Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 56
44 29. júlí 2005 FÖSTUDAGUR
Sá sorglegi atburður gerðist á
þriðjudag að kettlingurinn Loki
hvarf að heiman. Eigendur hans
eru Sverrir Guðjónsson tónlistar-
maður og Elín Edda Árnadóttir
búningahönnuður en þau vinna
bæði við söngleikinn Annie. „Ég sá
um að þjálfa leikarana í Annie í
söng hérna heima í Grjótaþorpinu
og Loka tókst að heilla alla upp úr
skónum. Það eru því margir sem
sakna hans,“ segir Sverrir.
Litli loðhnoðrinn er aðeins
þriggja mánaða gamall og var ný-
fæddur þegar söngvararnir í Annie
hófu æfingar. „Þegar Fréttablaðið
tók myndir af aðalleikkonunum
fyrir um mánuði síðan voru þær
staddar á æfingu hér hjá mér,“
segir Sverrir. „Þá vorum við nýbúin
að fá Loka og hann var að skottast
um. Stúlkunum fannst hann svo
fallegur að þær gátu ekki sleppt
honum og voru allar með hann á
myndunum með sér.“
Loki er nýlega farinn að fá að
fara út að leika sér og Sverri þykir
líklegast að hann hafi gleymt sér og
farið of langt frá húsinu. „Hann
hefur sennilega ekki ratað heim en
hann er afar gæfur og við erum að
vona að eitthvert barn hafi fundið
hann og tekið með sér heim.“
Sverrir og Elín Edda eru alveg í
öngum sínum vegna missisins.
„Þetta er sérstaklega sárt því við
Elín Edda björguðum Loka frá því
að vera lógað,“ segir Sverrir. „Fólk-
ið sem átti hann var að flytja og gat
gefið systkini hans tvö til Þýska-
lands en enginn vildi taka Loka.
Þegar við fréttum af þessum fannst
okkur við verða að taka hann að
okkur,“ segir Sverrir.
„Við höfum alltaf átt ketti og
eigum annan kött sem er læða og
heitir Loppa. Hún var nú ekkert
sérstaklega hrifin af Loka fyrst,
var pirruð á honum og hvæsti.“
Sverrir segir sambúðina þó hafa
verið farna að ganga betur og vill
hvetja alla sem eiga leið um Grjóta-
þorpið og nágrenni að hafa augun
opin fyrir Loka litla. „Hann er
dökkgrár og einlitur en þó með ljós-
grárri hár á bakinu. Hann er smár
vegna ungs aldur og er ekki með
ól.“
Ef einhver sér Loka er sá hinn
sami vinsamlegast beðinn um að
láta Sverri og Elínu Eddu vita, en
þau búa á Grjótagötu 6 og eru í
síma 551-5802. ■
Annie-kötturinn týndur
LOKI OG SOLVEIG Hér sést litli kettlingurinn hann Loki í fanginu á Solveigu sem leikur
Annie í samnefndum söngleik.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Shar Jackson, barnsmóðir KevinsFederline, tilkynnti í New York
Post fyrir nokkrum dögum að Kevin
hefði ekki mætt í fyrsta afmæli
sonar þeirra, Kaleb. „Dagurinn leið
og hann hvorki kom í heimsókn,
sendi gjöf né hringdi,“
sagði leikkonan Shar.
Hún hefur sést á
stefnumótum með
leikstjóranum Quentin
Tarantino undanfarið
en hann var ekki
heldur sjáanlegur í af-
mælisveislunni.
Kevin er hins vegar
eins og flestir vita
kvæntur popp-
prinsessunni
Britney Spears.
Íöðrum fréttumaf Kevin og
Britney þá voru
þau í mynda-
töku fyrir Inter-
view-tímaritið
nýlega. Þar
brugðu þau sér
í hlutverk há-
stéttarfólks og
þjóna. Kevin
sagði í viðtali
áður en blaðið
kom út að for-
síða þess yrði
sennilega tvöföld svo hjónin fengju
bæði sitt pláss á henni. En þegar
blaðið kom út voru þau ekki einu
sinni á forsíðunni og Britney varð al-
veg brjáluð. „Þetta er fáránlegt, við
hefðum alveg eins getað sleppt
þessu!,“ sagði Britney bálreið.
Pete Doherty, söngvari Baby-shambles, var laminn í götu-
slagsmálum í síðustu viku. Söngvar-
inn, sem er þó mun frægari fyrir að
vera kærasti Kate Moss, er vegna
atviksins á síðasta sjéns hjá fyrirsæt-
unni fögru. „Ég elska
Pete ennþá en ég
þoli ekki þessa óút-
reiknanlegu hegð-
un,“ er haft eftir
Moss. „Það er ekki
eins og ég sé sautján
ára og bara að
leika mér. Ég
er fullorðin
kona og hef
skyldum að
gegna.“
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það hefur valdið okkur áhyggjum
hversu mikið kæruleysi ríkir í kyn-
lífinu hér á landi. Smokkanotkun
hefur farið minnkandi og klamydí-
an breiðist hratt út,“ segir Jón Þór
Þorleifsson í Samtökunum ‘78 en
átakinu „Notum smokkinn“ var
hrint af stað í gær. „Ég tók eftir því
í London að smokkum er dreift
ókeypis á skemmtistöðum samkyn-
hneigðra og því ákváðum við að
kanna hvort ekki væri hægt að gera
slíkt hið sama hér heima. Við byrj-
um að dreifa smokkunum í Gay
Pride göngunni að viku liðinni en
beinum átakinu jafnt að samkyn-
hneigðu, gagnkynhneigðu og tví-
kynhneigðu fólki.“
50.000 smokkum og 25.000 pökk-
um af sleipiefni verður dreift í
Reykjavík á næstu sex mánuðum.
„Það eru tveir smokkar og sleipiefni
í hverjum pakka og þetta kemur til
með að verða stærsta smokkadreif-
ing sem ráðist hefur verið í á Ís-
landi. Skjár einn er helsti styrktar-
aðili átaksins og við hefðum ekki
getað þetta án þess því eins og allir
vita eru smokkar það dýrir að þeir
flokkast nánast undir munaðar-
vöru.“
Ingi Rafn Hauksson frá Alnæm-
issamtökunum fagnar átakinu og
segir það einmitt helsta umkvörtun-
arefni unglinga, þegar samtökin
fara í skólana með fræðslu, hversu
erfitt sé að nálgast smokka hér á
landi og hversu dýrir þeir eru.
Gámur fullur af smokkum er
væntanlegur til landsins á mánu-
daginn en auk þess að dreifa smokk-
unum í Gay Pride göngunni verða
þeir í boði á skemmtistöðum borg-
arinnar. Að verkefninu standa auk
Samtakanna '78 Landlæknisemb-
ættið, Alnæmissamtökin og FSS -
félag samkynhneigðra, tvíkyn-
hneigðra og kynskiptra stúdenta.
Ókeypis smokkar á
skemmtistö›um
NOTA SMOKKINN Jón Þór Þorleifsson í Samtökunum '78 ásamt Gunnhildi Gunnarsdótt-
ur, þáttastjórnanda Djúpu laugarinnar, en þau taka þátt í að dreifa smokkum á Gay Pride.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI