Fréttablaðið - 17.09.2005, Síða 20

Fréttablaðið - 17.09.2005, Síða 20
Umsjón: nánar á visir.is Ómöguleg yfirtaka? Greiningardeild Landsbankans gaf út í vikunni nýtt mat á verðmæti hlutabréfa í FL Group. Í umfjöllun bankans eru áhugaverðar hugleiðingar um eignar- hlut FL Group í breska lággjaldaflugfélaginu easyJet og er meðal annars spurt hvort yfirtaka sé möguleg. Mörg ljón eru á veginum til að svo megi verða en þó er víst að yfirtaka gæti aldrei orðið í óþökk stærstu eigandanna, Stelios Haji-Ioannou og systkina hans. Stelios hefur tögl og hagldirnar í þessari stöðu. Hann fer fyrir 40 prósenta eignarhlut og samkvæmt samþykktum félagsins hefur hann rétt til þess að fara með stjórnarformennsku ef eignarhlutur hans er yfir tíu prósentum. Einnig er ákvæði í samþykktum easyJet um að erlendir aðil- ar megi ekki eiga meira en 40 prósent af hlutafé. Landsbankinn bendir reyndar á að hægt sé að komast fram hjá þessum kvöðum með því að taka upp samstarf við bresk áhættufjármögnunarfyrir- tæki. easy, easy En þar með er ekki sagan öll. Stelios á sjálfur not- endaréttinn að vörumerkinu „easy“ og leigir það til flatbökukeðja, internetkaffihúsa, skemmtiferða- skipa og auðvitað til easyJet. Það gæti kostað sitt ef easyJet missti framhlutann. Af þessu má sjá að FL Group myndi sennilega aldrei ráðast til atlögu í easyJet nema til komi samþykki Stelios. Landsbankinn efast ekki um að FL Group hafi fjár- hagslega burði til verkefnisins en verði þá að gefa út nýtt hlutafé. Markaðsvirði easyJet er um 130 milljarðar króna sem er fjórfalt hærri upphæð en virði FL Group. Bent er á að jafnvel geti það komið til að Stelios taki félagið sjálfur af mark- aði og greiði fyrir 380 pens á hlut sem væri nærri 30 prósenta yfir- verð. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.570 Fjöldi viðskipta: 466 Velta: 2.274 milljónir +1,78% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Farþegum Icelandair fjölgaði um 43 þúsund í ágústmánuði samanborið við ágústmánuð síðasta árs. Alls er um að ræða 19,1 prósent fjölgun farþega. Sæta- nýting félagsins var 83,9 prósent og hækkaði um 2,7 prósent frá því á síðasta ári. Krónan styrktist um 0,4 prósent í tíu milljarða króna viðskiptum í gær. Styrk- ingu krónunnar má að öllum líkindum rekja til aukins áhuga erlendra aðila á skuldabréfaútgáfu í íslenskum krónum. Gengisvísitala krónunnar mældist í 105,8 stigum, sem er lægsta gildi hennar allt frá því í nóvember 1992. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgar- svæðinu lækkaði um 0,6 prósent í ágúst samanborið við mánuðinn á undan. Sér- býli hækkaði um 2,1 prósent en fjölbýli lækkaði um 1,45 prósent, sem vó hlut- fallslega þyngra. 20 Peningaskápurinn… Actavis 40,70 +1,80% ... Bakkavör 42,90 +2,10% ... Burðarás 17,90 +2,30% ... FL Group 14,55 +1,00% ... Flaga 3,73 -0,30% ... HB Grandi 9,10 +0,00% ... Íslandsbanki 14,85 +1,70% ... Jarðboranir 20,00 +1,50% ... KB banki 588,00 +1,20% ... Kögun 54,00 +0,00% ... Landsbankinn 22,00 +3,80% ... Marel 61,10 -0,70% ... SÍF 4,75 +2,60% ... Straumur 13,75 +2,60% ... Össur 83,50 -0,60% Atorka Group +5,46% Landsbankinn +3,77% Straumur +2,61% Síminn -2,88% Marel -0,65% Össur -0,59% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hluthöfum bo›i› a› selja Skipti ehf. hlut sinn. Ný stjórn Símans verður kjörin á hluthafafundi sem hefst klukkan tvö í dag. Nýir eigendur tóku við rekstri fyrirtækisins af ríkinu síð- astliðinn þriðjudag og boðuðu í kjölfarið til hluthafafundar til að velja sína fulltrúa í fimm manna stjórn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Lýður Guð- mundsson, stjórnarformaður Ex- ista og annar Bakkavararbróður- inn, verða nýr stjórnarformaður Símans og taka við af Rannveigu Rist, sem þar hefur setið fyrir hönd fjármálaráðherra. Félagið sem keypti Símann heitir Skipti og er í eigu Exista, KB banka, fjögurra lífeyrissjóða, MP fjárfestingarbanka og Skúla Þorvaldssonar. Þar sem eignar- hlutur Skiptis í Símanum er 98,77 prósent verður félagið að gera öðrum hluthöfum yfirtökutilboð í hlutafé þeirra í samræmi við lög. Verður hluthöfum boðið að selja hlutafé sitt á sama verði og Skipti keypti hlutafé sitt af íslenska rík- inu. Það var á genginu 9,6. Hlut- höfum verður þó ekki gert skylt að selja Skipti bréfin sín og er það í samræmi við ákvæði kaupsamn- ingsins við íslenska ríkið. – bg Ný stjórn Símans kosin KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] 17. september LAUGARDAGUR SKRIFAÐ UNDIR KAUPSAMNING Erlendur Hjaltason klappar á meðan Geir Haarde og Lýður Guðmundsson takast í hendur eftir undirskrift kaupsamnings á Símanum 5. ágúst í sumar. Ágúst Guðmundssons stendur við hlið bróður síns til hægri á myndinni. Baugur á nú 13,7 prósent í bresku tískukeðjunni French Connection. Ekki er ætlunin að auka þennan hlut að einhverju ráði í bili að minnsta kosti samkvæmt heimild- um. French Connection hefur stað- ið frammi fyrir samdrætti og eru margir sérfræðingar þeirra skoð- unar að slagorð félagsins FCUK sé orðið þreytt. Innan Baugs er talið að félagið hafi möguleika á að rétta úr kútnum, en ekki er heldur talið ólíklegt að Stephen Marks, stofnandi og aðaleigandi fyrirtækisins, kaupi félagið af markaði á hærra verði en það er á nú, eða að hann fallist að lokum á að selja. -hh Baugur kaupir meira N‡ stjórn Straums Á hluthafafundi Straums í fyrradag var samþykkt að breyta nafni félagsins í Straumur – Burðarás fjárfestingabanki. Er það gert í kjölfar sameiningar við starfsemi Burðaráss. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stjórnarformaður Burðaráss, var kjörinn stjórnarformaður sameinaðs félags. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn heita: Magnús Kristinsson, sem er varaformaður, Eggert Magnús- son, Kristinn Björnsson og Þór Kristjánsson. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.