Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.07.2005, Blaðsíða 39
FÖSTUDAGUR 29. júlí 2005 27 „Ætli ég hafi ekki verið sjö ára þegar ég vann mér inn fyrstu launin,“ rifjar Kolbrún Björg- úlfsdóttir myndlistarmaðurinn Kogga upp. „Ég er alin upp aust- ur á fjörðum og þá kom fyrir að fólk tók með sér vinnu heim og hnýtti til dæmis tauma.“ Á línu- veiðum eru taumar bundnir með reglulegu millibili á línuna og við þá eru festir krókar. Starf Koggu fólst í að binda króka á taumana sem síðar var sett beita á. „Þetta var hálfgerð bað- stofuvinna, fjölskyldan sat sam- an og hnýtti á kvöldin,“ segir Kogga. Mér leiddist þetta aldrei því ég sat alltaf á gólfinu fyrir framan viðtækið og hlustaði á leikrit í Ríkisútvarpinu.“ Greitt var fyrir hvert knippi af hnýttum taumum og Kogga segir að það hafi verið hægt að hafa ágætan pening út úr þessu, að minnsta kosti fyrir sjö ára gamla tátu. „Ég gat lagt til hliðar og safnað í sarpinn fyrir gagnfræðiskólann. Svo tók auð- vitað frystihúsið og síldarplanið við eins og hjá flestum,“ segir Kogga sem var ekki nema níu ára þegar hún var komin á kaj- ann og ferjaði þorsk eftir bryggjusporðinum. „Það var ansi erfitt, enda var hlassið oft þungt og ég þurfti að nota alla mína krafta svo börurnar yltu ekki út á hlið og allt færi út um allt.“ Kogga telur að það hafi skipt miklu máli fyrir sig að hafa byrjað að vinna ung. „Ég er ekki í nokkrum vafa að það gerði mér gott.“ ■ DANS DANS DANS Ráðherrar geta líka dansað. Landsmót línu- dansara í ágúst Landsmót íslenskra línudansara verður haldið í fimmta sinn í ár, í þetta sinn á Akranesi. Óli Geir Jó- hannesson hefur stundað línudans í tólf ár. Hann byrjaði að kenna línudansinn ásamt kennslu í sam- kvæmis- og djassdönsum en nú kennir hann eingöngu línudans. Hann verður einn af aðalkenn- urum á Landsmótinu í ágúst ásamt Kate Sala frá Bretlandi sem hann segir einn færasta kennara í heimi. „Við rennum algerlega blint í sjóinn,“ segir Óli Geir um þátt- töku á mótinu en skráningu lýkur 3. ágúst. Í fyrra mættu um 70 þátttakendur á mótið og segir Óli Geir ánægjulegt að sjá að mikil nýliðun er í dansinum en aukinn áhugi virðist vera á honum hjá ungu fólki. „Línudansinn er kominn í flest byggðarlög landsins,“ segir Óli Geir sem telur þó að dansinn sé mun vinsælli úti á landi. „Fólk notar þetta sem afsökun fyrir að hittast,“ segir hann en ekkert verður keppt á Landsmótinu heldur verður einungis dansað frá morgni til kvölds. Íslandsmót og bikarmót eru einnig haldin á hverju ári og segir Óli Geir að keppnin sé alltaf að stækka. Hugmyndir fólks um klæða- burð við þessa iðju eru fastmót- aðar. Kúrekastígvél, gallabuxur og köflótt skyrta. Óli Geir segir engar kröfur gerðar um klæða- burð á mótinu og sé hann með öllu frjáls. Mótið verður haldið 12. til 14. ágúst og hægt er að nálgast upplýsingar um það á www.akra- nes.is. ■ TÖFRAFLAUTAN Tónlistarhátíðin í Salz- burg stendur nú yfir og meðal þess sem berja má augum er sýningin Töfraflautan eftir Wolfgang Amadeus Mozart, en þessi mynd er tekin af æfingu. KOGGA FYRSTA STARFIÐ: KOLBRÚN BJÖRGÚLFSDÓTTIR MYNDLISTARMAÐURINN KOGGA Hn‡tti tauma sjö ára gömul
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.