Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 10
KAFBÁTURINN KVADDUR Fjöldi fólks lagði
leið sína til Settala á Norður-Ítalíu til að berja
kafbátinn Enrico Toti augum áður en hann
leggur í sína síðustu ferð. Förinni er heitið á
Vísinda- og tæknisafnið í Mílanó, þar sem
báturinn verður til sýnis í framtíðinni.
10 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Formaður Sjómannasambandsins um stjórnsýslukæruna:
Fórum algjörlega a› vinnulöggjöf
KJARAMÁL „Það var algjörlega farið
eftir vinnulöggjöf í þessum efn-
um, að höfðu samráði við lögfræð-
inga okkar,“ segir Sævar Gunn-
arsson, formaður Sjómannasam-
bands Íslands, um fram komna
stjórnsýslukæru til félagsmála-
ráðuneytis vegna framkvæmdar
talningar atkvæða um kjarasamn-
ing sjómanna.
Kæran er grundvölluð á því að
liðið hafi vel á annan mánuð frá
undirritun samninga og þar til at-
kvæðagreiðsla hafi farið fram.
Einnig hafi kjörfundaratkvæði og
póstatkvæði verið talin í einum
potti. Þátttaka í póstatkvæða-
greiðslu megi ekki vera undir 20
prósentum eigi hún að teljast gild
en menn hafi ekkert vitað hvað
voru póstatkvæði og hvað kjör-
fundaratkvæði. Hvort tveggja sé
því brot á ákvæðum vinnulöggjaf-
arinnar.
„Við sömdum um frest við und-
irritun samninga til þess að gefa
sjómönnum kost á að koma í land
og hafa skoðanir á málunum,“ seg-
ir Sævar. „Við hefðum orðið fyrir
mjög mikilli gagnrýni ef við hefð-
um lokað atkvæðagreiðslunni viku
áður en allur flotinn kom í land.
Hefði þátttakan í atkvæðagreiðsl-
unni orðið undir 20 prósentum þá
hefði samningurinn verið sam-
þykktur hverjar sem niðurstöður
talningar hefðu orðið. Um var að
ræða opna atkvæðagreiðslu með
tvöfalt meiri þátttöku, þannig að
ákvæði um póstatkvæði komu mál-
inu ekki við.“ - jss
Samtök myndrétthafa á Íslandi:
Loka› á áskrifendur SKY
NEYTENDUR Smáís, samtök mynd-
rétthafa á Íslandi, hafa komist að
samkomulagi við SKY-sjónvarps-
stöðina að hér eftir verði ekki
hægt að greiða fyrir áskriftir með
íslenskum kreditkortum. Hafa
nokkrir söluaðilar auglýst aðgang
að stöðvum SKY, þar á meðal
enska boltanum, með sérstökum
búnaði til þess arna en nú er að
mestu loku fyrir það skotið.
Áskrifendur eru fjölmargir
hér á landi þrátt fyrir að strangt
til tekið sé það ólöglegt enda sýn-
ir SKY efni sem innlendir aðilar
eiga rétt á. Enda hafa margir
þurft að fara krókaleiðir til þess
að greiða mánaðarlega fyrir
áskriftir sínar og hefur slíkt yfir-
leitt þurft að fara í gegnum þar-
lendan aðila.
Samkvæmt fréttatilkynningu
grípur Smáís til frekari aðgerða
hjá þeim fyrirtækjum sem halda
áfram að auglýsa áskriftir að SKY
enda skekkir slíkt samkeppnis-
stöðu íslenskra fjölmiðla að etja
kappi við slíka starfsemi.
María Rúnarsdóttir, fjármála-
stjóri hjá Svar Tækni, sem aug-
lýsti slíkt síðast í sumar, segir
þetta engu breyta. Áfram verði
seldur sá gervihnattabúnaður
sem til þurfi enda SKY ekki eina
sjónvarpsstöðin sem hægt sé að
ná með slíkum búnaði. - aöe
Láti› reyna á hvort
bygg›akvóti stenst lög
Útvegsma›ur í Vestmannaeyjum íhugar a› stefna sjávarútvegsrá›herra vegna
úthlutunar bygg›akvóta. Sjávarútvegsrá›herra telur úthlutanirnar standast lög
en a› öllum sé heimilt a› bera stjórnvaldsákvar›anir undir dómstóla.
