Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 1
Vi› upptökur á tónlist A Little Trip to Heaven MUGISON ▲ FÓLK 30 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 SKÚRIR SUNNAN OG VESTAN Þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi en fremur skýjað. Hlýtt í veðri með hita á bilinu 12-19 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐUR 4 MÁNUDAGUR 8. ágúst 2005 - 211. tölublað – 5. árgangur Lítil batamerki á leik KR Það voru lítil batamerki á leik KR gegn Íslandsmeisturum FH í Landsbanka- deildinni í gær en leikurinn var sá fyrsti hjá Sigursteini Gíslasyni sem þjálfari KR. FH sigraði örugglega, 2–0. ÍÞRÓTTIR 22 Hættir að leika eftir sex ár Leikarinn Mark Wahlberg ætlar að hætta að leika þegar hann verður fer- tugur, en sex ár eru í það. Ástæðan er sú að hann vill einbeita sér að uppeldi tveggja ára dóttur sinnar, Ella Rae. FÓLK 27 Sérleyfi til manndrápa Um helgina voru sextíu ár liðin frá aðgerð sem löngum hefur verið réttlætt með sérleyfi til manndrápa: loftárás Bandaríkjamanna á Hiroshima sem varð um 240 þúsund manns að bana. Engum dettur í hug að Harry S. Truman hafi verið skrímsli á borð við Maó eða Stalín. SKOÐUN 16 Á ver›launagar› í Gar›abæ ANNA RÓS JÓHANNESDÓTTIR Í MIÐJU BLAÐSINS ● fasteignir ● hús Músíkalskasti maður sem Baltasar hefur hitt ▲ VEÐRIÐ Í DAG FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Gámar fuku í sjóinn Björgunarsveitarmenn á höfu›borgarsvæ›inu og Su›urnesjum sinntu tugum hjálparbei›na í gær. Margt lauslegt tókst á loft en skemmdir voru ekki miklar. Vindur mældist 43 metrar á sekúndu í sterkustu hvi›unum. VEÐUR Þakplötur losnuðu af húsum og vinnupallar tókust á loft þegar strekkingsvindar léku um höfuð- borgarsvæðið og Suðurnesin í gærmorgun. Garðhúsgögn, grill, trampólín og skjólveggir fuku úr görðum og tjaldvagnar færðust úr stað á bílastæðum. Þá losnuðu tveir bátar frá bryggju í Fossvogi og rak á fjörur á Álftanesi. Að líkindum voru þó markverð- ustu áhrif hvassviðrisins þau að tveir gámar fuku af hafnarbakk- anum í Kópavogi og út í sjó. Rak þá upp á Löngusker í Skerjafirði. „Fólk er ekki undir þetta búið á þessum árstíma,“ segir Jón Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Slysa- varnarfélagsins Landsbjargar. Fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum gærdagsins sem hófust um átta leytið á Suður- nesjum og um ellefu á höfuðborg- arsvæðinu. „Menn eru með lausa hluti á byggingasvæðum sem ekki er búið að fergja og því takast þeir á loft þó að vindurinn sé kannski ekki mjög mikill,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík en á hans borð höfðu borist örfáar til- kynningar um fjúkandi hluti. Fréttir af veðrinu fóru misjafn- lega í menn og eru dæmi um að fólk hafi ekki hætt sér út úr húsi. „Það hringdi hingað ung kona því hún náði ekki sambandi við al- mannavarnir. Hún vildi fá upplýs- ingar um hvort henni væri óhætt að fara úr Grafarvoginum suður í Kópavog,“ segir varðstjórinn. Hvassviðrið þurfti ekki að koma nokkrum manni á óvart, því hafði verið spáð og veðurfrétta- menn raunar hvöttu fólk til að huga að lausum munum. Óli Þór Árnason, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir vind í sterkustu hviðunum í gær hafa