Fréttablaðið - 17.09.2005, Síða 10
S tjórnmálamenn og álitsgjafarhafa deilt um framboðÍslands til setu í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna árin 2009 og
2010, en kosning til ráðsins fer
fram árið 2008.
Þrjú lönd hafa gefið sig fram en
aðeins tvö sæti eru til skiptanna
fyrir svonefndan Vesturlandahóp.
Ísland hefur ekki áður gert sig
gildandi í þessum efnum. Frændur
vorir, Svíar, Finnar, Danir og
Norðmenn, hafa skipst á að bjóða
sig fram til tveggja ára í senn og
mótað eins konar hefð þar að
lútandi.
Finnar eiga annríkt þessi
misserin enda í fyrirsvari innan
Evrópusambandsins þegar dregur
nær kosningabaráttu um sætin í
öryggisráðinu. Þeir hefðu boðið sig
fram að þessu sinni hefðu íslensk
stjórnvöld ekki afráðið þegar árið
1998 að taka þá stefnu að bjóða
fram til setu í öryggisráðinu árin
2009 og 2010.
Yfirlýsing Davíðs Oddssonar
Deilurnar hafa einkum snúist um
kostnað og fyrirhöfn. Fram kom í
ræðu Davíðs Oddssonar utanríkis-
ráðherra á Alþingi í vor að kostnað-
ur við framboðið og kosningaslag-
inn yrði vart minni en 600 milljón-
ir króna.
Sem kunnugt er hefur Davíð
lýst efasemdum ef ekki beinni and-
stöðu við framboð Íslands til
öryggisráðsins. Orðrétt sagði hann
í hádegisfréttum útvarps 14. sept-
ember síðastliðinn:
„Þetta (var) svona mál sem
skiptar skoðanir voru um í ríkis-
stjórninni. Það má segja eiginlega
að ég hafi verið þeirrar skoðunar
að það væri skynsamlegt að slá
þetta af. En félagar mínir í ríkis-
stjórninni margir hverjir eru
þeirrar skoðunar að það eigi frekar
að leita að þeim kosti að gera þetta
með ódýrari hætti. Ég út af fyrir
sig get alveg fallist á það. Þess
vegna finnst mér eðlilegt að viðtak-
andi utanríkisráðherra taki þessa
ákvörðun og það er nú mín skoðun
að Geir Haarde sé frekar á þeirri
línu að halda þessu til streitu en að
reyna að gera það með eins hag-
kvæmu móti og kostur er. Það er
ekki eðlilegt að ég sé að taka slíka
ákvörðun á lokasprettinum.“
Einar Oddur Kristjánsson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur einnig lýst eindreginni and-
stöðu sinni við umsóknina og fram-
boðið. Fyrst og fremst telur hann
fjármunum illa varið og hefur jafn-
framt litla trú á möguleikum Ís-
lands, eins og fram kom í Kastljós-
þætti Sjónvarpsins síðastliðinn
fimmtudag. Einar Oddur taldi að
þjóðin kallaði yfir sig ærin vanda-
mál með framboðinu og fjármun-
um væri betur varið til annarra
hluta á alþjóðavettvangi.
Ekki bara spurning um kostnað
Álitamálin kunna að vera fleiri en
þau ein sem snúa að kostnaði við
framboðið, sem Einar Oddur telur
að geti orðið tvöfalt meiri en þær
600 milljónir króna sem utanríkis-
ráðherra nefndi á alþingi síðast-
liðið vor.
Íslensk stjórnvöld hafa –
einkum í stjórnartíð Sjálfstæðis-
flokksins – fylgt utanríkisstefnu og
vilja Bandaríkjamanna í flestum
efnum. Sá stuðningur varð einkar
augljós þegar Davíð Oddsson, þá-
verandi forsætisráðherra, sam-
þykkti – sennilega með vitund og
vilja þáverandi utanríkisráðherra –
að Ísland yrði á lista hinna stað-
föstu stuðningsmanna Bandaríkj-
anna þegar þau réðust til atlögu í
Írak í mars árið 2003.
