Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 8

Fréttablaðið - 17.09.2005, Page 8
1Hve gamalt varð nautið Guttormur? 2Hve mörgum sjúklingum er þýskurhjúkrunarfræðingur talinn hafa banað? 3Hver fer fyrir flokki kristilegrademókrata í Þýskalandi? SVÖRIN ERU Á BLS. 54 VEISTU SVARIÐ? 8 Ábúendur á Víkingavatni í Kelduhverfi: Ala fálka í fjárhúsinu FUGLALÍF Aðalsteinn Örn Snæ- þórsson á Víkingavatni í Keldu- hverfi hefur undanfarnar vikur haft fálkaunga í fóstri en fuglinn fannst í landi Hafrafellstungu- bænda í Öxarfirði í lok ágúst. „Þetta er ungur karlfugl og hann var orðinn mjög rýr og lítt fleyg- ur þegar hann fannst. Ég kom honum fyrir í fjárhúsinu á Vík- ingavatni og þar hefur hann braggast vel og flýgur nú um húsið,“ segir Aðalsteinn. Alla jafna er sjúkum og ófleygum fálkum komið til Nátt- úrufræðistofnunar Íslands og segir Ólafur Karl Nielsen, vist- fræðingur hjá stofnuninni, að fimm til fimmtán fálkar berist þangað á hverju hausti. Ef sýnt þykir að hægt sé að bjarga þeim er fálkunum komið fyrir í Hús- dýragarðinum í Reykjavík þar sem þeir fá fyrsta flokks að- hlynningu og læknisþjónustu sem fyrirtækið Fálkinn greiðir fyrir. Aðalsteini og Ólafi kom hins vegar saman um að vænlegra væri að fóðra fálkann og fita fyr- ir norðan í stað þess að flytja hann langan veg, jafn illa og hann var á sig kominn. - kk SAMGÖNGUR Ákveðið hefur verið að fresta gildistöku nýs vaktakerfis strætisvagnabílstjóra, að sögn Harðar Gíslasonar staðgengils framkvæmdastjóra Strætó bs. Til stóð að það tæki gildi 15. október en því hefur nú verið frestað til áramóta. „Þetta kerfi er unnið í góðri samvinnu við Starfsmannafélag Reykjavíkur og fulltrúa bílstjór- anna,“ segir Hörður. „Hinir síðar- nefndu hafa óskað eftir því að fá frekari umþóttunartíma áður en nýtt vaktakerfi tekur gildi og á það hefur verið fallist.“ Hörður segir nýja kerfið fjöl- breytilegt og bjóði upp á ýmsa val- kosti. Starfsmenn vilji skoða þá áður en lengra er haldið. „Þetta mál er í góðum og eðli- legum farvegi,“ segir Hörður. „Frestun gildistöku nýja vakta- kerfisins hefur engin áhrif á aðrar breytingar sem stjórn Stræó bs. samþykkti að gera á nýja leiðakerf- inu, svo sem lengingu þjónustu- tíma á tilteknum leiðum.“ -jss SVEITARSTJÓRNARMÁL „Við leggj- umst ekkert gegn okkar eigin sameiningartillögu. Það er nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem skikkar okkur til þess að fara út í kosningar 8. október,“ segir Reynir Sveinsson bæjarstjóri í Sandgerði. Reynir er ekki sáttur við um- mæli Árna Sigfússonar, bæjar- stjóra í Reykjanesbæ, en í Frétta- blaðinu í gær sagði Árni að and- staða sveitarstjórnarmanna í Garði og Sandgerði við samein- ingu færi gegn niðurstöðum nýrr- ar skýrslu sem unnin var á vegum sveitarfélaganna þriggja. „Ég er formaður nefndar sem farið hefur yfir kosti og galla sameiningar og hún fékk hlut- lausa sérfræðinga til að gera út- tekt. Það var löngu vitað að við í sveitarstjórninni værum á móti sameiningunni,“ segir Reynir. Umrædd skýrsla er unnin af ráðgjafarfyrirtækinu Par X og var sett inn á vefsíðu sveitar- félaganna þriggja fyrir fáeinum dögum. „Eftir að hafa skoðað skýrsluna var það sameiginlegt álit allra bæjarfulltrúanna að samein- ing væri ótímabær. Það er ekkert í skýrslunni sem mælir sérstaklega með sameiningu. Árni Sigfússon túlkar skýrsluna sér í hag,“ segir Reynir. Í skýrslunni er farið yfir fjölda þátta í rekstri sveitarfélaganna; meðal annars er fjallað um yfir- stjórn, félagsmál og samgöngur. Rakið er að sveitarstjórnarmönn- um fækkar úr 25 í 11 