Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 50

Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 50
Mér finnst það vera langt síðan ég heyrði jafn skotheldan slagara og Every Day I Love You Less and Less, sem flestir virðast hafa á heil- anum þetta sumar. Þetta lag er álíka hressandi og ískalt vatnsglas á heit- um degi. Það er engin furða að hjól- in séu að snúast svona hratt fyrir þessa sveit þessa dagana. Frumraun hennar er heldur ekk- ert slor. Hresst adrenalínrokk, hannað til þess að hreyfa mennsk liðamót á tónleikum eða á nætur- klúbbum. Það er líka greinilegt að þessir piltar eru undir töluverðum áhrifum frá sveitum á borð við The Clash, The Who, Supergrass eða öllu heldur The Jam. Gömlu mod- ararnir brosa líklegast sínu breið- asta þessa daganna. Svona á líka að gera popprokk- plötur. Ellefu lög, þar sem hvert og eitt hefur sinn tilgang, með hæfileg- um skammti af slögurum og þjóðfé- lagsgagnrýni. Sum lögin eru svo grípandi að það er nóg að heyra þau einu sinni til þess að þau vistist end- anlega á harða drifinu hjá manni. Útsetningarnar eru líka mjög for- vitnilegar. Hljómurinn er mjög hrár og lifandi þrátt fyrir að sveitin styðjist annað slagið við forritanir. Það er þó aldrei tölvuyfirbragð yfir tónlistinni. Ef það eru forrituð bít með eru þau eingöngu notuð sem skraut og alltaf til að undirstrika eitthvað sem er þegar til staðar. Moog-hljómborðið er svo eins og vingjarnlegur róbot sem fær að vera með í partíinu. Þessi plata er nær skotheld, hún rennur í gegn án þess að missa nokkurn tímann dampinn og tónlist- in stelst aldrei í meðalmennskuna. Án efa ein af athyglisverðari sveit- um Breta þessa daganna. Og án efa ein af plötum ársins. Birgir Örn Steinarsson Erfingjar mod-rokksins komnir á aldur KAISER CHIEFS: EMPLOYMENT NIÐURSTAÐA: FRUMRAUN KAISER CHIEFS ER STÓRKOSTLEG FRUMRAUN. METNAÐ- ARFULL OG SKOTHELD ROKK-POPPPLATA SEM FLESTIR ÆTTU AÐ GRÍPA VIÐ FYRSTU HLUSTUN. LOKSINS FÁUM VIÐ AFTUR NÝTT, FERSKT OG VERULEGA ATHYGLIS- VERT ROKK FRÁ BRETLANDI. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Sýnd kl. 6 í 3vídd Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 3.40 og 5.50 í 3vídd Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6 í 3vídd Sýnd kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára Sýnd kl. 5.30 B.i. 10 ára 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd í Borgarbíói kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 10 ára Sýnd í Smárabíói kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 og 11.20Sýnd í Lúxussal kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 10 ára Sýnd í Regnboganum kl. 6, 8.30 og 10.50 B.i. 10 ára Sýnd í Laugarásbíó kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15(POWER) B.i. 10 ára Sýnd í Borgarbíói kl. 8 og 10.20 Sýnd í Regnboganum kl. 6, 8.30 og 11 Sýnd í Laugarásbíó kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15Sýnd í Smárabíói kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Fór beint á toppinn í USA Þriðja stærst opnun ársins í USA KOMIN Í BÍÓ OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS ★★★1/2 -KVIKMYNDIR.is ★★★ -KVIKMYNDIR.com REGLA #27: EKKI DREKKA YFIR ÞIG, TÓLIN VERÐA AÐ VIRKA REGLA #10: BOÐSKORT ERU FYRIR AUMINGJA! REGLA #26: VERTU VISS UM AÐ HÚN SÉ Á LAUSU. REGLA #18: ÓKEYPIS DRYKKIR, HVÍ EKKI? XY félagar fá miðann á aðeins 600 kr !! Allir sem kaupa miða á myndina dagana 10.-15. ágúst fá fría mánaðaráskrift á tónlist.is TONLIST.IS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG ★★★ -SK. DV ★★★ -ÓHT. Rás 2 ★★★1/2 -KVIKMYNDIR.is ★★★ -S.V. Mbl. ★★★ „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV Sýnd í Laugarásbíó kl. 4 og 6 í 3vídd Sýnd í Laugarásbíó Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14 ára BESTA GRÍNMYND SUMARSINS - FGG, FBL POWERSÝNING Í LAUGARÁSBÍÓI KL.10.15 Á STÆRSTA THX TJALDI LANDSINS LESTU OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA Á MYNDINA! ALLIR SEM KAUPA MIÐA Á MYNDINA 10.-15. ÁGÚST FÁ FRÍA MÁNAÐARÁSKRIFT Á TÓNLIST.IS! XY FÉLAGAR FÁ MIÐANN Á AÐEINS 600 KR! EIN STÆRSTA MYND ÁRSINS! KOMIN Í BÍÓ! TONLIST.IS Það er engu logið upp á hljóm- sveitina Trabant þegar fullyrt er að hún sé með betri tónleika- hljómsveitum landsins, ef ekki sú besta. „Bestir á balli“ eins og FM 957 kallar það víst. Enda ekki margar hljómsveitir sem bjóða upp á aðra eins skemmtun og stuð eins og Trabant á sínum tónleikum. Þetta varð líka raunin í Kaup- mannahöfn á laugardaginn þeg- ar Trabant-liðar spiluðu á tón- leikastaðnum Rust. Salurinn var fullur af Íslendingum sem voru greinilega komnir til að skemmta sér og því mikil stemning þegar hljómsveitin steig á svið. Síðan tók við nokk- uð hefðbundin tónleikadagskrá Trabants. Boðið var upp á hell- ing af glimmeri, kampavíni og nekt með músíkinni og þetta kunni fólk að meta. Því var heitt í kolunum þegar tónleikunum lauk með dúndrandi lófataki kátra gesta. Tónleikarnir voru liður í að til kynna Iceland Airwaves-há- tíðina fyrir Dönum og voru plötusnúðarnir Margeir og Árni með í för. Þessu framtaki var vel tekið af Íslendingum en kannski hefðu fleiri Danir mátt mæta. Þess má geta að nýlega fékk Emotional, plata Trabants, fjórar stjörnur af sex í tónlistar- tímaritinu Gaffa. ■ Trabant tryllir LJ Ó SM YN D /K R IS TJ ÁN S IG U R JÓ N SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.