Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 08.08.2005, Blaðsíða 72
8. ágúst 2005 MÁNUDAGUR Hver kannast ekki við að eyða hálftíma í skíta- kulda og roki við að koma upp tjaldinu og þurfa svo að sleppa þremur stögum af því að hælarnir eru of fáir og of beyglaðir og grasið á tjaldsvæð- inu með svona þriggja milli- metra þykkt jarðvegslag ofan á klöpp eða möl sem óhugsandi er að stinga hæl ofan í. Skríða svo inn í svefnpoka undir tíu teppi og skjálfa eins og strá í vindi. Leggjast á harða ein- angrunardýnu eða lélega vind- sæng og sofna út frá vindgnauð- inu sem ber tjaldið að utan eins og harðfisk með hávaða og lát- um. Vakna svo fyrir allar aldir með svefnpokann í kuðli og teppin öll til fóta og vera að kafna úr hita þar sem morgun- sólin hefur tekið sig til og breytt tjaldinu í ofn. Skríða fram í for- tjald með stírurnar í augunum og gæða sér á vel völdum morg- unverði úr kæliboxinu og labba svo á tánum í grasinu þessa fjög- urhundruð metra sem eru að skítugum klósettskúrnum. Vera að minnsta kosti jafn lengi að kuðla tjaldinu saman aftur og það tók að henda því upp og átta sig engan veginn á því hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að því sé troðið ofan í pínu- lítinn pokann auk þess sem þrír til fimm tjaldhælar eru horfnir á vit víðáttumikilla ódáinsengja allra þessa heims týndu tjald- hæla. Troða draslinu inn í bíl og setjast undir stýri og keyra á næsta tjaldsvæði, sem nær und- antekningalaust er með marg- falt subbulegri klósettskúrum en á því síðasta. Tjaldlíf finnst mér sjarmer- andi og ljúft og gjarnan vildi ég geta eytt mörgum vikum af hverju sumri í útilegum víðs vegar um okkar fagra land þrátt fyrir subbuleika klósettskúr- anna. Svo ætla ég aldrei að fá mér tjaldvagn eða fellihýsi eða húsbíl, það er fyrir aumingja. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ODDUR ÁSTRÁÐSSON FÓR Í ÚTILEGU TJALDBÚINN Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Frá föður til sonar Það er öruggt að eftir veturinn kemur vor... Og öruggt að pólitíkusar ljúga... Lægri skatta! Sléttari húð! Öruggt að Liverpool vinnur næst meistaratitilinn!-... Já og öruggt að tónlistaratriði í sjónvarpinu SÖKKA! Helmundur Lási spilar á blokkflautu í salnum núna! Góða skemmtun! Ég sæki ykkur klukkan hálf- fimm Gott. Takk. Mamma þín er ágæt. Nú? Hvað er svona „ágætt“ við hana? Hún spjallar við þig, henni þykir vænt um þig og hefur áhuga á því sem þú gerir. Athyglisvert. Þetta eru einmitt þeir hlutir sem mér finnst svo pirrandi við hana. Æfingin skapar meistarann. Hmmm.... Lítur rassinn minn út fyrirað vera stærri í þessum buxum? Já. *Andvarp!* Það er rétt... Vá....ég vissi ekki að það væri hægt að svara þessari spurn- ingu játandi og LIFA! Ég myndi ekki prófa það ef ég væri þú. M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.