Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 70

Fréttablaðið - 08.08.2005, Side 70
„Leikmenn eru of mikið að horfa á og bíða eftir að einhver annar taki ákvörðun. Við áttum að ná stjórn á leiknum þegar við komumst yfir og tíu mínútur voru eftir en það bara gerðist ekki. Við erum ekki nægilega ákveðnir í að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn er í okkar teig og ég er mjög ósáttur við það,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn. Þórarinn Kristjánsson skoraði fyrsta mark leiksins gegn sínum fyrrverandi samherjum. „Maður er vanur að spila hérna og það er alltaf gaman. Við erum mjög sátt- ir við að fá stig úr þessum leik og það var gott að ná að jafna undir lokin,“ sagði Þórarinn eftir leikinn en hann sýndi ágætis takta á köflum í gærkvöld. - egm 8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR22 FÓTBOLTI „Mér fyndist það nú slæmt ef tvö mörk frá varnarmönnum myndu ekki duga til sigurs, en því betur gekk það eftir að þessu sinni,“ sagði Freyr Bjarnason, vinstri bakvörður FH, en hann og Auðun Helgason sáu um að skora mörkin fyrir FH sem lagði KR 2-0 í Kaplakrika í gærkvöld. Sigursteinn Gíslason var að stýra liði KR í fyrsta skipti í gær, og gerði hann töluverðar breyting- ar á liðinu frá síðustu leikjum. Arnar Gunnlaugsson var í byrjun- arliðinu í fyrsta skipti í langan tíma en hann hefur verið meiddur, og svo komu Dalibor Pauletic og Gunnar Einarsson inn í liðið. FH byrjaði leikinn betur og sótti stíft fyrstu mínútur leiksins. KR komst svo inn í leikinn en náði ekki að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri. Helst var það Arnar Gunnlaugsson sem var áberandi í sóknarleik KR. Mikil barátta einkenndi leikinn og eftir harða tæklingu þurfti Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, að yfirgefa völlinn. Heimir og Bjarni Þorsteinsson skullu þá sam- an, en Bjarni er nýbyrjaður að leika aftur með KR eftir meiðsli. Á 34. mínútu náði Auðun Helga- son svo að skora eftir sendingu Jóns Þorgríms Stefánssonar frá hægri, og átii Auðun ekki í neinum vandræðum með að skalla knött- inn í netið. Eftir þetta reyndu leik- menn KR að jafna leikinn fyrir leikhlé, en náðu ekki að ógna marki FH að neinu ráði. Síðari hálfleikurinn byrjaði líkt og svo fyrri, með þungri sókn FH. Varnarmenn KR náðu að bjarga á síðustu stundu í þrígang á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks, en á 64. mínútu tókst FH-ingnum Frey Bjarnasyni skora með skalla af stuttu færi. FH hafði svo góð tök á leiknum alveg til loka og unnu sannfærandi sigur Sigursteinn Gíslason, þjálfari KR, var ekki sáttur með mörkin sem KR fékk á sig. „Þetta voru af- leit mörk sem við fengum á okkur. En það var ágætis barátta í liðinu og menn gáfust ekki upp þó á móti hafi blásið. Ég viss um að leik- menn liðsins munu spila betur í næstu leikjum, því það býr mikið í þessu liði.“ magnush@frettabladid.is > Við finnum til með ... ... Þóreyju Eddu Elísdóttur, stangarstökkvara sem var langt frá sínu besta og komst ekki í úrslit á HM í frjálsum sem fram fer í Helskinki. Þórey Edda, sem hafði æft af kappi fyrir mótið og ætlaði sér stóra hluti, stökk aðeins 4,15 metra og felldi í þrígang þegar ráin var hækkuð upp í 4,30 metra. Loksins sigur hjá u-16 Íslenska piltalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 16 ára og yngri, vann loksins sigur á Norðurlandamótinu sem fram fer hér á landi þegar liðið burstaði Finna, 4–2, í leik um 7. sætið á mótinu. Guðmundur Reynir Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Íslendinga en