Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 10
Á RÆKJUVEIÐUM Flæmski rækjuveiðimað-
urinn Stefaan Hancke sést hér að störfum
við strönd Norðursjávar við Oostduinkerke
í Belgíu í gær. Þar er hefð fyrir því að
stunda rækjuveiðar af hestbaki.
10 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
KÖNNUN Í ítarlegri lífskjararann-
sókn sem IMG Gallup fram-
kvæmdi á Akureyri og á höfuð-
borgarsvæðinu í vor, að ósk
bæjaryfirvalda á Akureyri, má
lesa margvíslegar niðurstöður
og ef svör eru samkeyrð má fá
enn fleiri og nákvæmari upplýs-
ingar.
Margar gagnlegar og lítt um-
deildar upplýsingar er að finna í
niðurstöðunum sem bæjaryfir-
völd á Akureyri geta notað við
uppbyggingu bæjarins, bæjar-
búum öllum til hagsbóta, en þar
er einnig að finna upplýsingar
sem sumir telja viðkvæmar og
vakið hafa deilur á Akureyri.
Þar á meðal eru upplýsingar
sem bæjaryfirvöld á Akureyri
lögðu ekki upp með að kanna
sérstaklega en fylgja með í
pakkanum sem bakgrunnsbreyt-
ur sem notaðar voru við rann-
sóknina. Ein slík bakgrunns-
breyta er spurning númer 58 en
þar eru Akureyringar spurðir
hvaða flokk eða lista þeir hefðu
kosið í vor ef gengið hefði verið
til kosninga á þeim tíma sem
könnunin var framkvæmd.
Í endanlegri skýrslu sem
IMG Gallup afhenti bæjaryfir-
völdum á Akureyri eru svör við
þeirri spurningu keyrð saman
við svör við öðrum spurningum
og þá má meðal annars sjá að
nær helmingur stuðningsmanna
Sjálfstæðisflokksins á Akureyri
er með 300 þúsund krónur eða
meira í mánaðarlaun. Fjöl-
skyldutekjur 60 prósenta fylgis-
manna Sjálfstæðisflokksins eru
hærri en 550 þúsund krónur á
meðan fjölskyldutekjur 8,6 pró-
senta stuðningsmanna Vinstri
grænna eru hærri en 550 þús-
und krónur.
Fylgismenn Sjálfstæðis-
flokksins á Akureyri er frekar
að finna á meðal þeirra sem búið
hafa lengi á Akureyri á meðan
stór hluti stuðningsmanna Sam-
fylkingarinnar á fremur stutta
búsetu á Akureyri að baki.
Aðeins 5,6 prósent kjósenda
Framsóknarflokksins á Akur-
eyri hafa háskólapróf en 35,2
prósent kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins hafa slíkt próf. Hátt í
þriðjungur kjósenda Samfylk-
ingarinnar hefur einungis
grunnskólapróf.
Ýmsar fleiri slíkar upplýs-
ingar má lesa úr rannsókninni,
svo sem aldurs- og kynja-
samsetningu fylgismanna flokk-
anna og í hvaða hverfum á
Akureyri þeir búa. Bæjaryfir-
völd á Akureyri hafa einnig í
höndum sambærilegar upplýs-
ingar varðandi íbúa höfuðborg-
arsvæðisins.
kk@frettabladid.is
edda.is
Kortabók Íslands
– ómissandi í bílinn!
Kortabók Máls og menningar er sniðin að þörfum þeirra
sem ferðast um Ísland. Landinu er skipt upp í 60 korta-
síður og er gott yfirgrip á milli þeirra sem gerir notkun
bókarinnar mjög þægilega. Einnig eru í bókinni 38
ómissandi kort af Reykjavík og öðrum þéttbýlisstöðum.
Aftast í bókinni er ítarleg skrá yfir rúmlega 9.000 örnefni
og 2.000 götur á höfuðborgarsvæðinu. Bókin var útnefnd
besta kortabók heims árið 2000 og hefur síðan verið
vinsælasta kortabók á Íslandi. Bókin er í stöðugri vinnslu
og er uppfærð á hverju ári!
Söfn – Sundlaugar – Tjaldstæði – Golfvellir –
Bensínstöðvar – Tíðnisvið útvarps – Veðurstöðvar –
Vegalengdatafla ofl.
Ný útgáfa
500 kr.
afsláttur
Ef þú skilar inn
eldri Kortabók
í næstu bókabúð
2. sæti
Almennt efni
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
20.–26. júlí
Eldfimar uppl‡singar í
umdeildri lífskjararannsókn
Ni›urstö›ur lífskjararannsóknar sem IMG Gallup framkvæmdi á Akureyri og á höfu›borgarsvæ›inu í vor
hafa vaki› deilur. Út úr fleim má lesa laun fylgismanna stjórnmálaflokkanna, menntun og í hva›a hverfum
fleir eru búsettir. Bæjaryfirvöld á Akureyri hafa í höndum sambærilegar uppl‡singar var›andi Reykvíkinga.
