Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61,59 61,89
111,6 112,14
75,5 75,92
10,124 10,184
9,694 9,752
8,083 8,131
0,5553 0,5585
90,31 90,85
GENGI GJALDMIÐLA 16.9.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
105,8445
4
HEILBRIGÐISMÁL Megrun er ekki
lausnin við sjúklegri offitu. Þetta
var meðal þess sem kom fram á
blaðamannfundi sem haldinn var á
Landspítala – háskólasjúkrahúsi í
gær.
Hér á landi eru staddir tólf
norskir offitusjúklingar. „Við
höfum sent hingað suma af okkar
erfiðustu sjúklingum. Aðgerðir
þeirra eru áhættusamar og við
höfum valið að senda sjúklingana
hingað á meðan við erum að ná full-
um tökum á svona aðgerðum,“ segir
Rune Sandbu, yfirlæknir frá Töns-
berg í Noregi. Hann kemur hingað
með sjúklingum sínum og kynnir
sér aðgerðartækni og árangur
teymisins á Landspítalanum sem
annast hefur offitusjúklinga.
Það sem meðal annars greinir
aðgerðirnar á Íslandi frá svipuð-
um aðgerðum í öðrum löndum er
svokölluð atferlismeðferð sem er
undanfari aðgerðarinnar og fer
fram á Reykjalundi. Þar er áhersl-
an lögð á lífsstíl og viðhorf sjúk-
linganna, en þessi formeðferð
hefur gefið góða raun, bætt lífs-
gæði sjúklinga og aukið lífslíkur
þeirra um allt að tíu ár. - saj
Pattsta›a líkleg í fi‡skalandi
Sí›ustu sko›anakannanir fyrir flingkosningarnar í fi‡skalandi s‡ndu a› óvíst er a› stjórnarandsta›an nái
meirihluta flótt stjórnin falli. Svo gæti fari› a› upp komi pattsta›a me› vinstrisósíalista í oddaa›stö›u.
17. september 2005 LAUGARDAGUR
CD
U
/
CS
U
SP
D
G
R
Æ
N
IN
G
JA
R
P
D
S
4,0% A
Ð
R
IR
4,0%
7,4%8,6%
38,5%38,5%
FD
P
CD
U
/
CS
U
SP
D
G
R
Æ
N
IN
G
JA
R
VI
N
ST
R
IF
LO
K
K
U
R
IN
N
8,5%8%7%
32,5%
41,5%
FD
P
CD
U
/
CS
U
SP
D
G
R
Æ
N
IN
G
JA
R
VI
N
ST
R
IF
LO
K
K
U
R
IN
N
11%
7%
9%
27%
44%
FD
P
ÞINGSÆTI 2002:
CDU/CSU: 248
SPD: 251
Græningjar: 55
FDP: 47
PDS: 2
SKOÐANAKÖNNUN 2. JÚLÍ 2005 SKOÐANAKÖNNUN
16. SEPTEMBER 2005
ÚRSLIT KOSNINGA 2002
Tólf norskir offitusjúklingar eru staddir á Íslandi til að undirgangast aðgerð:
Megrun leysir ekki offituvandamál
SÉRFRÆÐINGAR Í OFFITUAÐGERÐUM Frá
vinstri: Björn Geir Leifsson skurðlæknir,
Rune Sandbu yfirlæknir, Lina Kristin
Johnson næringarfræðingur og
Hjörtur G. Gíslason skurðlæknir.
ÞÝSKU KOSNINGARNAR Svo virðist
sem Þjóðverjar eigi afskaplega
erfitt með að gera upp við sig hvað
þeir vilji þegar að kjörkössunum
er gengið í þingkosningunum sem
fram fara á morgun, sunnudag. Í
síðustu skoðanakönnununum sagð-
ist fjórði hver kjósandi ekki vita
enn hvaða flokk hann hygðist
kjósa, eða hvort hann færi yfirleitt
á kjörstað. Og af svörum þeirra
sem þó segjast hafa gert upp hug
sinn má helst ráða að þeir vilji að
kristilegu flokkarnir taki við
stjórnartaumunum – en að jafnað-
armaðurinn Gerhard Schröder
verði áfram kanslari, frekar en
áskorandinn Angela Merkel.
Ljóst er að flestir Þjóðverjar
líta svo á að jafnaðarmenn og
græningjar skili ekki af sér góðu
búi eftir sjö ár á valdastóli – efna-
hagsstöðnun, hallarekstur á ríkis-
sjóði og vaxandi frekar en minnk-
andi atvinnuleysi er allt til vitnis
um þetta. En margir eru engu
sannfærðari um að stjórnar-
andstöðuflokkarnir myndu standa
sig betur.
