Fréttablaðið - 12.08.2005, Blaðsíða 48
36 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
Hljómsveitin Skítamórall spilar
í Valaskjálf á Egilsstöðum næst-
komandi laugardag. Bæjarhátíð
Fljótsdalsbyggðar, Ormsteiti,
fer fram um helgina og er ballið
með Skítamóral hluti af henni.
Spilaði sveitin á sömu hátíð í
fyrra fyrir fullu húsi.
Skítamórall, sem spilaði á
Þjóðhátíð í Eyjum um verslun-
armannahelgina við góðar und-
irtektir, sendi nýverið frá sér
lagið Má ég sjá. Lagið hefur
fengið góða spilun á FM 957 og
er á meðal tíu efstu laga á Net-
listanum. Ný plata Skítamórals
er síðan væntanleg í haust. ■
Skákhátíð Hróksins 2005 er hafin
á Austur-Grænlandi. Hróksmenn
byrjuðu að tínast til Tasiilaq á
mánudaginn og eftir að hafa tekið
samkomuhús bæjarins í gegn var
opnaður skákskóli á þriðjudag.
Aðaltorg bæjarins iðaði svo af lífi
á miðvikudaginn, þegar tugir
Grænlendinga tefldu í glampandi
sól.
Miðstöð skákhátíðarinnar er í
Tasiilaq, stærsta bæ Austur-
Grænlands. Íbúar eru tæplega
2.000 og í grunnskóla bæjarins
eru hátt í 500 börn. Á föstudaginn
verður barnaskákmót á torginu í
Tasiilaq en meðal keppenda verða
börn úr Hróknum sem sum hver
eru að koma og keppa í Tasiilaq í
annað sinn.
Danski stórmeistarinn Henrik
Danielsen, skólastjóri Hróksins,
kennir heimafólki skák dagana
sem hátíðin stendur yfir og sér til
halds og trausts hefur hann
Namibíumanninn Otto Nakapunda
en skákglaðir Grænlendingar
bíða spenntir eftir að fá að etja
kappi við hann í fjöltefli. Otto er
þrjátíu ára gamall en hann sigraði
á skákmóti Hróksins og Þróunar-
samvinnustofnunar Íslands í
Namibíu í vor og hlaut að launum
þriggja vikna ferð til Íslands – og
Grænlands. Otto er býsna slyngur
skákmaður og heimamenn dást
sérstaklega að því hversu hand-
fljótur hann er þegar hann stýrir
taflmönnum sínum til sigurs.
Hróksliðið setur svo sannar-
lega svip sinn á bæinn og vekur
ekki síst lukku hjá unga fólkinu
sem fjölmennir við útitaflið fyrir
framan samkomuhús bæjarins
sem breytt hefur verið í skákhöll
á mettíma. Þó að skákin sé aðal-
málið bryddar Hrókurinn upp á
ýmsum öðrum uppákomum á
meðan hátíðin stendur yfir. Guð-
mundur J. Haraldsson leikari
verður með leiksmiðju fyrir
börn á fimmtudag og föstudag.
Þá opnar sýning á verkum lista-
konunnar Huldu Hákon í skák-
höllinni á morgun. Hún sýnir sjó-
skrímsli sem sannarlega kynda
undir ímyndunaraflinu. Sam-
hliða verður opnuð sýning á ljós-
myndum frá landnámi Hróks-
manna á Grænlandi á síðustu
árum.