þeir Hilmir Ægisson og Rafn Andri Haraldsson sitt markið hvor. sport@frettabladid.is > Við vorkennum ... .... Þorláki Árnasyni og lærisveinum hans hjá Fylki sem þurftu að sjá á eftir einu dýrmætu stigi í Landsbankadeildinni vegna rangrar ákvörðunar Hans Scheving, aðstoðardómara í leiknum gegn ÍA í gær, en hann taldi að brotið hefði verið á Hirti Hjartarsyni innan teigs undir lokin. Hjörtur segir sjálfur að vítaspyrnudómurinn hafi verið kolrangur. Sigursteinn Gíslason ná›i ekki a› st‡ra li›i KR til sigurs í sínum fyrsta leik í Landsbankadeildinni sem fljálfari. FH hefur nú unni› tólf deildarleiki í rö› í sumar og vir›ist hvergi vera a› gefa eftir. FH einfaldlega of sterkt fyrir KR Ekkert lát er á sigurgöngu ÍA í Landsbankadeildinni: ekki lengi að jafna með marki Helga Péturs Magnússonar og í seinni hálfleik voru það Skaga- menn sem sýndu meiri löngun og kraft. Um miðbik hálfleiksins skoraði Dean Martin glæsilegt mark með skoti utan teigs en Björn Viðar Ásbjörnsson náði að jafna metin þegar tæpar tíu mín- útur lifðu leiks. Þá héldu flestir að jafntefli yrði niðurstaðan en Hans Scheving aðstoðardómari sá til þess að svo færi ekki þegar hann taldi brotið á Hirti inni í vítateig. Eins og áður segir skor- aði Hjörtur örugglega úr spyrn- unni og tryggði Skagamönnum sigurinn. - gjj Á laugardag meiddist Rúrik Gíslason illa en hann er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins. Rúrik er á sautjánda aldursári og leik- ur með HK í 1. deildinni, hann varð fyrir meiðslunum í tapleik liðsins gegn Völsungi. „Zoran í Völsungi datt einhvern veginn ofan á löppina á mér með þeim afleiðingum að ég missteig mig. Ég náði því varla sjálfur hvernig þetta var, þetta gerðist svo hratt,“ sagði Rúrik sem tognaði illa og spilar ekki næstu sex til átta vikurnar. „Tímabilið er svo stutt hér á landi þannig að fótboltasumrinu er lokið hjá mér. Maður var kominn í feikilega gott stand þegar þetta áfall kemur,“ sagði Rúrik sem þekkir meiðsli vel en hann var frá í langan tíma í fyrra þegar hann var með brjósklos í baki. „Það var gríðarlega erfitt að vera meiddur svona lengi. Á meðan mætti ég á hverja æfingu til að horfa á, það var ekki auðvelt að sjá strákana á fullu meðan ég gat ekki verið með. Ég var mjög duglegur að gera styrkjandi æfingar og það hefur verið sagt við mig að það sé enginn möguleiki á að þau meiðsli taki sig upp aftur,“ sagði Rúrik sem hef- ur leikið vel með HK-ingum í sumar. Rúrik er alveg ákveðinn í að rífa sig upp úr þessu og halda áfram ótrauður þrátt fyrir áfallið á laugardag. „Ég var voðalega svekktur yfir þessu nokkra tíma eftir leik en svo vissi ég að það bætti ekkert,“ sagði Rúrik sem er nýkom- inn heim frá Englandi þar sem hann æfði með aðalliði Charlton og stóð sig vel. Fjöldi erlendra liða hefur áhuga á honum og má þar nefna Everton og sænska liðið Malmö. Hann hefur þegar fengið að kynnast at- vinnumennskunni en hann var í herbúð- um belgíska liðsins Anderlecht þar til í október í fyrra. ÞAÐ Á EKKI AF RÚRIK GÍSLASYNI AÐ GANGA: SPILAR EKKI MEIRA ÞETTA SUMARIÐ fia› fl‡›ir ekkert a› svekkja sig FREYR SKORAR Varnar- menn FH voru sókn- djarfir í gærkvöld. Hér sést Freyr Bjarnason skora síðara mark FH með skalla af stuttu færi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI *MAÐUR LEIKSINS FH 4–3–3 Daði 6 Freyr 7 T. Nielsen 6 Auðun 7 Guðmundur 6 Heimir 5 (23. Baldur 6) Davíð Þór 5 Ásgeir 6 Tryggvi 6 Borgvardt 6 *Jón Þorgrímur 7 (61. Ólafur Páll 6) KR 4–3–3 Kristján 5 Gunnar E. 4 (68. Gestur 5) Tryggvi 6 D. Pauletic 6 Bjarni 5 Kristinn 5 Sigurvin 6 Jökull 5 Grétar 5 (65. Sigmundur 5) Rógvi 6 (65. Garðar 6) Arnar 6 LA N DS BA N K AD EI LD IN 2-0 Kaplakriki, áhorf: 1610 Garðar Ö. Hinriksson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–5 (3–2) Varin skot Daði 2 – Kristján 1 Horn 3–3 Aukaspyrnur fengnar 12–7 Rangstöður 3–1 1–0 Auðun Helgason (34.) 