Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 54

Fréttablaðið - 12.08.2005, Síða 54
42 12. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Stór og fallegur humar Saltfiskhnakkar, fyrir vandláta fólkið. Túnfisksteikur beint á grillið. Risarækjurnar eru komnar aftur. Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum að Clint Eastwood er kominn til landsins. Hann verður hér í tæpan mánuð til þess að taka upp árásina á Iwo Jima fyrir myndina Flags of our Fathers. Sandvíkinni á Reykja- nesi verður breytt í Japan og nú í morgun réðst bandaríski herinn þar inn undir styrkri stjórn kvik- myndatökuliðs Eastwoods. Það þarf að fóðra liðið. Clint lætur ekki bjóða sér og samstarfs- fólki sínu hvað sem er. Hann er fagmaður fram í fingurgómana, stundvís með eindæmum. Hann fékk besta mötuneytið í Holly- wood með sér til landsins , Tony’s Food Service. Sá er enginn við- vaningur á þessu sviði. Sá um matinn í myndum á borð við Myst- ic River, Unbreakable og Charlie’s Angels. Strákarnir okkar eru því ekkert að borða neitt ruslfæði. Sama mat og Bruce Willis, Camer- on Diaz og Sean Penn fengu að borða. Það kemst enginn hjá því að rata á tökustaðinn. Á leiðinni til Hafnar eru gul merki sem vísa þátttakendum leiðina. Í Höfn var verið að vinna við eitthvað af leik- mununum. „Þessi á að ferja ein- hverja leikarana,“ sagði öryggis- vörður þegar hann vísaði mér af svæðinu. Hann var með myndavél frá tökustaðnum og sagði hana virði milljón dollara. „Þú vildir ör- ugglega komast í þessar,“ sagði hann stoltur og glotti. Annar ör- yggisvörður og kafari að nafni Jim komu að. Kafarinn gaf sér smá tíma til að spjalla.“Verður mynd af mér í blaðinu á morg- un?,“ spurði hann. Jim sá um öll neðansjávaratriði auk þess sem hann gætti öryggis leikarana í sjónum. Hann vildi engar frekari upplýsingar gefa. Um 600 staðgenglar hafa eytt nokkrum dögum í æfingar og mátanir. Einhverjir fá að vera mjög nærri aðalleikurunum og kemur andlit þeirra því fyrir augu milljóna. Aðrir verða drepnir á fyrstu sekúndunni. Þeir geta huggað sig við góðan mat og nærveru Clints. Miðvikudagskvöldið hafði víst verið ansi skrautlegt. Teiti á Kjarvalsstöðum og svo beint á Óliver. Íslensku stúlkurnar slef- uðu yfir þekktu bandarísku kvikmyndaleikurunum. „Þær voru eins og mý á mykjuskán,“ sagði einn sjónarvottur. Laugar- dagskvöldin gætu reynst þeim happadrjúg því allir eiga frí á sunnudögum. Líka kvikmynda- stjörnur. freyrgigja@frettabladid.is FLAGS OF OUR FATHERS: TÖKUR HEFJAST Í DAG Ekkert ruslfæði fyrir stjörnurnar ...fær leikhópurinn Á senunni fyrir vandaðan og metnaðarfull- an Kabarett. HRÓSIÐ KAFARINN JIM Jim sér um að allir leikarar komist örugglega á þurrt land. Vildi ekki segja neitt meira um málið TÖKUSTAÐURINN ÚR FJARSKA. Ekki var hægt að komast neitt nær fyrir ákveðnum en kurteisum öryggisvörðum. EKKI HÆGT AÐ VILLAST Vegvísar fyrir leikara og aðstandendur Flags of our Fathers-myndarinar eru út um allt. Það er ekki hægt að fara á mis við tökustaðinn. Það hefur eflaust hent marga að hætta í sam- bandi og finna ekki fyrir neinni afgerandi dep- urð eða þunglyndi. Þá á það líka til að gerast i framhaldinu að manneskjan fer að hitta ein- hvern annan. Sumum finnst það óviðeigandi og illa gert gagnvart fyrrverandi og aðrir segja: góóóð og gefa hæ fæv! Má fljótlega fara að hitta nýtt fólk og jafnvel í samband? Það er vísbending um að manni hafi verið alveg sama og sé kominn yfir manneskj- una eða er vísbending um að manni finnist maður engan tíma mega missa og vilji njóta hins stutta lífs sem manni er fengið? Ég held að það sé klárt mál að manni er ekki sama um þann sem verið var að yfirgefa þrátt fyrir að geta hugsað sér að hitta annað fólk. Hins vegar er það frekar köld gusa í andlitið að upplifa það sjálfur að manns fyrrverandi finnst hann tilbúinn til að sjá nýtt andlit á morgnana og að fortíðin sem maður átti saman sé vatn undir brúnni. Þegar maður er farinn að hitta annan, stuttu eftir að fyrra samband kláraðist, og nýju málin jafnvel orðin alvarleg, þá fer maður að spyrja sig krítísku spurningarinnar: er þetta