ÚTVEGSMÁL „Við getum ekki lengur
sætt okkur við eignaupptöku sem
sjávarútvegsráðherra stendur
fyrir,“ segir Magnús Kristinsson,
útvegsmaður í Vestmannaeyjum.
Magnús íhugar að stefna sjáv-
arútvegsráðherra vegna úthlutun-
ar byggðakvóta sem kynnt var í
síðustu viku. Vestmannaeyingum
var þá ekki úthlutað neinum
byggðakvóta, en alls var 4.010
tonnum úthlutað til byggðarlaga
sem lent hafa í vanda. Þau bæjar-
félög sem mestan byggðakvóta
fengu eru Súðavík, Siglufjörður
og Stykkishólmur.
„Það er alveg ljóst að nú látum
við sverfa til stáls,“ segir Magnús.
„Það er ekkert annað en hrein og
klár eignaupptaka þegar eignir
manns eru teknar og þeim deilt út
til annarra.“
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, kveðst
reikna með því að höfðað verði mál
gegn ríkinu vegna byggðakvótans.
„Menn vilja láta á það reyna
hvort standist gagnvart eignarétt-
arákvæði stjórnarskrárinnar að
taka hluta kvóta sem menn hafa
keypt og úthluta honum með þess-
um hætti,“ segir Friðrik. „Við telj-
um að ef menn hafa keypt sér rétt
til þess að nýta ákveðinn hluta fiski-
stofna eigi þeir réttinn þar með og
að hann verði ekki frá þeim tekinn.“
Friðrik segir sambandið sjálft
ekki ætla að reka málið heldur
komi það í hlut einnar útgerðar að
höfða prófmál, í samstarfi við
sambandið. „Útvegsmenn sem
sæti eiga í stjórn samtakanna
hafa ákveðið að stuðla að því að
þessi leið verði farin,“ segir hann.
„Úthlutanir af þessu tagi eru
alltaf mjög umdeilanlegar,“ segir
Árni Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra. „Þær eru hins vegar í sam-
ræmi við lög um stjórn fiskveiða
og þar hefur alltaf verið gert ráð
fyrir slíkum úthlutunum.“
Árni segist ekki í vafa um að
úthlutanirnar standist lög, ella
væri ekki staðið að þeim með
þessum hætti. Öllum sé hins veg-
ar heimilt að bera stjórnvalds-
ákvarðanir undir dómstóla.
helgat@frettabladid.is
SUS ályktar um Símann:
Fagna sölu
Landssímans
STJÓRNMÁL Samband ungra sjálf-
stæðismanna fagnar sölu Sím-
ans. Þeir skora á stjórnvöld að
halda áfram á sömu braut og
hefja sölu á Áfengis og tóbaks-
verslun ríkisins, Landsvirkjun
og Ríkisútvarpinu og segja fyr-
irtækin betur komin í eigu
framtakssamra einkaaðila en
hjá núverandi eigendum.
Ungir sjálfstæðismenn
leggja áherslu á að andvirði
Símans verði varið í niður-
greiðslu skulda og lækkun
skatta en ekki á óskynsamlegan
hátt eins og í pólitísk gæluverk-
efni.
- hb
edda.is
Stórbrotin örlagasaga
Sakleysingjarnir er heillandi frásögn
um mannlegan breyskleika, djúpa
einsemd, ást, söknuð og mikil örlög –
stórbrotin saga sem heldur lesanda
rammlega föngnum allt til enda.
„Stórvirki.“
− Skafti Þ. Halldórsson, Mbl.
„Ólafur Jóhann fangar lesandann
áreynslulaust inn í söguheim
sinn. Hann býr einfaldlega yfir
þeirri náðargáfu að kunna að
segja sögu .“
− Hlynur Páll Pálsson, Frbl.
SÆVAR GUNNARSSON Frestur framlengdur
til að gefa sjómönnum kost á að koma í
land og kjósa.
ENSKI BOLTINN GEGNUM SKY Auglýsing
Svar Tækni frá því fyrr í sumar um mögu-
legt aðgengi að enska boltanum með
búnaði frá fyrirtækinu. Smáís hefur nú
hafið herferð gegn þeim er slíkt bjóða
enda ólöglegt.
DEILT UM BYGGÐAKVÓTA Framkvæmdastjóri LÍÚ telur líklegt að borið verði undir dóm-
stóla hvort úthlutun byggðakvóta standist lög.