Fyrst eftir að
Schröder boðaði
snemmsumars
að kosið skyldi til
þings strax í
haust, ári áður en
kjörtímabilinu
átti annars að ljúka, var forskot
stjórnarandstöðuflokkanna yfir-
gnæfandi. Kristilegu flokkarnir,
CDU og systurflokkurinn CSU,
mældust með allt að 49 prósenta
fylgi þá en SPD með aðeins um 27
prósent. Eftir að kosningabaráttan
fór formlega í gang í júlí var strax
farið að draga aðeins saman með
stóru flokkunum. Og eftir því sem
nær dró kjördegi staðnaði fylgi
kristilegra en í krafti kosninga-
baráttuhams kanslarans mjakaðist
fylgi SPD upp á við.
En enginn vafi þykir leika á því
að CDU/CSU verði langstærsti
flokkurinn eftir kosningarnar. Öllu
meiri vafi leikur hins vegar á því
hvort samanlagður þingstyrkur
hans og hins væntanlega stjórnar-
samstarfsflokks, Frjálsra demó-
krata (FDP), dugi fyrir starf-
hæfum meirihluta. Samkvæmt síð-
ustu könnunum mældist saman-
lagt fylgi þessara flokka annars
vegar, og SPD, Græningja og nýja
Vinstriflokksins hins vegar, ná-
kvæmlega jafn mikið, 48-49%.
Það gæti hugsanlega dugað til
að miðju-hægri-blokkin fengi
nauman meirihluta. Það gæti hins
vegar jafnauðveldlega farið
þannig að Vinstriflokkurinn –
kosningabandalag austur- og
vestur-þýskra sósíalista sem allir
flokkar hafa útilokað að eiga
samstarf við – lenti í oddaaðstöðu.
Slík úrslit myndu skapa algjöra
pattstöðu sem að mati flestra
stjórnmálaskýrenda væri senni-
legast að leiddi til „stóru sam-
steypu“, það er stjórnarsamstarfs
SPD og CDU/CSU. Þótt talsmenn
flokkanna hafi í kosningabarátt-
unni vísað þeim kosti afdráttar-
laust á bug sýndu skoðanakannan-
ir að yfir þriðjungur kjósenda teldi
slíkt stjórnarmynstur „besta kost-
inn fyrir Þýskaland“.
audunn@frettabladid.is
ÁSKORANDINN Angelu Merkel var hampað
á lokakosningafundi CDU í Berlín í gær. Á
skiltunum stendur: „Kjósum stjórnarskipti!“
KANSLARINN Schröder var þreytulegur á
lokakosningafundi SPD í Berlín í gær, eftir
að hafa farið mikinn síðustu vikur.
fi‡sku
ÞINGKOSNINGARNAR
Forval VG til kosninga:
Tíu í frambo›
SVEITARSTJÓRNARMÁL Ljóst er hverjir
verða í forvali Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs í Reykja-
vík. Kosnir verða fulltrúar í sex
efstu sæti listans.
Frambjóðendurnir eru Árni Þór
Sigurðsson, Ásta
Þ o r l e i f s d ó t t i r,
Grímur Atlason,
Guðný Hildur
M a g n ú s d ó t t i r ,
Magnús Bergsson,
Sóley Tómasdóttir,
Ugla Egilsdóttir,
Þorleifur Gunn-
laugsson, Þorvald-
ur Þorvaldsson og
Svandís Svavarsdóttir. Svandís
gefur kost á sér í fyrsta sæti listans.
Félagsmenn VG í Reykjavík hafa
kosningarétt. -sja
SVANDÍS
SVAVARSDÓTTIR
KOSNINGAÁRÓÐUR Kosningabaráttan er í
fullum gangi í Afganistan en talibanar hafa
hvatt fólk til að halda sig fjarri kjörstöðum
þegar kosið verður á morgun.
Kosningar í Afganistan:
Frambjó›andi
myrtur
AFGANISTAN, AP Skæruliðar í
Afganistan myrtu einn þingfram-
bjóðanda og tvo bandaríska her-
menn í árás á í gær, föstudag.
Talsmaður talibana, Mullah Latif
Hakimi, hefur hvatt almenning í
landinu til að hunsa þingkosning-
arnar sem fara fram á morgun og
hótað að gera árásir á kjörstaði.
Margir höfðu vonast til að kosn-
ingarnar myndu binda enda á
ofbeldið í landinu en annað virðist
nær því rúmlega tólf hundruð
manns hafa látið lífið í átökum síð-
asta hálfa árið í landinu. ■