Fréttablaðið - 17.09.2005, Side 1
ATVINNUMÁL Hlutfall erlendra
starfsmanna á vinnumarkaði á Ís-
landi er með því hæsta á Norður-
löndunum. Aðeins í Svíþjóð er hlut-
fallið hærra og er munurinn óveru-
legur. Á Íslandi er erlent vinnuafl
4,5 prósent vinnumarkaðarins en í
Svíþjóð mælist það 4,6 prósent.
Í Danmörku, þar sem umræðan
um útlendinga hefur verið hvað
mest áberandi, er hlutfall erlendra
ríkisborgara á vinnumarkaðinum
þrjú prósent. Hlutfallið er lægst í
Finnlandi, þar sem 1,4 prósent
vinnuafls eru erlendir ríkisborg-
arar.
Tvöfalt fleiri erlendir ríkis-
borgarar eru búsettir á Íslandi nú
en fyrir áratug og hefur þeim
fjölgað úr 4.800 í um ellefu þúsund.
Af þeim eru um sjö þúsund á
vinnumarkaðinum.
Að sögn Gissurar Péturssonar,
forstjóra Vinnumálastofnunar, má
telja víst að alls vanti starfsfólk í
um þrjú þúsund störf á Íslandi.
Sökum takmarkana í veitingu
atvinnuleyfa verður ekki fyllt í
þau störf með útlenskum starfs-
mönnum.
Þrátt fyrir skort á vinnuafli
verður atvinnuleyfum ekki fjölgað
umfram það sem þegar hefur verið
veitt. „Við verðum líka að vera
undir það búin að geta tekið
bakslagið. Það vantar stórlega fólk
til skamms tíma en hið opinbera
getur ekki látið stýrast af því
heldur þarf að hugsa fram í
tímann,“ segir Gissur.
Tryggvi Þór Herbertsson, for-
stöðumaður Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, telur að manna
eigi þau störf sem ekki tekst að
ráða íslenskt starfsfólk í, með inn-
flutningi vinnuafls. „Það er að
mörgu leyti lausn fyrir Ísland
þegar koma tímabil með miklum
hagvexti og mikilli þenslu líkt og
núna,“ segir hann.
- sda
Sjá síður 30-31
Rísandi stjörnur á
Kvikmyndahátí›
HRÖNN MARINÓSDÓTTIR
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
VÍÐAST BJARTVIÐRI þegar
líður á morguninn. Gæti þykknað
upp sunnan til síðdegis. Hiti yfirleitt
8-13 stig að deginum. VEÐUR 4
LAUGARDAGUR
17. september 2005 - 250. tölublað – 5. árgangur
Íslendingur 111 á Freeport
Kristín Snæfells man þá tíð þegar
Freeport var lausnarorð drykkjusjúkra
Íslendinga sem leit-
uðu lausnar meina
sinna á Long Is-
land í New York.
VIÐTAL 32-33
Víkingar fóru upp um deild
Víkingar tryggðu sér sæti í Lands-
bankadeild karla næsta sumar með
því að vinna 2–0 sigur á Völsungi en
tapið kostaði Húsvíkinga fall í 2. deild.
Blikar urðu líka fyrstir til þess að fara
taplausir í
gegnum tíu
liða 1.
deild.
ÍÞRÓTTIR 38
Dugnaður og áreiðanleiki
Ólafur Jóhannesson
hefur gert FH-inga
að Íslandsmeist-
urum í fótbolta tvö
ár í röð en þetta
eru fyrstu fótbolta-
titlarnir í sögu fé-
lagsins. Flestum ber
saman um að sam-
takamátturinn sem
einkennt hefur
knattspyrnustarfið
hjá FH sé ekki síst Ólafi að þakka.
MAÐUR VIKUNNAR 16
Sér fjölskyldubílnum
fyrir gó›u ævikvöldi
JÚLÍUS VÍFILL INGVARSSON
Í MIÐJU BLAÐSINS
• BÍLAR • FERÐIR ▲
FÓLK
▲
PAWEL PAWLIKOWSKI Í DÓMNEFND
54
VEÐRIÐ Í DAG
Ískaldur
Léttur öllari ROYAL
Nýr konunglegur!
Grænar tölur í Kauphöll:
Vi›snúningur
á marka›i
VIÐSKIPTI Eftir samfellda fjög-
urra daga lækkun á hlutabréfa-
markaði snerist dæmið við í gær
þegar Úrvalsvísitalan hækkaði
skarpt, um tæp tvö prósent.
Gengi þrettán félaga í vísitöl-
unni hækkaði, eitt stóð í stað og
aðeins eitt lækkaði.
