Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 2

Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 2
2 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR LONDON, AP Bretar fengu aðvörun frá yfirvöldum í Sádi-Arabíu áður en hryðjuverkaárásirnar 7. júlí voru gerðar. Sádi-Arabar höfðu þá látið rekja símtöl hátsettra al- Kaída liða og komust að því að mörg símtöl höfðu verið hringd til Bretlands. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Observer. Nú stendur yfir rannsókn á símtölum frá Kareem al-Majati, sem talinn er vera einn höfuð- paura al-Kaída í Sádi-Arabíu, þar sem kannað er hvort hann hringdi sjálfur beint í höfuðpaur árás- armannanna í Lundúnum. Einn starfsmaður öryggislögreglu Sádi-Arabíu tjáði The Observer að símtölin frá al-Majati hefðu gefið til kynna að al-Kaída væri að ráð- leggja árásir í Bretlandi mörgum vikum fyrir 7. júlí. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu bjuggu þó ekki yfir neinum nákvæmum upplýsingum um stund og stað árásanna né heldur með hvaða hætti þær yrðu. Þessar fregnir eru líklegar til þess að kastljós rannsakenda beinist nú frá Pakistan og í aukn- um mæli að Sádi-Arabíu, sem einmitt er föðurland Osama Bin- Laden, leiðtoga hryðjuverkasam- takanna al-Kaída. - oá Ný skýrsla Alþjóðasamtaka evrópskra flugfélaga: Icelandair óstundvísasta flugfélagi› FLUG Icelandair er óstundvísasta flugfélag innan Evrópu að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóða- samtaka evrópskra flugfélaga. Þar var borin saman stundvísi 27 flugfé- laga og var Icelandair í því neðsta. „Þetta kom til af fáum löngum töfum vegna bilana og veldur því að við súrrum niður þennan lista,“ seg- ir Guðjón Arngrímsson upplýsinga- fulltrúi Icelandair. Meðal annars hafi sólarhringstöf vegna bilunar í flugi til San Fransisco leitt til þess að nokkra daga tók að vinna töfina upp í leiðakerfi flug- félagsins og það telji drjúgt í svona tölfræði. „Við höfum staðið okkur ljómandi vel gegnumsneitt í þessum samanburði sem gerður er til að félögin viti hvar þau standa,“segir Guðjón en skýrslan er unnin á grundvelli talna sem flugfé- lögin sjálf senda inn. Icelandair hefur verið aðili að Alþjóðasam- bandi flugfélaga og Evrópusam- bandi flugfélaga í mörg ár og sjá þau um að birta ýmsa tölfræði í hverjum mánuði. Guðjón telur ólíklegt að þessar niðurstöður hafi nokkur áhrif á ímynd eða starfsemi fyrirtækisins enda veki þær enga athygli nema á Íslandi. - sgi Voru tólf tímum frá flví a› kafna í kafbát Áhöfn rússneska smákafbátsins AS-28 var bjarga› í gær. Kafbáturinn lá á 190 metra d‡pi í flrjá daga. Skipstjóri kafbátsins sag›i sér lí›a ágætlega flegar hann var kominn í land. Pútín hefur ekkert tjá› sig um slysi›. RÚSSLAND, AP Björgun rússneska smákafbátsins AS-28 tókst giftusamlega í gær og bjargað- ist öll sjö manna áhöfnin. Hann var dreginn að landi til borgar- innar Petropavlosk á Kamtja- skaskaga snemma í gærmorgun. Kafbáturinn festist í netum og neðansjávarloftneti sem not- að er til að fylgjast með skipa- umferð um svæðið á fimmtu- daginn og því voru sjómennirnir sjö fastir á hafsbotni í heila þrjá daga. Aðstæðurnar í kafbátnum voru heldur hráslagalegar og hitastigið ekki nema rétt um fimm gráður. Sjómönnunum var sagt að klæðast hitagöllum og liggja og reyna að anda eins létt og þeir gátu sem þeir og gerðu meðan þeir biðu á milli vonar og ótta meðan björgunarmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að bjarga þeim í kappi við tímann enda er talið að súrefnisbirgðir kafbátsins hefðu ekki dugað nema rétt um hálfan sólarhring í viðbót. Vyatsjeslav Milasjevskí, 25 ára gamall skipstjóri kafbátsins, stóð lengi stoltur við landgang- inn og heilsaði að hermannasið eftir að kafbáturinn hafði verið dreginn í land. Mátti þó greina bros á annars fölu andliti hans. Þegar blaðamenn spurðu hann svo hvernig honum liði var svar- ið stutt og laggott: „ágætlega“. Eftir mikla fagnaðarfundi við fjölskyldur sínar var áhöfnin flutt á spítala þar sem ástand þeirra var kannað. Eiginkona skipstjórans sagðist bæði hafa grátið og dansað af gleði þegar fréttist af giftusamlegu björg- uninni. Breskur Super-Scorpio kaf- bátur, sem er fjarstýrður, var notaður til þess að skera á loft- netið og netadræsurnar sem héldu AS-28 pikkföstum á strandstað. Sergei Ivanov, varn- armálaráðherra Rússlands, þakkaði í kjölfar björgunarinn- ar breskum og bandarískum björgunarmönnum fyrir veitta aðstoð. Hann sagði þá hafa gengið hratt og örugglega til verks og sýnt mikla fag- mennsku. Athygli og gagnrýni hefur vakið