Á laugardag og sunnudag verð-
ur svo hápunktur hátíðarinnar,
Grænlandsmótið 2005, sem til-
einkað er minningu Haraldar
Blöndal hæstaréttalögmaður sem
var einn af stofnendum Hróksins
og í stjórn félagsins. Meðal kepp-
enda á mótinu verða Henrik Dani-
elsen og Róbert Harðarson sem
ætla sér báðir stóra hluti. Þá tek-
ur gesturinn frá Namibíu að sjálf-
sögðu þátt ásamt flestum öðrum
sem vettlingi geta valdið.
thorarinn@frettabladid.is
Hrókur alls fagna›ar á Grænlandi
KRAKKARNIR Í TASIILAQ Fjölmenntu á skákæfingu fyrir framan skákhöllina á miðvikudag. Taflmennskan var fjörug og ýmsar furðuleg-
ar stöður komu upp en þeir sem urðu að lúta í lægra haldi leituðu huggunar í
íslensku sælgæti.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/Þ
Ó
R
AR
IN
N
Þ
Ó
R
AR
IN
SS
O
N
Ellefu mánuðum eftir skilnaðinn
frá Jóakim prins hefur Alex-
andra náð sér í nýjan kærasta.
Martin Jørgensen heitir sá og er
lærður ljósmyndari. Hann er
fimmtán árum yngri en prins-
essan, aðeins 26 ára. Þess má
geta að Jóakim er fimm árum
yngri en Alexandra. Myndir af
parinu eru nú á forsíðum dönsku
slúðurblaðanna og hafa vakið
töluverða athygli í Danmörku.
Parið kynntist við gerð sjón-
varpsþáttar um Alexöndru sem
faðir Martins framleiddi. Talið
er að samband Martins og Al-
exöndru hafi hafist í vor en ekki
fyrr en nú að upp um þau kemst.
Þau hafa dvalið langdvölum í
sumarhúsi foreldra Martins á
Ítalíu og þannig náð að halda
þessu leyndu. Ef Alexandra
giftir sig aftur á hún á hættu að
missa prinsessutitilinn og skatt-
fríðindin. Hún fær þó áfram út-
hlutað tæpum tuttugu milljónum
króna árlega frá danska þinginu.
Skítamórall spilar á Austfjör›um
SKÍTAMÓRALL Hljómsveitin Skítamórall
er að undirbúa nýja plötu sem kemur út í
haust.
LJÓSMYNDARINN Martin
Jørgensen er fimmtán árum
yngri en prinsessan.
ALEXANDRA Prinsessan er nú á forsíðum slúðurblaðanna því hún er komin með nýjan
kærasta.
Alexandra prinsessa komin
me› n‡jan kærasta
Nicole Kidman segist óska þess að
Tom Cruise, fyrrum eiginmaður
hennar, verði hamingjusamur.
Hún segir það vera best fyrir
börnin sem þau ættleiddu saman.
„Ég vona að hann sé hamingju-
samur því það gerir börnin okkar
líka hamingjusöm,“ hefur frétta-
vefurinn ananova.com eftir henni.
Ástarmál Cruise hafa verið
töluvert mikið á milli tannanna á
fólki að undanförnu í ljósi hálf
undarlegs sambands hans og
Katie Holmes. Hann tók saman
við Penelope Cruz skömmu eftir
skilnaðinn en þegar upp úr því
slitnaði hvíldi hann í rúmi fyrir-
sætunnar Sofiu Vergara. Nýlega
var svo tilkynnt um trúlofun hans
og Katie Holmes. Samband þeirra
hefur verið á forsíðum allra
helstu slúðurblaða, ekki síst
vegna þess að svo virðist sem
Cruise sé farinn að stjórna hlut-
verkavali verðandi eiginkonu
sinnar. Hún hefur nú ákveðið að
dvelja á tökustað unnusta síns
þegar hann byrjar að leika í MI:3.
Minna hefur farið fyrir ástar-
málum Nicole Kidman. Hún var á
tímabili orðuð við popparann
Robbie Williams og rokkarann
Lenny Kravitz. Kidman hefur líka
haft í nógu að snúast með feril
sinn en það virðist vera lenska hjá
fyrrum ástkonum Cruise að þær
komast fyrst á flug þegar þær eru
hættar með honum. ■
HAMINGJUSÖM FJÖLSKYLDA Lengi vel var hjónaband Nicole Kidman og Tom Cruise
talið það traustasta í Hollywood. Því kom mörgum á óvart þegar upp úr slitnaði.
Vill a› Cruise höndli hamingjuna