Sérfræðingar á markaði
segja að fjárfestar hafi haldið ró
sinni vegna þeirra lækkana sem
áttu sér stað fyrr í vikunni og
því hafi margir séð sér leik á
borði og keypt hlutabréf í fyrir-
tækjum sem höfðu lækkað hvað
mest. Almennt séð er útlitið
bjart hjá félögum í Kauphöllinni
og stefnir í góð uppgjör á næstu
vikum og mánuðum.
Mest hækkuðu hlutabréf í
Atorku Group, um 5,5 prósent,
og í Landsbankanum, um 3,8
prósent. - eþa
Svíar einir me› fleiri
erlenda starfsmenn
Tuttugasti hver starfsma›ur á Íslandi er útlendingur og er hlutfalli› fla› næst-
hæsta á Nor›urlöndunum. Erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi eru tvöfalt
fleiri nú en fyrir áratug. Fólk vantar í flrjú flúsund störf hérlendis.
ERLENT VINNUAFL Á
NORÐURLÖNDUNUM
Land Alls Hlutfall
Ísland 155 þús. 4,5%
Noregur 2.354 þús. 3,4%
Danmörk 2.822 þús 3,0%
Svíþjóð 4.498 þús 4,6%
Finnland 2.669 þús 1,4%
NIÐURSTÖÐUR LAUNAKÖNNUNAR VR KYNNTAR Gísli Marteinn Baldursson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
hafa brugðið sér í gervi hins kynsins í auglýsingaherferð gegn launamisrétti. Í pallborðsumræðum við kynningu á niðurstöðunum kom
fram að allir ættu þátt í því að konur væru launalægri, ekki aðeins atvinnurekendur.
LAUNAKÖNNUN Laun hækkuðu um tíu
prósent en launamunur kynjanna
minnkaði ekki marktækt á milli ára
í launakönnun Verslunarmanna-
félags Reykjavíkur. Kynbundinn
launamunur er fjórtán prósent en
var fimmtán prósent í fyrra. Könn-
unin var kynnt í gær.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segir launamun kynjanna hafa
staðið í stað í þrjú ár. Munurinn sé
vonbrigði: „Félagið hefur hafið aug-
lýsingaherferð til að vekja atvinnu-
rekendur til umhugsunar og til að fá
konur til að standa betur á sínu
gagnvart þeim.“
Margrét María Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu,
var spurð að því hvað þyrfti til að
jafna launin: „Ég vildi að ég hefði
töfralausnina. Kynbundinn launa-
munur er mannanna verk. Það þarf
vilja til að breyta.“ Kannanir VR
sýni að viljann vanti.
Í niðurstöðum könnunnarinnar
má sjá að félagsmenn VR hafa að
meðaltali 300 þúsund í heildarlaun á
mánuði en grunnlaunin eru 273 þús-
und.
Alls sendu rúmlega 8.300 manns
inn svarseðil til VR, helmingur
þeirra sem fengu könnunina í hend-
ur. - gag
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Konur innan VR með fjórtán prósentum lægri laun en karlar:
Launamunur er mannanna verk
GEORGE W. BUSH Ávarpaði bandarísku
þjóðina frá New Orleans í fyrrakvöld og
lofaði fé til uppbyggingar á flóðasvæðinu.
Endurreisn New Orleans:
40 flúsund
á hvern
HAMFARIR George Bush Banda-
ríkjaforseti hefur lofað opin-
beru fé til uppbyggingar í New
Orleans og víðar eftir skemmd-
irnar í kjölfar flóðanna og felli-
byljarins Katrínar. Talið er að
uppbyggingin kosti um 200
milljarða Bandaríkjadala, sem
samsvarar um tólf þúsund millj-
örðum íslenskra króna.
Það eru um 40 þúsund krónur
á hvert mannsbarn í Bandaríkj-
unum. Samsvarandi upphæð á
Íslandi yrði því um 11,6 millj-
arðar íslenskra króna. - sda
Tónfælin tík:
Sigur Rós
hrellir hund
TÓNLIST Hljómsveitin Sigur Rós á
sér marga aðdáendur en þó eru þeir
til sem þola tónlist hennar illa. Ein
þeirra er Týra, sem er níu mánaða
hvolpur á Ytra-Ósi í Hólmavíkur-
hreppi, en hún tryllist þegar hún
heyrir lög sveitarinnar.
„Hún ýlfrar, gólar og setur upp
kamb,“ útskýrir Drífa Hrólfsdóttir,
bóndi á Ytra-Ósi.
Týra hefur haft það nokkuð
slæmt þessa vikuna þar sem plata
sveitarinnar er plata vikunnar á
Rás 2 og því hefur hún mikið þurft
að þjást undir tónum sveitarinnar. ■