Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.08.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,8 64,1 115,05 115,61 79,19 79,63 10,612 10,674 10,029 10,089 8,494 8,544 0,5781 0,5815 93,97 94,53 GENGI GJALDMIÐLA 11.08.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,3078 4 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Skattar lækka en álagning hækkar Lægri skattar fl‡›a ekki minni tekjur ríkissjó›s. Álag›ir tekjuskattar einstakl- inga hafa hækka› undanfarin ár en skattprósentan hefur lækka›. Um næstu áramót mun skattprósentan lækka úr 24,75 prósentum í 23,75 prósent. SKATTAR Tekjur ríkissjóðs af al- mennum tekjuskatti einstaklinga hafa hækkað jafnt og þétt frá ár- inu 1999 til ársins 2005 enda þótt skattprósentan hafi lækkað á sama tíma frá 26,41 prósenti árið 1999 niður í 25,75 prósent árið 2004. Skattprósentan lækkaði nú um síðustu áramót um eitt pró- sentustig og er staðgreiðsla því nú 24,75 prósent. Um næstu ára- mót lækkar skatturinn um eitt prósentustig og verður 23,75 pró- sent og í ársbyrjun 2007 lækkar skattprósentan síðan niður í 21,75 prósent. Þegar litið er til hlutfalls skatttekna af fjölda gjaldenda við greiðslu tekjuskatts á tíma- bilinu sést að álagningin hefur farið vaxandi en hafa ber í huga að álagning er ekki endanleg tala innheimtra skatta. Þannig hefur stiglækkandi tekjuskattspró- senta frá árinu 1999 skilað sér í hærri álögðum sköttum en á meðfylgjandi töflu má sjá hvern- ig álagningin á hvern gjaldenda hefur aukist sem skýrist einkum og væntanlega af hærri launa- greiðslum. Sama gildir um fjármagns- tekjuskatt en hlutfall hans af fjölda gjaldenda út frá álagningu hefur einnig hækkað en hann var á árinu 1999 aðeins um nítján þúsund krónur á hvern gjald- enda en á síðasta ári rétt tæplega hundrað þúsund krónur en skatt- prósenta hans hefur hins vegar staðið í stað og er tíu prósent. Sérstakur tekjuskattur eða hinn svokallaði hátekjuskattur hefur breyst töluvert á sama tímabili sem hlutfall af fjölda gjaldenda en hann reiknast sem hlutfall af tekjum yfir tilteknum mörkum og verður lækkaður niður í tvö prósent á næsta ári og felldur niður árið á eftir. - hb Þrír menn handteknir: Ætlu›u a› selja fíkniefni LÖGREGLUMÁL Þrír menn hafa verið ákærðir eftir að í ljós kom að þeir höfðu fíkniefni undir höndum í Kópavogi rétt fyrir miðnætti á miðvikudagskvöld. Fjórir menn voru handteknir í tengslum við málið en einum var leyft að fara án ákæru. Við leit á mönnunum og í heimahúsi fannst nokkuð magn fíkniefna, um fimmtíu grömm af hassi, á annan tug e-taflna og smá- ræði af maríjúana. Viðurkenndu mennirnir að til stæði að selja efn- in. Þeir fengu að fara að afloknum yfirheyrslum og málið telst upp- lýst. - ht ARON PÁLMI Aron hefur setið í stofufang- elsi í Bandaríkjunum frá árinu 1997. Grandi kostar heimför Arons: Styttist í ákvör›un RÉTTINDABARÁTTA „Það mun eitthvað fara gerast fljótlega í þessum mál- um því skrifstofa ríkisstjóra sagði ákvörðunar að vænta eftir fjórar til sex vikur og nú eru liðnar fjórar vikur,“ segir Einar S. Einarsson, talsmaður RJF-hópsins, sem vinn- ur að því að fá Aron Pálma Ágústs- son leystan úr haldi í Texas í Bandaríkjunum. „Það er hins vegar ánægjulegt að Grandi hefur ákveðið að kosta heimför Arons Pálma og við erum vongóðir en getum ekki fullyrt um eitt né neitt,“ sagði Einar. - hb VEÐRIÐ Í DAG 200 þúsund 