mælst 43 metrar á sekúndu. Var það um hádegisbil undir Hafnarfjalli. Vindur hafi hins veg- ar verið að jafnaði um 20 metrar á sekúndu. Óli vill ekki ganga svo langt að kalla lægðina fyrstu haustlægðina en neitar því ekki að á henni sé haustbragur. „Ætli síðsumarslægð sé ekki nærri lagi,“ segir hann. bjorn@frettabladid.is GÁMUR DREGINN TIL HAFNAR Tveir gámar fuku af hafnarbakkanum í Kópavogi og út í sjó. Gámana rak upp á Löngusker þangað sem björgunarskip Björgunarfélags Hafnarfjarðar sótti þá. Hjálparsveit skáta í Kópavogi aðstoðaði við að koma gámunum til hafnar. Sjá síðu 6 HOUSTON, AP Áætlað er að geimferj- an Discovery lendi við Canaveral- höfða í Flórída í dag. Áhöfnin lauk undirbúningi sínum fyrir ferðina til jarðar í gærmorgun og æfði lendinguna ítrekað í tölvuhermi. Veðurspáin lofar góðu fyrir lendinguna og hefur ferðin tekist nokkuð vel að mati bæði vísinda- manna hjá NASA og áhafnar ferj- unnar. Mönnum er þó enn í fersku minni Columbia-slysið sem varð þegar geimferjan Columbia var í aðflugi fyrir hálfu þriðja ári. Hún tættist í sundur og tugum tonna af braki rigndi yfir Texas og Louisi- ana. Áhöfn Discovery og íbúar al- þjóðlegu geimstöðvarinnar áttu saman stund áður en Discovery lagði af stað heim á leið til að minn- ast þeirra sem létust í Columbia- slysinu. Undanfarna daga hefur Discovery legið við alþjóðlegu geimstöðina þangað sem hún bar tækjabúnað, vistir og mannskap. Farið var í þrjár geimgöngur og gerðar prófanir á því hvernig bera skal sig að ef laga þarf hitahlífar ferjunnar úti í geimi. Þessi ferð Discovery gengur undir nafninu „Return Flight“, eða „flogið aftur“ og vísar nafnið til þess að ekki hefur verið flogið á geimferju síðan Columbia-slysið varð. - oá Kirkjubæjarklaustur: Sex björgu›ust úr eldsvo›a LÖGREGLUMÁL Sex björguðust þegar eldur kom upp í veiðihúsi við Geirlandsá á fjórða tímanum í fyrrinótt. Var mildi að lög- reglumenn voru í grenndinni og voru þeir fljótir á vettvang en fólkið vaknaði við reykskynjara og flýtti sér út klæðalítið. Húsið er mikið skemmt en þó ekki ónýtt að mati lögreglu en það er í eigu Stangaveiðifélags Keflavíkur. Eldsupptökin eru talin hafa verið frá kolagrilli við annan gafl þess en slökkvistarf gekk greiðlega eftir að slökkvilið kom á staðinn. - aöe Reykhólar: Piltur lést í vélhjólaslysi LÖGREGLUMÁL Ungur piltur á vél- hjóli lést samstundis í fyrrinótt eftir að hjól hans lenti í árekstri við bifreið skammt frá Reykhól- um á Vestfjörðum. Rannsókn slyssins stóð yfir í gærdag en ekki lá ljóst fyrir hverjar orsakir þess voru þegar Fréttablaðið fór í prentun. Var óskað aðstoðar þyrlu Landhelg- isgæslunnar en læknir hafði úr- skurðað piltinn látinn áður en hún kom á vettvang. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á sjúkrahús en reyndist ekki hafa slasast alvarlega. Þetta er fimmtánda bana- slysið í umferðinni á þessu ári. - aöe FIMMTÁNDA BANASLYSIÐ Á ÁRINU Ungur maður lét lífið eftir árekstur vélhjóls hans og bíls sem kom úr gagnstæðri átt. Erfiðri geimför bandarísku geimferjunnar er að ljúka: Discovery kemur til jar›ar í dag GEIMFERJAN DISCOVERY Lendingin var æfð ítrekað í tölvuhermi í gær og veðurspáin lofar góðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.