SKIPTAR SKOÐANIR Á AKUREYRI Akureyringar hafa flestir hverjir fagnað þeim niðurstöðum rannsóknarinnar sem þegar hafa verið kynntar opinberlega en nokkrar niðurstöður, sem
bæjaryfirvöld hafa enn ekki kynnt, hafa vakið deilur.
KÖNNUN Guðbjörg Andrea Jónsdótt-
ir, rannsóknarstjóri hjá Gallup,
segir að um nafnlausa könnun hafi
verið að ræða og bæjaryfirvöld á
Akureyri geti því ekki séð hvaða
einstaklingar standi að baki svörun-
um. „Það var tekið tilviljunarkennt
úrtak og farið eftir öllum reglum
um persónuvernd,“ segir Guðbjörg.
Þórður Sveinsson, lögfræðingur
hjá Persónuvernd, segist ekki vita
til þess að kvörtun
hafi borist vegna
þessarar tilteknu
könnunar. „Ef kann-
anir eru nafnlausar er
ekki hægt að rekja
upplýsingar sem
aflað er með könnun-
um til einstaklinga og
þá reynir ekki á lög um persónu-
vernd,“ segir Þórður. - kk
Nafnlaus könnun:
Svörin ekki rakin
Gagnrýni varaþingmanns:
Bæjaryfirvöld á gráu svæ›i
STJÓRNMÁLASKOÐANIR Kristján Þór
Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri,
segir það geta orkað tvímælis að
stjórnmálaskoðunum fólks sé
blandað í rannsókn sem fjármögn-
uð er af bæjaryfirvöldum. Segir
hann tilganginn með spurning-
unni um hvaða flokk eða lista fólk
hefði kosið, ef gengið hefði verið
til kosninga þegar könnunin var
gerð, hafa verið að varpa skýrara
ljósi á ýmsar aðrar gagnlegar
upplýsingar sem ætlunin var að
ná fram.
„Bæjarstjórn Akureyrar hefur
í þrígang gert lífskjarakannanir.
Meðferð þeirra upplýsinga sem
þar hafa komið fram hefur alltaf
verið með sambærilegum hætti
og á síðasta kjörtímabili voru
bæjarfulltrúar Samfylkingarinn-
ar í meirihlutanum og tóku þátt í
að gera slíkar kannanir. Í ljósi um-
ræðunnar að undanförnu má hins
vegar vel vera að það hafi verið
mistök að hafa þessa spurningu
með en tilgangurinn var alls ekki
að mæla fylgi flokkanna enda hef-
ur bæjarstjórnin ekkert með slík-
ar upplýsingar að gera,“ segir
Kristján.
- kk
Þjónustukannanir í Reykjavík:
Fylgi flokkanna
ekki mælt
REYKJAVÍKURBORG Eiríkur Hjálm-
arsson, aðstoðarmaður borgar-
stjórans í Reykjavík, segir að
borgin geri á tveggja ára fresti
þjónustukannanir þar sem við-
horf borgarbúa til margvíslegra
þjónustu Reykjavíkurborgar séu
könnuð. „Borgaryfirvöld hafa
hins vegar ekki gert könnun þar
sem borin eru saman lífsgæði í
Reykjavík og á Akureyri og borg-
in hefur heldur ekki gert könnun
þar sem spurt er um stjórnmála-
viðhorf borgarbúa. Ef það er sér-
stakt hagsmunamál Akureyringa
að vita pólitíska afstöðu Reykvík-
inga þá er það þeirra mál en borg-
aryfirvöld telja það ekki sitt hlut-
verk,“ segir Eiríkur. - kk
GAGNRÝNI Lára Stefánsdóttir,
Akureyringur og varaþingmaður
Samfylkingarinnar í
N o r ð a u s t u r k j ö r -
dæmi, er ein þeirra
sem gagnrýnt hafa
bæjaryfirvöld á
Akureyri harðlega
vegna lífskjararann-
sóknarinnar. „Það er
gríðarlega alvarleg
staða að Akureyrarbær noti fé
bæjarbúa til að kanna lífskjör og
stöðu stjórnmálaflokka í bænum
og heimti að niðurstöður séu trún-
aðarmál. Hitt er einnig alvarlegt
að sú spurning vaknar hvort
bæjaryfirvöld hafi seilst inn á
grátt svæði hvað varðar upplýs-
ingaöflun og lög um meðferð
persónuupplýsinga,“ segir Lára.
- kk
LÁRA STEF-
ÁNSDÓTTIR
GUÐBJÖRG
ANDREA
JÓNSDÓTTIR
Bæjarstjórinn segir það geta orkað tvímælis að bæjaryfirvöld kanni stjórnmálaskoðanir fólks:
Tilgangurinn ekki a› mæla fylgi flokkanna
BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI Kristján
segir að bæjarstjórnin sem slík hafi
engin not fyrir upplýsingar um fylgi
flokkanna.
AÐSTOÐARMAÐUR BORGARSTJÓRA
Eiríkur segir að Reykjavíkurborg hafi ekki
fjármagnað kannanir þar sem spurt hafi
verið um stjórnmálaskoðanir borgarbúa.