100 þúsund 300 þúsund 400 þúsund 500 þúsund Tekjuskattur Sérstakur tekjuskattur Fjármagnstekjuskattur 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 ÁLAGÐIR SKATTAR AÐ MEÐALTALI Á GJALDANDA 1999-2005 Tíu erlendir ríkisborgarar handteknir í Bretlandi: Sag›ir ógnun vi› öryggi landsins HRYÐJUVERK Breska lögreglan hef- ur handtekið tíu útlendinga sem taldir eru ógna öryggi landsins. Þeim verður að líkindum vísað úr landi og framseldir til heimalanda sinna, þar sem þeir eru flestir eftirlýstir. Lögreglusveitir og starfsmenn breska útlendingaeftirlitsins réð- ust í vikunni inn á heimili í Leicester, Luton og Lundúnum og handtóku þar tíu erlenda ríkis- borgara. Charles Clarke innanrík- isráðherra staðfesti í samtali við BBC að mennirnir væru í varð- haldi þar sem þeir væru taldir ógna þjóðaröryggi. Hann hvorki nafngreindi mennina né útskýrði hvers vegna þeir væru hættulegir. Samkvæmt heimildum BBC er einn mannanna Abu Qatada, jórdanskur múslimaklerkur sem áður hefur verið í haldi bresku lögreglunnar. Hann hefur verið dæmdur í ævilangt fangelsi í heimalandi sínu, að sér fjarver- andi, fyrir aðild að sprengjutil- ræðum og er búist við að hann verði framseldur þangað. Bresk lög banna framsal fanga til landa þar sem mannréttindi eru fótum troðin. Clarke sagði að samkomu- lag hefði verið gert við jórdönsk stjórnvöld um að Qatada yrði ekki pyntaður eða látinn sæta illri meðferð að öðru leyti. Mannrétt- indasamtök gefa hins vegar lítið fyrir þann samning. Hinir mennirnir eru sagðir Al- síringar og Líbanir. ■ UMFANGSMIKLAR HANDTÖKUR Tveir ættingja sprengjumannanna frá 21. júlí og átta til við- bótar voru leiddir fyrir dómara í Lundúnum í gær, en þeim er gefið að sök að hafa leynt upplýsingum um félaga sína. Tíu útlendingar hafa auk þess verið hnepptir í varðhald. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STJÓRNMÁL RÁÐHERRA Í HEIMSÓKN Hans Christian Schmidt, matvælaráð- herra Danmerkur, er í heimsókn hérlendis til að kynna sér íslensk- an sjávarútveg. Hans Christian fundar með Árna Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra og Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra. Þá heimsækir hann sjávarútvegs- fyrirtæki. BREYTINGAR Á SKATTGREIÐSLUM Frá árinu 1999 til 2005 hefur meðalgreiðsla einstaklings vegna tekjuskatts hækkað úr tæpum 290 þúsund krónum á ári í tæpar 426 þúsund. Á sama tíma hefur sérstakur tekjuskattur (hátekjuskattur) lækkað úr tæpum 100 þúsund krónum á ári í tæpar 81 þúsund. Frá 1999 til 2005 hefur fjármagnstekjuskattur á einstakling hækkað úr tæpum 19 þúsund krónum á ári í rúmar 98 þúsund krónur. HVETUR TIL SAMSTÖÐU Þótt Kiir hafi leitt sjálfstæðisbaráttu Suður-Súdana ætlar hann að efla samstöðu í landinu. Nýr varaforseti Súdans: Lofar a› koma á fri›i KHARTOUM, AP Salva Kiir Mayardit sór í gær embættiseið sem fyrsti varaforseti Súdans. Við sama tækifæri tók hann við stjórnar- taumunum í Suður-Súdan. John Garan de Mabior, forveri Kiir, dó í þyrluslysi 30. júlí og síðan þá hefur verið nokkur ólga í landinu. Þeir félagarnir voru í for- ystu Frelsissamtaka Suður-Súdan sem þar til í janúar á þessu ári börðust fyrir sjálfstæði héraðsins. Við athöfnina í gær vísaði Kiir því á bug að hann hygðist auka á sundrunguna í landinu og um leið hét hann því að vinna að friði í sameinuðu Súdan. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.