2–0 Freyr Bjarnason (64.) FH KR 2-3 Fylkisvöllur, áhorf: 442 Erlendur Eiríksson (4) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 8–8 (4–4) Varin skot Bjarni 1 – Bjarki 2 Horn 1–9 Aukaspyrnur fengnar 12–20 Rangstöður 1–1 1–0 Viktor Bjarki Arnarsson (18.) 1–1 Helgi Pétur Magnússon (23.) 1–2 Dean Edward Martin (68.) 2–2 Björn Viðar Ásbjörnsson (81.) 2–3 Hjörtur Júlíus Hjartarson, víti (84.) Fylkir ÍA Sex mörk litu dagsins ljós í Keflavík í gærkvöld: firóttur sótti anna› stigi› 3-3 Keflav.völlur, áhorf: 300 Egill Már Markússon (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 16–11 (7–6) Varin skot Ómar 3 – Fjalar 7 Horn 10–4 Aukaspyrnur fengnar 8–9 Rangstöður 1–1 0–1 Þórarinn Kristjánsson (26.) 1–1 Hörður Sveinsson (33.) 1–2 Josef Maruniak (53.) 2–2 Simun Samuelsson (78.) 3–2 Hörður Sveinsson (80.) 3–3 Haukur Páll Sigurðsson (81.) Keflavík Þróttur Hans Scheving fær›i Skagamönnum flrjú stig *MAÐUR LEIKSINS FYLKIR 4–3–3 Bjarni 5 Ragnar 5 Arnar Þór 6 Valur Fannar 6 Gunnar Þór 5 Helgi Valur 7 Guðni Rúnar 6 Eyjólfur 6 (68. Björn Viðar 6) Kjartan Breiðdal 5 (57. Hrafnkell 4) Björgólfur 5 (81. Haukur Ingi 4) Viktor Bjarki 6 ÍA 4–5–1 Bjarki 5 Guðjón Heiðar 5 Gunnlaugur 7 Reynir 6 *Kári Steinn 7 Hafþór Ægir 5 (81. Þorsteinn –) Helgi Pétur 5 (52. Jón Vilhelm 6) Pálmi 7 Hjörtur 6 Ellert Jón 6 Andri 5) (57. D. Martin 7) *MAÐUR LEIKSINS KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar 4 Gestur 5 (68. Samuelsson 7) Guðmundur Mete 5 Baldur 5 Guðjón Árni 5 Milicevic 6 Gustafsson 5 Jónas 6 Hólmar 6 Hörður 6 Guðmundur S. 5 ÞRÓTTUR 4–4–2 *Fjalar 8 Ingvi 6 Eysteinn 5 Páll 6 Freyr 4 (39. Guðfinnur 5 Jens 5 Hallur 6 (84. Jaic –) Haukur Páll 6 Halldór 6 Þórarinn 6 Magnús Már 4 (46. Maruniak 6) FÓTBOLTI Fáránlegur vítaspyrnu- dómur á 84. mínútu færði Skaga- mönnum þrjú stig á silfurfati gegn Fylki í gærkvöld. Hirti Hjartarsyni varð ekki á nein mis- tök á vítapunktinum og skoraði þannig markið sem átti eftir að ráða úrslitum. „Ég ætla ekki að fegra þetta neitt, þetta var aldrei víti,“ sagði Hjörtur hreinskilinn eftir leikinn. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik í gær en eftir rúm- lega stundarfjórðung komust heimamenn yfir þegar Viktor Bjarki Arnarsson skoraði með frábæru skoti. Gestirnir voru FÓTBOLTI Það var líf og fjör í Kefla- vík í gær þegar Þróttarar komu í heimsókn og endaði leikurinn með jafntefli 3-3. Tvívegis komust Þróttarar yfir í leiknum en Kefl- víkingar náðu að jafna í bæði skiptin og tóku síðan forystu þeg- ar tíu mínútur voru eftir. Þeir náðu þó ekki að halda það út og Þróttur fékk stig úr ferð sinni á Suðurnesin. Keflvíkingar fengu fjölda færa í leiknum en Fjalar Þorgeirsson átti stórleik í markinu og hélt Þrótti í leiknum. Þá er frammi- staða hins færeyska Simun Samu- elsson eftirtektarverð en hann kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik og skoraði mark ásamt því að leggja annað upp. STAÐAN Í DEILDINNI: FH 12 12 0 0 31–5 30 VALUR 11 9 0 2 24–6 24 ÍA 12 6 2 4 15–14 17 KEFLAVÍK 13 5 5 3 24–27 15 FYLKIR 13 5 2 6 23–22 14 KR 13 4 1 8 14–21 13 FRAM 12 3 2 7 11–18 9 ÞRÓTTUR 13 2 4 7 15–21 9 ÍBV 12 3 1 8 10–24 9 GRINDAVÍK 11 2 3 6 11–20 8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.