við samein- ingu og nefndarmönnum fækkar einnig. Með sameiningu er ljóst að framlög úr jöfnunarsjóði sveitar- félaga verða nálægt eitt hundrað milljónum króna lægri en þau eru nú samanlögð nú til þriggja sveit- arfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna eru 685 og er ekki gert ráð fyrir að þeim fækki að marki þótt fækkun verði í yfirstjórn. Skýrslan ber með sér að aukin hagkvæmni ætti að nást með sam- einingu varðandi þætti eins og samgöngumál, starfsmannamál, félagsmál og skipulagsmál, en Suðurnes eru nú þegar eitt at- vinnusvæði. johannh@frettabladid.is 17. september 2005 LAUGARDAGUR F í t o n / S Í A F I 0 1 3 9 0 1 – SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ - stærsta bílasala landsins? Fréttablaðið Á HVERJUM DEGI FÆRÐ ÞÚ EINA AF STÆRSTU BÍLASÖLUM LANDSINS INN UM BRÉFALÚGUNA ÞÍNA! SPARAÐU TÍMA OG FYRIRHÖFN MEÐ ÞVÍ AÐ FINNA BESTA BÍLINN Á MEÐAN ÞÚ SVOLGRAR Í ÞIG MORGUNKAFFIÐ. LEIÐAKERFI STRÆTÓ Frestun gildistöku nýja vaktakerfisins hefur engin áhrif á aðrar breyt- ingar sem stjórnin samþykkti að gera á nýja leiðakerfinu. LEIÐRÉTTING Vegna umfjöllunar um verð á leikhúsmiða í Þjóðleikhús og Borgarleikhús skal tekið fram að miðaverð á barnasýningar í Borgarleikhúsinu er 2.350 kr. Ölvunarakstur í Sauðholti: Missir ökuleyfi› DÓMSMÁL Í Héraðsdómi Suður- lands var maður nýverið sak- felldur fyrir ölvunarakstur. Maðurinn neitaði staðfastlega sök og kvaðst ekki hafa neytt áfengis fyrir akstur. Sér hafi verið heitt í hamsi eftir akstur- inn og hann því fengið sér Gammeldansk og Jägermeister. Hjörtur Aðalsteinsson héraðs- dómari komst að þeirri niður- stöðu að hann skyldi greiða 60.000 krónur í sekt auk um 250.000 króna í sakar- og máls- kostnað. Hann missir einnig öku- réttindi í sex mánuði. -saj AÐALSTEINN OG SYNIR Fálkinn situr á spýtu uppi undir þaki að baki þeim feðg- um en þegar hann hefur öðlast nægilegan styrk er ætlunin að gefa honum frelsi á ný. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN Neydd til a› samflykkja Reynir Sveinsson bæjarstjóri í Sandger›i segir a› andsta›a bæjarstjórnar hafi legi› fyrir og véfengir a› í n‡rri sk‡rslu um kosti og galla sameiningar vi› Reykjanesbæ og Gar› sé eindregi› mælt me› sameiningu. REYNIR SVEINSSON BÆJARSTJÓRI Í SAND- GERÐI „Það er nefnd á vegum félagsmála- ráðuneytisins sem skikkar okkur til þess að fara út í kosningar 8. október.“ SUÐURNES Þótt gert sé ráð fyrir aukinni hagkvæmni á mörgum sviðum er ekki tek- in afdráttarlaus afstaða með sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum í nýrri skýrslu. SANDGERÐISHÖFN Bæjarfulltrúar í Sandgerði telja sameiningu við Garð og Reykjanesbæ ótímabæra. Vagnstjórar Strætó vilja lengri aðlögun: N‡ju vaktakerfi fresta› Verksmiðjuturn Kísiliðjunnar: Turninn felld- ur í heilu lagi NIÐURRIF Starfsmenn Hringrásar hafa undanfarnar tvær vikur unn- ið að því að rífa verksmiðju Kísil- iðjunnar við Mývatn. Hús og vélar eru úr járni og stáli, samtals um 2.500 tonn að þyngd, og verður allt nýtanlegt efni flutt í bútum til Húsavíkur þar sem það fer í skip og að lokum til endurvinnslu á Spáni. Síðastliðinn miðvikudag var turn verksmiðjunnar felldur í heilu lagi en hann var 120 fermetrar að grunnfleti og viðlíka hár og átta hæða fjölbýlishús. - kk TURNINN FELLDUR Undirstöður turnsins voru fyrst klipptar og skornar í sundur en að því loknu ýtti ljónhugaður gröfumaður við einni undirstöðunni og turninn féll tígulega til jarðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K R IS TJ ÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.