einn af texta- og lagahöfund-
um barnaplötunnar Villikettir sem kom
út fyrir skemstu.
Hann segir ekki ólík-
legt að bók um Villi-
kettina bætist við fyrir
jólin en hann vildi þó ekki
staðfesta það.
TÓNLIST 40
Í MIÐJU BLAÐSINS
● matur ● tilboð ALVÖRU HERMANNAKLIPPING
▲
VEÐRIÐ Í DAG
Besti ferðafélaginn
Ferðataskan
í sumar
Léttur öllari
Búist við 10.000 í Eyjum:
Hátt í 3.000 nú
flegar komnir
VERSLUNARMANNAHELGI Hátt í þrjú
þúsund manns voru komin til
Vestmannaeyja þegar blaðið var
sent í prentun í gærkvöld, en búist
er við 8-10.000 gestum þar um
helgina. Allt hefur þó farið vel
fram.
„Þetta eru allt saman góðir
krakkar sem eru komnir,“ sagði
lögreglumaður í Eyjum sem rætt
var við í gær. „Það er ekkert að
gera hjá okkur.“ Mjög gott veður
var þar í gær.
Á Akureyri hefur fólk einnig
verið að tínast í bæinn, en einnig
er búist við miklu fjölmenni þar.
Verið var að setja upp tívolí á
hafnarbakkanum þar í gær.
- grs
VIÐSKIPTI Hagnaður fjármálafyrir-
tækjanna fimm var tæpir 80 millj-
arðar á fyrstu sex mánuðum árs-
ins og hefur hagnaður fyrirtækj-
anna aldrei verið meiri. Á sama
tíma í fyrra högnuðust fjármála-
fyrirtækin um samtals 11 millj-
arða króna. KB banki hagnast
mest, um tæpa 25 milljarða króna.
Burðarás kemur næstur með 24,5
milljarða króna hagnað.
Aukinn hagnað fjármálafyrir-
tækjanna má rekja til umsvifa-
meiri rekstrar þeirra, bæði hér á
landi og erlendis. Hagnaður af
sölu eigna, gengishagnaður af
eignum í öðrum félögum, auknar
vaxtatekjur vegna mikillar út-
lánaaukningar og auknar tekjur
vegna fyrirtækjaverkefna skýra
hagnað fjármálafyrirtækjanna að
stórum hluta.
Heildareignir bankanna nema
tæpum 4.300 milljörðum króna og
er KB banki með mestu eignirnar,
1.900 milljarða. Eignaaukning
bankanna skýrist að mestu leyti af
kaupum þeirra á erlendum bönk-
um, bæði á Norðurlöndunum og í
Bretlandi. Sífellt stærri hluti af
tekjum bankanna kemur frá út-
löndum og stendur KB banki þar
fremst en 70 prósent af tekjum
bankans koma frá útlöndum á
fyrstu sex mánuðum ársins.
-dh/ Sjá síður 24-25
Heildareignir bankanna eru tæpir 4.300 milljarðar króna:
Hagnast um flrjá milljar›a á viku
ÞJÓÐHÁTÍÐARSTEMNING Í DALNUM Mikið var komið af fólki í Herjólfsdal í gærkvöldi og eins og sjá má vantar ekki þjóðhátíðarstemning-
una. Auk gesta í dalnum er einnig mikið um að gestir tjaldi í húsagörðum hjá innfæddum Eyjamönnum.
Síminn seldur á
66,7 milljar›a króna
firjú tilbo› bárust í Símann, öll frá innlendum fjárfestum. Forsætisrá›herra
segir söluna styrkja stö›u ríkissjó›s. Hægt ver›i a› rá›ast í verkefni á svi›i
velfer›ar- og samgöngumála.
EINKAVÆÐING „Það liggur alveg
ljóst fyrir að eftir þessa sölu get-
um við gert hluti sem við annars
hefðum ekki getað gert á sviði
samgöngumála, heilbrigðismála
og á sviði atvinnuþróunar og ann-
arra mikilvægra samfélagsmála,“
sagði Halldór Ásgrímsson forsæt-
isráðherra í gær eftir að ljóst var
að hæsta tilboð í Símann hljóðaði
upp á 66,7 milljarða króna.