Vel má vera að Davíð Oddssyni
utanríkisráðherra þyki óþægileg
sú tilhugsun að Ísland verði sett í
þá aðstöðu innan öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna að þurfa hugsan-
lega að fara gegn stefnu Bandaríkj-
anna í viðkvæmum málum á borð
við Íraksmálið forðum. Slík staða
gæti komið upp, ekki síst í ljósi
þess að ef Íslendingar öðlast sæti í
ráðinu hafa þeir ábyrgð gagnvart
hinum Norðurlandaþjóðunum eins
og fram kemur í máli forsætis-
ráðherra í Fréttablaðinu í dag.
Í leiðara Fréttablaðsins í gær er
vakin athygli á því að árið 2009
verði hugsanlega ný stjórn við völd
hér á landi og alveg hugsanlegt að
Íslendingar sætu þá í öryggis-
ráðinu í skjóli norrænna krata og
fylgdu ekki stefnu Bandaríkjanna í
átakamálum sem koma til kasta
ráðsins. Líkur eru til dæmis á því
að árið 2009 sitji vinstristjórn Jens
Stoltenberg enn við völd í Noregi.
Getur Ísland látið gott af sér leiða?
Vel má vera að kostnaðurinn einn
sé það sem á endanum skiptir máli.
Stjórnvöld hafa ítrekað sagst ætla
að halda honum í skefjum.
Ögmundur Jónasson, þing-
flokksformaður Vinstri grænna,
gerir ekki peningarökin að sér-
stöku umtalsefni heldur segir
markmiðið með setunni verða að
vera skýr: „Sú spurning sem verð-
ur að svara er einföld: Á hvaða hátt
getur Ísland látið gott af sér leiða í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna?
Ef ekki er hægt að svara þessu á
afgerandi og sannfærandi hátt ber
að hætta þegar í stað við framboð
til öryggisráðsins og beina kröftum
utanríkisþjónustunnar að öðrum
málum.“
Hinn 27. þessa mánaðar tekur
Geir H. Haarde við utanríkis-
ráðuneytinu af Davíð Oddssyni.
Forsætisráðherra hefur aftur á
móti ítrekað framboð Íslands á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna og
kveðst gera það í samráði við Geir.
LANDAMÆRI Palestínskur drengur hífir sig
upp í gegnum gat á vegg á landamærum
milli Rafah-flóttamannabúðanna á sunn-
anverðri Gaza-ströndinni og Egyptalands.
Meiri ró var á svæðinu í gær eftir að þús-
undir Palestínumanna höfðu ferðast
óhindrað yfir landamærin til Gaza á þrem-
ur dögum.
10
Þingkosningar í Póllandi 25. september:
Einkavæ›ing og lægri skattar
VARSJÁ, AP Íhaldsmenn í stjórnar-
andstöðu í Póllandi hafa lýst því
yfir að þeir muni fremur leitast
eftir samsteypuríkisstjórn, jafn-
vel þótt þeir næðu hreinum meiri-
hluta í þingkosningunum 25. sept-
ember næstkomandi. Ný skoðana-
könnun bendir til að Íhaldsflokk-
urinn muni vinna kosningarnar á
afgerandi hátt með stuðningi ríf-
lega fjörutíu af hundraði kjós-
enda. „Það væri betra fyrir fram-
tíðarríkisstjórn landsins að hafa
breiðan stuðning innan þingsins,“
segir Donald Tusk, leiðtogi íhalds-
manna.
Samkvæmt sömu könnun eru
líkur til þess að Flokkur laga og
réttlætis, sem einnig er íhalds-
samur verði í öðru sæti með um
24 prósent atkvæða. Þessir tveir
flokkar þykja líklegir til sam-
starfs um ríkisstjórn en þar með
mun valdatíð Vinstri-demókrata
heyra sögunni til. Fylgi Vinstri-
demókrata hefur hrunið að undan-
förnu og mælist nú aðeins um átta
prósent.
