Fréttablaðið - 08.08.2005, Page 19

Fréttablaðið - 08.08.2005, Page 19
MÁNUDAGUR 8. ágúst 2005 Ekki gott að mála eftir að fellur á MARGIR KEPPAST VIÐ AÐ MÁLA ÞÖK SÍN ÞESSA DAGANA EN ÞEIR MEGA GÆTA SÍN Á RAKANUM Í LOFINU SEM LÆÐIST AÐ SÍÐDEG- IS OG GETUR EYÐILAGT ALLT. ÞAÐ GETUR KOSTAÐ ÁFALLAHJÁLP. „Það er hætt við viðloðunarbresti milli nýju málningarinnar og þeirr- ar gömlu ef málað er eftir að fell- ur á. Það getur þýtt að málningin fjúki af í næsta roki,“ segir Marías Guðmundsson, málarameistari hjá Málar ehf. og telur ekkert vit að mála þök eftir klukkan sex á þess- um árstíma. „Menn verða að var- ast það,“ segir hann. „Annars geta menn lent í stórum skaða. Ég tala nú ekki um ef raki hefur lokast á milli laga, þá þenst hann út í næsta frosti og ryður málningunni af sér.“ Spurður hvor einhver mun- ur sé á olíumálningu og vatns- málningu að þessu leyti segir hann: „Ef þakið er orðið rakt er skaðinn skeður því málningin sem kemur ofan á er það mikið þéttari en gufan sem er undir að það lokar vatnið inni á milli. Eflaust á vatnsmálning hægara með að samlagast rakanum en þó er sú hætta fyrir hendi að hún nái ekki nægilegri fótfestu.“ Marías segir allt annað uppi á teningnum fyrri part sumars, í maí, júní og fram í júlí sé hægt að vera lengur að. „En í september er þetta bara á tímanum frá klukkan 10 til 2.30 sem hægt er að mála þök,“ segir hann ákveðinn. Þ p Fossaleyni 8 · 112 Reykjavík Sími 577 2050 · www.formaco.is Gluggar 10 ára ábyrgð Þessi ætlar að drífa sig að klára með- an sól er enn hátt á lofti og engin hætta á áfalli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.