Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.09.2005, Blaðsíða 12
Fellibylurinn og eyðileggingin í New Orleans á dögunum hafa vald- ið ólýsanlegum hörmungum. Mannskepnan má sín lítils gagn- vart slíkum náttúruhamförum og enda þótt við höfum horft á marg- ar stórslysamyndirnar í bíóunum, jafnast ekkert ímyndunarafl kvik- myndaframleiðanda á við þessa heljarslóðarorrustu. Sjálfan veru- leikann. En að slepptum þessum hildar- leik náttúrunnar, sem að hluta til á sér sínar skýringar í loftlagsbreyt- ingum og gróðurhúsaáhrifum af manna völdum, hafa þessar ham- farir varpað ljósi á staðreynd, sem reyndar hefur legið ljós fyrir, en sjaldnast komið fram í sviðsljósið. Og aldrei betur en nú. Í Louisiana og Suðurríkjunum og raunar víð- ast hvar í Bandaríkjunum, leynist fátæktin og nauðin berskjölduð og nakin í allri sinni eymd. Eða eins og ágætlega var sagt í fréttaskýr- ingum einhvers staðar: Stórveldið Bandaríkin fékk yfir sig fellibyl og eftir stóð keisarinn nakinn. Við höfum löngum litið aðdáun- araugum til Bandaríkjanna, lands frjálsræðis og tækifæra, lands ríkidæmis og velmegunar, lands framfara og fegurðar. Og vissu- lega hafa Bandaríkjamenn fært okkur fyrirmynd og verið í farar- broddi frelsisbaráttu og lýðræðis. En kastljósinu hefur verið beint að hinum fallegu og fjáðu og frægu, sem hafa verið einhvers konar sýnishorn af þeirri glæstu ímynd, sem Bandaríkjamenn og raunar margir aðrir, hafa reynt að mála af þjóðinni. Hin fyrirheitna glans- mynd. Allt í nafni kapítalismans og kenninganna um hið fullkomna frelsi. Skólabókardæmið hvernig eigi að brjótast til auðæfa og álits. Hin hliðin á bandarísku þjóðlífi hefur ekki verið eins til sýnis. Sú hliðin sem snýr að fátæktinni, ves- öldinni, sem ríkir víða í þessu landi tækifæranna. Hún varð ekki leng- ur falin þegar Katrín reið yfir og skildi eftir sig vegsummerkin og fólkið í allsleysi sínu. Í Bandaríkj- unum búa milljónir manna við skort, híbýli sem jafnast á við ís- lenskan kotbúskap fyrri alda, fé- lagslega einangrun, menntunar- leysi og lágmenningu. Að lang- mestu leyti blökkumenn og undir- málsfólk. Engin atvinna, ekkert ör- yggisnet, engin framtíð, nema slömmið og skyndibitinn og næsta sápa í sjónvarpinu. Þetta er fólkið og fórnarlömb fellibylsins, sem allar bjargir voru bannaðar, þegar holskeflan reið yfir. Hafði hvorki bifreið, getu né rænu til að koma sér í burt. Ég hef komið til Dnepropro- tovsk og Donetsk, Kuala Lumpur og Kalotta, Río de Janeiro og Rú- anda og hef séð með eigin augum betlarana, útigangsfólkið, um- komulaus börnin í leit að fæðubita og næturstað. Hún er grimm, fá- tæktin, víða í heiminum. En er hún eitthvað betri hjá hinni guðsút- völdu þjóð í Vesturheimi? Er hún jafnvel ekki ennþá verri, ef tekið er tillit til þess að Bandaríkjamenn hafa alla möguleika, alla burði, til að útrýma þessu sjálfskaparvíti, ef ekki væri fyrir þá yfirgengilegu pólitísku trúarkenningu, sem þar hefur ráðið för, að hver eigi að bjarga sjálfum sér. Að hver sé sjálfum sér næstur og þeir kalla hið skandinavíska velferðarkerfi kommúnisma og eru með nátttröll við stjórnvölinn, sem setja kíkinn fyrir blinda augað, þegar þeir heyra minnst á félagslega þjón- ustu. Fátæktin í Bandaríkjunum er smánarblettur á ríkri þjóð, feimn- ismál og raunar þöguð í hel, því hún skemmir fallegu ímyndina af fallega fólkinu sem sífellt er að mata okkur í sjónvarpsþáttunum og fyrirsögnunum. Nú blasir hún við, nú sést hún í kastljósinu, í hrollvekjunum sem birtast af veruleikanum