Tusk leggur áherslu á minni
ríkisafskipti, öra einkavæðingu
og lægri skatta á fyrirtæki. - saj
Stefnan tekin á öryggisrá›i›
Forsætisrá›herra stælir vö›vana gagnvart keppinautunum, Tyrkjum og Austurríkismönnum, á vettvangi
Sameinu›u fljó›anna. Hann ítrekar a› stefnt sé á sæti í öryggisrá›inu, ekki fló hva› sem fla› kostar.
Stjórnarslit á Grænlandi:
Tveir rá›herr-
ar segja af sér
GRÆNLAND, AP Boðað hefur verið
til kosninga á Grænlandi. Hans
Enoksen landsstjórnarformaður
tilkynnti þetta á fjárlagafundi í
Landsþinginu nýverið. Kosning-
ar til Landsþings verða haldnar
þann 22. nóvember næstkom-
andi.
Tveir ráðherrar landsstjórn-
arinnar hafa sagt af sér embætti
eftir að hafa legið undir ásökun-
um að nota opinbert fé til einka-
neyslu á borð við áfengiskaup
og ferðir á veitingastaði. Erfið-
leikar í samstarfi stjórnarflokk-
anna hafa staðið mánuðum
saman. ■
17. september 2005 LAUGARDAGUR
DONALD TUSK Flokkur Tusks nýtur
stuðnings mikils meirihluta kjósenda
samkvæmt nýlegri skoðanakönnun.
M
YN
D
/A
P
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
„Það má segja að við séum að leita
leiða og kanna hvort hægt sé að
halda þessu áfram með miklu minni
kostnaði en menn höfðu áður velt
fyrir sér... „Þeir (utanríkisráðherrar
Norðurlanda) tóku þetta mál upp við
mig og ég ræddi þetta. Það er heil-
mikill þrýstingur af þeirra hálfu að
við hverfum ekki frá þessu.“ (Frétta-
blaðið 6. sept. sl.)
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
„ Þess vegna finnst mér eðlilegt að
viðtakandi utanríkisráðherra taki
þessa ákvörðun og það er nú mín
skoðun að Geir Haarde sé frekar á
þeirri línu að halda þessu til streitu
en að reyna að gera það með eins
hagkvæmu móti og kostur er. Það er
ekki eðlilegt að ég sé að taka slíka
ákvörðun á lokasprettinum.“ (RÚV
14. sept. – 12.20)
Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra
„Eðlilega þrýsta Norðurlandaráðherr-
arnir á okkur. Það var samkomulag
um að Ísland færi í þetta ekki að-
eins fyrir okkar hönd heldur einnig
fyrir hönd allra Norðurlandanna.
Þetta eru því líka hagsmunir annarra
en okkar... Að mínu mati á að stilla
kostnaði í hóf og ekki að fara í dýra
kosningabaráttu.“ (Fréttablaðið 15.
sept. sl.)
Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra
„Að lokum, herra forseti. Við trúum
því að Ísland geti stuðlað að friði og
velferð allra aðildarríkjanna. Af þeim
sökum býður Ísland sig nú fram til
tímabundinnar setu í öryggisráðinu
árin 2009 og 2010.“ (Sameinuðu
þjóðirnar 15. sept. sl.)
JÓHANN HAUKSSON
johannh@frettabladid.is
FRÉTTASKÝRING
ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Íslendingar, Austurríkismenn eða Tyrkir heltast úr
lestinni. Leiðtogar Tyrkja og Austurríkismanna höfðu báðir lýst yfir framboði til öryggis-
ráðsins þegar Halldór ítrekaði að Ísland væri í framboði til ráðsins og keppti þar með við
áðurgreindar þjóðir.