að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur nær ekkert tjáð sig um málið. oddur@frettabladid.is DANMÖRK LÍK Í ÓÐINSVÉÁ Lík óþekkts manns fannst á reki í ánni sem rennur gegnum miðja Óðinsvé á sunnudag. Lögreglan í Óðinsvé- um rannsakar málið sem grun- samlegt dauðsfall en ekki er ljóst hvort um morð, sjálfsmorð eða slys er að ræða. ELDUR Í GRUNNSKÓLA Nemend- ur grunnskólans í Taastrup í Dan- mörku fá ekki lengra sumarfrí en vanalega þrátt fyrir að skólinn hafi nær brunnið til kaldra kola í gær. Á tímabili var eldurinn það mikill að erfiðlega gekk að ná stjórn á honum og logaði eldurinn glatt í þrjá tíma. Skólasetning verður stundvíslega 15. ágúst. Árekstur á Þingvöllum: firír fluttir á sjúkrahús LÖGREGLUMÁL Þrír voru fluttir á sjúkrahús á Selfossi eftir harðan árekstur fólksbíls og vörubíls á Þingvöllum um miðjan dag í gær. Meiðsl þeirra eru þó ekki lífs- hættuleg. Orsakir slyssins eru ókunnar en áreksturinn var harður og skemmdist fólksbíllinn mikið. Ökumann vörubílsins sakaði ekki og vildi hann enga aðhlynningu eftir áreksturinn. Vörubíllinn er lítið skemmdur. - aöe NOREGUR ÁHÖFN UNDIR ÁHRIFUM Allri áhöfn ferju sem gengur milli Molde og Sekken í Noregi hefur verið sagt upp störfum. Áhafnar- meðlimirnir þrír mældust allir með of hátt alkóhólmagn í blóð- inu þegar lögreglan mældi þá í gær en þeir höfðu þá þegar farið eina ferð milli eyjanna þann dag- inn. FLEIRI SJÁLFSMORÐ EN TALIÐ VAR Tvöfalt fleiri Norðmenn fremja sjálfsmorð meðan á sál- rænni meðferð stendur en kemur fram í skýrslum sjúkrahúsa segir tímaritið Aftenposten. Talið er að milli 30 og 40 manns hafi framið sjálfsmorð fyrsta hálfa árið eftir innlögn á geðdeild eða meðan á meðferð stóð. SPURNING DAGSINS Gunnar, flurfi› fli› ekki a› finna ykkur eitthva› anna› a› gera? Það er nú það sem ég óttast minnst í mínu starfi að hafa lítið að gera. Unnið er að þróun bóluefnis gegn flensu. Gunn- ar Ingi Gunnarsson er heimilislæknir í Árbænum. Hryðjuverkamaður handtekinn: Fannst í Sambíu LONDON Haroon Rashid Aswat, sem grunaður er um aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum fyr- ir mánuði var handtekinn við komuna til Englands í gær. Hann fannst í Afríkuríkinu Sambíu en hans hefur verið leitað víða um heim undanfarnar vikur. Breskir rannsóknarlögreglu- menn segja að Aswat sé grunaður um að hafa þjálfað sjálfsmorðs- sprengjumennina sem sprengdu sjálfa sig í loft upp og auk þess átt þátt í að skipuleggja árásirnar. Aswat er fæddur í Bretlandi og er breskur ríkisborgari. ■ Líkamsárásin í Keflavík: Enginn lengur í var›haldi LÖGREGLUMÁL Mennirnir sex sem lögreglan í Keflavík handtók að- faranótt laugardagsins vegna lík- amsárásar fyrir utan skemmti- staðinn Traffic hafa allir verið látnir lausir en formlegri rann- sókn er þó ekki lokið. Sexmenningarnir lentu í átök- um við hóp varnarliðsmanna með þeim afleiðingum að slegið var til eins þeirra með brotinni bjór- flösku. Hlaut sá nokkur skurðsár. Fimm Íslendingar og einn erlend- ur ríkisborgari voru handteknir í kjölfarið. Þeir eru nú allir lausir úr varðhaldi. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR TEKINN Á 176 KM HRAÐA Lög- reglan á Selfossi stöðvaði mann á Þorlákshafnarvegi á 176 kíló- metra hraða í gær. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum enda hámarkshraði á veginum 90 kílómetrar. HRAÐAKSTURINN SMITANDI Átján aðrir ökumenn í sama um- dæmi voru einnig stöðvaðir vegna hraðaksturs. Einnig var för eins ölvaðs ökumanns stöðvuð áður en hann komst af stað. ENGIN ÁHRIF Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, telur niðurstöð- ur skýrslunnar engin áhrif hafa á ímynd eða starfsemi fyrirtækisins. STRÆTISVAGNINN SEM SPRAKK VIÐ TAVISTOCK SQUARE Kastljós rannsakenda beinist nú frá Pakistan til Sádi-Arabíu í kjölfar frétta frá yfirvöldum þar. Hryðjuverkaárásirnar á Lundúnir líklega skipulagðar í Sádi-Arabíu : Sádar a›vöru›u Breta VYATSJESLAV MILASJEVSKÍ Skipstjóri kafbátsins heilsaði stoltur að hermannasið við kom- una til Petropavlosk. LÖGREGLUFRÉTTIR BÍLSLYS Í GRÍMSNESI Vörubíll og fólksbíll skullu saman á veginum við Brú í Grímsnesi um klukkan tvö í gær. Ökumaður vörubílsins var einn í bílnum og slapp með skrámur en fjórar konur voru í fólksbílnum og voru þær fluttar á spítala til aðhlynningar. Þá var einn færður til yfirheyrslu eftir húsleit á Selfossi í gær en hjá honum fundust tíu töflur sem eru taldar vera E-töflur. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og er málið í rannsókn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.