í fréttamyndum frá New Orleans. Það þurfti fellibyl til. Er það svona þjóðfélag sem við viljum, Íslendingar, himinn og haf á milli ríkra og fátækra, milli hins ljúfa lífs og lágkúrunnar? Ætlum við að ganga þessa sömu götu til móts við ríka fólkið og stéttamun- inn, þar til bilið verður aldrei brú- að og hér búi tvær þjóðir í einu landi? Flotta fólkið í flóðljósunum, fátæklingarnir í skúmaskotunum. Frjálsræði viljum við. Sjálfs- bjargarviðleitni og einkaframtak. Við gleðjumst yfir velgengni ann- arra. En gleymum ekki þeim sem minna mega sín, sem eiga um sárt að binda og eiga sér enga framtíð, nema með hjálp og styrk samfé- lagsins. Ísland og Bandaríkin eru í hópi ríkustu þjóða. Við skulum aldrei láta það um okkur spyrjast að ríkidæmið sé notað til annars en að rétta þeim hjálparhönd sem næst okkur standa. Það er skylda þjóðfélagsins, skylda stjórnmál- anna, skylda samborgarans. Kapitalismi er góður til síns brúks og keisarar geta verið ágæt- ir en allar kenningar og glans- myndir eru harla lítils virði, ef þær þola ekki dagsljósið og faldar myndavélar. Nekt hins áferðar- fallega kapítalíska keisaradæmis í Bandaríkjunum sem birtist okkur þegar óveðrinu slotaði, er aðvörun, sem vonandi gleymist aldrei. ■ Það kemur ekki á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, for-maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, skuli takafagnandi hugmyndinni um að Samfylkingin og Vinstri grænir geri með sér bandalag fyrir næstu þingkosningar að fyrir- mynd hinnar sigursælu „rauðgrænu“ fylkingar í Noregi. Eins og mál hafa þróast er erfitt að sjá fyrir sér ríkisstjórnarþátttöku VG nema í einhvers konar samfloti við Samfylkinguna. Hitt er meira undrunarefni að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, telji sinn flokk eiga heima í slíku bandalagi. Orðið sjálfsmyndarkreppa kemur í hug í þessu sambandi. En það var skynsamlegt af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, að stökkva ekki á hugmyndina. Í fyrsta lagi er hún algjörlega ótímabær. Þingkosningar verða ekki fyrr en eftir tæp tvö ár. Margt á eftir að gerast á vettvangi stjórnmálanna á þeim tíma. Í öðru lagi virðist blasa við að of náin tengsl við Vinstri græna geti skaðað þá ímynd sem Samfylking- unni er nauðsynleg til frekari fylgisaukningar, að hún sé miðju- sækinn vinstriflokkur. Hvað stjórnarmynstur að kosningum loknum áhrærir þarf hún enn að halda öllum leiðum opnum. Horfast verður í augu við það að vinstri stjórnir hafa slæmt orð á sér hér á landi. Sporin frá 1956, 1971, 1978 og 1988 hræða. Þessar ríkisstjórnir náðu engum tökum á stjórn efnahagsmála og samstarf flokkanna einkenndist af sundurþykkju. Þessu er ekki eins farið í Noregi og víðar á Norðurlöndum. Þar hafa stjórnir jafnaðarmanna oft staðið sig vel og ekki síður en stjórnir borg- araflokkanna. Þess vegna er þar grundvöllur fyrir vinstri stjórn- um eða rauðgrænum stjórnum eins og það heitir núna. Hér á landi verða margir hins vegar óöryggir og áhyggjufullir þegar farið er að tala um „vinstri stjórn“ í fullri alvöru. Þess vegna kemur ekki á óvart að formaður vinstri grænna kýs frekar að tala um „velferðarstjórn“, en það hugtak hefur enn enga áþreif- anlega merkingu fengið í íslenskum stjórnmálaumræðum. Margir munu líta á það sem feluorð fyrir vinstri stjórn. Samfylkingin er höfuðflokkur stjórnarandstöðunnar og ólík- legt er að miklar breytingar verði í íslenskum stjórnmálum á næstu árum ef flokknum tekst ekki að styrkja stöðu sína meðal kjósenda og í