Þrjú tilboð, sem alls sautján
fjárfestar stóðu á bak við, bárust í
Símann. Voru tilboðin opnuð á
Hótel Nordica í gær að viðstödd-
um bjóðendum og fulltrúum fjöl-
miðla. Exista, fjárfestingarfélag
undir stjórn Lýðs og Ágústs Guð-
mundssonar, kenndra við Bakka-
vör, KB banki, fjórir lífeyrissjóð-
ir, MP Fjárfestingarbanki og félag
í eigu Skúla Þorvaldssonar voru
með hæsta tilboðið. Hópur undir
forystu Burðaráss bauð sextíu
milljarða en lægsta tilboð kom frá
Atorku Group og fleiri aðilum og
hljóðaði upp á 54,7 milljarða.
Jón Sveinsson, formaður einka-
væðingarnefndar, sagði að menn
hefðu vandað sig vel og ferlið
hefði verið gagnsætt og trúverð-
ugt. Hann var ánægður með nið-
urstöðuna. Síminn yrði að öllum
líkindum kominn undir stjórn
nýrra eigenda fyrir lok ágúst.
„Þetta kom mér ekki beint á
óvart. Þetta er mjög viðunandi til-
boð og ekki fjarri því sem ýmsir
sérfræðingar um markaðinn hafa
verið að spá,“ sagði Geir Haarde
fjármálaráðherra. Margir aðilar
hefðu verið á bak við tilboðin þótt
aðeins þrjú hefðu borist.
Erlendur Hjaltason, fram-
kvæmdastjóri Exista, sagði að
þátttaka lífeyrissjóðanna tryggði
aðkomu stórs hluta fólks í landinu,
en lífeyrissjóðirnir eignast sam-
anlagt 21 prósents eignarhlut. Síð-
ar myndi hlutur KB banka verða
seldur almenningi áður en Síminn
yrði skráður í Kauphöllina. Hann
vildi ekki tilgreina hvenær það
yrði né á hvaða kjörum fólki byð-
ist hlutabréf í Símanum.
Erlendur vildi ekki svara
spurningum varðandi hugsanleg-
ar breytingar á rekstri og yfir-
stjórn Símans. Allar slíkar yfir-
lýsingar biðu þangað til nýir eig-
endur tækju við og rætt hefði ver-
ið við starfsfólk.
- bg/- jh/Sjá síðu 4 og 24
JÓN GUNNAR ÞÓRÐARSON
Ljóstrar upp
fjölskylduleyndarmáli
HAGNAÐUR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
Á FYRSTU SEX MÁNUÐUM ÁRSINS*
KB banki 24.766
Burðarás 24.500
Landsbanki 11.103
Íslandsbanki 10.557
Straumur 7.630
Samtals: 78.556
*Í milljörðum króna
Könnun veldur deilum:
Vi›kvæmar
uppl‡singar
AKUREYRI Í ítarlegri lífskjararann-
sókn sem IMG Gallup gerði fyrir
bæjaryfirvöld á Akureyri má lesa
margvíslegar niðurstöður. Í niður-
stöðunum eru upplýsingar sem
sumir telja viðkvæmar og vakið
hafa deilur á Akureyri.
Á meðal þess sem finna má í
niðurstöðunum er að aðeins 5,6
prósent kjósenda Framsóknar-
flokksins á Akureyri hafa há-
skólapróf en 35,2 prósent kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri segir það geta orkað
tvímælis að stjórnmálaskoðunum
fólks sé blandað í rannsókn af
þessu tagi. Sjá síðu 10
M
YN
D
/T
RY
G
G
VI
M
ÁR
S
Æ
M
U
N
D
SS
O
N
BÆJARSTJÓRI AKUREYRAR Kristján Þór
Júlíusson segir könnunina geta orkað
tvímælis.