bara „frá- hvarfafling“? Ósjálfrátt spyr maður sig hvort maður sé í raun og veru þannig gerður að maður geti borið alvöru tilfinningar svona stuttu síðar. Þá efast maður um heilindi sín og sér þann möguleika í sjóndeildarhringnum að kannski sé maður að plata sjálfan sig og fleiri. Þetta getur nefnilega komið illa niður á hinum leikmanninum! Ég er ansi viss um að ég tali réttu máli þegar ég segi að mörg sambönd sem byrja fljótlega eftir að annar aðilinn hættir í öðru séu stormasöm og uppfull af afbrýði- semi og endi svo snögglega eftir stuttan líftíma. Hins vegar er aldrei hægt að staðhæfa svona hluti og auðvitað eru fjölmörg sambönd sem hafa byrjað stuttu síðar eða jafnvel áður en endar hafa verið bundnir og síðan lifað góðu og heilbrigðu lífi. Getur verið að það sé fullkomin sjálfselska að stökkva beint á deit meðan rúmið er enn þá heitt eða er lífið of stutt til að neita sér um að hafa gaman af því að vera til? Ég verð að viðurkenna að það eru margar spurningar að spyrja sig hvað þetta varðar og er sjálf eitt stórt spurningarmerki. Það má þó ekki gleyma því að hver er sinnar gæfu smiður og því segi ég gangi ykkur vel! REYKJAVÍKURNÆTUR HARPA PÉTURSDÓTTIR VILL BERA SIG EFTIR BJÖRGINNI Hver er sinnar gæfu smi›ur Það var rjómablíða í Kulusuk þeg- ar föruneyti Hróksins lenti þar á miðvikudag en ætlunin var að sigla þaðan með bát til Tasiilaq þar sem Hrókurinn heldur skák- veislu annað árið í röð. Þrátt fyrir glampandi sól og lygnan sjó reyndist siglingaleiðin þó ófær vegna ísa þannig að þyrluferð varð ofan á. Ég var alveg búinn að gíra mig upp fyrir siglingu ekki síst þar sem hópurinn sem fór á undan okkur fékk að sigla með Sigurði Ísmanni sem Reynir Traustason hefur gert ódauðleg- an; fyrst í bók sinni Seiður Græn- lands og ekki síður í fréttum sín- um af því þegar Ísmaðurinn ógur- legi fangaði hákarl og drap með berum höndum. Það þótti heims- frétt. Það er hins vegar eitthvað svo geggjað við að fljúga með þyrlu þannig að ég grét það þurr- um tárum að fá ekki að sigla á milli ísjaka og horfast í augu við seli í sínu náttúrulega umhverfi. Ísmaðurinn tók svo á móti okkur á þyrluflugvellinum í Tasiilaq, víg- reifur að vanda, nýkominn úr æv- intýralegri veiðiferð sem ætti fullt erindi á Sky og CNN. Ísmaðurinn fór, eins og svo oft áður, einn í þessa veiðiferð en þegar hann hafði fellt tvo birni missti hann skrúfuna undan bátn- um og var strandaglópur í átta daga. Hann hafðist við á ísjaka og át kjötið af skepnunum sem hann hafði drepið. Hann gerði þó lítið úr þessum hrakningum enda er ís- bjarnakjöt víst herramannsmatur þó það væri orðið „helvíti þreyt- andi áttunda daginn í röð“. Siggi Ísmaður býr í Kuummiit sem er vægast sagt afskekkt pláss þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn og fólk gengur örna sinna í fötur. Fjórir Hróksmenn þáðu heimboð Ísmannsins sem sigldi með þá áleiðis til Kuummiit um leið og það mynduðust glufur í íshrönglinu. Það er með ólíkind- um að magnaðasti maðurinn á Grænlandi skuli vera Íslendingur. Þetta er annað árið í röð sem ég geri mér upp forföll til þess að komast hjá heimsókn til Kuu- mmiit. Þetta er auðvitað lygilegur roluskapur og ég veit að ég er að flýja undan ævintýri en ég treysti mér ekki enn til að fara fjær vest- rænni siðmenningu en til Tasiilag. Þar er þó í það minnsta kaupfélag þar sem hægt er að kaupa egg, beikon og haglabyssur. ■ REISUBÓKARBROT ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ER Á SKÁKHÁTÍÐ HRÓKSINS Á GRÆNLANDI. Ísbjarnakjöt í átta daga Lárétt: 1 stórborg, 6 á húsi, 7 grastotti, 8 jökull, 9 hvíldi, 10 eldsneyti áður fyrr, 12 rödd, 14 matur, 15 ekki, 16 tímabil, 17 hræðslu, 18 mæla. Lóðrétt: 1 ánægjuvottur, 2 trjátegund, 3 í röð, 4 nákvæm, 5 veiðarfæri, 9 eyða, 11 nakta, 13 ættgöfgi, 14 glöð, 17 öfugur tví- hljóði. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt:1berlín,6ris,7tó,8ok,9sat,10 mór, 12alt,14ket,15ei,16ár, 17ugg, 18tala. Lóðrétt:1bros,2eik,3rs,4ítarleg,5nót, 9sóa,11bera,13tign,14kát,17ua. KVÖLDÞÁTTURINN ALLA VIRKA DAGA FYLGSTU MEÐ!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.