almenningsálitinu. Forsenda þess að það takist er að flokkurinn hafi skýra og raunsæja stefnu sem höfðar til fjöld- ans. Ekki skiptir síður máli að forysta flokksins sé einörð, trú- verðug og samhent. Mörgum sem virða flokkinn fyrir sér utan frá virðist sem forystan sé ekki nægileg öflug og gangi ekki í takt. Slík vandamál þarf að yfirvinna. Verra er þó að óvissa ríkir um það hvað það er nákvæmlega sem Samfylkingin vill gera í ís- lensku þjóðfélagi komist hún til valda. Of mörg dæmi eru um misvísandi skilaboð í því efni frá flokknum. Sennilega er hlutverk leiðtoga stjórnarandstöðu eitt hið erfið- asta sem menn taka sér fyrir hendur í stjórnmálum. En það er jafnframt eitt hið mikilvægasta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sýndi það sem borgarstjóri Reykjavíkur að hún er prýdd ýmsum hæfileikum leiðtogans. Nú þarf hún að sýna þessa hlið á sér með ótvíræðum hætti á Alþingi og í landsmálunum. Fram undan er ögurstundin á stjórnmálaferli hennar. ■ SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Hugmyndir um „rauðgrænt“ bandalag á Íslandi eru ótímabærar. Rétt a› halda lei›um opnum FRÁ DEGI TIL DAGS Keisarinn er nakinn Dauðasyndirnar fjórar Þeir eru ekki margir Íslendingar sem jafnan eru kallaðir „meistarar“. Einn þeirra – kannski sá eini – er Þórbergur heitinn Þórðarson rithöfundur. Þetta viðurnefni öðlaðist hann fyrir stílsnilld sína sem löngum hefur verið rómuð. Og Þórbergur hefur ekki aðeins þótt skrifa fínan texta heldur hefur hann verið talinn höfuðleiðbeinandi þjóðar- innar um greinarmun góðs og vonds texta. Ritgerð hans um íslenskan stíl, „Einum kennt – öðrum bent“, sem birtist upphaf- lega árið 1944, hefur verið kennsluefni í skólum um ára- tugaskeið. Margir hafa á hraðbergi grundvallarhugtök ritgerðarinnar sem eru skalli, uppskafning, lágkúra og ruglandi. Þetta eru stundum kallaðar „dauðasyndirnar fjórar“ í íslenskum stíl. Ekki fræðileg hugtök En nú ber það til tíðinda að Kristján Jó- hann Jónsson bókmenntafræðingur birtir í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar grein þar sem með ljósum hætti er sýnt fram á að hugtök Þór- bergs rísa engan veginn undir því að vera stílfræðileg. Þau eru öll meira eða minna huglæg og siðferðileg, óná- kvæm og stundum vanhugsuð og for- dómafull dómsorð en ekki skýrar skil- greiningar. Segja má að þar með sé botninn dottinn úr þeim sem algildum viðmiðunum í ritgerðarkennslu eins og tíðkast hefur lengi. „Refsandi þröngsýni“ Kristján Jóhann telur að í hugtökum Þórbergs felist að þeir sem standa sig ekki á ritvellinum séu „fáfróðir, heim- óttarlegir og illgjarnir spjátrungar“. Þetta vill hann að vonum ekki fallast á: „Að mínu mati er Þórbergur, í þessari grein sinni um kosti og lesti ritverka, að einhverju leyti að minnsta kosti knúinn áfram af refsandi þröngsýni fá- tæks bændasamfélags. Það á að berja niðursetningana og bera virðingu fyrir hreppstjórunum. Það á að benda þeim hólpnu á sæti meðal útvalinna og velja þá sem kenna skal um ómenningu og eymd í andlegu lífi Íslendinga,“ segir Kristján Jóhann. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA 17. september 2005 LAUGARDAGUR Hin hli›in á bandarísku fljó›- lífi hefur ekki veri› eins til s‡n- is. Sú hli›in sem sn‡r a› fá- tæktinni, vesöldinni, sem ríkir ví›a í flessu landi tækifær- anna. Hún var› ekki lengur falin flegar Katrín rei› yfir og skildi eftir sig vegsummerkin og fólki› í allsleysi sínu. ELLERT B. SCHRAM UPP ÚR EINS MANNS HLJÓÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.